Morgunblaðið - 14.06.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.06.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1987 Stefáni Valgeirs- syni var boðin innganga ÞINGFLOKKUR Framsóknar- flokksins hefur samþykkt að bjóða Stefáni Valgeirssyni inn- göngu í þingflokkinn og hefur Steingrímur Hermannsson af- hent Stefáni bréf þess efnis. Stefán kvaðst munu taka þetta bréf til athugunar þegar því væri hægt að koma við, enda lægi ekkert á. Stefán kveður ekki vera hlaupið að því fyrir sig að ganga í þingflokkinn, sérstak- lega eftir öll þau skrif, sem verið hafí í Tímanum um mál sín, sem hvorki hafí verið til fyrirmyndar né til þess að auðvelda málin. Fiskmarkað- urinn opn- ar á morgun FISKMARKAÐURINN í Hafn- arfirði opnar á morgun. Fyrsta skipið sem þar mun landa verð- ur togarinn Otur frá Hafnar- firði, en uppistaðan í afla hans er þorskur. Samkvæmt reglum fískmarkað- arins þurfa skip að tilkynna sig með ákveðnum fyrirvara. Ef kaup- endur staðgreiða ekki vöruna verða þeir að leggja fram banka- tryggingu. Miðað er við að keyptir verði a.m.k. 10 kassar í einu, eða 5-600 kfló. • • Foreldrum boðið ípylsupartí Morgun Diaoio/ övemr BÖRNIN í Nóaborg við Stangarholt buðu foreldrum og öðrum ættingjum í pylsupartí í gær í tilefni af sumarkomunni og góða veðrinu. Börnin höfðu einnig sjálf búið til smákökur í tilefni dagsins sem foreldrarnir gæddu sér á milli þess sem þeir sungu og léku sér. Og sumir notuðu tækifærið og rifjuðu upp gamlar æskuminningar í aanHkösHiinnm Þorsteinn Pálsson hefur óskorað traust hvers einasta þingmanns — sagði Matthías Bjarnason eftir þingflokksfund í gær Okumaður fluttur á sjúkrahús ÖKUMAÐUR slasaðist nokkuð þegar hann velti bifreið sinni skammt norðan Akureyrar í gærmorgun. Ökumaðurinn var á leið eftir Norðurlandsvegi frá Akureyri þegar óhappið varð, um kl. 7 í gærmorgun. Skammt frá Lauga- landi missti ökumaður stjóm á bifreið sinni, með þeim afleiðing- um að hún valt út af veginum. Ökumaðurinn, sem var einn í bifreiðinni, slasaðist nokkuð og var fluttur á Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri. Sverrir Hermannsson: „FORMAÐUR flokksins fékk fullt umboð til samninga um sljómarmyndun og hann hefur óskorað traust hvers einasta þingmanns," sagði Matthías Bjamason, viðskiptaráðherra, þegar Morgunblaðið sneri sér til hans í gær, skömmu eftir að fundi í þingflokki Sjálfstæðis- flokksins lauk. Aðspurður um þá gagnrýni, sem eftir honum hefur verið höfð í fjöl- miðium á forystumenn Sjálfstæðis- flokksins sagði Matthías Bjamason: „Ég átti samtal við Tímann og þar er rétt eftir mér haft, það sem fram kemur, en því er blandað saman við gagnrýni annars manns. Það sem ég sagði er ekki gagnrýni í sambandi við myndun ríkisstjómar, Fundur utanríkisráðherra NATO: Framkvæmd utanríkisráð- herrafundarins gekk vel — seg’ir Hjálmar W. Hannesson sendifulltrúi „VIÐ erum ánægð með hvemig framkvæmd fundar utanrikis- ráðherra NATO gekk. Ég held að öllum beri saman um að vel hafi til tekist,“ sagði Hjálmar W. Hannesson sendifulltrúi í samtali við Morgunblaðið. Hjálmar sagði að ýmis mál hefðu komið upp, en þau vom öll þess eðlis að auðvelt reyndist að leysa þau strax. „Aðdragandi fundarins var langur og nægur tími til undirbúnings. Að vísu vom breytingar á þátttakendalistum fram á síðustu stundu og einnig komu ráðherramir ekki allir á þeim tíma sem upphaflega var gert ráð fyrir. Það þýddi að mikið var að gera síðustu sólarhringana, en allt gekk vel." heldur í sambandi við stefnumörk- un, sem er algerlega óskylt mál stjómarmyndun. “ „Ég vona innilega að þessum þremur flokkum takist að mynda ríkisstjóm, sem verði undir forystu formanns Sjálfstæðisflokksins. Hins vegar verða sjálfstæðismenn, sem aðrir, að gera sér grein fyrir því, að þegar gengið er til samninga við tvo flokka, verða menn að koma til móts hver við annan, ef samning- ar eiga að nást. Ef allir þessir flokkar sýna sanngimi og slá af kröfum sínum, þá treysti ég því, að Þorsteinn Pálsson verði forsætis- ráðherra innan örfárra daga," sagði Matthías Bjamason. Matthias Bjamason Grindavík: Árangurslaus leit LEITIN að unga sjómanninum, sem saknað er frá grindavík, hefur enn engan árangur borið. Björgunarsveitarmenn frá Nú eru okkur allir vegir færir í sljórnarmyndun „ÉG ER ákaflega ánægður með að nú náðu menn höndum saman og ég er í engum vafa um, að formanni flokksins tekst að verða framkvöðull að myndun nýrrar rikisstjórnar,“ sagði Sverrir Her- mannsson, menntamálaráðherra, i samtali við Morgunblaðið í gær, að loknum fundi þingflokks Sjálfstæðisflokksins, þar sem rætt var um stjómarmyndunarviðræður og stöðu Sjálfstæðisflokksins. „Það kann vel að vera, að menn þurfí að slá eitthvað af ýtmstu kröfum og Sjálfstæðisflokkurinn að gefa eitthvað eftir af stefnumál- um sínum," sagði menntamálaráð- herra ennfremur. „Þrír ólíkir flokkar semja ekki um stjóm lands- ins nema þeir gangi til móts hver við annan um stefnumál og fram- kvæmd einstakra mála. Mér er ljóst, að ýmislegt hlýtur að vera eftir í samningum flokkanna. Þeir hafa verið að tala um heildarlínur. En á þessum þingflokksfundi stilltu menn saman hugina og skip- uðu sér að baki formanni flokksins með þeim hætti að nú em okkur allir vegir færir í stjórnarmyndun. Ég vil taka það fram, að við Þorsteinn Pálsson áttum rækilegt einkasamtal í fyrradag. Við jöfnuð- um allan ágreining og hann gaf mér skýringar á ýmsu, sem hafði farið á milli mála,“ sagði Sverrir Hermannsson að lokum. Grindavík, Sandgerði og Vogum gengu fjörur frá Krísuvíkurbergi vestur fyrir Reykjanesvita á laug- ardag, án árangurs. Leitinni verður haldið áfram næstu daga. í frétt í Morgunblaðinu í gær misritaðist nafn bátsins, sem flutti plastbátinn til Grindavíkur eftir að hann fannst. Báturinn heitir Boði GK og er frá Sandgerði. Kr.Ben. Sverrir Hermannsson. Bílvelta íFljótum BÍLVELTA varð í Fljótun- um í fyrradag, skammt frá eyðibýlinu Hólum. Lögregl- unni á Sauðárkróki var tilkynnt um atburðinn um kl. 13.30 og fór hún á vett- vang. Ökumaður bifreiðar- innar slasaðist litillega og var fluttur í sjúkrahúsið á Siglufirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.