Morgunblaðið - 27.05.1987, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 27.05.1987, Qupperneq 33
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. MAI 1987 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1987 33 POTBllí Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri HaraldurSveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 550 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. Skólarnir og tölvubyltingin Ellert Ólafsson, forstjóri Tölvufræðslunnar í Reykjavík, staðhæfir í athyglis- verðri grein í Morgunblaðinu í gær, að íslendingar séu fremstir allra þjóða í notkun einkatölva. Hann segir að hér á landi séu til fleiri tölvur á íbúa en í öðrum löndum og gildi þetta sérstak- lega um þær tölvur, sem mestu skipti um þessar mundir: IBM- PC og eftirlíkingar af henni og Apple Macintosh. Miklu mikil- vægara telur hann þó að þekking almennings og fæmi í notkun þessara tækja sé í algjör- um sérflokki. „Á stuttum tíma hafa risið fjölmörg tölvufyrir- tæki sem hanna hugbúnað og veita fyrirtækjum þjónustu og ráðgjöf á tölvusviðinu. Innan þessara fyrirtækja er mikið af frábærlega færum tölvumönn- um og sum þessara fyrirtækja hafa þegar hafíð útflutning á hugbúnaði," segir Ellert Ólafs- son ennfremur. Þessar upplýsingar eru sann- arlega ánægjulegar og uppörv- andi í ljósi þess hve tölvur eru gagnlegir gripir og eiga eftir að hafa mikla þýðingu fyrir fram- vindu á öllum sviðum þjóðlífsins á næstu árum og áratugum. Merkilegt er að hugleiða hve framfarirnar hafa orðið ótrúlega örar á þessu sviði hér á landi á einum áratug. Árið 1978 var fyrsti tölvuskólinn settur á lagg- irnar og tölvur þekktust þá vart á almennum skrifstofum, hvað þá á heimilum fólks. Nú er fjöldi tölvuskóla starfræktur á vegum einstaklinga og fyrirtækja og fátítt er orðið að fyrirtæki af meðalstærð hafi ekki tekið tölv- ur í þjónustu sína. Hið sama er að segja um heimilin, þar sem æ algengara er að sjá tölvur til ritvinnslu og annarra iðkana. Það er sérstakt íhugunarefni að þessi þróun hefur orðið án nokk- urra beinna eða óbeinna tengsla, sem orð er á gerandi, við ríkis- skólakerfið í landinu. Skólar ríkisins starfa nánast eins og tölvur hafi ekki verið fundnar upp. Þetta sýnir okkur brota- lömina í öllum ríkisrekstri; þar eiga nýjungar erfitt uppdráttar. Reynum að ímynda okkur hvemig ástandið væri ef vinstri sinnar hefðu fyrir áratug fengið þá ósk sína uppfyllta að starf- ræksla einkaskóla yrði bönnuð. Á hvaða stigi væri þá tölvuþekk- ing og tölvunotkun íslendinga? Það vakir einmitt fyrir Ellert Ólafssyni að benda á hið hróp- lega ósamræmi sem er á milli tölvunotkunar almennings ann- ars vegar og vinnubragða í opinberum skólum hins vegar. „Þar á bæ [í skólunum] ríkir stöðnun, úreltur gamaldags- hugsunarháttur og fram- kvæmdaleysi. í gmnnskólunum, mikilvægustu menntastofnun- um landsins, eru aðeins til örfáar úreltar heimilistölvur til kennslu. Gamlar leikfangatölv- ur, sem venjulegt fólk hefur lagt til hliðar fyrir löngu. Þjálfun kennara og námsefnið til kennslunnar er í miklum ólestri,“ skrifar hann. Ellert tel- ur það sýna skammsýni að nefnd á vegum menntamálaráðuneyt- isins