Morgunblaðið - 14.06.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1987
23
Kirkjulistahátíð
Manuela Wiesler
Tónlist
Jon Ásgeirsson
Fimmtudagstónleikar kirkjulista-
hátíðarinnar í Hallgrímskirkju voru
eins konar fagnaðarfundir, að heyra
aftur listakonuna Manuelu Wiesler
leika á flautuna sína. Á efnis-
skránni voru verk eftir Telemann,
Carl E. Welin og Marin Marais.
Pjórða verkið á efnisskránni felldi
einleikarinn niður og taldi sér ófært
að flytja það vegna mikils berg-
máls í kirkjuskipinu. Fyrstu verkin
voru ^órar fantasíur eftir Tele-
mann, en hann samdi tólf slíkar og
reyndar enn fleiri einleiks fantasíur
fyrir fiðlu og celló. Þessi verk eru
ekta „barokkverk“, þar sem lagferl-
ið eitt og sér felur í sér fullnægjandi
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Ann Toril Lindstad flutti þijú
verk eftir J.S. Bach á hádegistón-
leikum kirlqulistarhátíðarinnar í
Hallgrímskirkju sl. fimmtudag. Hún
flutti Preludíu og fúgu í D-dúr,
Kansónu í d-moll og fúgu í G-dúr,
sem að áliti Bach-sérfræðinga er
mjög liklega ekki eftir meistarann.
Sú staðhæfing er studd ýmsum rök-
um, bæði að verkið er ekki til með
hendi Bachs og það sem þó vegur
þyngst, að ritháttur verksins sam-
ræmist illa því sem helst er áberandi
í ritstíl Bachs.
Fyrsta verkið á efnisskránni var
Prelúdia og fúga BWV 532 en í
flestum handritum eru þetta tvö
merkingu, og annað tónrænt með-
læti verður óþarft. Eftir Carl E.
Welin lék Manuela verk sem nefnist
Solo per Flauto og er það áferðafal-
legt en ekki djarflegt í tónskipan.
Síðasta verkið á efnisskránni
heitir Les Folies d’Espagne, eftir
Marin Marais (1656—1728), sem
lék á bassa-víólu í frönsku óperunni
og lagði stund á tónsmíði undir leið-
sögn Lully. Marais bætti sjöunda
strengnum við bassa-víóluna og er
hann hætti hljóðfæraleik 1725,
lagði hann fyrir sig garðrækt. Les
Folies, eða La Folia eins og þetta
lag er einnig nefnt, er eitt af furðu-
fyrirbærum vestrænnar tónlistar,
því trúlega hefur ekkert eitt lag
verið jafn lengi notað og af jafn
mörgum tónskáldum sem uppistaða
verk og er preludían í einu þeirra
með yfirskriftina „concertato". Til
er einnig sérstakt afrit af fúgunni,
þar sem gerðar hafa verið nokkrar
breytingar á verkinu en ekki er vit-
að hvort þær eru eftir Bach.
Prelúdían er kaflaskipt, eins og í
fantasíu en fúgan er löng og leik-
tæknilega skemmtilegt verk. Ann
Toril Lindstad lék verkið á köflum
mjög vel og sömuleiðis Kansónuna
í d-moll, sem er sérlega fallegt verk.
Síðasta verkið á efnisskránni,
sem hugsanlega er ekki eftir Bach,
er feikna erfið fúga í G-dúr og þar
lék Ann Toril Lindstad af miklum
tilþrifum. Hún er góður orgelleik-
ari, ræður yfir töluverðri tækni og
er bæði kraftmikill og vel túlkandi
spilari.
í alls konar tilbrigðaverk. Lagið er
til útfært fyrir gítar eftir Juan
Ponce um 1500 og var síðast notað
af Rachmaninof 1931. Frægustu
tilbrigðin eru líklega eftir Corelli
en hann notar þetta stef í tólftu
fíðlusónötunni sinni. Þessi tilbrigði
eftir Marais eru trúlega uppruna-
lega samin fyrir bassa-víólu, er
Mauela Wiesler leikur hér í síðari
tíma umritun verksins fyrir þver-
flautu.
