Morgunblaðið - 14.06.1987, Síða 37

Morgunblaðið - 14.06.1987, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1987 37 LOS LOBOS „ Djörfustu og frumlegustu tónlistarmenn nútímans“ Los Lobos, Úlfarnir, samankomnir í gítarverslun f austurhluta Los Angeles, þar sem þeir ólust allir upp. Talið frá vinstri: Steve Berlin, Conrad Lozano, Cesar Rosas, Louie Perez (með gleraugun) og David Hidalgo. þeirra voru vægast sagt takmark- aðir. „Mamma var ánægð með endalaust spil mitt á gítar bara ef ég leiddist ekki út í vafasanian kunningsskap á götunni," segir Hidalgo, og gátu félagamir því æft heima hjá honum. „Við spiluð- um eins hátt og við gátum, en mamma bara sofnaði ánægð fyrir framan sjónvarpið." Tónlistin sem Hidalgo og vinir spiluðu var allt annars eðlis en sú sem þeir ólust upp við. Louis Prima var mikið í uppáhaldi hjá föður Hidalgo. Eldri bróðir Rosas hafði sérstakt dálæti á flamengo- tónlist. Perez vaknaði á hverjum morgni við það að móðir hans kveikti á útvarpinu og hlustaði á uppáhaldsþáttinn sinn, en í honum var einungis spiluð mexíkönsk músík. En strax og mamman var farin til vinnu skipti Perex um rás og hlustaði hugfanginn á rokk- og-ról; það var á þeim tíma þegar „She loves you“ með Bítlunum var allt vitlaust að gera. „Ekkert var eins hallærislegt og músíkin sem pabbar okkar og mömmur 'nlustuðu á þá,“ segir Hidalgo. „Við neyddumst til að hlusta á hana endrum og eins,“ segir Perez, „en sem strákar reist- um við vegg milli okkar og foreldranna." Mikið gerðist á sjöunda ára- tugnum, einnig hjá þessum ungu mönnum sem lifðu og hrærðust í fátæku úthverfi stórborgar. Loz- ano og Hidalgo gengu mennta- veginn og einmitt þegar óeirðimar tröllriðu heiminum kringum 1970 vom þeir famir að kenna ensku, en Perez starfaði sem e.k. félags- ráðgjafi. Þannig var ástatt fyrir þeim þegar þeir komu saman, fullorðnir menn, og reyndu fyrir sér á tónlistarsviðinu. Það gerðu þeir í sjö löng ár; kynntu sér gamla tónlist og spiluðu á bömm og búllum. Þeir áttu venjuleg, nýtísku hljóðfæri, en eltu uppi fommunabúðir til að kaupa gömul og gleymd hljóðfæri. Þeir leituðu einnig að gömlum köppum sem kunnu erfíð og næstum gleymd fíngragrip á hljóðfæri eins og banjo sexto. Um miðjan áttunda áratuginn höfðu þeir næstum fengið nóg af því að spila við giftingar, skímir, skemmtigöngur á stórafmælum og þannig áfram. Gonzales hætti í hljómsveitinni árið 1976 og vom þá fjórir eftir. Leiði var kominn í þá og ekki var það uppörvandi að vera reknir frá að minnsta kosti tveim veitingastöðum fyrir að spila ekki nógu kröftugt rokk- og-ról fyrir ölvaða gestina. Þá fóm þeir að líta í kringum sig, sjá hveijar hljómsveitir aðrar í Los Angeles væm athyglisverð- ar. Aðeins ein, The Blasters. Þeir gáfu árið 1981 út plötu sem Hid- algo varð yfir sig hrifinn af. Þeir fóm á tónleika með The Blasters og röbbuðu við meðlimi grúppunn- ar eftir tónleikana. Phil Alvin, söngvara The Blasters, varð star- sýnt á Hidalgo, spurði: Hvar hef ég séð þig fyrr? Alvin hafði séð sjónvarpsþátt með Los Lobos frá árinu 1975 og orðið sérstaklega hrifinn af norteno-tónlistinni, ekki endilega þeirra í Los Lobos, heldur annarra eins og Flaco Jim- inex. Þegar Alvin og félagar hans í The Blasters höfðu hlustað á allt efni Los Lobos af segulbandi var reynt að koma þeim í sam- band við Slash-útgáfuna. Steve Berlin lék þá á saxófón með The Blasters og gekk hann í lið með Úlfunum stuttu síðar, „því mér sýndist hér vera á ferð menn sem höfðu ótakmarkaða hæfíleika, þrótt og þor“. Engin hugmynda- fræði? Hidalgo og Perez semja öll lög sem