mælti nýverið aðeins með kaupum tölva á kennarastofur. Hér sé alltof skammt gengið. íslendingar eigi mikla mögu- leika á því að hagnast vel á hinni miklu þekkingu í notkun örtölva sem hér sé til staðar. Ef stjórn- völd og aðilar vinnumarkaðarins vinni vel saman sé þarna um stórkostlega spennandi verkefni að ræða, sem bætt geti lífskjör í landinu. Áreiðanlega er áhugi fyrir því meðal kennara — og nemenda — í skólum landsins að heija tölvufræðslu og tölvunotkun til vegs svo hún verði samstíga því sem er að gerast í þjóðfélaginu almennt. Fræðsla af þessu tagi miðar að sjálfsögðu ekki að því að einu að þjálfa nemendur í því að læra á tölvutæknina — þótt það sé auðvitað grundvall- aratriði, heldur að beita henni í daglegu starfí í öðrum náms- greinum, íslensku, stærðfræði, sögu, tungumálum og svo fram- vegis. Tölvur eru tæki — afar gagnleg tæki — en ekki mark- mið í sjálfu sér. En þær geta auðveldað okkur að ná mikils- verðum markmiðum og van- ræksla á hagnýtingu þeirra getur á skammri stund gert okkur að eftirbátum annarra þjóða. Þess vegna eigum við að nota okkur það merkilega for- skot sem við höfum náð þrátt fyrir sleifarlagið í skólakerfinu og hefja sókn: að þessu sinni á vettvangi skólanna. Það kann að verða okkur dýrkeypt að hika við þær aðstæður sem nú hafa skapast. í þjálfun hjá KGB: Ottist okkur — treystið engum Landflótta Afgani lýsir kynnum sínum af sovésku öryggislögreglunni Kamal Adin er fyrrverandi flugmaður í flugher Afganistans sem dvaldist í hálft annað ár í Sovétríkjunum við þjálfun í skóla fyrir verðandi foringja í leyniþjónustunni KGB. Rússar ákváðu að taka Adin (sem er dulnefni) til þjálfunar hjá KGB eftir að hann hafði vakið sérstaka athygli kennara sinna meðan hann var við flugnám í Sovétríkjunum. Hann naut þjálfunar í undirróðursstarfsemi og njósnum, fyrst í búðum við Tashkent, höfuðborg Sovétlýðveldisins Uzbekistan, rétt norðan landamæra Afganistans, og síðar í lítt áber- andi fimm hæða húsi rétt við herforingjaskólann í Moskvu. Sá skóli gekk undir nafninu Dzerzhinskiy-skólinn hjá nemendunum. I ellefu mánuði, frá júní 1984 fram á vor 1985, unnu Kamal Adin og fjórir landa hans baki brotnu 15 tíma á dag, sex daga í viku, undir tilsögn kennara frá KGB. Að þjálfun lokinni sneri Adin heim til Afganistans sem höfuðs- maður í KGB, og tók við foringja- stöðu hjá Khad, leyiþjónustu landsins, í maí 1985. Hann var þá nýorðinn 24 ára. Þegar svo bróðir hans var handtekinn og frændi hans flúði land, en þeir voru báðir foringjar í hemum, ákvað Adin að leita hælis erlendis. Hann flýði því frá Kandahar, þar sem hann var yfirmaður Khad, yfir til skæruliða og áfram til Pakistans. Þar sem hann óttaðist um líf sitt hélt hann áfram til Bretlands, og þar býr hann nú á laun eftir að hafa gefið leyniþjónustum Vesturlanda ítar- lega skýrslu um starfsemi sína. Hér fer á eftir viðtal sem Adin átti ný- lega við James MacManus, ritstjóra erlendra frétta hjá brezka blaðinu The Sunday Telegraph. Eitt get ég sagt þér um KGB. Þeir vekja hjá þér óhug. Það var sú tilfinning sem ríkti í brjóstum okkar þegar við lentum á herflug- vellinum við Moskvu. Við vorum fimm og