Morgunblaðið - 14.06.1987, Page 49

Morgunblaðið - 14.06.1987, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1987 49 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Norðurlandaráð auglýsir eftir ritara fjárlaga- og eftirlitsnefndar Forsætisnefnd Norðurlandaráðs auglýsir lausa til umsóknar stöðu ritara fjárlaga- og eftirlitsnefndar Norðurlandaráðs. Norðurlandaráð er samstarfsvettvangur þjóðþinga og ríkisstjórna á Norðurlöndum. Á vegum Norðurlandaráðs starfa sex fasta- nefndir, sem í eiga sæti norrænir þingmenn. í fjárlaga- og eftirlitsnefnd fer fram þingleg umfjöllun um fjárlagatillögur og fjárlög Nor- rænu ráðherranefndarinnar og norrænna stofnana. Nefndin hefur og með höndum eftirlit með þeirri starfsemi, sem fer fram á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar. Umsækjendur skulu hafa hagfræði- eða við- skiptafræðimenntun ellegar aðra samsvar- andi menntun. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af endurskoðunar- og stjórnun- arstörfum og norrænu samstarfi. í upphafi ráðningartímans mun annar tveggja aðstoð- arframkvæmdastjóra skrifstofu forsætis- nefndar Norðurlandaráðs vera aðalritari nefndarinnar, en hinn nýráðni ritari taka við starfinu að fullu að nokkrum mánuðum liðnum. Forsætisnefnd leitast við að fá konur jafnt sem karla til ábyrgðarstarfa á skrifstofu Norðurlandaráðs. Ritari nefndarinnar mun starfa á skrifstofu forsætisnefndar Norðurlandaráðs í Stokk- hólmi. Ráðningartíminn er fjögur ár og hefst 1. nóvember 1987. Ríkisstarfsmenn eiga rétt á leyfi frá störfum vegna starfa hjá Norðurlandaráði. Skrifstofa forsætisnefndar Norðurlandaráðs hefur stöðu alþjóðlegrar stofnunar. Eftirtaldir aðilar veita nánari upplýsingar um laun, kjör og annað varðandi starfið: Gerhard af Schultén, framkvæmarstjóri skrif- stofu forsætisnefndar Norðurlandaráðs, í síma 9046-8-143420. Kjell Myhre-Jensen, aðstoðarframkvæmda- stjóri skrifstofunnar, einnig í síma 9046-8- 143420. Snjólaug Ólafsdóttir, skrifstofustjóri íslands- deildar Norðurlandaráðs, í síma 11560. Umsóknum skal beina til forsætisnefndar Norðurlandaráðs (Nordiska rádets presid- ium) og skulu þær hafa borist til skrifstofu forsætisnefndar (Nordiska rádets presidie- sekretariat, Box 19506, S-10432 Stockholm) eigi síðar en 10. júlí nk. Viðskiptafræðingur óskar eftir vinnu. Vinna úti á landi kemur líka til greina. Vanur tölvum og innflutningi. Svör leggist inn á auglýsingadeild Mbl. merkt: „Atvinna — 6406“ fyrir 19/6. Ifjórðungssjúkrahúsið á akureyri Matartæknir óskast til starfa strax eða eftir samkomulagi. Upplýsingar veitir Valdemar í síma 96-22100. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Sölumaður Heildverslun óskar eftir að ráða sölumann til starfa hið fyrsta. Viðkomandi þarf að hafa góða reynslu í sölustörfum, geta starfað sjálfstætt og stýrt störfum annarra sölu- manna. í boði eru góð laun fyrir réttan starfsmann. Umsóknir sem greini aldur, menntun og fyrri störf leggist inn á auglýsingadeild Mbl. fyrir 20. júní nk. merktar: „Sölumaður — 4020“. Atvinna erlendis Norskan byggingameistara í Bergen bráð- vantar smiði. Mikil og örugg vinna. Aðstoð veitt með húsnæði. Allar nánari upplýsingar veittar hjá Guð- mundi í síma 9047-5-19276 frá kl. 6-9 að ísl. tíma eða að skrifa til: Guðmundur Gunnarsson, Barkaleiti29, 5095 Ulset, Bergen, NOREGUR. rnf LAUSAR S7ÖÐUR HJÁ Vj REYKJAVÍKURBORG Stöður yf irfóstra á leikskólann Brákarborg v/Brákarsund og á dagheimilið Laufásborg, Laufásvegi 53-55. Upplýsingar veita umsjónarfóstrur á skrif- stofu dagvistar barna í síma 27277. