Morgunblaðið - 08.07.1987, Page 4

Morgunblaðið - 08.07.1987, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1987 Hitaveita Suðurnesja: 50 mílljón tonn af heitum jarðsjó úr iðrum jarðar Þrýstingnr í jarðhitageymi minnkar ekki eins hratt og áður Grindavík. FRÁ ÞVÍ að Hitaveita Suðurnesja hóf dælingu á heitu vatni til Grindavíkur fyrir rétt rúmum tíu árum hafa 50 milljón tonn af heitum jarðsjó komið úr iðrum jarðar til hitunar húsnæðis á Suður- nesjum. Vegna ótta um þurrð í jarðhitageyminum er fylgst með öllum breytingum mjög nákvæmlega til að fyrirbyggja ótímabæra þurrð á þessari nátturuauðlegð. Fyrir tveimur árum hófst niðurdæl- ing á umfram heitavatni og nú hitageymisins hefur hækkað, en hins vegar minnkað. Að sögn Geirs Þórólfssonar stöðvarstjóra á Svartsengi hefur þurft að hreinsibora borholurnar annað hvort ár vegna kalkútfell- inga. „Nú kom hins vegar upp sú staða fyrir stuttu, þegar við hugðumst láta Jarðboranir hf. hreinsibcra fímm holur af þeim sex sem eru í notkun að einungis þurfti að hreinsibora eina þar sem kalkút- sýna mælingar að yfirborð jarð- kalkútfelling í borholunum hefur fellingin reyndist minni í hinum holunum en var áætlað. Hvort þessi breyting á kalkút- fellingu á rætur að rekja til þess að fýrir tveimur árum hófum við að dæla niður í jarðhitageyminn öllu umfram hitaveituvatni sem við ekki nýttum í daglegum rekstri, er enn ekki hægt að fullyrða. Fylgst er með þrýstingi og hita- stigi í jarðhitageyminum undir Svartsengissvæðinu tvisvar á ári. Sýnin sem koma upp gefa ekki til kynna að þynning í jarðsjónum sé nægilega mikil til að skýra minni kalkútfellingu. Líklegri skýring er að orðið hafi „enthalpiuhækkun" í jarðhitageyminum sem getur stafað af tveimur orsökum; hækkun á hita- stigi, sem er ólíklegt, eða að þrýstingur hefur lækkað, sem mér finnst sennilegasta skýringin. Helsta vandamálið hefur verið lækkandi þrýstingur í jarðhita- geyminum enda er hann ekki óþijótandi en við höfum tekið 50 milljón tonn úr iðrum jarðar frá því að dæling á heitu vatni til Grindavíkur hófst fyri rétt rúmum tíu árum. Aðrennslið er tregara en Morgunblaðið/Kr.Ben. Jarðborinn Narfi eftir að borun lauk, en mun minna þurfti að bora út af holum, en upphaflega var áætlað. Vegna þess sparaði hitaveitan sér tvær milljónir króna. Geir Þórólfsson, stöðvarstjóri á Svartsengi, með línurit, sem sýn- ir þrýstinginn i jarðhitageymin- um. I/EÐURHORFUR í DAG, 08.07.87 YFIRUT á hádegi í gœr. Við suðausturströndina er 1007 millibara djúp lægð á hreyfingu austur. Hæðarhryggur á Grænlandshafi þokast norðaustur. SPÁ: Útlit er fyrir hæga breytilega átt á landinu. Viö austurströnd- ina verða smáskúrir framan af degi en annars þurrt og víða léttskýj- aö. Hiti á bilinu 8 til 13 stig víðast hvar en þó öllu hlýrra á suðausturlandi. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: FIMMTUDAGUR: Hæg suðaustanátt, skýjað og dólítil súld á suð- vesturlandi, en annars staðar hæg breytileg átt, víðast léttskýjað og hlýtt í veðri. FÖSTUDAGUR: Suðaustanátt um land allt og hlýtt í veöri. Þurrt á norðausturlandi en víða rigning annars staðar. TAKN: O ► Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: ' Vindörín sýnir vind- stefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus V Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld CO Mistur —(- Skafrenningur Þrumuveður w VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma htti veöur Akureyrí 10 rlgnlng Revklavlk 11 »kúr Bergen 18 hilfský]að Helsinkl 23 skýjaö ian Mayen 6 skýjað Kaupmannah. 