höfðum allir verið saman í búðunum í Tashkent. Þar höfðum við fengið fræðslu í undirstöðuatrið- um Marx-Leninisma, aðferðum sem beita má í yfirheyrslum, upplýs- ingaöflun í erlendum sendiráðum og þar fram eftir götunum. En nú áttum við að hefja framhaldsnám, og við vorum hálfsmeykir. Skólinn er í nánd við Lermontov- skaya-neðanjarðaijárnbrautarstöð- ina við Sadovaya Spasskaya, en álengdar að sjá sker hann sig ekki úr. Húsið stendur nokkuð upp frá götunni og lóðin er afgirt með vegg. Það þurfti að leita vandlega til að KGB beitir öllum ráðum til að eignast flugumenn og svikara í liðsafla frelsissveita Afgana. Hér sjást félagar í riddaraliðssveitum frelsishersins. sjá myndavélarnar á tíu metra milli- bili á veggnum sem gerðu húsið frábrugðið hvetju öðru fjölbýlishúsi í Moskvu. Við dvöldutnst þarna í 11 mán- uði og hittum enga aðra en kennarana okkar. Þetta var mjög erfitt. Við höfðum hver sitt her- bergi, en það var allur munaðurinn. Við fórum á fætur klukkan sex, borðuðum morgunverð — kaffi, brauð og egg — og svo beint í kennslustofuna. I Tashkent og Moskvu var bytj- unin alltaf sú sama. Fyrstu tvo tímana var tilsögn í Marx-Lenin- isma, og einnig í tvo tíma á kvöldin. Það breyttist aldrei. Við vorum látn- ir læra suma kaflana utanað. Við vorum hvað eftir annað látnir út- skýra kenninguna um alþjóðabylt- ingu kommúnismans. Eg get sagt þér að þegar Marx bar á góma urðum við eins ogtalandi páfagauk- ar. Ég held ekki að í raun hafi nokk- ur okkar trúað kenningum kommúnismans, en við töluðum aldrei saman innbyrðis um efa- semdir okkar. Því þótt það fyrsta sem KGB kenni okkur sé: „Ottist okkur“ þá kemur næst: „Treystið engum.“ Það voru sjónvarpsvélar og hlustunartæki út um allt hús. Eftir hugmyndafræðina kom til- sögn í því hvernig ætti að bregðast gegn stigamönnum; hvernig mætti koma njósnurum okkar fyrir meðal Mujahideen-skæruliða. Margar leið- ir eru færar og okkur var kennt að unnt væri að fá þtjár manngerð- ir til að vinna fyrir okkur. Þeir sem fást til starfans vegna peninga eru hættulegastir. Aðrir fást ef þeir eru beittir þrýstingi, og sumir vegna hugsjóna. KGB þykir þrýstingur ákjósanlegasta leiðin. Þeir segja jafnan að einföldustu aðferðirnar skili beztum árangri, sérstaklega í Afganistan. Því velur maður einhvern úr fjölskyldu þess sem ætlunin er að fá til starfa, til dæmis bróður eða systur, og færir hann eða hana til yfirheyrslu og beitir pyndingum, ef þörf er á því. Fjölskyldan biður að fórnarlambinu sé sleppt og þá er svarað með ein- földum hætti: Þú verður þá að vinna fyrir okkur. Þetta ber árangur. Við sendum svo menn með sendi- tæki í beltum sínum eða höfuð- búnaði til liðs við Mujahideen. Þetta létti mjög undir hjá Spetznaz, sér- þjálfuðum sveitum sovézka hersins. Eitt þeirra vandamála sem KGB stóð frammi fyrir varðandi starfsmennina frá Afganistan var múhameðstrúin. Sovézku þjálfararnir gerðu sitt ítrasta til að veikja traust ungu nemend- anna á múhameðstrúnni. Þótt hann sé sjálfur andvígur siðum íslamskra bókstafstrúarmanna, fannst Adin þessir tilburðir KGB hlægilegir. Fyrstu 40 dagana fóru fjórir tímar á dag í fræðslu um múha- meðstrú. Boðskapurinn