Morgunblaðið - 14.06.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 14.06.1987, Blaðsíða 44
v?pr ryrúr. tr armArmvrvrn?! mr?A,Tavrnrr?io'M MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JÚNI 1987 Elmore James Elmore James ___________Blús_______________ Árni Matthíasson Þeir voru margir tónlistar- mennirnir sem mótuðu Chicagoblúsinn, Muddy Waters, Howling Wolf, Eddie Taylor o.fl., en einna áhrifamestur þeirra var Elmore James. Elmore James fæddist 1918 í Mississippi og var skírður Elmore Brooks. Hann byrjaði snemma að fikta við gítarleik, tólf ára var hann búinn að gera sér einskonar gítar með tveimur til þremur strengjum, gerðan úr niðursuðu- dós. Nítján ára ákvað hann að verða tónlistarmaður, enda hafði hann þá fengið mikinn áhuga á brennivíni og kvenfólki. Hann keypti sér fyrsta alvöru gítarinn og fór að flækjast um með Rob- ert Johnson og Rice Miller (Sonny Boy Williamson 2). Robert kenndi honum að nota flöskuháls á gítar- inn, en Elmore naut ekki lengi leiðsagnar hans, því Robert lést 1938. 1943 var Elmore kallaður í sjó- herinn og þaðan sneri hann með láði 1945. Hann settist í fyrstu að í Mississippi á ný og þar kom það í ljós að hann væri hjartveikur. Elmore hóf að endurreisa tónlist- arferil sinn og byijaði aftur að spila með Rice Miller. Hann lék á plötum með Riee sem þá var bú- inn að kasta eign sinni á Sonny Boy nafnið. Elmore hafði ekkert á móti því að leika undir hjá öðr- um, en hann neitaði staðfastlega að taka nokkuð upp undir eigin nafni. Dust My Broom var lag sem hann lærði af Robert Johnson og spilaði gjaman. Eitt sinn þegar hann var við æfingar í hljóðveri árið 1952 var lagið tekið upp án hans vitundar. Það var gefíð út og náði mikilli hylli. Þar með var ísinn brotinn og upp frá því tók Elmore upp ógrynni af tónlist fyr- ir ýmis hljómplötufyrirtæki, eins og Vee Jay, Modem, Chief, Chess o.fl. Mest ber á „slide“-gítarleik Elmores, enda var hann einskonar vörumerki sem margir hafa stælt, allt frá Peter Green til George Thorogood. Oft vill það þó gleym- ast að Elmore var mjög góður gítarleikari að flöskuhálsinum slepptum. Annað sem einnig ein- kenndi tónlistina er söngurinn sem kemur eins og beint frá hjart- anu. Lögin eru eftir ýmsa en Elmore var lagið að taka lög eftir aðra og túlka þau á svo afgerandi hátt að hans útgáfa varð sú við- tekna. Það lífemi sem fylgdi frægðinni var ekki til að auka líflíkur hjarta- sjúklinga, enda farið víða til að spila og mikið drukkið. 1957 varð hann að leggjast á sjúkrahús vegna hjartans og 1963 lést hann í Chicago þá er hann var við það að hefja feril sinn að nýju eftir hlé. Eins og áður sagði tók Elmore James upp mikið af tónlist, en ekki kom út LP plata undir hans nafni fyrr en að honum látnum. 011 þau lög sem komu út á hans nafni vom gefin út á tveggja laga plötum. Nú er tíðin önnur og menn hafa áttað sig á gildi hans fyrir blúsinn og einnig fyrir rokksög- una. Það er í raun erfítt að mæla með einhverri einstakri plötu með Elmore, hann tók varla upp lélegt lag og viðbúið er að þegar menn hafa einu sinni komist á bragðið vilji þeir eignast sem mest af tón- list með honum. Charly hljómplötuútgáfan hef- ur gefíð út tvær plötur með Elmore, plötumar One Way Out og Got To Move. Báðar em þær fyrsta flokks, enda valdar upptök- ur. One Way Out er góð kynning á Elmore með klassískum lögum