Morgunblaðið - 14.06.1987, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 14.06.1987, Blaðsíða 62
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1987 62 — BYKO 25 ÁRA „ K Starfsemin Hógvært upphaf í litlu skýli BYKO hóf formlega starfsemi sína 14. júní 1962 á Kársnesbraut 2 í Kópavogi, með opnun bygging- arvöruverslunar í 135 fm skýli. I fyrstu var aðeins verslað með gróft byggingarefni, eins og sjá má í fyrstu auglýsingu fyrirtækisins, sem birtist sama dag í Morgun- blaðinu. En tæpu ári síðar, í apríl 1963, var opnuð ný verslun með hin „fínni“ byggingarefni, svo sem hreinlætistæki, dúk, flísar og þess háttar. Mjög fljótt varð þröngt um starf- semi BYKO á Kársnesbrautinni þrátt fyrir að nokkuð væri byggt við. Þarna fór hún samt öll fram næstu tíu árin, eða þar til að skrif- stofa og byggingarvöruverslun voru fluttar upp á Nýbýlaveg 6 árið 1972, þar sem þær eru enn til húsa. A svipuðum tíma var byggður upp aðallager í Auðbrekku sem nú þjón- ar báðum verslunum fyrirtækisins. Grófari vara varð eftir á Kársnes- braut. A árinu 1976 fengu BYKO-menn um fjögurra hektara lóð á Skemmuvegi 2-4, en það var ekki fyrr en í maí 1980 sem þeir fluttu timburvöruna þangað af Kársnesbraut 2. Er nú engin starf- semi fyrirtækisins á Kársnesbraut. Skýlið og viðbyggingar hafa verið fluttar eða rifnar og allt í kring um gömlu lóðina, þar sem þetta allt byrjaði, standa nú hús í byggingu, þar sem margur hluturinn er eflaust frá BYKO og fer vel á því. hófst ílitlu skýli EITT erþað fyrirtæki í byggingariðnaði hér á landi sem einna flestir húsbyggjendur munu kannast við,jafnt iðnaðarmenn sem þeir, sem kjósa að byggja sjálfir. Þetta fyrirtækier BYKO byggingarvörur hf. Um þessar mundir er fyrirtækið 25 ára gamalt. Frá því að það hóf starfsemi á Kársnesbraut 2 í Kópavogi í litlu skýli við hliðina á blómasöluskálanum hans Þórðará Sæbóli hefur framgangurog vöxtur fyrirtækisins verið mikill og nú erþað með viðamikla starfsemi í tveimur sveitarfélögum, Kópavogi og Hafnarfirði, og á leið inn íþað þriðja, höfuðborgina sjálfa. BYKO er og hefur frá upphafí verið í eigu tveggja fjölskyldna, sem eru raunar nátengdar. Stofnendur voru þeir Guðmundur H. Jónsson og Hjalti heitinn Bjamason. Guð- mundur er nú formaður stjómar fyrirtækisins, en Hjalti lést árið 1970. Synir þeirra beggja og aðrir fjölskyldumeðlimir halda nú um stjómvölinn í daglegum rekstri. Hafa því orðið kynslóðaskipti hjá fyrirtækinu. Jón Þór, sonur Hjalta heitins, kom til starfa strax að loknu námi í Verslunarskólanum og er nú framkvæmdastjóri annarr- ar aðaleiningar BYKO, verslunar- sviðs. Jón Helgi, sonur Guðmundar, hefur líka unnið hjá fyrirtækinu frá því hann lauk námi í viðskiptafræði við háskólann. Hann er nú aðal- framkvæmdastjóri BYKO. Fyrsta auglýsing BYKO, í Morg- unblaðinu 14. júní 1962. Haldið í önnur sveitarfélög Það er svo á árinu 1984 sem BYKO færir enn út kvíamar og þá í öðru sveitarfélagi, Hafnarfírði. I Dalshrauni 15 var opnuð stærsta byggingarvöruverslun landsins, með 2000 fermetra gólffleti, þar sem boðið er upp á allt vöruúrval fyrirtækisins, bæði í fínu og grófu byggingarefni. Fyrir tveimur árum jafnframt var keypt ásamt öðrum, Trésmíðaverkstæði OB í næsta húsi af Bimi Olafssyni, sem þá var að hætta rekstri, og sjá Byko-menn um allan rekstur trésmíðaverkstæð- isins, sem áfram er rekið undir sama nafni og framleiðir meðal annars glugga og hurðir, úti- og innihurðir fyrir BYKO. Næsta stórátak í sögu þessa merka fyrirtækis verður gert opin- bert hinn 13. ágúst næstkomandi, þegar BYKO opnar stórverslun á 1100 fm gólffleti í Kringlunni í Reykjavík. Verslunin, sem heita mun Byggt og búið, verður stærsta verslunin í hinni nýju Kringlu, fyrir utan verslun Hagkaups sjálfs, og á þar að bjóða upp á allt fyrir þá sem gera vilja hlutina sjálfír. Það verður með öðrum orðum nokkurs konar „gerðu það sjálfur" verslun. Umsvifí mörgum fyrirtækjum Fyrir utan þá atvinnustarfsemi, sem fram fer beinlínis innan fyrir- Ljósmynd/Gunnar Elísson Við opnun stærstu byggingarvöruverslunar landsins í Dalshrauni 15 í Hafnarfirði. Frá vinstri: Bjarni Gunnarsson, framkvæmdastjóri BYKO í Hafnarfirði, Jón Helgi Guðmundsson, aðalframkvæmda- stjóri, Guðmundur H. Jónsson, stjórnarformaður, og Jón Þór Hjalta- son, framkvæmdastjóri verslunarsviðs. tækisins sjálfs, eru nokkur önnur fyrirtæki í eigu BYKO, að öllu leyti eða að hluta. Flutningafyrirtækið Jónar sf. er í eigu framkvæmdastjóra BYKO, þeirra Jóns Þórs Hjaltasonar og Jóns Helga Guðmundssonar. Sér það um alla aðdrætti fyrir BYKO erlendis frá með leiguskipum. Jónar sf. er hluthafí í tollhöfninni Skipaaf- greiðslu Hafnarfjarðar. Norður í Fljótum í Skagafirði er BYKO komið á bólakaf í laxeldi' undir nafninu Fljótalax hf. Þar eru seiði alin upp að sjógöngustærð. Guðmundur Jónsson, stjórnarfor- maður BYKO, helgar sig nú þessu starfí. BYKO er jafnframt hluthafi í Haflaxi hf. sem er að gera tilraun- ir með sjókvíaeldi í Eiðsvík hjá Viðey. Af því sem að framan greinir má ráða, að BYKO byggingarvörur hf. hefur farið langan veg á aldar- Úórðungi, vaxið og dafnað og er nú mjög viðamikið fyrirtæki á íslenskan mælikvarða. Og stjóm- endur fyrirtækisins segjast jafnan stefna hærra. JVI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.