Morgunblaðið - 27.05.1987, Side 45

Morgunblaðið - 27.05.1987, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. MAI 1987 45 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson ímyndun Fyrir nokkru skrifaði ég grein sem fjallaði um ímyndunaraflið og neikvæða fylgifiska þess. Ég talaði um hættuna samfara því að ímynda sér sífellt að ákveðnir atburðir gætu gerst, burtséð frá því hvað raun- verulega er að gerast. Um það að sóa orku í ímyndaða mót- sgyrnu og telja úr sér kjark. „Ég þori ekki að skipta um vinnu því þá. . ., ef ég segi þetta verður Jón reiður og gerir örugglega . ..“ o.s.fi'V. VatniÖ Það sem í raun er að gerast í framangreindum dæmum er að gleymt er að lifa í nútíðinni og hugsað er út i bæ. Orkan til að takast á við daginn í dag verður síðan minni en ella. Ég gat þess að fólk sem hefði plá- netur í Krabba, Sporðdreka og Fiskum þyrfti sérstaklega að varast þetta. Hugsun í dag ætla ég að taka þessa umfjöllun skrefi lengra og fjalla um hugsunina, um það hvernig fyrirfram mótaðar skoðanit' geta hindrað okkur í að sjá lífið cins og það raun- verulega er, eða a.m.k. takmarkað sjón okkar. LituÖ gleraugu Útfrá hreinuin þekkingar- fræðilegum sjónarmiðum má segja að alltaf þegar ég kem að ákveðnu máli og hef áður myndað mér skoðun þá litar þessi skoðun það sem ég sé. Ef hugmyndir mínar hafa ver- ið jákvæðar er hætt við að viðhorf mín verði jákvæð, ef þær voru neikvæðar að ég sjái síður hið góða sem þó er kannski fyrir hendi. Hœttulegur ávani Einhver kann að segja að það sé hættulaust að mynda skoð- anir fyrirfram og það sé mannlegt og eðlilegt að gera slíkt. Hvað varðar hið síðar- nefnda er sjálfsagt rétt að það sé mannlegt að vera fljótur til að fella dóma á menn og mál- efni. Ég er því hins vegar ósammáía að slíkt skipti litlu máli. Öldrun Ástæðan fyrir því að það er varasamt að 'norfa ekki hlut- lausum huga á umhverfið, að kunna ekki að kyrra hugann og láta vera að merkja allt með áður lærðum hugtökum, er einföld. I fyrsta lagi, eins og áður sagði, sjáum við ekki hið raunverulega ef við dæm- um fyrirfram. Þegar við hættum að sjá umhverfið, hættum við að læra og hind- rum um leið þroska okkar. Sennilega er ein helsta stöðnun ellinnar fólgin í því að hætta að horfa og sjá, í því að hugs- unin festist smám saman á vanabrautum og ég fer að telja mig hafa séð áður allt sem gerist í dag. Opinn hugur Ef við viljum þroska okkur og öðlast þekkingu ættum við að varast að festast í andlegum viðhorfum og dæma áður en við höfum séð eða kynnt okkur málavexti. Við ættum a.m.k. að varast að láta fyrri reynslu m óta viðhorf okkar ósjálfrátt. Við getum varnað þessu með því að temja okkur, a.m.k. annað slagið, að hafa hugann opinn og reyna að horfa á umhverfið og fólk eins og við séum að sjá það i fyrsta sinn. Horfa opnum huga og láta hvern mann segja okkur hver hann er, áður en við myndum okkur skoðun. Á þann hátt getum við auðgað líf okkar til muna, haldið stöðugt áfram að læra og varðveitt ungdóm- inn í bijósti okkar. GARPUR GAKPOHOOLiíPA HEyJA SR/MMl- ( VILTUAÐ £G Í-E&AM &ARDAOA 3LGN KyRK/ OeLNAKAFéSI i HSyKJ/iR- FENJOM! KKeMJ! b!