Morgunblaðið - 27.05.1987, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 27.05.1987, Qupperneq 30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. MAI 1987 30 l lií Í9 K( r«T ;í* UJI /ÍV ■jft ,bl ifií Skýrsla um Pollard-njósnahneykslið: Israelsstjórn er samábyi’g’ Jerúsalem, Reuter. ^. * NEFND, sem ísraelsk stjórnvöld skipuðu til að rannsaka Jonathan Pollard-njósnamáiið, sagði í gær að leiðtogar Israels bæru sam- ábyrgð á njósnunum í Washington. Ekki var sagt hvort grípa ætti til aðgerða gegn þeim. Joshua Rotenstreich, formaður nefndarinnar, sem afhenti stjóminni skýrslu sína, sagði að það væri ann- að hvort þingsins, eða almennings að ákveða hvort refsa ætti einhverj- um vegna njósnahneykslisins. „Að okkar hyggju á stjómin að axla alla ábyrgð. Hver ráðherra hef- ur sitt starf með höndum, en hann er hluti af ríkisstjóminni ... og úti- lokað er að refsa einum aðilja," sagði Rotenstreich í viðtali við útvarp ísra- elska hersins. Stjómin skipaði nefndina til að rannsaka málið fyrir þremur mánuð- um, en önnur rannsóknarnefnd er einnig að störfum. Pollard, sérfræð- ingur bandaríska sjóhersins, var dæmdur í lífstíðarfangelsi í Wash- ington fyrir njósnir í þágu ísraela. Hann viðurkenndi að hafa látið Isra- ela hafa mörg hundmð leyndarskjö! á ámnum 1984 og 1985. Svartur verkalýðs- leiðtogi handtekinn Jóhannesarborg. Reuter. JUSTICE Langa, forseti verka- lýðsfélags suður-afrískra járn- brautar- og hafnarverkamanna, SARHWU, hefur verið handtek- inn. Félag hans hefur átt í harðvítugum og langvinnum kjaradeilum við ríkisjárnbraut- Að sögn heimildarmanna í SARHWU handtóku óeinkennis- klæddir lögreglumenn leiðtogann í Jóhannesarborg á mánudag. Var hann þá staddur fyrir byggingu, þar sem ýmis samtök, sem berjast á móti aðskilnaðarstefnu stjóm- valda, em til húsa. hefðu verið til að semja við vinnu- veitandann, hefðu verið handteknir. Skotárás íKaíró Skotið var á bandaríska sendiráðsstarfsmenn er vom í bíl á leið til vinnu í Kaíró, höfuðborg Egypta- lands, snemma í gærmorgun. Tveir þeirra særðust lítilsháttar, en sá þriðji slapp ómeiddur. Þrír vopnað- ir menn eltu bíl þeirra, neyddu þá út í vegarkantinn og skutu á þá af stuttu færi. Ekki er vitað hvetjir stóðu að baki tilræðinu, en lítið þekkt vinstri sinnuð samtök „Bylting Egyptalands" höfðu í gær samband við fjölmiðla og lýstu ábyrgðinni á hendur sér. Á myndinni sjáum við egypska sérfræðinga rannsaka vegsummerkin. Kosningabaráttan á Bretlandi: Reynt að klekkja á Verka- mannaflokki í varaarmálum Suður-Afríka: Reuter. Lxmdon, frá Valdimar Unnari Valdimarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Talsmaður lögreglunnar í Pret- oríu kvaðst ekki geta staðfest, að Langa hefði verið handtekinn. SARHWU stóð fyrir sex vikna löngu verkfalli starfsmanna ríkisjárnbrautanna í síðasta mán- uði. Lyktaði átökunum með því, að 16.000 verkamönnum var sagt upp störfum. Að minnsta kosti sex verk- fallsmenn féllu fyrir kúlum lögregl- unnar og fimm voru myrtir vegna meintra verkfallsbrota. Themba Khuzwayo, ritari