eins og It Hurts Me Too, Somet- hing Inside of Me, Standing at the Crossroads og The Tweive Year Old Boy að ógleymdri útgáfu af Dust My Broom frá 1952. Á Got To Move em aftur lög eins og My Bleeding Heart sem Jimi Hendrix spilaði gjaman, Elmore’s Contribution to Jazz, þar sem Elmore sýnir að hann kunni ýmis- legt fyrir sér í gítarleik, og útgáfur af Dust My Broom og It Hurts Me Too frá því um 1960. Ace hljómplötufyrirtækið hefur einnig sinnt Elmore vel og gefíð út a.m.k. þijár plötur með efni sem hann tók upp. Tónlistin er ekki langt frá því sem er á Charly plötunum, en hljómurinn er mun betri. Á plötunni King of the Slide Guitar em lög sem mörg hafa ekki komið út áður og em góð viðbót við áður útgefið efni. Eins og áður sagði er hljómurinn mjög góður og lögin em sum hver á meðal þess besta sem Elmore tók upp. Hvað hljóminn varðar má þó e.t.v. segja að þeir hjá Ace hafí gengið fram af sér þegar þeir gáfu út nú um daginn plöt- una Let’s Cut It. Þar á er að fínna mörg af frægustu og bestu lögum sem Elmore tók upp. Þeirra á meðal em lögin Dust My Blues, Standing at the Crossroads, Happy Home, Mean and Evil (með afbragðs gítarleik), I Believe og Goodbye Baby. Að vísu hafa þessi lög öll verið fáanleg annarsstaðar, en fyrir þá sem hafa áhuga á að kynnast Elmore er þessi plata fyrirtak. Hljómurinn er ótrúlega góður enda em upptökumar með- höndlaðar stafrænt (digital). Ef maður vissi ekki betur héldi mað- ur að upptökumar væm ekki nema nokkurra mánaða gamlar en ekki tuttugu til þijátíu ára. Enn er ógetið þess sem Elmore tók upp fyrir Chess, en MCA, sem á nú útgáfurétt á þeim upptökum sem Chess bræður tóku upp, hef- ur nú hafíð að gefa út aftur Chess/Checker plötumar, í upp- mnalegum umslögum á hlægilegu verði. Þar á meðal er ein besta plata með Elmore, Whose Muddy Shoes, sem hann deilir að hluta með John Brim. Á henni er að fínna lögin Madison Blues, sem George Thorogood lék til að mynda á Live Aid hljómleikunum, Tool Bag Boogie og Call it Storrny Monday. Allt fyrirtaks lög. Því er hér rneð beint til umboðsaðila MCA á íslandi að ekki væri úr vegi ef plöturnar fæm að sjást í búðum hér. Minning: Margrét Magnús- dóttir Grönvold Fædd 26. mars 1897 Dáin 9.júní 1987 Tengdamóðir mín, Margrét Magnúsdóttir Grönvold, Reynimel 23, lést hinn 9. júní síðastliðinn í Landakotsspítala eftir skamma legu og fer útför hennar fram á morg- un, mánudag, frá Dómkirkjunni kl. 13.30. Hún var nýlega orðin níræð. Alla tíð var hún stórglæsileg kona og tiguleg og persónuleiki hennar t Móðir mín, AGNES EINARSDÓTTIR, frá Vogi, Bergþórugötu 53, andaðist á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, föstudaginn 12. júní. Ágúst Hólm Magnússon. t Frænka okkar SIGÞRÚÐUR STEINDÓRSDÓTTIR THÖRLINGS frá Egilsstöðum Ölfusi, andaðist í New York 10. júní 1987, 94 ára gömul. Fyrir hönd frændfólksins, Magnús Þorbjörnsson. t Fósturmóðir mín og amma okkar, ANNA JÓNSDÓTTIR frá Hvallátrum, Langholtsvegi 132, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 16. júní kl. 10.30. Gyða Guðmunsdóttir, Anna Guðrún Marfasdóttir, Svanhildur Ósk Marfasdóttir. t Móðir mín, GUÐRÚN TÓMASDÓTTIR, verður jarðsungin frá Langholtskirkju, þriðjudaginn 16. júní, kl. 13.30. Sigrfður Ása Ólafsdóttir. t Þökkum virðingu sýnda minningu föður okkar, tengdaföður og afa, HELGA STEFÁNSSONAR frá Haganesi, Mývatnssveit, Háteigsvegi 11 og hlýhug í okkar garö. Hildur Helgadóttir, Bryndfs Helgadóttir, Helgi Kristjánsson, Sylvfa Kristjánsdóttir, Steingerður Kristjánsdóttir, Kristján Andrésson, Selma Ósk Kristiansen, Hildur Kristjánsdóttir, Andrés Kristjánsson. