Morgunblaðið - 14.06.1987, Side 32

Morgunblaðið - 14.06.1987, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1987 plorumii Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri HaraldurSveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 550 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. Sj ómannadagurinn Sögu okkar íslendinga er þannig háttað, að við höf- um bókfesta vitneskju um það, hvaða atburðir leiddu til þess að land okkar byggðist og hvenær. Okkur er ljóst, að án hugdirfsku gagnvart náttúr- öflunum og kunnáttu í sigl- ingafræðum hefðu landnáms- mennimir ekki lagt upp í hinar hættulegu ferðir frá Noregi vestur í óvissuna. Þetta eru einfaldar staðreyndir, sem öll- um íslendingum finnast svo sjálfsagðar, að þeir leiða sjald- an hugann að þeim í dagsins önn. Hið sama má líklega segja um þá einföldu staðreynd, að fsland væri ekki í hópi auð- ugustu ríkja heims, þar sem lífskjör eru með því besta sem nokkurs staðar þekkist, ef við ættum ekki og hefðum ekki átt afburðamenn er sækja sjó: inn til að draga björg í bú. í dag er hátíðisdagur þeirra manna, sem stunda fískveiðar og flytja verðmætin milli landa, sjómannadagurinn. f dag er þeirra minnst sem hafa drukknað eða týnt lífí við störf á sjó. Dagurinn er í senn minningardagur og dagur þakkargjörðar til hans, sem öllu ræður, fyrir það, sem hann hefur vel gjört og þann skjöld er hann veitir þeim sem takast daglega á við mátt hafsins. Samtök sjómanna hafa alla tíð staðið framarlega í baráttunni fyrir bættu öryggi á sjó. Þar eins og annars staðar eru stöð- ugar breytingar og að sjálf- sögðu er að því stefnt, að unnt sé að nýta hinn besta búnað til að veita sjómönnum okkar sem mesta vemd. Eins og full- kominn skipastóll okkar, búinn góðum tækjum og í mörgu til- liti brautryðjandi á heimsmæli- kvarða, ber með sér, er ekkert til sparað til að nýta hátækni til að ná í afla eða auðvelda sjómönnum starfíð. Sami metnaður og jafnvel meiri hlýt- ur að ráða ferð, þegar hugað er að öryggismálum sjómanna. fslenskur sjávarútvegur stendur á tímamótum um þess- ar mundir. Nýlega var ákveðið að reyna nýjar leiðir við að selja afla innanlands; verð- ákvarðanir eru ekki lengur alfarið í höndum opinberra eða hálfopinberra nefnda heldur á að láta markaðinn taka við af þeim. Það er í samræmi við áhættusamt starf sjómannsins að sætta sig treglega við opin- ber boð og bönn. Með kvóta- kerfínu hafa þau þó verið inn- leidd á fiskimiðin, en nú er sem sé ætlunin að létta þeim af á hinum endanum, ef svo má að orði komast, það er þegar afl- inn er seldur. Of snemmt er að segja um það á þessu stigi, hvemig til tekst. Víst er að sjómenn munu láta til sín heyra, ef þeir telja sig hlunn- fama með hinni nýju skipan. Er mikilvægt að á meðan fyrstu skrefín em stigin sýni allir, er hlut eiga að máli, umburðarlyndi. Óllum er fyrir bestu að tilraunin heppnist. Opinber stjóm skilar ekki hag- kvæmustu niðurstöðu á þessum vettvangi frekar en annars staðar í viðskiptalífínu. Þótt efnaleg afkoma komi að sjálfsögðu til álita hjá sjó- mönnum á hátíðisdegi þeirra em það þó fyrst og síðast ör- yggismálin, sem þeim em ofarlega í huga. í viðtali rit- stjóra Sjómannadagsblaðsins, Jakobs F. Ásgeirssonar, við Pétur Sigurðsson, formann Sjómannadagsráðs, riíjar Pét- ur upp mál, sem honum em hugleikin eftir setu hans á Alþingi. Nefnir hann þar sér- staklega það, sem gerst hefur nú síðustu árin eftir að Matt- hías Bjamason samgönguráð- herra skipaði