Los Lobos flytja. Perez hefur lítinn áhuga á að troða stór- pólitískum málefnum inn í texta sína og lög. Hann er þó langt frá því að vera ópólitískur. Hann seg- ir: „Vissar skoðanir okkar em eins og rauður þráður laganna, en ekki á háværan hátt eins og bum- busláttur á mótmælagöngum. Það er mun auðveldara og miklu skemmtilegra að tjá hug sinn án þess að lemja nokkum í andlitið. Það eitt að við, þessir mexíkönsku tónlistarmenn, gemm eitthvað að eigin framkvæði er ákveðin pólitfsk yfírlýsing. Við syngjum um fólk sem við þekkjum, fólk sem við höfum heyrt um, einstæð- ar mæður, landamæraverði, einnig skepnur eins og úlfa sem era í mikilli útrýmingarhættu að mér skiist." Byggt á RoUing Stone Magnzine— HJÓ Það var einn haustdag 1974 að fímm tónlistarmenn af bandarísku og mexíkönsku bergi brotnir komu saman og spiluðu í hrörlegu húsi við niðumíddan bakgarð tónlistar- mannsins Cesar Rosas f Los Angeles. Þeir kölluðu sig Lobos, Úlfana. Þann dag sneru þeir sér að rokk-og-róli f fyrsta sinn og blönduðu saman við mexfkanska músík sem þeir sömdu við texta sem sögðu frá foreldrum þeirra sjálfra, öfum og ömmum. Rosas hafði þá þegar lært lag er hét Mil Amores sem hann heyrði á plötu sem móðir hans átti. Rosas reyndi að spila á gítar og mandolfn það sem spilað var með fíðlu á plöt- unni. Rosas æfði sig með félögum sínum, gítaristanum David Hidago, bassistanum Conrad Lozano og trommaranum Louie Pere, þar til þeir voru ánægðir. Þá fóru þeir heim til frú Rosas gömlu og spiluðu Mil Amores fyrir hana í breyttum búningi. Það sama gerðu þeir fyrir móður Perez, gegnum sfmann. Frú Perez felldi tár og sagði síðar svo frá: „Hvað var annað hægt? Þama var sonur minn, þessi drengur sem ég hafði sent í leikskóla, séð fíflast í boltaleik, og skyndilega var hann farinn að leika tónlist sem var hluti af sjálfri mér.“ Los Lobos, eins og þeir kölluðu sig, léku opinberlega í fyrsta sinn viku síðar. Það var eitt af þessum skemmtikvöldum mexíkanskra íbúa í Los Angeles, þeir kalla það tardedas. Fyrstu viðbrögð áhorf- enda og hlustenda voru ekki mjög jákvæð: þeir skildu ekki þessa blöndu. Los Lobos, þessir síðhærðu og hörundsdökku drengir, spiluðu rokk-og-ról og gamla mexfkanska músfk á hljóðfæri sem aðeins til- heyrðu þeirra eigin gamla tónlistar- heimi. Únga fólkið kunni að meta tónlistina en ekki þeir eldri. En þegar Los Lobos spiluðu Mil Amor- es var ekkert sem hét kynslóðabil. Fólk hlustaði á þá og fólk dansaði. Þegar tónleikunum lauk komu menn úr salnum og keyptu drykki á bamum handa þeim og gamlar konur blessuðu þá. Skyndileg velgengni Þrettán ár tæp era liðin síðan þetta var og mexíkönsku tónlist- arúlfamir hafa gengið í gegnum þykkt og þunnt. Þeir vora búnir að spila saman f heilan áratug þegar hróður þeirra fór loks að berast út fyrir spilabúllur í Los Angeles. Þeir reyndu ýmiss konar tónlist á þessum áram, sveitatón- list, blús, trúarlega tónlist, cadjun, og nýbylgju. Fyrsta platan þeirra, Just Another Band From East LA svo að segja hvarf í sortann, en það var ekki fyrr en árið 1983, eftir að þeir skiptu um útgáfufyr- irtæki, að plötumar fóra að seljast. And a Time to Dance, sem kom út 1983, seldist í 90.000 eintökum og Los Lobos fékk Grammy-verðlaun. Árið eftir kom stóra platan How Will the Wolf Survive? út og seldist f 326.000 eintökum. 