Morgunblaðið - 08.07.1987, Side 6

Morgunblaðið - 08.07.1987, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1987 Fræðslumiðill Fræðsluþættir The National Ge- ographic Society er Stöð 2 sýnir á mánudögum afsanna þá kenningu að fræðsluþættir þurfi endilega að vera dauflegir og leiðin- legir. Veldur hver á heldur og það er greinilegt að fræðsluþættir þessa aldargamla bandariska félagsskap- ar The National Geographic Society eru ríkulega fjármagnaðir en þætt- imir varpa ljósi á undur þessarar veraldar er við byggjum, eina stundina dvelur myndaugað við hinn kalda Carrara marmara sem unninn er af fimmta ættlið ítalsks marmarafyrirtækis og þá næstu fylgjumst við með strangri þjálfun bandarískra slökkviliðsmanna er sérhæfa sig í baráttu við skógarelda og svífa jafnvel niður í eldhafið í fallhlífum. En einna eftirminnileg- ust fannst mér svipmyndin af japanska listasmiðnum er mótaði hina fegurstu smíðisgripi úr risa- vöxnum tijábútum. Nú líður að því að nýr menntamálaráðherra setjist í valdastólinn. Vil ég nota hér tæki- færið og benda honum á hversu liðtækur félagsskapur á borð við The National Geographic Society gæti orðið íslensku skólafólki, en þessi félagsskapur fjármagnar ekki aðeins heimildamyndagerð og út- gáfu eins virtasta náttúrulífstíma- rits heimsbyggðarinnar The National Geographic Magazine, fé- lagsskapurinn stendur og árlega fyrir tugum leiðangra og rann- sóknarferða um veröld víða. Þá lætur félagsskapur þessi meðlimum í té iandakort, upplýsingabæklinga og myndbönd ef menn vilja kynnast ákveðnum svæðum jarðarinnar nánar. Ég minnist á þetta atriði hér í dálki vegna þess að National Ge- ographic þættir Stöðvar 2 leiddu huga minn að þeirri óþægilegu stað- reynd að sennilega er sjónvarpið á ákveðnum sviðum skrefi á undan íslenska skólakerfínu hvað varðar öflun fræðsluefnis. Þessi staðhæf- ing verður seint fullsönnuð en eitt er víst að vandaðir fræðsluþættir sjónvarpsstöðvanna eru feti framar þeim kennslubókum sem íslensku skólafólki er gjaman boðið uppá þótt vissulega sé mikið af ágætu kennsluefni á boðstólum hérlendis. Að lokum vil ég nota tækifærið og þakka Baldvini Halldórssyni fyrir frábæran flutning á texta fyrr- greindra fræðsluþátta. Uppblástur heilans? Að aflokinni sýningu hinnar ein- staklega vönduðu og nærfæmu bandarísku mánudagsmyndar ríkis- sjónvarpsins: Manstu liðnar stund- ir? hóaði Ingimar Ingimarsson fréttamaður í nokkra aðstandendur Alzheimer-sjúklinga og tvo lækna er hafa kannað sjúkdóminn. Myndin þrysti óþyrmilega á tárapokana enda sárt að horfa uppá fómarlömb þessa sjúkdóms og vamarleysi að- standendanna einkum makans er stendur oft uppi nánast einn og yfirgefinn með framandi einstakl- ing í fanginu. Er greinilegt að mikils átaks er hér þörf því einsog kom í ijós í hinum skilmerkilegu viðtölum við aðstandendur Alz- heimer-sjúklinganna er nánast vonlaust að koma slíkum sjúkling- um í vistun í Reykjavík og verður helst að leita til nágrannabyggð- anna. Hvemig væri að taka skerf af Lottómilljónunum er virðast með- al annars ætia að rata á Landsmót Ungmennafélaganna - 10 milljónir - eða brot af Happaþrennugróðan- um til hjálpar öllu því fólki er stendur ráðþrota gagnvart þessum ógnvænlega sjúkdómi? í málefna- samningi ríkisstjómarinnar er ákvæði um endurskoðun happa- drætta og ættu ráðherramir að athuga vel hvert allur sá gróði fer, dreifist hann á eðlilegan hátt til góðra málefna eða ratar hann á sffellt færri hendur? Efni í nýjan þátt, Ingimar, og enn eitt; gefðu þátttakendum ögn rýmri tíma til að svara. Þú ert ekki lengur að elt- ast við jónþorsteinsteingrím. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP / SJÓNVARP Stöð 2: Bob Marley ■■■■ í kvöld verður sýnd á Stöð tvö upptaka frá 0020 tónleikum með reggae-tónlistarmanninum Bob Marley. Tónleikar þessir voru haldnir árið 1977, flórum ámm fyrir dauða hans, í Rainbow-leik- húsinu í London. Meðal laga sem flutt voru má nefna No Woman No Cry, I Shot the Sheriff og Lively Up Yourself. UTVARP © MIÐVIKUDAGUR 8. júlí 6.45 Veðurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunvaktin. — Hjördís Finnbogadóttir og Óðinn Jónsson. Fréttir sagðar kl. 8.00 og veð- urfegnir kl. 8.15. Fréttayfirlit kl. 7.30 en áður lesið úr forystugreinum dagblað- anna. Tilkynningar lesnar kl. 7.25, 7.55 og 8.25. Fréttir á ensku sagðar kl. 8.30. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Dýrin í Bratthálsi", saga með. söngvum eftir Ingebrigt Davik. Kristján frá Djúpalæk þýddi. Heiðdís Norðfjörð les (3). 9.20 Morguntrimm. Tónleik- ar. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Óskastundin. Umsjón: Helga Þ. Stephensen. 11.00 Fréttir. Tilkynningar. 11.05 Samhljómur. Umsjón: Edward J. Frederiksen. (Þátturinn verður endurtek- inn að loknum fréttum á miðnætti.) 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 í dagsins önn — Barna- leikhús. Umsjón: Sigrún Proppé. (Þátturinn verður endurtekinn nk. sunnudags- morgun kl. 8.35.) 14.00 Miðdegissagan: „Franz Liszt, örlög hans og ástir" eftir Zolt von Hársány. Jó- hann Gunnar Ólafsson Þýddi. Ragnhildur Steingrímsdóttir les (17). 14.30 Harmónikuþáttur. Um- sjón: Sigurður Alfonsson. (Éndurtekinn þátturfrá laug- ardegi). 16.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 16.20 Gegn vilja okkar. Siðari þáttur um afbrotið nauðgun í umsjá Guðrúnar Höllu Tul- iníus og Ragnheiðar Mar- grétar Guðmundsdóttur. (Endurtekinn þáttur frá mánudagskvöldi). 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.05Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir 16.20 Barnaútvarpið 17.00 Fréttir. Tilkynningar. 17.05 Síödegistónleikar. 17.40 Torgið. Umsjón: Þorgeir Ólafsson og Anna M. Sig- urðardóttir. 18.00 Fréttir. Tilkynningar. 18.06 Torgiö, framhald. I garðinum með Hafsteini Hafliðasyni. (Þátturinnn verður endurtekinn nk. laug- ardag kl. 9.15.) Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Tilkynningar. Staldrað við. Haraldur Ól- afsson spjallar um mannleg fræði, ný rit og viðhorf í þeim efnum. 20.00 „Sumarnætur", laga- flokkur op. 7 eftir Hector Berlioz. Kiri Te Kanawa syngur með Parísarhljóm- sveitinni; Daniel Barenboim stjórnar. 20.30 Sumar í sveit. Umsjón: Hilda Torfadóttir. (Frá Akur- eyri.) (Þátturinn veröur endurtekinn daginn eftir kl. 15.20.) 21.10 Kvöldtónleikar. a. Rudolf Buchbinder, Sab- ine Meyer og Heinrich Schiff leika þátt úr Píanótriói eftir Ludwig van Beethoven. b. Sænska útvarpshljóm- sveitin leikur forleik að leikhússvítu nr. 4 eftir Gösta Nyström; Sixten Erling stjórnar. c. Ivo Pogorelich leikur á píanó fyrsta þáttinn úr „Ga- spard de la nuit" eftir Maurice Ravel. d. Hákan Hagegárd syngur „Verzagen" og „Blaues Auge", tvo Ijóðasöngva eftir Johannes Brahms. Thomas Schuback leikur með á píanó. e. Parísarhljómsveitin leikur „Alborata del gracioso" eftir Maurice Ravel. Herbert von Karajan stjórnar. f. Einar Jóhannesson og Philip Jenkins leika „Fant- asiestykke" fyrir klarinettu og píanó eftir Carl Nielsen. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Frá útlöndum Þáttur um erlend málefni i umsjá Bjarna Sigtryggsson- ar. 23.10 Djassþáttur — Jón Múli Árnason. 24.00 Fréttir 00.10 Samhljómur. Umsjón: Edward J. Frederiksen. r SJÓNVARP MIÐVIKUDAGUR 8. júlí 18.30 Töfraglugginn — Endur- tekinn þáttur frá 5. júli. 19.26 Fréttaágrip á táknmáli. 19.30 Hver á að ráða? (Who's the Boss? — 14. þáttur. 20.00 Fróttir og veður. 20.35 Auglýsingar og dag- skrá. 20.40 Spurt úr spjörunum. Tuttugasta og fyrsta lota. 21.10 Garöarstræti 79. (79 Park Avenue). Fjórði þáttur. Bandarískur framhalds- myndaflokkur í sex þáttum geröur eftir skáldsögu Har- old Robbins um léttúöar- drós í New Vork. Aöalhlut- verk: Lesley Ann Warren, David Dukes, Michael Constantine og Raymond Burr. Þýðandi Johanna Þrá- insdóttir. 22.05 Nýjasta tækni og vísindi. Umsjónarmaður Sigðurður H. Richter. 22.35 Pétur mikli. Annar þátt- ur. Nýr, fjölþjóða framhalds- myndaflokkur í átta þáttum, geröur eftir sögulegri skáld- sögu eftir Robert K. Massie um Pétur mikla, keisara Rússlands (f. 1672, d. 1725). Hann vann sér þaö helst til frægöar að opna land sitt fyrir evrópskum menningaráhrifum og koma þjóð sinni til nokkurs þroska. Aðalhlutverk Max- imilian Schell, Lilli Palmer, Vanessa Redgrave, Laur- ence Olivier, Omar Sharif, Trevor Howard, Hanna Schygulla, Ursula Andress, Elke Sommer og Mel Ferr- er. Þýðandi Jóhanna Þráins- dóttir. 23.30 Dagskrárlok. e í STOD2 MIÐVIKUDAGUR 8. júlí §16.45 Blakkur snýr heim (Black stallion). Bandarísk kvikmynd frá 1983. Kelly Remo og hesturinn Blakkur urðu nánir vinir þegar þeir komust lífs af úr skips- skaða. En fortíö hestsins er ekki gleymd því hinir réttu eigendur hans feröast þús- undir kílómetra til að leita hans. § 18.30 Þaö var lagiö. Nokkr- um tónlistarmyndböndum brugöiö á skjáinn. 19.00 Benji. Myndaflokkur fyrir yngri kynslóðina. Glæpamenn töfra Vubi prins og halda honum föngnum i þorpi sem lagst hefur í eyði. 19.30 Fréttir. 20.00 Viðskipti. Þáttur um viðskipti og efnahagsmál, innanlands og utan. Stjórn- andi er Sighvatur Blöndal. 20.16 Happ í hendi. Hinn vinsæli orðaleikur í umsjón Bryndlsar Schram. §20.60 Gísling í Xanadu (Sweet hostage). Nýleg bandarísk mynd um geö- sjúkling sem sloppiö hefur út af hæli. Hann rænir ungri stúlku og hefur hana á brott meö sér í einangraöan kofa fjarri mannabyggöum. Aðal- hlutverk: Martin Sheen og Linda Blair. Leikstjórn: Lee Philips. § 22.20 Bob Marley. Upptaka frá tónleikum Bob Marley. Þar verður meðal annars flutt mjög sérstök útgáfa af laginu No woman, no cry. § 23.30 Leitin (Missing). Bandarísk kvikmynd frá 1982 með Sissy Spacek og Jack Lemmon í aöalhlut- verkum. Leikstjóri: Costa- Gavras. Mögnuð mynd sem gerist eftir valdaránið í Chile áriö 1973. Ungur Banda- rtkjamaður hverfur og faöir hans og eiginkona reyna aö grennslast fyrir um afdrif hans. Myndin er byggð á sannsögulegum heimildum og hlutu Costa-Gavras og Donald Stewart Óskars- verölaun fyrir besta handrit. § 1.30 Dagskrárlok. (Endurtekinn þáttur frá morgni.) 01.00 Veðurfregnir. Næturút- varp á samtengdum rásum til morguns. & MIÐVIKUDAGUR 8. júlí 00.10 Næturvakt útvarpsins. Gunnlaugur Sigfússon stendur vaktina. 