öryggismála- nefnd sjómanna í vetrarlok 1984. Telur Pétur Sigurðsson að mikið og gott starf hafí verið unnið á vegum þessarar nefndar, sem sameinaði á ein- um stað fulltrúa ólíkra sjónar- miða og hagsmuna. Var Pétur formaður nefndarinnar, sem skilaði lokatillögum til ráð- herra í október 1986. Hefur verið unnið að því að fram- kvæma tillögur hennar. Þá hafa stjómvöld nú á síðustu mánuðum unnið að því að sam- ræma yfírstjóm björgunar- mála og skýra til að mynda verkaskiptingu milli Landhelg- isgæslu og Slysavamafélags íslands. Allt er þetta til marks um sífellda viðleitni til að auka öryggi sjómanna; á þeim vett- vangi má merkið aldrei falla. íslenska þjóðin er stolt af sjómönnum sínum. í Morgun- blaðinu í dag gefst lesendum tækifæri til að kynnast ýmsu úr lífí þeirra og starfí. Á sjó- mannadegi vill Morgunblaðið flytja sjómönnum þakkir og áma þeim heilla og biðja þeim blessunar Guðs í erfíðum og mikilvægum störfum þeirra. Sögulegum fundi utanríkis- ráðherra Atlantshafs- bandalagslandanna hér í Reykjavík er lokið. Fyrir 19 árum sendu utanríkisráð- herrar bandalagsíkjanna frá sér „merki frá Reykjavík", sem varð upp- haf viðræðna milli austurs og vesturs um takmörkun á hefðbundnum vígbúnaði. Nú senda þeir frá sér skilaboð til Ronalds Reagan, Bandaríkjaforseta, um að hann hafi umboð aðildarþjóðanna til að semja við Sovétmenn um útrýmingu meðal- drægra og skammdrægra kjamorkueld- flauga í Evrópu og helst heiminum öllum. Nafn Reykjavíkur tengist fækkun þessara eldflauga með enn sögulegri hætti. Það var hér, sem þeir Reagan og Gorbachev lögðu meginlínur samkomulagsins um eld- flaugamar. Takist að gera þennan samning, yrði í fyrsta sinn samið um fækk- un kjamorkuvopna. Hingað til hafa risa- veldin látið sér nægja að semja um takmörkun á þeim vígbúnaði, sem þau hafa í huga að taka í notkun. Reykjavíkur- samkomulagið um fækkun Evrópueld- flauganna er aðeins fyrsta skrefið á þeirri leið, sem var mörkuð í Höfða á liðnu hausti til alhliða fækkunar á kjamorku- vopnum. Á fundi sínum núna lögðu ráðherramir sig einnig fram um að komast að sam- komulagi um nýjar aðferðir til að knýja fram fækkun hefðbundins herafla. Hans- Dietrich Genscher, utanríkisráðherra Vestur-Þýskalands, vék að þessu máli í grein sem hann ritaði í blað Morgunblaðs- ins helgað ráðherrafundinum og sagði meðal annars eftir að hafa minnst á „merk- ið frá Reykjavík", sem gefið var 1968: „Viðræður þessar [um fækkun hefðbund- ins herafla í Mið-Evrópu] hófust árið 1973. Atlantshafsbandalagið lagði fram mikil- væga tillögu þann 5. desember 1985 í þeirri von að hún mætti skila árangri. Til- lögu þessari hafa austantjaldsríkin enn ekki svarað. Mikilvægar ákvarðanir vom einnig teknar á ráðherrafundum Atlants- hafsbandalagsins í Halifax og Briissel á síðasta ári. Þar var ákveðið að bandalagið ætti frumkvæði að samningaviðræðum um jafnvægi á sviði hefðbundins herafla í gervallri Evrópu allt frá Atlantshafi til Uralfjalla.