Morgunblaðið - 14.06.1987, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 14.06.1987, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1987 45 Ferðafélag íslands 60 ára: Afmælisgöngur sex sunnudaga í tilefni 60 ára afmæli Ferðafélags íslands verður gengið í áföng- um frá Svínaskarði í Kjós til Reykjholts í Borgarfirði. Þessar ferðir eru í áætlun sex sunnudaga, sú fysta i dag, sunnudaginn 14. júni, og næstu ferðir 28. júní, 12. júlí, 23. ágúst. Einn áfangi á þessari löngu leið er genginn í hvert skipti. Valdar eru gamlar þjóðleiðir, sem voru flöl- famar þegar íslendingar ferðuðust á hestum og fótgangandi milli byggðarlaga. Astæða er til að vekja athygli fólks á þessari nýjung og forvitnilegt hlýtur að vera fýrir þá, sem alltaf ferðast eftir þjóðvegin- um, að skyggnast um á fornum þjóðleiðum og læra að þekkja sam- gönguleiðir fyrri tíma. í dag gefst fólki kostur á að velja um tvær göngur. Sú fyrri og 26. júlí, 9. ágúst og sú síðasta hefst kl. 10.30, en þá er gengið á Móskarðshnúka og Trönu, sem eru fjöll á leiðinni yfír Svínaskarð og síðan kl. 13 er léttari ganga, en þá er gengið yfir Svínaskarð, sem er fyrsta þjóðleiðin í áfanganum að Reykholti. Gangan yfír Svínaskarð tekur um 4 klst. þegar rólega er gengið. Þátttakendur í afmælisgöngun- um fá ókeypis happdrættismiða, en dregið verður í happdrættinu þegar allar göngurnar hafa verið famar. (Fréttatilkynning.) t Þökkum innilega samúð og hlýhug við fráfall og útför sonar okk- ar, bróður og mágs, ÞÓRORMS JÚLÍUSSONAR, Fannborg 9, Kópavogi. Karólfna Þórormsdóttir, Júlíus Júlfusson, _ Jón Júlíusson, Hulda Ásgrfmsdóttir, Stefania Júliusdóttir, Vilhjálmur Þorsteinsson, Hörður Júlíusson, Jóhanna Júlfusdóttir, Sigrún Júlfusdóttir, Trausti Júlfusson og systkinabörn. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — Sími 681960 ÚRVALS FILMUR Fástá bensínstöðvum H Heilbrigðisráð Reykjavíkur: Nauðsynlegt er að endur skoða reglugerð um alifugla- sláturhús Heilbrigðisráð Reykjavíkur telur nauðsynlegt að landbúnað- arráðuneytið beiti sér fyrir endurskoðun á reglugerð um búnað alifuglasláturhúsa eða láti semja nýja reglugerð sem tryggi aukið framleiðslueftirlit. Þetta kom fram á fundi heilbrigðisráðs Reykjavíkur þann 5. júní síðast- liðinn, að því er fram kemur í fréttatilkynningu ráðsins. Á fundinum var rætt um matar- sýkingar af völdum salmonella- sýkla í alifuglum. Salmonella- mengun í alifuglum hér á landi hefur aukist ár frá ári. í apríl síðast- liðnum átti sér stað mjög alvarleg salmonella-sýking í fermingarveisl- um í Búðardal. Um 60 gestir sýktust, 5 þeirra þurfti að leggja í sjúkrahús og einn var í lífshættu um tíma. Heilbrigðisráð Reykjavík- ur leggur áherslu á að ráðstafanir verði gerðar sem fyrst svo að slíkar matarsýkingar endurtaki sig ekki. Þessar ráðstafanir þurfa fyrst og fremst að felast í því , að sögn heilbrigðisráðsins, að landbúnaðar- ráðuneytið endurskoði reglugerð um búnað alifuglasláturhúsa, slátr- un alifugla, verkun þeirra og heilbrigðisskoðun. Að öðrum kosti láti það semja nýja reglugerð sem tryggi aukið framleiðslueftirlit til að koma í veg fyrir eða draga úr mengun af völdum salmonella-sýkla í alifuglum sem slátrað er til mann- eldjs. í bókun heilbrigðisráðs kom einn- ig fram: „Heilbrigðisráð vill sérs- taklega vekja athygli ráðuneytisins á þeirri staðreynd að heilbrigðis- skoðun sú sem framkvæmd er í dag við alifuglasláturhúsin er gagns- laus, ef ganga þarf úr skugga um hvort sláturfuglar séu mengaðir af salmonella- eða campylobacter- sýklum." Heilbrigðisráð leggur einnig til að heilbrigðisyfirvöld fræði eins og kostur er neytendur, matreiðslu- menn og aðra sem handfjatla alifuglakjöt og matreiða úr því. Þetta mætti gera með því að gefa út fræðslubækling og koma leið- beiningum á framfæri í fjölmiðlum. Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíöum Moggans! y 3% 0 n pu ntissir ekki afi nemu t /hrn \ui,v f i t 1 1 tllil D kassettan er ódýr gaeðakassetta sem er kjörin í vasadiskö, ferðatæki, bíltæki og stofugræjurnar. Nýiega var þráðurinn í D kassettunum endur- bættur og skilar þvi enn tærari hljómi og meiri tónstyrk en áður. ©TDK itdoorhf Nýbýlnvogi 4, 200 Kópavogi, simi 45800.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.