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför SIGURGEIRS F. MAGNÚSSONAR frá Hólavöllum. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Sjúkrahúss Siglufjarðar, svo og annarra, sem sýndu honum hlýhug og vináttu á liönum árum. F.h. vandamanna, Lfney Bogadóttir, Steinunn Sigurgeirsdóttir. Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. 1 S.HELGASON HF STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 SlMI 76677 mikill og sterkur. Foreldrar hennar voru hjónin frú Steinunn Sigurðar- dóttir og Magnús Vigfússon, umsjónarmaður í Stjómarráðinu, en þau voru meðal þekktustu Reyk- víkinga á sinni tíð. Auk Margrétar áttu þau aðra dóttur, Þóru, sem gift var Stefáni lögfræðingi Stef- ánssyni, alþingismanns og bónda frá Fagraskógi. Strax í bamæsku vakti Margrét á sér athygli fyrir fagra söngrödd og var henni því snemma komið til Kaupmannahafn- ar þar sem hún naut handleiðslu fremstu söngkennara og hef ég fyrir satt, að þeir hafí bundið við hana miklar vonir. En af óviðráðan- legum ástæðum varð Margrét að hætta námi og hverfa heim. Þar með var söngferli hennar lokið til allra óheilla. Margrét var komung er hún gift- ist í fyrsta skipti Gústav Grönvold, vel gefnum og geðþekktum kaup- sýlumanni. Þeim varð tveggja bama auðið: Stellu, sem varð eigin- kona mín, hún lést fyrir 10 ámm; Karl, sem er látinn, en eftirlifandi kona hans er Ragna frá Akureyri, dóttir Ragnars Olafssonar kaup- manns þar. Gústav, eiginmaður hennar, var aðeins 25 ára er hann féll frá. Er Margrét giftist í annað sinn gekk hún að eiga Anton Jóns- son frá Amamesi, sem var kunnur að atorku við útgerð og skipa- smíði. Þau eignuðust dóttur sem Helga Steinunn hét. Hún dó aðeins 23 ára að aldri. Þriðji eiginmaður Margrétar, tengdamóður minnar, var Olafur Gíslason stórkaupmaður hér í Reykjavík, sem er látinn fyrir allmörgum ámm. Þegar þau settu bú saman Mar- grét og Ólafur vom þau svo lánsöm að fá til starfa á heimili sitt konu vestan frá Homi, Pálínu Betúels- dóttur. Má segja að þetta hafí verið sérstakt lán fyrir þau bæði og ekki síst fyrir Margréti, því Pálína hefur af dæmafárri fómfysi haldið heim- ili með Margréti alla tíð síðan. Er óhætt að segja að allt það sem hún var Margréti muni ættingjar aldrei fá fullþakkað svo frábært var allt, sem þessi kona hefur gert á heimilinu frá fyrsta degi sínum þar og til hinstu stundar tengdamóður minnar, en það var annálað fyrir smekkvísi, rausn og höfðingsbrag. Það var vissulega ánægjulegt að öllum hugþekkum eiginleikum hélt Margrét þrátt fyrir ástvinamissi og önnur áföll. Hélt hún reisn sinni og var í fullri sátt við líf sitt og örlög sín._ Ég leyfí mér að fullyrða nú er leiðir hafa skilið að þeir sem henni kynntust munu þakka henni fyrir hin góðu kynni og blessa minningu tengdamóður minnar, Margrétar Magnúsdóttur Grönvold. Nú legg ég augun aftur. Ó, Guð, þinn náðar kraftur, mín veri vðm í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfír láttu vaka, þinn engil svo ég sofi rótt. Hilmar Norðfjörð _Auglýsinga- síminn er 2 24 80 ■I- f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.