Það þarf ekki að tíunda neitt
varðandi leik Manuelu Wiesler, hún
leikur með þeim hætti að þar fellur
hvorki á blettur eða hrukka. Ekki
er nóg með að leikur hennar sé
hnökralaus, heldur er hann gæddur
ýmsu þvi er ekki verður skilgreint
og stendur ofar þeim veruleika sem
taka má á og tala um. Manuel
Wiesler er mikill listamaður.
Fróóleikur og
skemmtun
fyrir háa sem lága!
Organsláttur
Laugavegur
Átt þú ca 80-150 fm verslunarhúsnæði við Laugaveg ?
Ef svo er vilt þú þá selja eða leigja ? Erum að leita
eftir þessu fyrir mjög traustan aðila.
Vinsamlegast hafið samband.
S.62-I200 _____
Kérí Fanndal GuAbrandason,
Gestur Jónsson hrl.
GARÐUR
Skipln iln ~>
Veglegur sumarbú-
staður óskast
Við höfum verið beðnir um að útvega traustum og fjár-
sterkum viðskiptavini okkar veglegan sumarbústað,
helst í 100-200 km fjarlægð frá Reykjavík.
Upplýsingar á skrifstofutíma í síma 622012.
LOGMENN
ÓLAFUR GARÐARSSON HDL. ■ JÓHANN PÉTUR SVEINSSON LÖGFR.
Grandavcgur 42 Hús Lýsis hf, 4. h. Sími 622012 Pósthólf 1347, 121 Reykjavik
ff
Opið í dag frá kl. 1-3
Norðurmýri
— Skeggjagata
LUIAS
FASTEIGNASALA
SÍÐUMÚLA 17
82744
Höfum fengið í sölu húseign sem í dag eru
tvær íbúðir, ásamt bílskúr, en geta verið 3 samþykktar
3ja herbergja íbúðir. Á húsinu er nýtt þak. Nýtt gler
og gluggar. Falleg, gróin lóð. Ákveðin sala. Verð 7,8
millj.
MAGNUS AXELSSON
Vorhefti
Skírnis
komið út
VORHEFTI Skírnis, tfmarits
Hins íslenska bókmenntafélags,
161. árgangur, er komið út.
Siðan 1921 hefur Skírnir verið
ársrit, en nú er fyrirhugað að
ritið komi út bæði vor og haust.
Nokkrar breytingar hafa verið
gerðar á útliti tímaritsins og
einnig er bryddað upp á nýj-
ungum í efni.
Meðal efnis í vorheftinu eru
trúarleg hugleiðing um þjáning-
una og lífíð, eftir Véstein Lúðvíks-
son. Séra Gunnar Kristjánsson
skrifar um lífsviðhorf Matthíasar
Jochumssonar og Jón Hjaltason
um stefnu Matthíasar sem rit-
stjóra Þjóðólfs. ítarleg grein er
um Huldu skáldkonu og stöðu
hennar í karlasamfélagi nýró-
mantíkurinnar eftir Guðna Elís-
son. Emily L Meredith skrifar um
William Morris og hugmynd hans
um ísland sem fyrirmyndarsam-
félag og Magnús Fjalldal segir
blóði drifna sögu víkinga á Bret-
landseyjum. í þættinum „Skímis-
mál,“ sem á að vera vettvangur
fyrir skiptar skoðanir, ritar Hall-
dór Guðjónsson um menningararf
og stjómmálaskyldu íslendinga.
Með þessu hefti er sá háttur
tekinn upp, að bjóða skáldi að
yrkja í tímaritið og er Þorsteinn
frá Hamri skáld þessa vorheftis.
í heftinu er einnig frönsk útgáfa
af sögunni um Grámann í Garðs-
homi og ritdómar eru um níu
bækur.
ri AMC
UMBOÐIÐ
Aiverd 1988
n Jeep
UMBOÐIÐ
CHEROKEE
BA$E kr. 1 1.01 10.01 )0
PIONEERkr. ] 1.H 08.0 10«
CHIEF kr. 1 1.11 10.0( )0
Lúxus útgáfa
WAGONEER LIMITED
Yerð kr. 1,635,000,-
Bíll þar sem fara saman
gæði og glæsilegt útlit.
■■-11 1 1 " .... 1 .....
ATH. Þegar að endurnýjun kem-
ur tryggir bíll innfluttur af AGLI
mun betri endursölu.
WI Jeep umbodid
ECILL VILHJÁLMSSON HF.
Smiðjuvegi 4, Kópavogi, simar 77200 og 77202.