“ í upphafi þessa árs hófust við- ræður í Vínarborg milli þeirra 23ja ríkja Atlantshafsbandalagsins og Varsjár- bandalagsins, sem taka þátt í ráðstefnunni um öryggi og samvinnu í Evrópu, um það, hvort þau gætu fundið ný ráð til að glíma við hefðbundna heraflann. Innan Atlantshafsbandalagsins em Frakkar tregir til að taka af skarið í þessu efni. Setti sú afstaða svip sinn á fundinn hér og í ályktun hans er ekki kveðið fast að orði um þetta efni. Er greinilega nauðsynlegt fyrir bandalagsríkin að komast út úr frum- skógi formsatriða og deilna um umræðu- vettvang til að unnt sé að taka á efni málsins. „Leyniskýrslurnar“ Á árinu 1976 urðu töluverðar umræður hér í tilefni af því, að Bandaríkjastjóm gaf út skýrslur um samskipti sín við önn- ur ríki á ámnum, þegar samið var um að stofna Atlantshafsbandalagið, það er 1948 og 1949. Birtust ítarlegar frásagnir af þessum skýrslum og stórir hlutar þeirra í heild hér í Morgunblaðinu. Þegar banda- ríska hiiðin hafði verið dregin rækilega fram, ákvað utanríkisráðuneytið að gefa út skýrslur um sama efni, sem ritaðar vom af íslensku þátttakendunum í viðræð- unum. Vora þær einnig birtar í heild hér í Morgunblaðinu. Umræðumar hjöðnuðu fljótt eftir það, enda kom í ljós, þegar stað- reyndimar lágu á borðinu, að tal andstæð- inga aðildar Islands að Atlantshafsbanda- laginu um svik og undirferli, landsölu og landráð áttu alls ekki við rök að styðjast. Bandaríkjamenn hafa nú Ieyst skýrslur frá ámnum 1950 til 1951 undan skjala- leynd. Á liðnum vetri birtist útdráttur úr þeim í Heigarpóstinum. Var þannig um málið skrifað, að greinilega var ætlunin að gera afstöðu íslendinga í málinu sem tortryggilegasta eins og er vani þeirra, sem em andvígir aðild íslands að NATO og vilja að Bandaríkjamenn hverfí héðan með varnarliðið. í tilefni af ráðherrafundi Atl- antshafsbandalagsins fetaði Þjóðviljinn í fótspor Helgarpóstsins nú í vikunni. Viðleitni Þjóðviljans til að „upplýsa" málið er öll af vanefnum gerð. I hefð- bundnum stíl herstöðvaandstæðinga er lögð áhersla á hálfkveðnar vísur og reynt að rökstyðja þá gömlu kenningu Þjóðvilj- ans, að Bjami Benediktsson, þáverandi utanríkisráðherra, hafí verið of hallur und- ir sjónarmið Bandaríiq'amanna, í raun hafí hér ekki verið um íslenska hagsmuni að ræða og íslensk stjómvöld hafi leitast við að halda málinu leyndu fyrir íslendingum. Þá er Þjóðviljinn jafn upptekinn af því og áður, að raunvemlega hafí það eitt vakað fyrir þeim, sem sömdu um aðild að Atlants- hafsbandalaginu að stemma stigu við starfsemi kommúnista á íslandi; þeir hafí verið að leita aðstoðar útlendinga til að glíma við innlendan andstæðing. Ranghugmyndir Þegar skrif Þjóðviljans um þessi mál em lesin nú á tímum, vekur mesta furðu, hve ranghugmyndir höfundanna em langlífar og hve lengi vinstrisinnar eða kommúnistar ætla að halda því til streitu, að ranglega hafí verið staðið að málum á þessum örlagaríku ámm. Þeir sætta sig ekki enn við þá staðreynd, að þeir urðu undir í þessum átökum, stefna þeirra, sem vildu taka mið af hagsmunum heims- kommúnismans við mikilvægustu ákvarð- anir, sem teknar hafa verið um íslensk öryggismál náði ekki fram að ganga. Þeg- ar ljóst var, að meirihluti þingmanna hafnaði sjónarmiðum kommúnista, gerðu þeir sér lítið fyrir og réðust á Alþingis- húsið í því skyni að trufla störf Alþingis. Þá reyndi á það, sem íslendingar sögðust alltaf vera færir um í viðræðunum um aðild að Atlantshafsbandaiaginu, að hafa sjálfír hemil á þeim öflum, sem vildu snið- ganga lýðræðislega stjómarhætti. Eftir að kommúnistar gerðu innrás í Suður-Kóreu sumarið 1950 var aðildar- þjóðum Atlantshafsbandalagsins ljóst, að bandalag þeirra veitti ekki nægilega vöm nema þannig yrði staðið að skipan mála, að yfírstjóm heraflans yrði samræmd. Var þá ráðist í það að koma á fót sameiginleg- um herstjómum bandalagsins. Þar em gerðar vamaráætlanir, sem þátttakendur í samstarfínu eiga að vinna eftir á hættu- tímum. í sama mund eða um haustið 1950 var því