félags- ins, sagði í síðustu viku, að 30 af 37 nefndarmönnum, sem kjörnir Ihaldsflokkunnn og Bandalag frjálslyndra og jafnaðarmanna beina nú spjótum sínum mjög að stefnu Verkamannaflokksins i varnarmálum og reyna þannig að klekkja á honum. Onnur vika kosningabaráttunnar á Bretlandi er nú hafin og þótti Verka- mannaflokkurinn hafa farið mjög vel af stað með leiðtoga sinn, Neil Kinnock, í broddi fylk- ingar. Ekki verður um það deilt að fyrsta vika baráttunnar fyrir þing- kosningarnar 11. júní einkenndist öðru fremur af uppgangi Verka- mannaflokksins, sem háð hefur þaulskipulagða kosningabaráttu og árangursríka, ef marka má úrslit skoðanakannana, sem gerðar voru um síðustu helgi, að lokinni fyrstu lotu baráttunnar. Verkamannaflokknum hefur ekki einungis tekist vel að koma til skila helstu baráttumálum sínum heldur virðist áhersla sú, sem lögð hefur verið á hæfileika og forystu- hlutverk Kinnoeks hafa skilað umtalsverðum árangri. Þótti Verka- mannaflokkurinn að ýmsu leyti ná frumkvæði í upphafi kosningabar- áttunnar og skjóta þannig Ihalds- Bandaríkin: Stóðu Sovétmenn á bak við árás- ina á Persaflóa? „Tel það hugsanlegt,“ segir Brzez- inski, fyrrum þjóðaröryggisráðgjafi New York. Reuter. ZBIGNIEW Brzezinski, fyrrum þjóðaröryggisráðgjafi Banda- ríkjanna, hélt því fram á mánudagskvöld, að Sovétmenn kynnu að hafa staðið á bak við árás íraka á bandarísku frei- gátuna Stark í síðustu viku „með rafeindatæknilegri íhlut- un“. Enginn annar bandarískur embættismaður, hvorki núverandi né fyrrverandi, hefur haldið fram, að Sovétmenn hafi átt hlutdeild í árásinni á Persaflóa, þegar írösk F-1 herþota skaut Exocet-flug- skeyti á bandaríska herskipið með þeim afleiðingum, að 37 sjóliðar létu lífíð. Brzezinski sagði í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina CNN, að hann teldi, að árásin hefði vef til vill verið mistök af hálfu Iraka". „Ég get ekki fullyrt um það, hvort um var að ræða rafeinda- tæknilega íhlutun og hvatningu þriðja aðila,“ bætti hann við. Þegar hann var spurður, hvort hann ætti þar við írani, sagði hann: „írani eða Sovétmenn.“ Þegar Brzezinski var spurður, hvort hann teldi, að Sovétmenn gætu hafa staðið á bak við árás- ina, sagði hann: „Ég tel það hugsanlegt." Brzezinski, sem átti sæti í stjóm Jimmy Carters, fyrrum Bandaríkjaforseta, skýrði ekki nánar, hvemig hann teldi, að Sov- étmenn hefðu getað komið því til Zbigniew Brzezinski leiðar „með rafeindatæknilegri fhlutun", að íraski flugmaðurinn lét til skarar skríða gegn freigát- unni. Hann sagði, að árásin hefði ekki kallað á sterk viðbrögð bandarískra stjórnvalda gegn Ir- ak, „og það er vel, að mínu mati“. Níu manna nefnd bandarískra hernaðarsérfræðinga er nú í Baghdad til að rannsaka málsat- vik. Nefndin hefur farið fram á að fá að yfirheyra flugmann írösku herþotunnar, en ekki er vitað enn sem komið er, hvort það verður leyft. flokknum og Bandalaginu ref fyrir rass. Að lokinni fyrstu viku kosninga- baráttunnar var vígstaðan vegin og metin í herbúðum flokkanna allra um helgina og ákvarðanir