var um- búðalaus: Látið af trúnni. Þeir flettu upp í sögunni og reyndu að sýna okkur fram á að Múhameð spámað- ur hafi ekki verið annað en ævin- týramaður. Þeir sýndu okkur kvikmynd af trúarleiðtogum okkar sem hafði verið mútað til að for- dæma Mujahideen opinberlega. Það er rétt, þetta gerðist í Kabul. Kennarar okkar sögðu: „Þið get- ið beitt íslam gegn íslam" og þeir bentu á klofninginn meðal múha- meðstrúarmanna í Líbanon. En við héldum trú okkar. Því meir sem þeir lögðu að sér við að fá okkur til að skipta um skoðun, þeim mun andsnúnari urðum við kommún- isma. Ég held það hafi verið á þessu stigi sem landflótti minn hófst í raun. KGB getur aldrei skilið að múhameðstrúarmenn verða slæmir kommúnistar. Þrátt fyrir þær efasemdir sem þjálfunin í Moskvu vakti hjá Adin virðist hann hafa sýnt áhuga á grimmdarverkum KGB i upphafi þjálfunarinnar í Tashkent. Hér lýsir hann aðferðum við pynding- ar. Þjálfari okkar í yfirheyrslum í Tashkent kenndi okkur allar pynd- ingaraðferðir. Hann var mjög fær á sínu sviði, silfurhærður, um 75 ára gamall. Hann sýndi okkur tvö tæki. Annað var stóll sem sá grun- aði var bundinn í. Hann var með háu baki og útbúnaði sem sneri honum á miklum hraða. Þetta gerir mann ruglaðan og veldur svima og uppköstum. Á tíu mínútum má bijóta niður þá sem viðkvæmari eru. Fyrir þá harðsvíraðri er annar stóll búinn rafskautum sem tengj- ast á tungu, tær og kynfæri. Með stjórntæki má velja þtjá styrkleika raflostsins. Afgönsku nemendunum var kennt að þeir ættu fyrst og fremst að beina spjótum sínum gegn Ieyniþjónustum þriggja vestrænna ríkja, CIA í Banda- ríkjunum, MI6 í Bretlandi og leyniþjónustu Vestur-Þýzka- lands. Þeim var kennt að líta á erlend sendiráð sem miðstöðvar fyrir njósnir, og hegða sér í sam- ræmi við það. Alit Sovétmanna á Bretum vakti sérstaka athygli Adins. Mjög snemma á námsferlinum var tekið að fræða okkur um Bret- land og MI5 og MI6. Bretland lá þeim mjög á hjarta. Kennararnir notuðu landakort til að sýna okkur gamla brezka heimsveldið og kvik- myndir af hvítum mönnum ríðandi utn akrana í nýlendunum þar sem hópar blökkumanna voru að störf- um. Þeir sögðu að heimsvaldastefn- an brezka væri hættulegri fíandmaður sósíalskrar byltingar en bandaríska auðvaldsstefnan. Okkur „Kennararnir notuðu landakort til að sýna okkur gamla brezka heimsveldið og kvikmyndir af hvítum mönnum ríðandi um akrana i nýlendunum þar sem hópar blökkumanna voru að störfum. Þeir sögðu að heimsvaldastefnan brezka væri hættulegri fjandmaður sósíalskrar byltingar en bandaríska auðvaldsstefnan," segir Afgan- inn um þjálfunina og innrætinguna hjá KGB. Hér sjást þau i Moskvu, Margaret Thatcher og Mikhail Gorbachev. voru sýndar skyggnur og kort af MI5 og MI6, uppbyggingu þeirra, starfsfóiki og svo framvegis. Okkur var kennt að hver sem væri gæti verið njósnari MI6, og að sú deild væri sérlega aðsópsmik- il í Afganistan. Meiri fíármunir og vopn bærust skæruliðum frá Bret- landi en nokkru öðru ríki. Það var boðskapurinn. Deild sex hjá Khad annast upplýsingaöflun i erlendum sendiráðum og eftirlit með öllum erlendum ferðamönnum sem koma til Afganistan. KGB sá um að