hreyft við íslendinga af svonefndri „Standing Group" í NATO, þar sem sátu fulltrúar Bandaríkjamanna, Breta og Frakka, að matið frá 1949 um að unnt væri að tryggja öryggi Islands án þess að hafa vamarlið í landinu sjálfu ætti ekki lengur við rök að styðjast. Þar með brast meginforsendan fyrir yfírlýsingu Islend- inga frá 1949 um að þeir gætu verið í Atlantshafsbandalaginu án þess að hafa her í landinu, hvort heldur erlendan eða innlendan. í september 1950 hitti Bjami Benediktsson, utanríkisráðherra, fulltrú- ana í „Standing Group" og gerðu þeir ráðherranum og íslenskum embættis- mönnum grein fyrir þeim hættum, sem beindust að íslandi frá Sovétríkjunum. Sannfærðust íslenskir ráðamenn um nauð- syn þess, að gerðar yrðu ráðstafanir til vamar landinu í því sjálfu og miðað við allar aðstæður á þessum ámm kom ekki til álita að semja við aðra en Bandaríkja- menn um það, enda sóttust Evrópuþjóðir eftir slíkum samningum á þeim áram og enn er það gmndvallarþáttur vamarstefnu Atiantshafsbandalagsins, að Bandaríkja- menn ábyrgist öryggi Evrópu eins og glögglega má sjá af lestri þess blaðs, sem Morgunblaðið gaf út í tilefni af ráðherra- fundi NATO. Atlantshafsbandalagið gefur ekki út skýrsiur um það, sem rætt er á hinum sameiginlega vettvangi þess í annarri mynd en fréttatilkynningum eða með svip- uðum formlegum hætti og með samþykki allra, er hlut eiga að máli. Bandaríkjamenn taka ekki mið af því, sem viðmælendur MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1987 33 REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 13. júní þeirra kunna að vilja heldur birta opin- berlega frásagnir embættismanna sinna, skýrslur og skeyti. Áður hefur ítarlega verið um það rætt, hvort ástæða sé til að taka allt það, sem þar stendur bókstaflega og sem heilagan sannleika. Er auðvelt að benda á mörg tilvik, þar sem tilefni er til að efast um sannleiksgildi hinna banda- rísku skjala. Dæmin era fjölmörg úr okkar samtíma um að Bandaríkjamenn eins og aðrir útlendingar eigi erfítt með að skilja íslenskar aðstæður og meta þær rétt. Sú árátta alþýðubandalagsmanna og Þjóðvilj- ans að trúa öllu því, sem í þessum skjölum stendur eins og nýju neti og túlka það alltaf í óhag hinum íslensku viðmælendum Bandaríkjamanna, lýsir ekki mikilli við- leitni til að hafa það, sem sannara reynist. Yfírheyrslur bandarískra þingmanna yfír embættismönnum, sem sitja undir gmn um að hafa farið út fyrir valdsvið sitt með einum eða öðmm hætti eða tengj- ast slíkum málum, sýna betur en flest annað, að þar í landi láta menn sér ekki nægja að byggja á skjalföstum heimildum einum sér. Og er þá yfírleitt um þau mál að ræða, er snerta beinlínis bandaríska hagsmuni og gerast í Bandaríkjunum eða innan stjómkerfís þeirra. Fyrirvaramir vegna mats á atburðum og hræringum í öðmm löndum hljóta að vera miklir hjá þeim, sem vilja hafa það, sem sannara reynist. En í þessu máli eins og mörgum öðmm gerir Þjóðviljinn lítið með boðorð Ara fróða. Um leyndina Rauði þráðurinn í málflutningi Þjóðvilj- ans er sá, að þjóðin hafí verið blekkt, þegar vamarsamningurinn var gerður og gjöm- ingurinn hafí verið sveipaður óeðlilegri lejmd. Dr. Gylfí Þ. Gíslason var í hópi þeirra þingmanna Alþýðuflokksins, sem greiddu atkvæði gegn aðild íslands að Atlantshafs- bandalaginu 1949. í samtali við Morgun- blaðið, sem birtist 4. apríl 1979, á 30 ára afmæli bandalagsins, sagði Gylfí, að hann hefði ekki fengið nægilega vitneskju um alla þætti aðildarinnar