Morgunblaðið - 14.06.1987, Page 28

Morgunblaðið - 14.06.1987, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1987 Líkan af Egilsborgnm eins og þær munu verða þegar framkvæmdum er lokið. Ásamt Sveini Jónssyni byggingarmeistara er Ólafur að reisa nýjan verslunar-, þjónustu- og íbúðarkjama þar sem Ölgerð Egils Skal- lagrimssonar var áður, kallast þessi kjami Egilsborgir. skrautlega, sérstaklega þegar leikið var upp á Keflavíkurflugvelli þar sem brennvínið var ódýrt. „Þegar verst gekk teygði maður sig bara í snúruna og tók þá úr sambandi,“ segir hann og hlær. Um tíma stundaði hann útreiðar og var hin mesta hestaskella en vegna lausafjárskorts og anna lagði hann hestamennskuna á hilluna með þeim afleiðingum að helsti reið- skjóti hans Blakkur lenti í einhveiju kjötborðinu! „En nú er svo komið að ég er farinn að geta hugsað svolítið meira um mig og mína. Nú fara fjármun- ir mínir í það að mennta mig og seinna hef ég hug á að ferðast, en við höfum lítið getað gert af slíku hingað til og sjaldan farið í sum- arfrí." — Við spurðum Ólaf hvaða stefnu hann gæti hugsað sér að taka í lífinu, ef hann væri núna sautján ára? „Eg mundi velja sömu leið og ég hef farið. Ég mundi kaupa mér verslun og vinna myrkranna á milli, það kemur ekkert nema gott út úr því. En nú liggur fýrir að ljúka stúd- entsprófinu, sem verður eftir eitt og hálft ár. Ég hef kunnað afar vel við mig í þessu námi. Þó skólafélag- amir séu flestir yngri en ég hef ég sjaldnast fundið tilfinnanlega fyrir aldursmuninum. Það eru líka nokkrir í skólanum á mínu reki. Að stúdentsprófi loknu ætla ég svo að setjast í háskóla, ætli viðskipta- fræðin verði ekki fyrir valinu." — Ef við skyggnumst enn lengra inn í framtíðina, hvað sér Ólafur þá? Ég hef áhuga á að íjárfesta í fleiru en verslun og steinsteypu, til að dreifa áhættunni. Ég hef til dæmis áhuga á að setja á fót fjár- mögnunarfyrirtæki, vera með verðbréfamarkað og fjármögnunar- leigu, því það er til margt dugmikið fólk, sem gæti gert góða hluti, ef það hefði greiðan aðgang að fjár- magni." Texti: Hildur Einarsdóttir. Ljósmyndir: Sverrir Vilhelmsson. Þeir feðgar hafa leigt út verslunarrekstur Kaupgarðs síðan 1983 en eiga húsnæðið ásamt öðru verslun- arhúsnæði í byggingunni. Námskeið í stofnun fyrirtækja fyrir konur Iðntæknistofnun íslands gengst fyrir grunnnámskeiði um stofnun og rekstur fyrirtækja dagana 22. til 25. júní og 27. júní. Námskeiðið er ætlað konum sem áhuga hafa á að afla sér fróðleiks um stofnun fyrirtækja og stjórnun almennt. Námskeiðið ferfram íkennslusal Iðn- tæknistofnunar, Keldnaholti. Þátttaka tilkynnist í síma 687000. Athugið! takmarkaður þátttakendafjöldi. nlÐNTÆKNISTOFNUN ÍSLANDS í Kaupmannahöf n FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTAR- STÖOINNI OG Á KASTRUP- FLUGVELLI KongoROOS SKÓRNIR fást hjá okkur í litlu stærðunum, 20-34 Póstsendum. Opið á laugardögum 10-12. smáskór TSSSSt^ 6b S: 622812. t- SALLAFÍN SÆTAÁKLÆDI! Sætaáklæði, hjólkoppar og gúmmímottur. í flestar gerðir bifreiða! Straumur bíleigenda liggur í Borgartún 26. Þar er úrvalið mest í bílinn. Láttu sjá þig sem fyrst. Þú og bíllinn þinn njótið góðs af heimsókninni. BORGARTÚNI 26, SÍMI 62 22 62 Stórmarkaður bíleigenda ARGUS/SÍA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.