allir nýliðar væru vel þjálfað- ir í að hafa umsjón með þessum störfum deildarinnar. Meðal ann- ars urðu þeir að vera leiknir við að fá konur til að koma útlend- ingum í erfiða aðstöðu. I Kabul sáu Rússar til þess að allar hreingerningarkonur og skrif- stofustúlkur sem störfuðu í erlend- um sendiráðum væru á launum hjá Deild sex. Allar voru þær laglegar, og hverri þeirra var fenginn ákveð- inn sendifulltrúi til að einbeita sér að. Stöðugt var verið að þjálfa okk- ur í að koma upp um fulltrúa MI6 er störfuðu undir því yfirskini að vera sendifulltrúar, og á það var lögð mest áherzla. Að sjálfsögðu var ekki eingöngu treyst á kynhvöt þein-a, því það ber sjaldnast árang- ur þegar þjálfaðir njósnarar eiga í hlut. Okkur var kennt að nota þess- ar konur til að koma fyrir hlerunar- tækjum, og það gerðum við. Svo voru það ljósastauramir fyr- ir framan öll sendiráðin, sem náðu upp fyrir girðingarnar. Á hveijum einasta þeirra voru myndavélar og hlustunartæki falin. Okkur var kennt að vara okkur á blaðamönnum. Það var ákveðið hótel í Kabul þar sem yftrvöld létu blaðamenn búa, og við komum hlustunartækjum og myndavélum fyrir þar í svo til hvetju herbergi. Eitt af fáum skiptum sem við fengum að fara út úr skólanum í Moskvu var þegar við æfðum okkur í að elta menn sem léku hlutverk erlendra blaðamanna. Við vorum þá látnir fylgjast með búðarápi kennara okkar og urðum að geta skýrt frá því við hvetja þeir hefðu talað og hvað þeir hefðu aðhafst. Eitt sinn hallaði sá sem við vorum að elta sér upp að trjábol og það fór framhjá okkur að hann festi smá bréfmiða á bolinn. Auðveldar æftngar, en þeir sögðu þær mjög mikilsverðar. Og allt sem við gerðum var endurtekið hvað eftir annað. Það var aldrei stoppað frá klukkan sex á morgnana til níu á kvöldin. Meðan KGB var að þjálfa ný- liðana var einnig verið að kanna hvort þeim væri treystandi. Á sama hátt og afgönsku foringja- efnunum var kennt að nota konur til að fanga óvinina, reyndu fagrar konur í starfsliði skólans að fleka nemendurna. Þetta var í rauninni óttalega asnalegt. Þegar við áttum frí í skól- anum máttum við sænga hjá ákveðnum konum utan .skólans. Að sjálfsögðu vissum við að þær störf- uðu hjá KGB og við sváfum hjá þeim og fengum okkur stöku sinn- um drykk með þeim. En öllu var lokið ef við minntumst eitthvað á þjálfun okkar eða fortíð. Eitt orð nægir til að lýsa refsingunni — Síbería. Frá Tashkent voru tveir landa minna fluttir á brott vegna þess að þeir höfðu ekki gætt tungu sinnar í viðurvist kvenna, og við sáum þá aldrei aftur. Síbería var tákn dauð- ans. Þessar konur voru eina afþrey- ingin okkar, og það er ekki hægt að slappa af í örmum konu sem þér er ljóst að er að reyna að hanka þig. Auk þess vorum við venjulega of þreyttir á sunnudögum til að standa í stórræðum. Okkur langaði ekkert að fara út. Okkur langaði aðeins heim. Við fengum ekki einu sinni tæki- færi til að sjá Moskvu. Við fórum í sérstökum hópferðabifreiðum til að skoða grafhýsi Lenins og Rauða torgið, en að öðru leyti héldum við að mestu til í skólanum við vinnu. Það gerðist ekki í einu vet- fangi að Adin yrði ljóst hvert stefndi. Vonbrigði hans jukust