að bandalaginu til að samþykkja hana. Annað hefði hins veg- ar orðið upp á teningnum, þegar kom að því að semja við Bandaríkjamenn um vam- ir landsins. Um það segir Gylfí meðal annars: „Það er alkunna, að eftir að Kóreustríð- ið braust út . . . taldi Atlantshafsbanda- lagið sér nauðsyn á stórkostlega auknum vígbúnaði og þar á meðal nokkurri aðstöðu á Islandi. Hans G. Andersen var þá sér- fræðingur í utanríkisráðuneytinu. Við vomm skólabræður og góðir vinir. Hann kom til mín og sagðist hafa um það fyrir- mæli frá Bjama Benediktssyni að láta mig og Hannibal [Valdimarsson] og þá aðra í Alþýðuflokknum, sem við teldum hafa sér- stakan áhuga á utanríkismálum og treysta mætti til fyllsta trúnaðar, fylgjast ná- kvæmlega með þeim viðræðum, sem vom að hefjast við Bandaríkin og Atlantshafs- bandaiagið um hugsanlegan hervemdar- samning við ísland. Með okkur Hermanni Jónassyni [formanni Framsóknarflokks- ins] var á þessum ámm mjög náið samband og vissi ég, að hann fylgdist náið með öllum málavöxtum. Niðurstaðan varð sú, að við, sem verið höfðum uggandi í sam- bandi við aðildina að Atlantshafsbandalag- inu sannfærðumst allir um nauðsyn þess að gera hervemdarsamninginn 1951. Hann var því samþykktur á Alþingi með öllum atkvæðum þingmanna Sjálfstæðis- flokks, Framsóknarflokks og Alþýðu- flokks. Þingmenn Sósíalistaflokksins vom einir á rnóti." Við þessi orð dr. Gylfa Þ. Gíslasonar er ekki öðra að bæta en að þau sýna bet- ur en flest annað, að allt tal kommúnista, félaga í Sósíalistaflokknum eða alþýðu- bandalagsmanna um laumuspil gagnvart þeim, er tóku ákvörðun um vamarsamn- inginn átti ekki og á ekki enn við rök að styðjast. Hitt er ljóst, að þeir, sem af hug- myndafræðilegum ástæðum mátu hags- muni Sovétríkja Stalíns meira en íslenska hagsmuni vom ekki hafðir með í ráðum. Morgunblaðið/Einar Falur „Fjölskyldumyndin“ undirbúin á tröppum hins heimsfræga Höfða. Carrington lávarður bendir George Shultz hvert hann eigi að fara til að finna sinn stað við hlið Giulio Andreotti — nöfn aðUdarlanda bandalagsins voru rituð á miða, sem höfðu verið límdir á tröppumar og stéttina. Að hafa rangt fyrir sér Reynslan sýnir, að þeir, sem gengið hafa erinda Sovétríkjanna og hugmynda- fræði heimskommúnismans í lýðræðisþjóð- félögunum, virðast hafa sérhæft sig í að hafa rangt fyrir sér. Miklu fróðlegra er að rýna í hrakspár, hótanir og rógburð Þjóðviljans á þeim tíma, þegar samið var um aðild að Atlantshafsbandalaginu eða vamir við Bandaríkjamenn, en bandarísku skjölin, sem blaðinu em svo kær, til að kynnast því, hveijir vildu bregðast íslensk- um hagsmunum á þeim tíma. Blind trú Þjóðviljamanna á ágæti Stalíns stjómaði penna þeirra á þessum ámm, þeir and- mæltu öllu, sem Stalín var á móti skapi. í Þjóðviljanum á föstudag sást dæmi um hina brengluðu söguskoðun blaðsins, þegar öryggismál og vamarsamstarf vest- rænna þjóða ber á góma. Foiystugrein blaðsins hefst á þessum orðum: „Aðildin að hemaðarbandalaginu Nató hefur aldrei fært íslendingum neitt gott.