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Ritari Þekkt fjármálafyrirtæki á besta stað vill ráða ritara til starfa fljótlega. Starfssvið: Vélritun — ritvinnsla — skjala- varsla — skýrslugerð. Stúdent eða verslunar- skólapróf skilyrði ásamt enskukunnáttu og einhverri starfsreynslu. Gott starf — góð laun. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf, sendist skrifstofu okkar fyrir 20. júní nk. Guðnt Tónsson KÁÐCJÖF & RÁÐNl NGARþJQN USTA TÚNGÖTU 5, 101 REYKJAVÍK - PÓSTHÓLF 693 SÍMl 621322 Kennarar Að grunnskóla Patreksfjarðar vantar kenn- ara. Kennsla: Enska, almenn barnaskóla- kennsla, handavinnukennsla, íþróttakennsla og fleira. Góðar stöður, gott húsnæði. At- hugið launin og fleira. Hikið ekki, hafið samband við skólastjóra í síma 94-7605 eða formann skólanefndar í símum 94-1122 eða 1222. Skólanefndin. LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVIKURBORG Staða forstöðumanns við leikskólann Ár- borg, Hlaðbæ 17. Fóstrumenntun áskilin. Upplýsingar veita framkvæmdastjóri og um- sjónarfóstrur á skrifstofu dagvistar barna í síma 27277. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Tölvuvinnsla Óskum eftir að ráða starfsmann til að hafa umsjón með tölvuvinnslu. Leitað er að starfs- manni sem getur unnið sjálfstætt á þessu sviði. Upplýsingar um menntun og fyrri störf sendist kaupfélagsstjóra eða starfsmannastjóra Sam- bandsins er veita nánari upplýsingar. Kaupfélag Vestur-Húnvetninga Hvammstanga Skipstjóri Vanur maður óskar eftir skipstjóra- eða stýri- mannsplássi á góðu togskipi. Upplýsingar í síma 92-7246. Hagfræðingur óskar eftir vinnu. Þýsku- og sænskukunn- átta. Margt kemur til greina. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „P - 4019“. Ljósmæður Sjúkrahús Vestmannaeyja vill ráða Ijósmóð- ur. Staðan er laus frá 1. júlí. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 98-1955 og í heimasíma 98-2116. Bifreiðastjórar Viljum ráða nú þegar bifreiðastjóra til akst- urs strætisvagna og á vakt. Upplýsingar í símum 20720 og 13792. Landleiðirhf., Skógarhlíð 10, Reykjavík. Bankastofnun Bankastofnun í Reykjavík óskar eftir að ráða gjaldkera til starfa. Einnig vantar fólk til al- mennra afgreiðslustarfa. Góð vinnuaðstaða, miklir framtíðarmöguleikar. Þeir sem hafa áhuga vinsamlegast leggið umsókn inn á auglýsingadeild Mbl. merkta: „B — 847" fyrir föstudaginn 19. júní. Kona á besta aldri óskar eftir afgreiðslustarfi í verslun eða afgreiðslu í gegnum síma hálfan daginn. Góðir söluhæfileikar. Meðmæli ef óskað er. Upplýsingar í síma 39987. tKörfuknattleikssamband íslands ÍCFJ AlXDiC BASKETBALL ASSOClATIOn Skrifstofustarf Körfuknattleikssamband íslands vill ráða framkvæmdastjóra til framtíðarstarfa. Starf- ið felur í sér öll almenn skrifstofustörf. Æskilegt er að viðkomandi hafi verslunar- skólamenntun eða aðra sambærilega menntun, hafi unnið með tölvur, eigi auðvelt með að taka sjálfstæðar ákvarðanir og geti hafið störf 1. september nk. Umsóknum skal skila til skrifstofu Körfu- knattleikssambands íslands, íþróttamiðstöð- inni Laugardal, 104 Reykjavík, fyrir 5. júlí. Með allar umsóknir verður farið sem trúnað- armál. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 685949 (Kristinn) Sölustarf Óskum að ráða meiraprófsbílstjóra til sölu- og útkeyrslustarfa. Upplýsingar á skrifstofunni mánudag og þriðjudag frá kl. 13.00-17.00. Smjörlíki Sól hf., Þverholti 17-21.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.