Morgunblaðið - 14.06.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1987
35
Starfsfólk Hrafnistu setur upp sýninguna.
Hrafnista í Reykjavík 30 ára.
Handavinnusýning
á sjómannadaginn
Ef þú getur skrifað
snjallan auglýsingatexta
þá höfum við spennandi
starf við þitt hæfi.
Innan skamms þurfum við hjá Góðufól^i
að ráða í stöðu textahöfundar.
Þess vegna leitum við nú að snjöllum
textasmiði, sem hefur áhuga á vinnu við
auglýsingagerð.
Jafnframt textagerð er starfið fólgið í
undirbúningi verkefna og umsjón með
verkefnum.
Ef þú hefur áhuga á spennandi og vel
launuðu starfi með fjallhressu
samstarfsfólki, þá hafðu samband__við_
framkvæmdastjóra Góðs fólks,
Kristján Jónsson, í sima39600.
í TILEFNI af 30 ára afmæli
Hrafnistu í Reykjavík verður
sala og sýning á handavinnu vist-
fólksins á sjómannadaginn kl.
13.00-17.00.
Einnig verður kaffísala kl.
14.00-17.00 og rennur ágóðinn til
velferðarmála vistfólksins.
Hrafnista í Hafnarfírði á einnig
afmæli um þessar mundir, er 10
ára. Þar verður sýning á sama tíma
og í Hrafnistu í Reykjavík.
Kristján Kristjánsson við eitt verka sinna.
Sýnir 19 myndir í Ásmundarsal
KRISTJÁN Kristjánsson hefur
opnað sýningu á í Ásmundar-
sal. Á sýningunni eru málverk
og graf-klipp-myndir (collac-
hrome), alls 19 verk. Þau eru
unnin á tímabilinu 1981 - 1987.
Sýningin hófst laugardaginn í
gær 13. júní og lýkur sunnudag-
inn 28. júní næstkomandi.
Kristján Kristjánsson er 37 ára
gamall og fæddur á Patreksfirði.
Hann stundaði nám við Myndlista-
og handíða-skóla íslands á árun-
um 1969 - 1973 og við Listahá-
skólann í Stokkhólmi 1977 - 1981.
Þetta er fímmta einkasýning
Kristjáns. Hann hefur áður haldið
þijár í Reykjavík og eina á Nes-
kaupsstað. Málverkin á sýning-
unni eru aðallega unnin með
acryl-litum. Kristján var spurður
að því hvers vegna hann tæki þá
fram yfir olíuliti.
“Það er svo vond lykt af olíulit-
um en þar fyrir utan fellur mér
vel að vinna með acryl-liti. Ég er
alls ekki sammála þeim sem segja
acryl-liti dauða. Þeir geta verið
mjög lifandi þó að þeir glansi
ekki“, sagði Kristján.
Orðið collachrome er sett sam-
an úr orðunum collage (klippi-
mynd) og chipachrome sem er
sérstök ljósmyndatækni. Klippi-
myndimar líta því út eins og
ljósmyndir. “Þannig er hægt að
búa til ólíka heima og umbreyta
raunveraleikanum. Efni flestra
myndanna er sótt í drauma mína
og undirmeðvitund eða eins og
skáldið komst að orði: “Hér er
horft úr bakspeglinum til fortíðar
og framtíðar þar sem sjónglerin
sameinast í hvolfspegli nútíðar".
Sýningin í Ásmundarsal er opin
virka daga frá 14 - 18 og helgi-
daga frá 14 - 22.
NÚ FER AD
HITNA I KOLUNUM
Það er tilhlökkunarefni að byrja
grillveislurnar aftur. Góður matur, fjör
og útivera. Þig vantar kannski hitt og þetta
í grillið: kol, vökva, áhöld, bakka eða jafnvel
sjálft grillið. Leitaðu ekki langt yfir skammt.
Á næstu Essostöð finnur þú allt sem
þarf . . . nema grillmatinn! .
Grillkol 2,3 kg
Grillkol 4,5 kg
Grillvökvi 0,51
Grillvökvi 1,01
Grill
225 kr.
434 kr.
75 kr.
120 kr.
frá 2076 kr.
Grilláhöld og grillbakkar
i úrvali.
Olíufélagiðhf
SKOLAVELTA
LEON
AÐ
FARSTELLI
• m m
5
Þeir sem eru í námi þekkja fjárskort býsna
vel,- sumartekjurnar hrökkva skammt og biðin
eftir námslánum getur orðið löng.
Með Skólaveltu er Samvinnubankinn fyrstur
banka með ágæta lausn á þessum vanda.
Þú þarft einfaldlega að gera við okkur samn-
ing um reglulegan sparnað á Skólabók í tiltek-
inn tíma, þannig ávinnur þú þér lánsréttindi
eftir ákveðnum reglum.
Lánstíminn er mjög sveigjanlegur og þú átt
lánsréttindin í allt að níu mánuði frá lokun
sparnaðar, þótt þú hafir tekið út innstæðuna.
Þér er einnig heimilt að safna saman láns-
réttindunum í allt að þrjú sparnaðartímabil og
ávinna þér þannig aukin réttindi.
Það borgar sig að vera forsjáll, ávaxta sumar-
launin og tryggja afkomuna næsta vetur.
Hringdu eða líttu inn til okkar og kynntu
þér kosti Skólaveltunnar nánar.
Mólabók
styrkir þig í námi
Áskriftarsíminn er 83033
i
85.40