Morgunblaðið - 08.07.1987, Page 16

Morgunblaðið - 08.07.1987, Page 16
16 MORGUNBLABIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1987 MENGUN HAFSINS > ' Hagsmunir Islands eftírMagnús Jóhannesson Slysið í kpamorkuverinu í Chemobyl í Sovétríkjunum fyrir rúmu ári markaði að vissu leyti tímamót í notkun kjamorku í frið- samiegum tilgangi. Slys þetta varð m.a. til þess að opna augu almenn- ings fyrir því hversu víðtæk áhrif slyss af þessu tagi geta haft fyrir efnahagslíf fjarlægra landa, þó auðvitað séu þau hörmulegust áhrifín sem aldrei verða bætt, þ.e. manntjón og varanlegt heilsutjón sem fólk verður fyrir. Óhætt er að fullyrða að aldrei fyrr hafa heilar atvinnugreinar í matvælaiðnaði langt flarri slysstað orðið fyrir eins mikilli ógnun, að vísu tímabundið, eins og í kjölfar slyssins. Þó við íslendingar höfum ekki orðið fyrir áföllum á borð við þau sem aðrar þjóðir, t.d. bæði Svíar og Bretar, urðu fyrir er ekki hægt að líta fram hjá þeirri staðreynd, að aðstæður em með þeim hætti að fiskimið landsmanna gætu hæglega orðið fyrir geislavirkri mengun frá öðmm þjóðum sem gætu valdið miklu flárhagstjóni. í ljósi þess hlýtur það að vera eitt höfuðviðfangsefni íslendinga hvað varðar alþjóðlegt starf að mengun- arvömum hafsins, að reyna að draga sem mest úr líkum á því að svo verði í framtíðinni. Mengun af völdum geislavirkra efna í hafinu Víst er það svo að viða er stað- bundin mengun hafsvæða af völdum annarra efna en geisla- virkra efna alvarlegt vandamál. í því sambandi má m.a. nefna inn- höf eins og Eystrasalt og Kattegat og ýmis strandsvæði við Norð- ursjó. I umræðum um takmörkun á losun geislavirkra úrgangsefna í hafíð á alþjóðlegum vettvangi er því reyndar oft haldið fram af fulltrúum þeirra þjóða sem nýta kjamorku, að nær sé að ná töum á mengun sjávar af völdum ann- arra efna en geislavirkra efna. Hin langvinnu og víðtæku áhrif sem geislavirk efni hafa í um- hverfí hafsins eru á hinn bóginn einstæð. Sú staðreynd að hér við land og allt norður til Thule á Grænlandi hefír orðið vart meng- unar frá geislavirkum efnum, sem eiga uppruna sinn í frárennsli verksmiðju á norð-vesturströnd Englands, undirstrikar sérstöðu þessara efna. íslensk stjómvöld hafa verið þeirrar skoðunar að uppræta beri alla losun geislavirkra úrgangs- eftia í sjó. Þessi sjónarmið hafa ítrekað verið kynnt á vettvangi alþjóðlegra samþykkta um vamir gegn mengun sjávar, sem ísland er aðili að, og víst er að nokkur Líklegt má telja að bætt afkoma þjóðarinnar geti m.a. byggst á því í framtíðinni að selja af- urðir sem unnar eru úr fiski sem veiddur er á lítt menguðu hafsvæði, þvi er mikið í húfi. Nú þegar eru ýmis teikn á lofti sem styðja þessa skoðun. árangur hefur náðst í þessum efn- um. Hvað varðar nýtingu kjamork- unnar í friðsamlegum tilgangi verður að ætla, að vandalaust sé að koma fyrir öllum úrgangi án þess að losa hann í sjó. Tæknilega er það hægt. Þessu til skýringar má nefna að nú er fyrirhugað að byggja endurvinnslustöð fyrir brennsluefni kjamaofna í Wack- ersdorf í Vestur-Þýskalandi. Þessi verksmiðja, sem reyndar hefur mætt töluvert almennri andstöðu hjá íbúum í nágrenni verksmiðj- unnar, verður hönnuð þannig að ekkert vökvafrárennsli verður