Morgunblaðið - 14.06.1987, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.06.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1987 35 Starfsfólk Hrafnistu setur upp sýninguna. Hrafnista í Reykjavík 30 ára. Handavinnusýning á sjómannadaginn Ef þú getur skrifað snjallan auglýsingatexta þá höfum við spennandi starf við þitt hæfi. Innan skamms þurfum við hjá Góðufól^i að ráða í stöðu textahöfundar. Þess vegna leitum við nú að snjöllum textasmiði, sem hefur áhuga á vinnu við auglýsingagerð. Jafnframt textagerð er starfið fólgið í undirbúningi verkefna og umsjón með verkefnum. Ef þú hefur áhuga á spennandi og vel launuðu starfi með fjallhressu samstarfsfólki, þá hafðu samband__við_ framkvæmdastjóra Góðs fólks, Kristján Jónsson, í sima39600. í TILEFNI af 30 ára afmæli Hrafnistu í Reykjavík verður sala og sýning á handavinnu vist- fólksins á sjómannadaginn kl. 13.00-17.00. Einnig verður kaffísala kl. 14.00-17.00 og rennur ágóðinn til velferðarmála vistfólksins. Hrafnista í Hafnarfírði á einnig afmæli um þessar mundir, er 10 ára. Þar verður sýning á sama tíma og í Hrafnistu í Reykjavík. Kristján Kristjánsson við eitt verka sinna. Sýnir 19 myndir í Ásmundarsal KRISTJÁN Kristjánsson hefur opnað sýningu á í Ásmundar- sal. Á sýningunni eru málverk og graf-klipp-myndir (collac- hrome), alls 19 verk. Þau eru unnin á tímabilinu 1981 - 1987. Sýningin hófst laugardaginn í gær 13. júní og lýkur sunnudag- inn 28. júní næstkomandi. Kristján Kristjánsson er 37 ára gamall og fæddur á Patreksfirði. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíða-skóla íslands á árun- um 1969 - 1973 og við Listahá- skólann í Stokkhólmi 1977 - 1981. Þetta er fímmta einkasýning Kristjáns. Hann hefur áður haldið þijár í Reykjavík og eina á Nes- kaupsstað. Málverkin á sýning- unni eru aðallega unnin með acryl-litum. Kristján var spurður að því hvers vegna hann tæki þá fram yfir olíuliti. “Það er svo vond lykt af olíulit- um en þar fyrir utan fellur mér vel að vinna með acryl-liti. Ég er alls ekki sammála þeim sem segja acryl-liti dauða. Þeir geta verið mjög lifandi þó að þeir glansi ekki“, sagði Kristján. Orðið collachrome er sett sam- an úr orðunum collage (klippi- mynd) og chipachrome sem er sérstök ljósmyndatækni. Klippi- myndimar líta því út eins og ljósmyndir. “Þannig er hægt að búa til ólíka heima og umbreyta raunveraleikanum. Efni flestra myndanna er sótt í drauma mína og undirmeðvitund eða eins og skáldið komst að orði: “Hér er horft úr bakspeglinum til fortíðar og framtíðar þar sem sjónglerin sameinast í hvolfspegli nútíðar". Sýningin í Ásmundarsal er opin virka daga frá 14 - 18 og helgi- daga frá 14 - 22. NÚ FER AD HITNA I KOLUNUM Það er tilhlökkunarefni að byrja grillveislurnar aftur. Góður matur, fjör og útivera. Þig vantar kannski hitt og þetta í grillið: kol, vökva, áhöld, bakka eða jafnvel sjálft grillið. Leitaðu ekki langt yfir skammt. Á næstu Essostöð finnur þú allt sem þarf . . . nema grillmatinn! . Grillkol 2,3 kg Grillkol 4,5 kg Grillvökvi 0,51 Grillvökvi 1,01 Grill 225 kr. 434 kr. 75 kr. 120 kr. frá 2076 kr. Grilláhöld og grillbakkar i úrvali. Olíufélagiðhf SKOLAVELTA LEON AÐ FARSTELLI • m m 5 Þeir sem eru í námi þekkja fjárskort býsna vel,- sumartekjurnar hrökkva skammt og biðin eftir námslánum getur orðið löng. Með Skólaveltu er Samvinnubankinn fyrstur banka með ágæta lausn á þessum vanda. Þú þarft einfaldlega að gera við okkur samn- ing um reglulegan sparnað á Skólabók í tiltek- inn tíma, þannig ávinnur þú þér lánsréttindi eftir ákveðnum reglum. Lánstíminn er mjög sveigjanlegur og þú átt lánsréttindin í allt að níu mánuði frá lokun sparnaðar, þótt þú hafir tekið út innstæðuna. Þér er einnig heimilt að safna saman láns- réttindunum í allt að þrjú sparnaðartímabil og ávinna þér þannig aukin réttindi. Það borgar sig að vera forsjáll, ávaxta sumar- launin og tryggja afkomuna næsta vetur. Hringdu eða líttu inn til okkar og kynntu þér kosti Skólaveltunnar nánar. Mólabók styrkir þig í námi Áskriftarsíminn er 83033 i 85.40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.