smátt og smátt eftir heimkom- una til Kabul í maí 1985. Um aðdragandann að flóttanum seg- ir hann: Upphaflega hafði ég verið þjálf- aður f að fljúga M18-þyrlum í sovézkri flugstöð í Asíu. Þessar þyrlur eru ekki vopnaðar, svo ég átti engan beinan þátt í manndráp- unum. En ég hef sjálfsagt verið ánægður með það í bytjun að beij- ast_ gegn bókstafstrúnni. Ég er skólagenginn, fíölskylda mín er öfgalaus í múhameðstrú sinni. En um það leyti sem ég hafði lokið þjálfun minni hjá KGB og snúið heim til starfa hjá Khad var mér orðið ljóst að tímabært væri fyrir mig að fara. Ég hafði gert mér grein fyrir því að Sovétmenn ætluðu sér aldrei að fara frá Afgan- istan, og ég býst við því að með því hafi yfirvöldin í Moskvu gert mig að föðurlandsvini. Einhverntíma ætlar Adin sér að snúa heim á ný. En eins og er býr hann slyppur og snauður í útlegð og verður að halda stans- lausri vöku sinni til að koma í veg fyrir að verða myrtur. Við þjálfunina bæði í Taskent og Moskvu var stöðugt hamrað á þvi að sá sem svikist undan merkjum væri dauðadæmdur. Og eins og Adin segir: „Mér er full- ljóst hve langt þeir geta gengið til að drepa svikara — út fyrir yztu mörk jarðar.“ Rómarsáttmálinn: Tími kominn til að Island slá- ist í hópinn - segir Trevor Pearcy, skrifstofustjóri alþj ó ðasamtaka hlj ómplötuútgef enda Morgunbladid/Bjami Frá ráðstefnu Félags hljómplötuútgefenda. Frá vinstri: Trevor Pearcy, Sigurður Reynir Pétursson, Gunnar Guðmundsson, Knútur Hallsson og Steinar Berg íslefsson. RÁÐSTEFNA um nauðsyn þess að Alþingi staðfesti hinn svo- nefnda Rómarsáttmála var haldin hér á landi fyrir skömmu, að frumkvæði Félags hljómplötu- útgefenda. Til að forvitnast um Rómarsáttmálann leitaði blaða- maður til Trevor Pearcy, skrif- stofu stjóra alþjóðasamtaka hljómplötuútgefenda, IFPI, sem kom hingað til lands tii að kynna Rómarsáttmálann í boði Félags íslenskra hljómplötuútgefenda. „Rómarsáttmálinn var undirrit- aður 1961 og er ætlað að tryggja réttindi þriggja hópa, tónlistar- manna og leikara sem taka upp tónlist eða upplestur, þeirra er gefa slíkt efni út og þeirra er útvarpa því. Sáttmálinn var undirritaður af tuttugu og fimm löndum 1961, eins og áður sagði. ísland var eitt þeirra landa. Nú hafa um þijátíu lönd stað- fest sáttmálann, þeirra á meðal öll Norðurlönd, utan íslands, og því finnst okkur sem tími sé kominn til að ísland sláist í hópinn.“ Fannst þér staðfesting sátt- málans fá góðar undirtektir á ráðstefnunni? „Mér var sagt að allir sem til máls tóku hafi verið meðmæltir staðfestingu og að ekki hafi komið fram neinar mótbárur." Eru eingöngu Evrópulönd að- ilar að sáttmálanum? Hvar standa t.d. Bandaríkin gagnvart honum? „Nei, með í hópnum eru lönd utan Vestur-Evrópu. í Bandafíkjunum hefur það aftur á móti ekki tíðkast að greiða tónlistarflytjendum höf- undarlaun vegna flutnings í útvarpi. í um fimmtíu löndum er því þó þann veg háttað að tónlistarflytj- andi fær greitt sé upptökunum útvarpað. Samningurinn gildir í flestum Evrópulöndum og um tíu löndum í Suður-Ameríku og einnig í nokkrum löndum í Afríku. Af Austantjaldslöndum er Tékkóslóv- akía með, en tónlist frá Vestur- löndum er líka ekki oft á dagskrá þar eystra þó hún sé vinsæl þá sjald- an hún heyrist.