frá verksmiðjunni og þar með er kom- ið í veg fyrir hættu á mengun sjávar. Endurvinnslustöð fyrir brennsluefni kjarnaofna við Norður-Atlantshaf Um nokkurt skeið hefur verið Magnús Jóhannesson til athugunar hjá breskum stjóm- völdum ráðagerð um að reisa stóra endurvinnslustöð fyrir brennslu- efni kjamaofna í Dounreay nyrst á Skotlandi. Áætlanir gera ráð fyrir því að stöð þessi hreinsi úr- gang frá kjamorkuverum í mörgum löndum Vestur-Evrópu og að frárennsli frá stöðinni verði hleypt út í Norður-Atlantshaf. I skýrslu, sem Geislavamir ríkisins, Hafrannsóknastofnun, Siglingamálastofnun ríkisins og Magnús Magnússon prófessor gerðu um áætlanir þessar í desem- ber 1986, var staðsetning og bygging þessarar verksmiðju talin óheppileg og andstæð íslenskum hagsmunum vegna mögulegra nei- kvæðra áhrifa á íslensk fískimið. í framhaldi af gerð skýrslunnar fól samgönguráðherra höfundum hennar að leita allra leiða innan gildandi alþjóðasamþykkta um mengunarvamir til að tryggja eft- ir megni að íslenskum hagsmunum yrði ekki ógnað vegna þessara ráðagerða. Á ársfundi samningsaðila um vamir gegn mengun sjávar frá landstöðvum, sem haldin var í Cardiff í Wales, 1.—3. júní sl., var samþykkt ályktun að frumkvæði íslands, þar sem fjallað er um megnunarvamir við nýjar endur- vinnslustöðvar fyrir brennsluefni kjamaofna. Tillaga íslands fékkst þó ekki samþykkt óbreytt þar eð mörg aðildarríki vildu ekki fallast á að ákvörðunarréttur einstakra ríkja um mat á mengunarhættu yrði tekin af þeim og færður í hendur tækninefndar samningsaðila. Þetta atriði átti þó fyrst og fremst að tryggja, að við mat á mengun- arhættu frá losun geislavirkra efna í sjó frá nýjum endurvinnslu- stöðvum yrði tekið fullt tillit til viðskiptalegra áhrifa á nýtingu auðlinda hafsins, svo sem físk- veiða. Athyglisvert er, eftir því sem næst verður komist, að þess- um þætti tillögunnar var m.a. hafnað af ríkjum, sem örfáum vik- um síðar stóðu að því að sam- þykkja tillögu um mun skilyrðis- lausara framsal á ákvörðunarrétti einstakra þjóða innan Alþjóðahval- veiðiráðsins varðandi vísindarann- sóknir á hvölum. Árangur fundarins í Cardiff er því fyrst og fremst áfangi að því marki, að tekið verði í framtíðinni fullt tillit til viðskiptalegra áhrifa sem losun geislavirkra útgangs- efna í sjó getur haft á hagsmuni annarra ríkja sem nýta auðlindir hafsins til fískveiða. Hagsmunir íslendinga — framtíðaraðgerðir Víst er að um fyrirsjáanlega framtíð munu lífskjör þjóðarinnar byggjast á sjávarútvegi og nýtingu auðlinda hafsins. Líklegt má telja að bætt afkoma þjóðarinnar geti Landbúnaðarstefn- an o g skógræktin l.GREIN eftír Benjamín H. J. Eiríksson Skrif þau sem hér fara á eftir fjalla fyrst og fremst um skógrækt og eflingu hennar. En skógræktin verður ekki rædd nema rædd sé um leið stefnan í landbúnaðarmál- um. Þar er fyrst og fremst um að ræða sauðfjárræktina og innflutn- ing landbúnaðarafurða. Og fleira verður þá að minnast á, svo sem búsetu, fjármál og fylgifíska þeirra á vettvangi stjórmálanna. I. Endurheimt landsins íslenzka þjóðin hefír endurheimt ríkisvald sitt og landhelgi, en landið sjálft og gæði þess ekki, nema að takmörkuðu leyti. Mikill hluti þess lands, sem gróið var, og gróið