(S AOL/NS, j SK/yyjiuir FRÁ ■■■ VVN/R FÁSSSr i//£>f>ESSSA VANO ÍJtFjAGt-rtSSSA.'KDNuO / I/IÐ NÖFUA1 KONUNÚSPÍKI AB> WKL/ hh//£S/íi - 'KOMJNeUR, /ÚMINX! 'iJLAA'lUKCiEr/ L£ITT 'tfEKplMAl SEGN HC/-L - /NN/Á A1EDAN [//£> O£R~, UU ÁRÁS Á H/E> E/NA 'JAlPA- SBTUR.hÚRÁS/CALLAKASTALA ! GRETTIR FOKPÓ/M , Á OKKUfZ ! FLJOrU; / öOÐAH PA6INN, IpRENOlR OF SBlNT! HLAOPJ UM OG vONUAd A9 HANN ELTI plG! DYRAGLENS LJOSKA þÚ ERT AUGSÝmilEGa') FERDINAND PIS SMAFOLK l' ANII7 DIBD IN 1799 SHORTLV AFTER AN EXHAUSTIN6 HORSEBACK RIPE IN THE COLP" „og dó 1799 stuttu eftir þreytandi reiðtúr í kalsa- veðri.“ Þar ineð lýkur ritgerð minni um ævi og líf Georg- es Washington. Nú er komið að þér, kenn- ari. Vestur gefur; allir á hættu. Norður ♦ G954 ¥Á53 ♦ Á103 ♦ D84 Vestur Austur ♦ D10 ...... *83 VD107 ♦ G864 ♦ K7652 ♦ G8 ♦ G102 ♦ ÁK763 Suður ♦ ÁK762 V K92 ♦ D94 ♦ 95 BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Ef aðeins er litið á hendur NS virðist sem lítil von sé til áð vinna fjóra spaða á spilin. En legan er sagnhafa hagstæð, og rauninni þarf snilldarvörn til að hnekkja spilinu. Vestur Nordur Austur Suður Pass Pass Pass 1 sjiaði Pass 4 sjiadar Pass Pass Pass í vöminni voru fyri-um heims- meistarar, Brasilíumennirnir Gabino Cintra og Gabriel Chag- as. Chagas í vestur spiiaði út laufgosa og vörnin tók tvo slagi á lauf og spilaði þriðja laufinu. Sagnhafi trompaði og tók tvo efstu í trompi. Það lá þægilega. Næst spilaði hann hjarta á ás, aftur á kóng og þriðja hjartanu. Chagas var á varðbergi. Hann lét tíuna í ásinn og drottninguna í kónginn til að gulltryggja að makker kæmi til með að eiga iriðja hjartaslaginn!! Við sjáum hvað gerist ef vestur lendir inni á hjartanu. Hann verður að spila tígli og gefa þar tvo slagi. En Cintra má heldur ekki hreyfa tígulinn. Og auðvitað lét hann það ógert, spilaði frekar hjarta út í tvöfalda eyðu. Sem gaf slag, en sagnhafi varð samt að gefa einn á tígul. Spilamennska suðurs var ekki til fyrirmyndar. Hann hefði átt að byija á því að taka ÁK í hjarta. Þá er heldur erfiðara fyrir vestur að afblokkera. SKAK Umsjón Margeir Pétursson Liðið Polytekhnica Bukarest, sem Taflfélag Reykjavíkur mætir í fyrstu umferð Evrópukeppni skákfélaga, sigraði í rúmensku deildakeppninni sem er nýlokið. Þessi staða kom upp í keppninni í viðureign alþjóðlegu meistaranna Radovici og Ghinda, sem teflir einmitt fyrir höfuðborgarliðið. ir * 04*1 1 B 1 B A T A Á. A A 28. — Bxc8!, 24. Rxb7 (Eina von- in) Bxb2!, 25. Habl - Rc3!, 26. Rxd8 - Rxe2+, 27. Kfl - Rc3 (Svarta staðan er nú unnin. Þrátt fyrir heiðarlega tilraun gat hvítur ekki bjargað sér:) 28. Hxb2 — Rxdl, 29. Hd2 - b2!, 30. Hd7! - Re3+! (Alls ekki 30. - bl=D??, 31. Hg7+) 31. Ke2 - Hxd8, 32. Hxd8+ — Kf7 og hvítur gaf, því hann ræður ekki við tvö samstæð frípeð svarts.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.