Morgunblaðið - 14.06.1987, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 14.06.1987, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1987 49 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Norðurlandaráð auglýsir eftir ritara fjárlaga- og eftirlitsnefndar Forsætisnefnd Norðurlandaráðs auglýsir lausa til umsóknar stöðu ritara fjárlaga- og eftirlitsnefndar Norðurlandaráðs. Norðurlandaráð er samstarfsvettvangur þjóðþinga og ríkisstjórna á Norðurlöndum. Á vegum Norðurlandaráðs starfa sex fasta- nefndir, sem í eiga sæti norrænir þingmenn. í fjárlaga- og eftirlitsnefnd fer fram þingleg umfjöllun um fjárlagatillögur og fjárlög Nor- rænu ráðherranefndarinnar og norrænna stofnana. Nefndin hefur og með höndum eftirlit með þeirri starfsemi, sem fer fram á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar. Umsækjendur skulu hafa hagfræði- eða við- skiptafræðimenntun ellegar aðra samsvar- andi menntun. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af endurskoðunar- og stjórnun- arstörfum og norrænu samstarfi. í upphafi ráðningartímans mun annar tveggja aðstoð- arframkvæmdastjóra skrifstofu forsætis- nefndar Norðurlandaráðs vera aðalritari nefndarinnar, en hinn nýráðni ritari taka við starfinu að fullu að nokkrum mánuðum liðnum. Forsætisnefnd leitast við að fá konur jafnt sem karla til ábyrgðarstarfa á skrifstofu Norðurlandaráðs. Ritari nefndarinnar mun starfa á skrifstofu forsætisnefndar Norðurlandaráðs í Stokk- hólmi. Ráðningartíminn er fjögur ár og hefst 1. nóvember 1987. Ríkisstarfsmenn eiga rétt á leyfi frá störfum vegna starfa hjá Norðurlandaráði. Skrifstofa forsætisnefndar Norðurlandaráðs hefur stöðu alþjóðlegrar stofnunar. Eftirtaldir aðilar veita nánari upplýsingar um laun, kjör og annað varðandi starfið: Gerhard af Schultén, framkvæmarstjóri skrif- stofu forsætisnefndar Norðurlandaráðs, í síma 9046-8-143420. Kjell Myhre-Jensen, aðstoðarframkvæmda- stjóri skrifstofunnar, einnig í síma 9046-8- 143420. Snjólaug Ólafsdóttir, skrifstofustjóri íslands- deildar Norðurlandaráðs, í síma 11560. Umsóknum skal beina til forsætisnefndar Norðurlandaráðs (Nordiska rádets presid- ium) og skulu þær hafa borist til skrifstofu forsætisnefndar (Nordiska rádets presidie- sekretariat, Box 19506, S-10432 Stockholm) eigi síðar en 10. júlí nk. Viðskiptafræðingur óskar eftir vinnu. Vinna úti á landi kemur líka til greina. Vanur tölvum og innflutningi. Svör leggist inn á auglýsingadeild Mbl. merkt: „Atvinna — 6406“ fyrir 19/6. Ifjórðungssjúkrahúsið á akureyri Matartæknir óskast til starfa strax eða eftir samkomulagi. Upplýsingar veitir Valdemar í síma 96-22100. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Sölumaður Heildverslun óskar eftir að ráða sölumann til starfa hið fyrsta. Viðkomandi þarf að hafa góða reynslu í sölustörfum, geta starfað sjálfstætt og stýrt störfum annarra sölu- manna. í boði eru góð laun fyrir réttan starfsmann. Umsóknir sem greini aldur, menntun og fyrri störf leggist inn á auglýsingadeild Mbl. fyrir 20. júní nk. merktar: „Sölumaður — 4020“. Atvinna erlendis Norskan byggingameistara í Bergen bráð- vantar smiði. Mikil og örugg vinna. Aðstoð veitt með húsnæði. Allar nánari upplýsingar veittar hjá Guð- mundi í síma 9047-5-19276 frá kl. 6-9 að ísl. tíma eða að skrifa til: Guðmundur Gunnarsson, Barkaleiti29, 5095 Ulset, Bergen, NOREGUR. rnf LAUSAR S7ÖÐUR HJÁ Vj REYKJAVÍKURBORG Stöður yf irfóstra á leikskólann Brákarborg v/Brákarsund og á dagheimilið Laufásborg, Laufásvegi 53-55. Upplýsingar veita umsjónarfóstrur á skrif- stofu dagvistar barna í síma 27277. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Ritari Þekkt fjármálafyrirtæki á besta stað vill ráða ritara til starfa fljótlega. Starfssvið: Vélritun — ritvinnsla — skjala- varsla — skýrslugerð. Stúdent eða verslunar- skólapróf skilyrði ásamt enskukunnáttu og einhverri starfsreynslu. Gott starf — góð laun. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf, sendist skrifstofu okkar fyrir 20. júní nk. Guðnt Tónsson KÁÐCJÖF & RÁÐNl NGARþJQN USTA TÚNGÖTU 5, 101 REYKJAVÍK - PÓSTHÓLF 693 SÍMl 621322 Kennarar Að grunnskóla Patreksfjarðar vantar kenn- ara. Kennsla: Enska, almenn barnaskóla- kennsla, handavinnukennsla, íþróttakennsla og fleira. Góðar stöður, gott húsnæði. At- hugið launin og fleira. Hikið ekki, hafið samband við skólastjóra í síma 94-7605 eða formann skólanefndar í símum 94-1122 eða 1222. Skólanefndin. LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVIKURBORG Staða forstöðumanns við leikskólann Ár- borg, Hlaðbæ 17. Fóstrumenntun áskilin. Upplýsingar veita framkvæmdastjóri og um- sjónarfóstrur á skrifstofu dagvistar barna í síma 27277. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Tölvuvinnsla Óskum eftir að ráða starfsmann til að hafa umsjón með tölvuvinnslu. Leitað er að starfs- manni sem getur unnið sjálfstætt á þessu sviði. Upplýsingar um menntun og fyrri störf sendist kaupfélagsstjóra eða starfsmannastjóra Sam- bandsins er veita nánari upplýsingar. Kaupfélag Vestur-Húnvetninga Hvammstanga Skipstjóri Vanur maður óskar eftir skipstjóra- eða stýri- mannsplássi á góðu togskipi. Upplýsingar í síma 92-7246. Hagfræðingur óskar eftir vinnu. Þýsku- og sænskukunn- átta. Margt kemur til greina. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „P - 4019“. Ljósmæður Sjúkrahús Vestmannaeyja vill ráða Ijósmóð- ur. Staðan er laus frá 1. júlí. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 98-1955 og í heimasíma 98-2116. Bifreiðastjórar Viljum ráða nú þegar bifreiðastjóra til akst- urs strætisvagna og á vakt. Upplýsingar í símum 20720 og 13792. Landleiðirhf., Skógarhlíð 10, Reykjavík. Bankastofnun Bankastofnun í Reykjavík óskar eftir að ráða gjaldkera til starfa. Einnig vantar fólk til al- mennra afgreiðslustarfa. Góð vinnuaðstaða, miklir framtíðarmöguleikar. Þeir sem hafa áhuga vinsamlegast leggið umsókn inn á auglýsingadeild Mbl. merkta: „B — 847" fyrir föstudaginn 19. júní. Kona á besta aldri óskar eftir afgreiðslustarfi í verslun eða afgreiðslu í gegnum síma hálfan daginn. Góðir söluhæfileikar. Meðmæli ef óskað er. Upplýsingar í síma 39987. tKörfuknattleikssamband íslands ÍCFJ AlXDiC BASKETBALL ASSOClATIOn Skrifstofustarf Körfuknattleikssamband íslands vill ráða framkvæmdastjóra til framtíðarstarfa. Starf- ið felur í sér öll almenn skrifstofustörf. Æskilegt er að viðkomandi hafi verslunar- skólamenntun eða aðra sambærilega menntun, hafi unnið með tölvur, eigi auðvelt með að taka sjálfstæðar ákvarðanir og geti hafið störf 1. september nk. Umsóknum skal skila til skrifstofu Körfu- knattleikssambands íslands, íþróttamiðstöð- inni Laugardal, 104 Reykjavík, fyrir 5. júlí. Með allar umsóknir verður farið sem trúnað- armál. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 685949 (Kristinn) Sölustarf Óskum að ráða meiraprófsbílstjóra til sölu- og útkeyrslustarfa. Upplýsingar á skrifstofunni mánudag og þriðjudag frá kl. 13.00-17.00. Smjörlíki Sól hf., Þverholti 17-21.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.