Morgunblaðið - 08.07.1987, Síða 17

Morgunblaðið - 08.07.1987, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1987 17 80* W 60* 40’ 20’ 0* 20* 40"E e==t> Atlantssjór —— +* Pólsjór •••■♦ Blandaður sjór Meginhafstraumar við yfirborð í Norður-Atlantshafi. Skýrslutæknifélag Islands: Varað við sölu- skatti á tölvur m.a. byggst á því í framtíðinni að selja afurðir sem unnar eru úr físki sem veiddur er á lítt menguðu hafsvæði, því er mikið í húfí. Nú þegar eru ýmis teikn á lofti sem styðja þessa skoðun. Innan alþjóðasamþykkta, sem flalla um vamir gegn mengun hafsins, hafa málefni er varða los- un geislavirkra efna verið mikið þrætumál um langa hríð, annars vegar á milli þeirra þjóða er nýta kjamorku og hins vegar hinna sem sjá fyrir orkuþörf sinni með öðmm hætti. Alþjóðakjamorkumálastofnunin (IAEA) hefur lagt til að við ákvörðun á losun geislavirks úr- gangs í sjó sé miðað við að áhrif losunarinnar verði aldrei svo mikil að einstaklingar verði fyrir hættu- iegri geislun, eins og skilgreint er í staðli Alþjóðageislavamarráðsins (ICRP — standard on dose limitati- on). Ótti almennings við geisla- virkni, hvort sem hann er á rökum reistur eða ekki, er staðreynd og áhrifín af slysinu í Chemobyl sýna að viðskiptaleg áhrif á sölu mat- vöm, sem hefur orðið fyrir geislun, hafa lítið sem ekkert með staðal Alþjóðageislavamarráðsins að gera. Augljóst dæmi um þetta em fískveiðar í írska hafínu, þar sem losun frá kjamorkuendurvinnslu- stöðinni í Sellafíeld á Norður- Englandi hefur haft veraleg áhrif á fískveiðar íra, þrátt fyrir að bresk stjómvöld hafí fylgt eftir alþjóðlegum leiðbeiningum um los- un á geislavirkum úrgangi í sjó. Því tel ég afar mikilvægt að þessi mál verði ekki aðeins tekin til umfjöllunar af íslenskum emb- ættismönnum í tækninefndum alþjóðlegra samþykkta um vamir gegn mengun sjávar eins og verið hefur, heldur ekki síður á stjóm- málalegum vettvangi með mun meiri þunga en gert hefur verið hingað til. Höfundur er siglingamálaatjóri. AÐ UNDANFÖRNU hefur komið fram í fréttum, að ný ríkisstjóm hyggst afla ríkinu aukinna tekna með þvi að leggja söluskatt á tölv- ur og tölvuþjónustu. Stjóm Skýrslutæknifélags íslands vill koma á framfæri alvarlegri við- vörun vegna þessara áforma. Svo virðist sem ekki hafi verið hugað að þeim óheillavænlegu afleiðing- um, sem þetta hefði. Árið 1983 var felldur niður sölu- skattur og aðflutningsgjöld af tölvum og tölvubúnaði. Áhrif þeirrar skyn- samlegu ákvörðunar hafa orðið þau, að nauðsynleg tölvuvæðing hefur orð- ið mun hraðari hér á landi en ella hefði orðið. Það er því einkennileg og hættuleg ráðstöfun, ef söluskatt- sundanþágan verður nú úr gildi felld. Afleiðingar þess að setja nú 25% söluskatt á tölvur og tölvubúnað yrðu m.a. þær, að mjög myndi draga úr þróun í tölvumálum. Hætt er við, að þessi vaxtarbroddur íslensks atvinn- ulífs yrði lengi að ná sér eftir slíkt áfall. Aðstaða íslenskra hugbúnaðar- fyrirtækja í samkeppninni við útlend fyrirtæki myndi versna verulega. Ein- hver íslensku fyrirtækjanna myndu hugsanlega neyðast til þess að leggja upp laupana. Undanfarið hefur mikið verið rætt um nýsköpun í íslensku atvinnulífi og miklar vonir verið bundnar við tölvuiðnaðinn sem eina vænlegustu nýsköpunargreinina. Því torskiljan- legri em áform um að vega að þessari atvinnugrein einmitt á þeirri stundu, þegar hún er í ömm vexti, en að sama skapi viðkvæm gagnvart öllum óvæntum breytingum. Ennfremur er hætt við, að sam- keppnisaðstaða þeirra fyrirtækja, þar sem tölvunotkun og aðkeypt tölvu- þjónusta er mikil, versni til muna. Einhver þeirra verða fyrir skakkaföll- um, nái þessi skattheimta fram að ganga. Önnur, t.d. opinber fyrirtæki, munu velta kostnaðaraukanum út í verðlagið, þ.e. almenningi verður gert að axla hann. Skýrslutæknifélag ís- lands hvetur því eindregið til þess að fallið verði frá hugmyndum um söluskatt á tölvur og tölvuþjónustu og að leitað verði annarra leiða til þess að leysa fjárhagsvanda ríkis- sjóðs. (FréttatUkynning) öruggar upplýshigar um KASKÓ -ÁVÖXTUN Síðasta vaxtatímabil gaf ársávöxtun sem svarar24,51 % Ávöxtun fyrir síðasta vaxtatímabil KASKÓ-reikningsins (apríl-júní) var 5,6%. Það þýðir miðað við sömu verðlagsþróun fyrir heilt ár 24,51% ársávöxtun. Ef miðað er við síðustu tvö vaxtatímabil KASKÓ-reikningsins (janúar-júní) þá er ársávöxtun reiknuð á sama hátt 25,08%. KASKÓ - öryggislykill Sparif) áreigenda. VERZLUNARBHNKINN -(AÓmcí/i með feé* (

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.