Morgunblaðið - 14.06.1987, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1987
umýjun byggist ekki á hugmynd-
um viðskiptanna eða heilsurækt-
arinnar eða mannúaðarmálanna.
Hún byggir á upprisu Jesú Krists.
Með upprisu sinni leiddi hann
heiminn út úr stirðnuðu kerfí, frá
þreytandi og þjakandi hugmynd-
um. Hann leiddi heiminn inn í
frelsi, sem sífellt endumýjast.
Hann braut það lögmál að hópar
stirðni í formi.
Og þótt við andvörpum og segj-
um að lítil merki sjáum við þess
þá era merkin samt fyrir augum
okkar. Kirkjan endumýjast, nýjar
hugmyndir, ný form verða sífellt
til í gömlum felögum, gamalli list,
samkiptum manna. Að baki öllu
góðu er andi Guðs sem endumýjar
með upprisukrafti Jesú. Án hans
gæti hann ekki endumýjað. Þess
vegna má kirkjan aldrei staðna í
boðun sinni um upprisuna og við
megum ekki hætta að hlýða á
boðunina og lifa eftir henni. Þjóð-
kirkja á að gefa þjóðinni nýja
krafta og þjóðin á að hafa kraft
og kyrrð og ábyrgð til að sinna
þjóðkirkju sinni. Með því óska ég
ykkur, kæra lesendur, góðrar
þjóðhátíðar í Guðs friði.
A DROTnNWI
Þjóðin og
þjóðkirkjan
Andi hvítasunnunnar á nú að
leika um kirkju okkar og gagn-
taka okkur öll, sem tilheyram
henni. Sumum fínnst þó lítið um
frelsi, fögnuð og kraft Heilags
anda í íslensku þjóðkirkjunni.
Þeim fínnst hún stirðnuð í göml-
um skoðunum, valdaröð og
reglum. Sumir andvarpa mæðu-
lega yfír þessu og láta hana
afskiptalausa nema rétt þegar
sérstakir atburðir kalla þau til
hennar. Fáeinir taka af skarið og
segja skilið við hana opinberlega.
Aðrir taka til eigin ráða og stofna
nýja hópa innan hennar eða utan
í bæn um nýja og kraftmeiri leið-
sögn andans.
Ég held að það sé rétt að fólk
fylgi sannfæringu sinni og stofni
nýja hópa ef því fínnst það með
engu móti fá rúm fyrir skoðanir
sínar og starfslöngun í söfnuðin-
um sem það tilheyrir. Ég held að
gamli hópurinn njóti góðs af
hressilegum dugnaði þeirra og að
hann verði þeim sem eftir era, til
hvatningar og umhugsunar. Eins
njóta nýju hópamir eftir sem áður
staðfestu gamla safnaðarins. Þó
munum við þurfa að gæta okkar
á dómhörku og nöldri, sem fínnast
kann í báðum hópum. Þvi aðskiln-
aður hefur ævinlega einhvern
sársauka í för með sér og ef
mögulegt er skyldum við reyna
að komast hjá honum. Held ég.
Ég held sannast að segja að
það sé náttúralögmál að hópar
stirðni í formi. Ég hygg að allir
hópar, stórir og smáir, kirkjuhóp-
ar og aðrir, missi ferskleika sinn
þegar fram í sækir. Þá verða þau,
sem stofnuðu hópinn, oft hrædd
við nýjar hugmyndir, jafn hrædd
og gamli hópurinn var við hug-
myndir þeirra í sinni tíð. Þau
verða hrædd um að hópurinn
breytist og verði öðra vísi en þau
ætluðu honum. Þau óttast að ef
farið er að opna glugga og dyr
fyrir nýju lofti verði stormurinn
svo mikill að allt fjúki um koll.
Og það getur líka gerzt. Það er
sagt að hætta sé á að þriðja kyn-
slóðin splundri hópum eða dragi
þá niður. í kirkjunni hefur þriðja
kynslóðin fæðst inn í mótað sam-
félag, sem hún hefur ekki ráðið
sjálf og heldur ekki þurft að beij-
ast fyrir. Þetta gerist líka í
fyrirtækjum. Þriðja kynslóðin hef-
ur tilhneigingu til að vera
værakær í vel reknu fyrirtæki án
þess að kunna tökin á að reka
það áfram.
En þótt það sé lögmál hópa að
stirðna í formi er það ekki lögmál
að önnur, þriðja eða fjórða kyn-
slóðin komi öllu í kaldakol. Því
fer flarri. Hvort sem það er í ver-
aldlegu fyrirtæki, mannúðarfélagi
eða kristnum söfnuði er það kost-
ur að taka í erfð góðar hugmyndir
og hagkvæmar starfsaðferðir.
Listin er sú að kunna að breyta
því sem breyta þarf, en láta það
haldast, sem gott er. Allt þarf að
breytast til að halda áfram að
vera eins. Við þurfum að vera
nógu sveigjanleg og opin fyrir
nýjum hugmyndum til að fylgjast
með breyttum aðstæðum. Aðeins
með því getur hópurinn gert sama
gagn og hann gerði þegar hann
varð til.
Allir hópar eiga kost á leiðsögn
Heilags anda. Fyrirtæki, leikhús,
leikfímihópar og líknarfélög. Allir
hópar. Kirkjan er boðberi hinnar
sífelldu endumýjunar. Sú end-
Þjóðkirkjufólk á að sjá metnað sinn í að efla kirkju sína.