gæti er en í örtröð, gróðurríkið. Þetta vita allir sem augu hafa til að sjá. Nú orðið sýnir sjónvarpið þetta svart á hvítu, einnig í litum. Fyrir skömmu sýndi það myndir frá heið- um Norðurlands vestra, Þórsmörk og nú alveg nýlega af Mývatnsöræf- um. Myndimar sýndu svo ekki verður um villst að eyðingin er enn í fullum gangi þótt víða sé hryggi- lega lítið eftir til að eyða. Bændur eira engu. Þeir em óvinurinn, þeir og þeirra búsmali, einkum sauðfé og sumstaðar hross. Þótt yfírvöld, jafnvel eigin menn bændanna, geri ráðstafanir í friðunarátt, þá virða einstakir bændur eða hópar þeirra reglur og samþykktir að vettugi. Á fáeinum mínútum flettu myndimar ofan af lygaáróðri ófyrirleitinna manna um skaðleysi beitarinnar. Þó er kenningin um það, að sauð- kindin rækti upp landið, hætt að heyrast. Eyðingaröflin em mörg. Þau helztu eru þijú: Maðurinn, það er að segja bóndinn fyrst og fremst, húsdýrin, einkum sauðféð, og svo loftslagið, veðurfarið. Og stundum hafa eldgos haft vond áhrif. Við veðurfarinu er lítið að gera. Þó mun aukin gróðurþelqa, ekki hvað sízt skógur, hafa jákvæð áhrif á veðurfarið, einkum hið stað- bundna veður, micro-veðrið. Og væri hálendið ekki svona gróður- vana, mest jöklar, sandar, hraun og klappir, myndu sólbjörtu dagam- ir nýtast betur. Nú þotar oft upp, stundum jafnvel fyrir hádegi. Heita loftið yfír landinu leitar upp, kalda loftið yfir hafínu inn, og það dregur fyrir sólina. í Norður-Svíþjóð líða hinir sólbjörtu dagar allt öðravísi. Á meðan sauðkindin drottnar yfír landinu er allt tal um endur- heimt landsins holgóma hjal. Fram á fímmtándu öld lifði þjóðin mest af nautgriparækt og borðaði nauta- kjöt. En þá höfðu landkostir, fyrst og fremst skógamir og fylgigróður þeirra, rýmað það mikið að sauðféð tók við og þjóðin fór að lifa af kinda- kjöti. Og enn ágerðist beitin. Síðan hefír hallað hratt undan fæti og hallar enn. Sérfræðingar segja að enn hafí eyðingin vinninginn. Skóg- ræktin á að vera þýðingarmesti þátturinn í endurheimt landsins, landgæðanna. Ríkisvald og land- helgi mátti sækja í hendur útlend- inga. Landið sjáift verður að sækja í hendur íslendinga. Þar er þrautin þyngri. Það er þrennt sem gerir að sauð- kindin verður að víkja fyrir nauðsyn mannfélagsins. Hún étur flestan gróður, fyrst og fremst nýgræðing- inn og flestallan lággróður. í rauninni á hún það til að ganga lengra. Ég hefí með eigin augum horft á kind hoppa ítrekað upp í tré til þess að bíta limið. Land sauð- kindarinnar verður því fljótt nagað og nakið og víða skolast jarðvegur- inn burt þegar rætumar sem bundu hann era dauðar. Annað er það að fjárheld girðing er allt of dýr, til þess að hægt sé almennt að byggja skógrækt á þannig kostnaði, þá skógrækt sem með þarf. Stórgripir gera skóginum lítið ógagn og gegn þeim má girða ódýrt. Það þekkist ekki nokkurs staðar á byggðu bóli að búsmali fái að rása óhindrað um land annarra en eigenda sinna nema hér. Það rekur óðum að því hér sem annars staðar, að menn verði að girða eigin lönd, séu þeir þar með búsmala í lausagöngu. Annað er óþolandi yfírgangur. Að lokum er svo það, og það ekki hvað þýðingarminnst, að eins og nú er komið högum þjóðarinnar, þá þörfnumst vér ekki sauðkind- arinnar. Nú