Morgunblaðið - 27.05.1987, Page 62

Morgunblaðið - 27.05.1987, Page 62
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1987 Rinus Michels: Verð að sætta mig við þetta „ÉG ER aldrei ánægður með jafn- tefli gegn liðum eins og íslandi, Möltu eða Kýpur," sagði Rinus Michels, hinn þekkti þjálfari Hol- lendinganna eftir leikinn. „Við byrjuðum vel og eftir að við náð- um forystunni hélt ég að þetta yrði auðveldur leikur fyrir okkur. En fyrri vítaspyrnan sem ísland fékk breytti því. Ég skil ekki enn þann dóm,“ sagði Michels, og sagðist alls ekki fallast á að mark- vörður sinn hefði ýtt við Guð- mundi Steinssyni. Michels sagði: „Knattspyrna er bara barátta. Það er enginn munur á áhugamönnum og atvinnumönn- um lengur." Hann minntist á að sér hefði þótt völlurinn mjög slæm- ur og ekki hægt að leika netta knattspyrnu á honum. „Við urðum að leika „enska" knattspyrnu á þessum velli," sagði hann. Hann var á því að Holland hefði verið nær sigri: „við sköpuðum okkur fleiri tækifæri en fyrst við nýttum *~-ékki fleiri færi verð ég að sætta mig við jafntefli, þó ég sé alls ekki ánægður, því það er reiknað með að vinnum leik eins og þennan." Morgunblaðið/Sverrir • Já, fáðu þér bara sæti vinurl Hollenski markvörðurinn Stanley Monzo virðist þarna sitja í makindum á baki Ágústar Más Jónssonar sem þarna brá sér í sóknina. ..Komum óhressir út- af með 2:2-jafntef li“ -sagði Guðmundur Torfason sem skoraði bæði mörk íslands „ÞAÐ ER ágætlega öruggt að þruma þessu. Aðalatriðið er að skora, hvernig sem það er gert,“ sagði Guðmundur Torfason, eða Þrum-mundur Torfason eins mætti kalla hann, eftir landsleik íslendinga og Hollendinga f und- ankeppni Olympfuleikanna í knattspyrnu á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Guðmundur skoraði bæði mörk íslands úr vrtaspyrn- um í 2:2 jafnteflinu. Leikurinn fór „ cólega af stað en eftir hlé var hann fjörugur og skemmtilegur. Áhorfendur voru aðeins 1.248 og var leiðinlegt að vita til þess. Ástæða þess hlýtur að hluta til a. m. k. að vera bein sjónvarpsút- sending. „Ég er ánægður með leikinn en ekki úrslitin. Leikurinn var skemmtilegur og við gerðum okkar besta en komum óhressirútafmeð 2:2-jafntefli,“ sagði Guömundur ennfremur. Leikurinn var mjög rólegur i byrj- un, íslendingar bökkuðu allt of mikið og virkuðu ragir. Hollending- ar náðu forystunni eftir 14 mín. Það var Meyer, hinn þeldökki fram- .^Jierji þeirra, sem þrumaði í netið af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá hægri. íslendingar voru engan veg- inn nógu ákveðnir þarna til að byrja með en eftir hálftíma fengu þeir vítaspyrnu og eftir það lifnuðu þeir við. Hornspyrna kom frá vinstri og markvörðurinn hrinti hastarlega á bak Guðmundar Steinssonar. Vítaspyrna var hár- réttur dómur hjá þeim írska í svarta búningnum - og raunar ekki oft sem dómarar virðast hafa kjark til að taka þessa ákvörðun við þessar aðstæður. Guðmundur Torfason skoraði þarna fyrra mark sitt - markvörðurinn réð ekkert við firn- afast skot hans. Það voru ekki nema rúmar sjö mín. liðnar af síðari hálfleik er ís- land tók forystuna. Guðmundur Steinsson náði boltanum af aft- asta varnarmanni, óð upp völlinn og sá hollenski braut á honum yst í teignum. Vítaspyrna aftur dæmd og hafi skot GuðmundarTorfason- ar úr þeirri verið fast er ekki gott að segja hvað ætti að kalla seinna skotið. Boltinn small í markhorninu eins