Kvenréttindi í þriðja heiminum
Við birtum ykkur hér, kæru
Iesendur, útdrátt úr grein sem
við þýddum úr „Women“, „Kon-
um“, blaði lúterska kvennavett-
vangsins í Genf. Með greininni
sendum við ykkur beztu heilla-
óskir með hátíðisdag Kvenrétt-
indafélags íslands á föstudag-
inn kemur, 19. júní. Greinin
lýsir viðhorfum kvenna í þriðja
heiminum til kvenréttinda og
er eftir Marie-Angélique Sa-
vane í Dakar í Senegal.
Á 19. öld táknaði orðið kven-
réttindi kenningu um réttláta
stöðu kvenna í þjóðfélaginu. Nú
hefur orðið fengið á sig blæ til-
fínningasemi. Nú táknar það
hræðslu, glundroða og angist.
Samkvæmt „almenningsálitinu"
er það nefnilega kenning kvenna,
sem vilja ekki lengur vera konur.
Óttinn við nýjar
hugpmyndir
Þegar ljóst varð að konur komu
með nýjar hugmyndir, sem féllu
ekki undir drottnandi hugmyndir
karla, brauzt skelfingin út. Konur
vora í hópi þeirra Qölmörgu, sem
vildu ryðja nýjar brautir á áranum
fyrir 1970. Þessum hópum fannst
lífsviðhorfín of mótuð af gróða-
hyggju og valdabaráttu. Konur
vildu líka fínna sjálfum sér nýjar
leiðir. Það er réttmæt gagnrýni
að baráttuaðferðir kvenna á Vest-
urlöndum hafí stundum verið of
harkalegar. En það telst til óhjá-
kvæmilegra bamasjúkdóma, sem
engin ný hreyfing kemst hjá. í
öðram heimshlutum hefur verið
talað um vestræna kvenréttinda-
baráttu sem víti til vamaðar. Það
var t.d. sagt að konur í Afríku
þyrftu sannarlega ekki á þessu
brölti að halda því þær væra elsk-
aðar og dáðar og stæðu óhaggan-
lega tignarlegar í hefðum sínum.
Kvenréttindin vora gerð að tákni
um fráhvarf frá menningunni og
ójafnvægi í sálinni.
Jafnrétti kynjanna og
frelsi þjóðanna
En kvenréttindi era ekki mótuð
af löndum eða þjóðum. Eins og
önnur hugmyndafræði hefur
kvenréttindabaráttan mismun-
andi blæbrigði, mismunandi
stefnur. Hún hefur horfzt í augu
við innbyrðis ágreining, vikið af
leið og verið tekin til endurskoð-
í Afríku voru kvenréttindi
gerð að tákni um fráhvarf
frá menningxmni og ójafn-
vægi í sálinni.
unar. En kvenréttindi hafa haldizt
sem ein hugsjón, ein von, eitt
málefni sem spannar yfír hinn
margslungna veraleika samtíðar
okkar með mismunun hans á
stéttum og kynjum.
í sumum löndum þriðja heims-
ins svo sem Egyptalandi og
Indlandi, íran og Tyrkalandi vora
til kvenréttindahreyfíngar á 19.
öldinni og fram eftir 20. öldinni,
sem börðust bæði fyrir jafnrétti
kynjanna og frelsi þjóðanna.
Margar konur, sem tóku þátt í
þessari baráttu, voru pyndaðar
og deyddar.
Hefðir þriðja heimsins
Enn era það konur, sem eru
flestar í hópi ólæsra, fátækra,
vannærðra, ófaglærðra og þeirra
sem engin áhrif hafa á ákvarðan-
ir. Fátæk bóndakona verður að
vinna eins og skepna í 15 til 16
klukkutíma á dag, eins þótt hún
sé þunguð eða hafi bam á bijósti.
Hún verður að ganga marga kíló-
metra til að sækja vatn og við.
Líf hennar er bundið tilbreyting-
arlausum störfum, sem hún
verður þó að vinna til að fjölskyld-
an komizt af. í bæjunum verða
verkakonur að fara á fætur fyrir
allar aldir, standa í biðröð við
verksmiðjudymar til að fá vinnu,
vinna allan daginn í ryki og
óhreinindum, ef þær fá þá vinnu.
Samt nægja launin ekki nema
fyrir fargjöldunum og bamagæzl-
unni og örlitlum mat.
Hvaða störfum sem konumar
gegna búa þær við ofríki tengda-
§ölskyldunnar, barsmíði eigin-
mannsins og misklíð við hinar
eiginkonur hans og hjákonur. Þær
verða að lifa lífí sínu eftir hefð-
inni, samræmast ímynd þjóðfé-
lagsins af konunni og móðurinni
og þola hvers konar auðmýkingu
til að tryggja framtíð bama sinna.
Baráttunni lýkur
með sigri
Vegna þessa og svo miklu fleiri
orsaka verða konur að gera sér
ljóst hvemig karlaveldið undirok-
ar þær. Barátta kvenna er ekki
barátta einstakra kvenna gegn
körlum. Hún er barátta gegn hug-
myndum þjóðfélags og stjóm-
mála, sem veita körlum forréttindi
og vemda þau, en undirokar kon-
ur og halda þeirri undirokun við.
Kvennabaráttan verður að beinast
gegn hverskonar misrétti, bæði
gagnvart einstaklingum og fjöl-
skyldunni og þá baráttu þarf að
heyja bæði í þjóðmálum og al-
þjóðamálum.
Barátta kvenna verður löng.
Þær verða að kveða niður fordóma
og heimsku og sigrast á öllum
þeim hindrunum, sem karlar —
og líka konur — munu setja upp
til að seinka för þeirra. En þær
munu „bijótast út úr fangelsinu",
þrátt fyrir allt.