teknar um næstu skref. Kom það fáum á óvart að bæði íhaldsflokkurinn og Bandalagið skyldu ákveða að beina einkum spjótum sínum að Verka- mannaflokknum og reyna þannig að vinna upp það forskot, sem flokkurinn þótti hafa náð í kosn- ingabaráttunni. Og úr báðum áttum er nú sótt að Verkamannaflokkn- um, þar sem hann þykir veikastur fyrir: í varnarmálum. Verkamannaflokkurinn hefur meðal annars á stefnuskrá sinni að losa Bretland við öll kjarnorkuvopn og loka jafnframt ýmsum banda- rískum herstöðvum, sem hér hafa verið starfræktar. í staðinn stefnir Verkamannaflokkurinn að því að stórefla hefðbundinn vopnabúnað Breta sjálfra. Enda þótt talsmenn Verkamannaflokksins hafí reynt að sannfæra kjósendur um að stefna af þessu tagi muni á engan hátt veikja varnir landsins hafa skoðana- kannanir sýnt að stefna flokksins í þessum málaflokki á lítt upp á pallborðið meðal bresks almenn- ings. Þetta hyggjast nú bæði íhaldsflokkurinn og Bandalagið færa sér í nyt og hefur kosninga- barátta þessara flokka beinst mjög að því undanfama daga að gagn- rýna og vara við stefnu Verka- mannaflokksins í varnarmálum. Segja andstæðingar Verkamanna- flokksins þessa stefnu einungis til þess fallna að veikja stórlega varn- ir Bretlands og kippa jafnframt stoðunum undan varnarsamstarfí vestrænna ríkja. David Owen, leið- togi Jafnaðarmannaflokksins (SDP), hefur til dæmis líkt utanrík- isstefnu Verkamannaflokksins við ERLENT það að tennurnar væru dregnar úr breska ljóninu, sem yrði að athlægi í augum umheimsins. Enda þótt talsmenn Verka- mannaflokksins hafi snúist til varnar af fyllstu hörku gegn þeim árásum, sem utanríkisstefna þeirra hefur sætt undanfama daga getur engum dulist að hér er ekki um að ræða málefni, sem flokkurinn telur geta orðið sér að liði í þeirri hörðu baráttu, sem nú er háð um fylgi breskra kjósenda. Flokkurinn kost- ar því mjög kapps um að beina hugum kjósenda að þeim baráttu- málum, sem líklegri þykja til að vinna flokknum fylgi: áætlunum um aðgerðir gegn atvinnuleysi, stór- átaki í félagsmálum ýmsum og þar fram eftir götunum. Ahersla á slíka málaflokka þótti skila Verka- mannaflokknum góðum árangri í upphafí kosningabaráttunnar, en framvindan næstu daga mun leiða í ljós hvort andstæðingum Verka- mannaflokksins tekst með áherslu sinni á vamarmál að klekkja á flokknum og stöðva þá sókn, sem hann óumdeilanlega var í fyrstu viku baráttunnar. Gengi gjaldmiðla London, Reuter. Bandarikjadollari hækkaði á gjaldeyrismörkuðum í gær vegna vangaveltna um að vextir í Bandaríkjunum færu hækkandi. í London kostaði sterlingspundið 1,6505 dollara á hádegi í gær. Gengi annarra helstu gjaldmiðla var á þann veg háttað að dollarinn kost- aði: 1,3442 kanadíska dollara, 1,7955 vestur-þýsk mörk, 2,0225 hollensk gyllini, 1,4760 svissneska franka, 37,23 belgíska franka, 6,0000 franska franka, 1.297 ítalskar lírur, 143,25 japönsk jen, 6,2800 sænskar krónur, 6,6800 norskar krónur og 6,7550 danskar krónur. Únsa af gulli kostaði 459,00 doll- ara.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.