er ég ekki að segja, að leggja þurfí niður allan sauð- fjárbúskap, að minnsta kosti ekki strax.’Vijji menn endilega stunda sauðíjárbúskap, þá má vel gera það í hinum afskekktari fjallahéraðum landsins. En út á þá landnýtingu fást engar landbætur. Ég vil benda á það í leiðinni, að hér hefir vantað gott girðingarefni allt frá fyrstu tíð. Það er varla hægt að tala um skógrækt hér á landi fyrr en með tilkomu gadda- vírsins. Menn vöktu yfír vellinum, en það var útilokað að vaka yfír skógarplöntunum að staðaldri. Manninn má lagfæra með upp- lýsingu og breyttum aðstæðum og hann ræður dýranum. Því miður Dr. Benjamín H.J. Eiríksson „Á meðan sauðkindin drottnar yfir landinu er allt tal um endur- heimt landsins holgóma hjal. Fram á fimmtándu öld lifði þjóðin mest af nautgriparækt og borð- aði nautakjöt. En þá höfðu landkostir, fyrst og fremst skógarnir og fylgigróður þeirra, rýrnað það mikið að sauðféð tók við og þjóð- in fór að lifa af kinda- kjöti. Og enn ágerðist beitin. Síðan hefir hall- að hratt undan fæti, og hallar enn.“ streitast bændumir á móti þróun sem er í alla staði heilbrigð og það eins þótt atvinnutækifæri þeirra verði sífellt fjölbreyttari. Vafninga- laust: Landið verður að friða sem víðast, sauðféð verður að fara af landinu. Það er alltof dýrt að girða litla bletti lands hér og þar um landið fjárheldum girðingum, það er að segja með neti og gaddavír. Það verður að girða í einu átaki þýðingarmestu landsvæðin, byija á Suðvesturlandi, girða af allan suð- vesturhluta landsins. Þetta er lágmarkið sem byijun. í viðureigninni við eyðinguna og endurheimt gróðurþekju landsins er friðun númer eitt, tvö og þijú. Þetta sýnir að sauðkindin — ásamt bændum — er orðin óvinur númer eitt, tvö og þijú. Reynslan, sem fékkst við niðurskurð vegna mæði- veikinnar, sannaði ágæti friðunar- innar. Áhrif hennar á allan gróður og einnig á fallþungann fyrst á eft- ir vora stórkostleg. Við friðun nær gróðurinn sér á strik, fyrst og fremst lággróðurinn. Friðun er því frumskilyrði fyrir skógræktina, þar sem henni verður á annað borð komið við. Til þess að rækta upp landið nægir skógurinn ekki. Ifyrir land, sem liggur hærra en hann nær, þarf harðgerari jurtir. Lúpínan er ágæt, þar sem hún á við. Víða í heiminum era landsvæði i með svipaðar aðstæður til gróðurs og hér era. Þar eru hundrað teg- unda jurta af ýmsu tagi, sem bráðnauðsynlegt er að afla nú þeg- ar og reyna hér á landi. Hér duga engin vettlingatök. Það nægir ekki að skoða pöntunarlista. Það sem hingað til hefír verið gert í þessu máli er lítið annað er virðingarvert kák, miðað við það sem hefði þurft að gera. Vér höfum að vísu fengið hið þýðingarmikla sitkagreni, ösp, viðju og lúpínu. En þetta er lítið á hálfi öld. Það þarf að gera út menn til þess að kynna sér vel gróður landsvæða eins og Alaska, Eld- landsins, Kamtchaka, Himalaya, og margra annarra líklegra §alla- svæða og senda þangað leiðangra til þess að hafa upp á gróðri, sem hentað geti hér á landi. Höfuð sjón- armiðið verður að vera: Að auka gróðurþekju landsins. Höfundur var áður um irabil ráðunautur ríkisstjómarinnar í efnabagsmálum og síðar banka- stjóri Framkvæmdabanka tslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.