6.00 ( bítið. — Guömundur Benediktsson. Fréttir á ensku sagðar kl. 8.30. 9.05 Morgunútvarp rásar 2. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Á milli mála. Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Svanbergsson. 18.05 Hringiöan. Umsjón: Broddi Broddason og Erla B. Skúladóttir. 19.00Kvöldfréttir. 19.30 íþróttarásin. Umsjón: Ingólfur Hannesson, Samú- el Örn Erlingsson og Georg Magnússon. 22.05 Á miðvikudagskvöldi. Umsjón. Kristín Björg Þor- steinsdóttir. 00.10 Næturvakt útvarpsins. Magnús Einarsson stendur vaktina til morguns. Fréttir kl. 7.00, 8.00, 9.00, 10.00, 11.00, 12.20, 15.00, 16.00, 17.00, 18.00, 19.00, 22.00 og 24.00. SVÆÐISÚTVARP AKUREYRI 18.03-19.00 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni —FM 96,5 Umsjón: Tómas Gunnars- son. BY L GJA MIÐVIKUDAGUR 8. júlí 07.00—09.00 Pétur Steinn og morgunbylgjan. Pótur kem- ur okkur réttu megin framúr með tilheyrandi tónlist og lítur yfir blöðin. Isskápur dagsins? Fréttir kl. 7.00. 8.00. og 9.00. 09.00—12.00 Valdís Gunnars- dóttir á léttum nótum. Sumarpopp allsráöandi, af- mæliskveðjur og spjall til hádegis. Og við litum inn hjá hyskinu á Brávallagötu 92. Fréttir kl. 10.00. og 11.00. 12.00—12.10 Fréttir. 12.10—14.00 Þorsteinn J. Vil- hjálmsson á hádegi. Þor- steinn spjallar við fólkið sem, ekki er i fréttum og leikur létta hádegistónlist. 14.00—17.00 Ásgeir Tómas- son og slödegispoppiö. Gömlu uppáhaldslögin og vinsældalistapopp f réttum hlutföllum. Fréttir kl. 14.00 15.00 og 16.00. 17.00—19.00 I Reykjavfk sfödegis. Fréttir kl. 18.00. ________________________^ 19.00—21.00 Anna Björk Birgisdóttir á flóamarkaði Bylgjunnar. Flóamarkaður milli kl. 19.03 og 19.30. Tónlist til kl. 21.00. 21.00-24.00 Sumarkvöld á Bylgjunni — Þorgrímur Þrá- insson. 24.00—07.00 Næturdagskrá Bylgjunnar — Ólafur Már Björnsson. Tónlist og upp- lýsingar um flugsamgöngur. / FM10Z.2 MIÐVIKUDAGUR 8. júlí 7.00— 9.00 Inger Anna Aik- man. Morgunstund gefur gull I mund og Ingerervökn- uð fyrir allar aldir meö þægilega tónlist, létt sþjall og viðmælendur koma og fara. Stjörnufréttir kl. 8.30. Fréttir einnig á hálfa tímanum. 9.00—12.00 Gunnlaugur Helgason fer með gaman- mál, gluggar í stjörnufræöin og bregður á leik með hlust- endum. Stjörnufréttir kl. 11.55. Fréttir einnig á hálfa timan- um. 12.00—13.00 Pia Hansson at- hugar hvað er að gerast á hlustunarsvæði Stjörnunn- ar, bókmenntir, kynning á nýjum og gömlum bókum og rabbaö við unga sem gamla rithöfunda. 13.00—16.00 Helgi Rúnar Óskarsson. Gamalt og gott leikið af fingrum fram með hæfilegri blöndu af nýrri tón- list. 16.00—19.00 Bjarni Dagur Jónsson. Verðlaunaget raunin er á sínum staö milli klukkan 5 og 6, síminn er 681900. Stjörnufréttir kl. 17.30. 19.00—20.00 Stjörnutíminn. The Shadows, Fats Dom- ino, Buddy Holly, Brenda Lee, Little Eva, Connie Francis, Sam Cooke, Neil Sedaka, Paul Anka. 20.00—22.00 Einar Magnús- son. Létt popp á síökveldi með hressilegum kynning- um. Stjörnufréttir kl. 23.00. 22.00—24.00 Inger Anna Aik- man fær til sín 2 til 3 hressa gesti og málin eru rædd fram og til baka. 00.00— 7.00 Gfsli Sveinn Loftsson Stjömuvaktin. Ljúf tónlist, hröð tónlist ALFA Guös FM 102,9 MIÐVIKUDÁGUR 8. júlí 8.00 Morgunstund: orð og bæn. 8.15 Tónlist 12.00 Hlé. 13.00 Tónlistarþáttur með lestri úr Ritningunni. 16.00 Dagskráriok.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.