22 tóttskýjaö Narssarssuaq 9 alskýjað Nuuk 6 rígning Ostó 20 skýjað Stokkhólmur 22 skýjað Þórshöfn 13 skýjað Algarve 27 mistur Amsterdam 25 léttskýjað Aþena 27 léttskýjað Barcelona 27 mistur Berifn 28 skýjað Chlcago 21 skýjað Feneyjar 26 léttskýjað Frankfurt 27 hélfskýjað Glaskow 18 léttskýjað Hamborg 28 tóttskýjað LasPalmas 25 skýjað London 23 skýjað Los Angales 17 alskýjað Lúxemborg 21 þrumuveður Madrfd 28 skýjað Malaga 28 mlstur Mallorca 28 mistur Mlami 28 Wttskýjað Montreal 21 alskýjað NewYork 21 alskýjað París 25 skýjað Róm 28 þokumóða Vfn 26 helðskfrt Waahlngton 23 þokumóða Winnipeg 18 skýjað svo að það haldist jafnvægi á vatns- yfirborðinu og því hófum við til- raunir með niðurdælingu fyrir tveim árum og dælum niður 15-20 % af því magni sem við tökum upp. Okk- ur virðist að við séum að ná stjóm á vatnsyfírborðinu því samkvæmt nýustu mælingum hefur það hækk- að lítillega og dregið hefur úr lækkun þrýstings". Að lokum sagði Geir að miðað við núverandi vinnslu teljum við okkur trygga í mörg ár fram í tímann alla vega afskriftatíma orkuversins en hins vegar höfum við tiyggt okkur vinnsluréttinn á Eldvarpasvæðinu. — Kr.Ben. Helgi Ölafsson sigr- aði á útiskákmótinu ÁRLEGT útiskákmót Skáksam- bands íslands fór fram á Lækjartorgi í gær og voru að venju ýmsir af beztu skákmönn- um landsins á meðal þátttakenda. Úrslit urðu þau að Helgi Ólafsson sem tefldi fyrir Guðmund Ara- son, smíðajárn, sigraði eftir einvígi við Margeir Pétursson, sem tefldi fyrir Morgunblaðið. Þar með var endir bundinn á þriggja ára sigurgöngu Morgun- blaðsins i keppninni. Mótið átti að fara fram á mánu- daginn en þá var því frestað vegna þess að spáð var rigningu. Fóru þá margir skákmeistarar fyluferð á torgið og skildu hvorki upp né nið- ur, því þar var glaðasólskin. í gær þegar mótið fór fram var hins veg- ar svalt og gekk á með skúrum. Úrslit á mótinu urðu þessi: 1. Guðmundur Arason, smíðajám (Helgi Olafsson) 6 v. af 7 mögulegum. 2. Morgunblaðið (Margeir Péturs- son) 6 v. 3—6. VISA — ísland (Jóhann Hjartarson) 5 v. 3—6. Sparisjóðurinn í Keflavík (Erlingur Þorsteinsson) 5 v. 3—6. Útvegsbanki Islands hf. (Bjöm Þorsteinsson) 5.v. 3—6. Björgun hf. (Davíð Ólafsson) 5 v. 7—12. Skeljungur hf. (Þorsteinn Þorsteinsson) 4 V2 v. 7—12. Ragnar Bjömsson, hús- A-HA kem- urtílíslands NORSKA h(jómsveitin A-HA er væntanleg til íslands um miðjan mánuðinn og mun halda tvenna tónleika f Laugardalshöll dagana 17. og 18. júlf næstkomandi. Hljómsveitin kemur hingað á vegum Split hf., en sömu aðilar stóðu að hljómleikum hljómsveitar- innar Europe í Laugardalshöll í fyrrakvöld. gagnabólstrari (Kristján Guð- mundsson) 4 V2 v. 7—12. Broadway, veitingahús (Benedikt Jónasson) 4 V2 v. 7—12. Mál og menning (Bragi Halldórsson) 4 V2 v. 7—12. Frón hf. (Gunnar Gunnars- son) 4 V2 v. 7—12. Málning hf. (Elvar Guð- mundsson) 4 v. 13—15. Búnaðarbanki íslands (Hannes Hlífar Stefánsson) 4 v. 13—15. Verzlunarbanki íslands hf. (Jóhannes Ágústsson) 4 v. 13—15. Samvinnuferðir Landsýn (Pétur Kristbergsson) 4 v. Keppendur voru alls 41 talsins. Eina tapskák sigurvegarans var gegn Þorsteini Þorsteinssyni eftir æsispennandi skák. í lokin átti Helgi hrók og riddara gegn einum hrók Þorsteins og er sú staða talin dautt jafntefli. Vinningstilraunir Helga enduðu með því að hann féll sjálfur á tíma, en hver keppandi hafði aðeins sjö mínútur á skákina. Skákstjórar á útimótinu vora þeir Þráinn Guðmundsson, ólafur Ásgrímsson og Ríkharður Sveins- son. Amessýsla: 45 óku of hratt 11 ölvaðir við akstur SelíoMÍ. LÖGREGLAN í Árnessýslu tók um sfðustu helgi 45 ökumenn fyrir of hraðan akstur, þar af voru 11 ölvaðir. Auk þessa tók vegalögreglan nokkra fyrir of hraðan akstur. Bifreiðamar vora stöðvaðar á Hellisheiði, I Flóa, á Eyrarbakka- vegi og víðar þar sem bundið slitlag er. Margir ökumannanna vora á leið heim úr fríi og vora full viljug- ir heim og óku sumir nokkuð yfír 100 kílómetra á klukkustund. Um var að ræða karla og konur á öllum aldri. Sig. Jóns.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.