“ Síðan er spunnið í kringum þá röngu fullyrðingu, að „harla lítið gagn“ hafí verið að Atlants- hafsbandalaginu í landhelgismálinu og sýnist blaðið einkum taka mið af síðustu deilunni um útfærsluna í 200 sjómflur. Um hlut Atlantshafsbandalagsins í land- helgisdeilunum mætti rita langt mál. I fyrrgreindu Morgunblaði frá 4. apríl 1979 birtist erindi, sem Tómas Á. Tómas- son, sendiherra, flutti á ráðstefnu Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs í tilefni af 40 ára afmæli Atlantshafsbanda- lagsins. Tómas var fastafulltrúi íslands hjá bandalaginu, þegar lögsagan var færð í 200 sjómílur. Hann sagði í erindi sínu, að í öllum landhelgisdeilunum allt frá því fyr- ir útfærsluna í 12 sjómílur árið 1958 hefði Atlantshafsbandalagið komið mikið við sögu og aðild íslands að því skipt megin- máli, baeði hvað form snertir og efnisatriði. Tómas Á. Tómasson sagði: „Vilji menn á annað borð forðast milliríkjadeilur og jafna þær, ef upp rísa, þá em möguleikamir mestir til, að það megi verða í Atlantshafs- bandalaginu. Þar er ætlunin að starfa saman og koma sér saman, þegar mikið liggur við, enda þótt deildar meiningar séu oft með aðildarríkjunum og mismunandi skoðanir iðulega settar fram.“ Um hlut- verk bandalagsins sagði hann meðal annars: „Raunar var Atlantshafsbandalag- ið alls ekki stofnað til þess að leysa innbyrðis deilur aðildarríkjanna. Það var stofnað í vamarskyni vegna utanaðkom- andi hættu, og þess vegna er um samtök samheija að ræða.“ Sendiherrann minnti á, að vegna aðildar okkar að Atlantshafsbandalaginu hefðu stjómvöld þátttökuríkja haft skilning á sérstökum vanda okkar, þar sem allt efna- hagslíf okkar hefur löngum verið háð fískveiðum og byggir miklu mest á þeim. „Með öðmm orðum,“ sagði Tómas, „vegna þess að bandalagsþjóðunum er kappsmál að hafa allar 15 saman [þjóðimar em nú orðnar 16 með aðild Spánar], þar með- taldir íslendingar sem sitja í landfræðilegri miðju bandalagssvæðisins, til að skipu- leggja vamir og öryggi Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku, þá vom þær í ríkara mæli reiðubúnar að ganga til móts við Islendinga í fískveiðilögsögumálum og þar með leggja harðar að Bretum að gefa eft- ir á þessu sviði og ganga til samkomulags.“ Þegar ríkisstjóm Vestur-Þýskalands samdi við okkur um 200 mílumar sögðust Vest- ur-Þjóðveijar „hafa slegið af kröfum sínum og gert samkomulagið, af því að íslending- ar væm mikilvægur samheiji í Atlants- hafsbandalaginu". Þurfum við frekari vitna við til að kynn- ast því, hvaða gildi aðildin að Atlantshafs- bandalaginu hafði fyrir okkur í landhelgis- málinu? í tengslum við ráðherrafundinn nú ræddu íslenskir ráðherrar við samheija um hvalamál og hvalveiðar. Af því sést, að aldrei er neitt tækifæri látið ónotað til að hreyfa þeim málum, sem stjómvöld telja sig þurfa að sinna hveiju sinni. Innan vébanda Atlantshafsbandalagsins gefst okkur betra tækifæri en annars staðar til að láta að okkur kveða. Það er fráleitt fyrir smáríki úr alfaraleið að velta því fyr- ir sér að yfírgefa slíkan vettvang. Eins og málum er nú komið í samskiptum þjóða og með hliðsjón af þróun alþjóðaviðskipta og efnahagstengsla ættum við fremur að huga að meiri alþjóðlegri samvinnu en minni við okkar næstu nágranna og bestu viðskiptaþjóðir. Fundur utanríkis- ráðherra Atlants- hafsbandalagsins hér í Reykjavík hefur enn fest þá ímynd höfuðborg- ar Islands í sessi, að hér séu teknar hinar mikilvæg- ustu ákvarðanir um atriði er snerta stríð og frið í heiminum. í Reykjavíkurbréfi í dag er drepið á helstu niðurstöð- ur fundarins en síðan vikið að málf lutningi og rangfærslum Þjóðviljans um sögu stefnu okkar í utanríkismálum, varnarsamning- inn og landhelgis- málið og NATO. Er fyrir löngu orðið tímabært að umræður okkar sjálfra um þessi mál hverfi af þessu Þjóðvilja- plani og taki að snúast um höfuð- atriði fortíðar, samtíðar og framtíðar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.