1984 var einstakt ár fyrir Los Lobos. Plötur þeirra seld- ust, tónlistargagnrýnendur hófu þá til skýjanna, við þeim blasti frægð um gervalla heimsbyggð. Nýrrar plötu, sem kom ekki út fyrir en í janúar á þessu ári, var beðið með mikilli eftirvæntingu. Rosas og Perez hlusta á óþekkta tónlistarmenn spila á ein- hverri smábúllunni í Los Angeles, þar sem þeir sjálfir börðust árum saman fyrir því aö koma tónlist sinni á framfæri. tugir ef ekki hundruð útvarps- stöðva vítt og breitt um Ameríku famar og spila lög af nýrri plötu Úlfanna. Los Lobos era ekki og verða sennilega ekki eins vinsæl hljómsveit og Dire Straites eða Rolling Stones, eða tónlistarmenn á borð við Brace Springsteen, engu að síður seldist nýja platan þeirra mjög mikið og í lok mars- mánaðar höfðu tvö hundruð þúsund eintök selst og var platan enn að þjóta upp vinsældalista. Norteno Cesar Rosas lýsir tónlistinni sem þeir Los Lobos spila sem „afli úr norðri“. Mörgum finnst sú lýsing við hæfi. Það er tónlist sem fjallar um framtíðina án þess að gleyma fortíðinni, hávær á stundum en vekur menn engu að síður til umhugsunar. Los Lobos eiga það sameiginlegt með söngv- urunum og tónlistarmönnunum John Fogerty, Bruce Springsteen og John Cougar Mellencamp að gera þjóðfélagsádeilu sína skemmtilega og hreint aðlaðandi. Þeir klæðast bláum gallabuxum og kúrekastígvélum og fela bjór- vömbina undir skyrtunum og líkjast þannig venjulegri bar- hljómsveit. En í rauninni era þeir einhverjir framlegustu og því jafnframt djörfustu tónlistar- mennimir sem uppi era á okkar dögum, eins og Jon Pareles, tón- listargagnrýnandi The New York Times komst einhveiju sinni að orði. Omur þess sem var og þess sem verður Mennimir, sem mynda Los Lo- bos, em á svipuðum aldri, sá yngsti er 31 árs en sá elsti 35 ára. Þeir kynntust ekki fyrr en þeir komust á þrítugsaldurinn, en eiga það sameiginlegt að alast allir upp á svipuðum stöðum, í sama umhverfi. Cesar Rosas flutt- ist til dæmis með foreldrum sínum til Bandaríkjanna frá Mexíkó að- eins sex ára að aldri, en Lozano lærði ekki orð í spænsku fyrr en um tvítugt. Þeir ólust upp í út- hverfi í austurhluta Los Angeles, hverfí sem venjulegur Bandaríkja- maður telur skeinuhætt heilsu manna, fullt af fátækt og glæpa- mönnum. Mikil fátækt ríkti þar og ríkir enn að einhveijum hluta, en það sem hélt strákunum saman var tónlistin. Útsýni þeirra til heimsins var gegnum útvarps- stöðvamar. Þeir þræddu veitinga- og ballstaði og hlustuðu á lifandi tónlist og ef þeir vora heppnir gátu þeir séð kappa eins og Johnny Otis. Þegar þeir gengu í skóla vora krakkar annaðhvort að spila í hljómsveitum eða dansa á gólfínu. Þeir fengu allir hljóðfæri ungir að árum, sumir þeirra aðeins tíu ára. Hidalgo þótti ekki duglegur í slagsmálum, strákamir í skólan- um skiptust á að beija hann, en stuttu eftir að hann byijaði að spila á gítar létu þessir sömu ól- átabelgir hann í friði; vildu meira að segja ganga í hljómsveitina. Foreldrar þessara drengja vora allir láglaunaðir verkamenn, bílstjórar, saumakonur, af- greiðslukonur, málarar, og vora þeir allir hrifnir af framtaki drengjanna þeirra, því möguleikar En Los Lobos kunnu að taka lífínu með ró. Þeir sneru heim og slöpp- uðu af. Þeir byijuðu að semja ný lög (það er trommuleikarinn Louie Perez sem semur flest þeirra, í samvinnu við Hidalgo). En ekki síður fylgdust þeir með eigin áhrifum á aðra tónlistarmenn. Ólíkir tónlistarmenn á borð við Waylon Jennings og Frankie Yankovich spiluðu og sungu iög Los Lobos á plötum sínum og Paul Simon fékk þá til að spila undir á einu lagi á nýju plötunni sinni, Graceland. Janúar 1987. Kaldir dagar víðast hvar. Útgáfufyrirtækið Slash sendi frá sér plötuna By the Light of the Moon. Örfáum dög- um eftir að platan kom út vora

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.