og eldflaug - markvörðurinn virtist álíka hræddur við að reyna að verja og að hlaupa á móti járn- brautarlest á fullri ferð! íslendingar voru hins vegar varla búnir að fagna marki Guð- mundar þegar Hollendingar höfðu jafnað. Strax í næstu sókn fékk Marion Been knöttinn á víta- teigslínu og skoraði með fallegu skoti. Mikið áfall fyrir íslensku leik- mennina sem þarna sváfu illilega á verðinu. Það sýndi sig þarna að ekki má missa einbeitinguna eitt augnablik. Ekki munaði miklu að Guðmund- urTorfason bætti sínu þriðja marki við um miöjan seinni hálfleik. Hann skallaði glæsilega að marki eftir fyrirgjöf Péturs Arnþórssonar en hollenski markvörðurinn varði af snilld, stökk eins og köttur í hor- nið og sló boltann yfir. „Það var sárt að sjá ekki á eftir boltanum inn þarna," sagði Guðmundur eftir leikinn. Það er ekki slæmt að gera jafn- tefli á heimavelli gegn Hollandi en samt sem áður munaði ekki nema sáralitlu að sigur ynnist. Eins og áður sagði voru Islendingar full rólegir í byrjun. Þeir höfðu, eins og þeir komust að síðar, í fullu tré við andstæðingana og hefðu mátt vera sókndjarfari. Friðrik var mjög góður í rriarkinu og verður ekki sakaður um mörkin tvö. Hann varði oft sérlega vel. Þorsteinn og Ágúst voru langt frá sínu besta í vörninni, náðu sér ekki á strik, en Guðni var hins veg- ar öruggur. Miðjumennirnir börð- ust allir vel, en „mötuðu" framherjana misvel. Pétur var þeirra bestur. Guðmundarnir tveir í framlínunni voru ógnandi, gáfu varnarmönnunum aldrei frið. Hollendingarnir voru nettir og léku oft skemmtilega saman. Þeir léku hins vegar rólega. Hefðu þeir beitt skjótari upphlaupum hefðu þeir getað skapað enn meiri hættu en þeir gerðu. S H. Sigfried Held: Hefðum getað unnið „ÞETTA var ágætis leikur. ís- lenska liðið lék með hjartanu, og var agað. Við hefðum getað unn- ið en þetta er ekki slæmt. Ég er því ánægður,“ sagði Sigfried Held, landsliðsþjálfari, eftir leik- inn. Hann sagði hollenska liðið sterkt, það væri nóg að líta á úr hvaða liðum leikmenn þess kæmu til að sjá það, og þvi væri frammistaða islensku strákanna góð að sínu mati. Held vildi ekki týna út bestu menn liðsins að sínu mati, en nefndi þó Friðrik. „Hann lék mjög vel nú eins og gegn Ítalíu í fyrsta leiknum," sagði Held. Guðni Kjartansson aðstoðarþjálf- ari liðsins sagðist aldrei ánægður með jafntefli því hann hefði viljað vinna. „En ég verð að sætta mig við þetta. Menn eru oft smeykir við að gera mistök, þess vegna var leikurinn rólegur í byrjun en þegar strákarnir fundu að þeir gátu alveg ráðið við þá léku þeir mun betur." Hann sagði grátlega að hafa fengið á sig seinna markið - „menn voru sofandi þá,“ sagði hann. Hvað með framhaldið. Eigum við raunhæfa möguleika á að komast áfram? „Eigum við ekki að segja að við eigum alltaf möguleika þangað til mótið er búið," sagði Guðni stutt og laggott. Hann sagði andstæð- ingana í gær dæmigert hollenskt lið. „Ég er hrifinn af hollenskum fótbolta en þegar spilar er taktískt og ákveðið gegn þeim þá eigum við alltaf möguleikga gegn þeim. Það sýndi sig til dæmis er 21- ars landslið spilaði við þá á sínum tíma," sagði Guðni. Morgunblaðið/Einar Falur • Ámi Þór Árnason skorar hér seinna mark íslands gegn Belgíu i gær. Hann komst inní sendingu frá varnarmanni tii markvarðar og vippaði laglega yfir belgíska markvörðinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.