“ Hvaða þýðingu hefur það fyrir íslendinga að staðfesta sáttmál- ann? „Sáttmálinn er í raun tvískiptur. í einn stað nær hann til réttarvernd- ar tónlistarflytjenda og útgefenda og kemur þannig í veg fyrir að verk séu fjölfölduð og gefin út ólög- lega og án þess að greiðsla komi fyrir, setur einskonar lágmarksregl- ur um réttarvemd. Með þessu móti fær það land sem undirritar og stað- festir sáttmálann styrka réttarstöðu í öllum þeim löndum sem þegar eru aðilar að honum. í annan stað nær sáttmálann yfir það að þegar íslensk hljóðupptaka er leikin í út- varpi eða á opinberan hátt að einhveiju leyti fá útgáfufyrirtæki og flytjandi efnisins greitt fyrir. Þetta má segja að séu aðalatriðin." Nú mun þetta þýða nokkurn útgjaldaauka fyrir íslcnskar út- varpsstöðvar, ekki satt? „Jú, reyndar, en móti kemur að íslenskir tónlistarmenn fengju greitt fyrir ef þeirra tónlist er leik- in í einhveiju þeirra fimmtíu landa sem hlut eiga að sáttmálanum. Einnig má velta því fyrir sér, í fram- haldi af því að nú er ekki skylt að greiða fyrir nema íslenska tónlist í íslenskum útvarpsstöðvum, hvort ekki mætti vænta þess að hér væri komin aukin hvatning fyrir útvarps- stöðvar til að leika meira af íslenskri tónlist. Annað sem ekki má gleyma að í kjölfar þess að útvarpsstöðvum fer fjölgandi hér á landi líkt og erlendis, aukast möguleikar áhey- renda á að taka upp þá tónlist sem þeir vilja hlýða á án þess að greiða fyrir. Því fleiri sem útvarpsstöðv- arnar verða því meira ríður á að tryggja að flytjendur og útgefendur fái greiðslur fyrir." Hvaða áhrif telur þú að stað- festing sáttmálans hafi á útgáfu- starfsemi á íslandi hvað varðar útgáfu erlendis? „Helstu áhrifin munu sjálfsagt tengjast því að það mun berast meira fé að utan og það verða því til að styrkja íslenska plötuútgef- endur og til þess að hvetja þá enn frekar til að fara í tónlistarvíking. Onnur bein áhrif er erfitt að sjá fyrir en staðfestingin verður þó til að Islendingar verða hluti af hinum alþjóðlega tónlistarheimi. Ekki má síðan gleyma því að þetta á ekki eingöngu við um tónlst, sáttmálinn nær til allskyns hjóðupptöku." Eru fleiri lönd komin á fremsta hlunn með undirritun? „Indland, Holland, Portúgal og Spánn hafa þegar tekið ákveðna ákvörðun um að taka þátt. Belgía mun síðan sennilega slást í hópinn innan skamms og Sviss einnig. Því má búast við að nær öll Evrópa verði aðili að samningnum innan skamms. Ein helsta mótstaða gegn samningum fram til þessa hefur verið andstaða ríkisrekinna út- varpsstöðva. Nú er það hinsvegar að breytast um alla Evrópu og eftir- leikurinn er því auðveldur." Hvað mun það taka langan tíma fyrir Island að verða full- gildur aðili að þessu gagnkvæma streymi höfundarlauna ef af staðfestingu verður á Alþingi? „Venjulegast tekur um þijá mánuði að koma nýju landi inn í innheimtu- og eftirlitskerfið. Ef Alþingi staðfestir sáttmálann í haust, þegar það kemur saman, má reikna með að um áramótin verði ísland orðið fullgildur aðili að Rómarsáttmálanum.“ Viðtal: Árni Matthíasson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.