Morgunblaðið - 08.07.1987, Page 20

Morgunblaðið - 08.07.1987, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1987 AUSTURBÆR ÚTHVERFI Háteigsvegur Bólstaðarhlíð frá 40-56 og 58-68 Hverfisgata frá 4-62 o.fl. Flókagata Úthlíð VESTURBÆR Stóragerði Heiðargerði KÓPAVOGUR Borgarholtsbraut Kópavogsbraut frá 84-113 o.fl. Langabrekka Miðbraut Tjarnarstígur TANGARSÓKN GEGN VÍMU Ferðaáætlun unglinga frá félagsmiðstöðvunum ÞRÓTTHEIMUM OG FROSTASKJÓLI Dagur 7. júlí Viðkomuataðlr Krýsuvikurskólí Grindavík Njarðvfk Keflavík Qlstistaður Áætluð vegalengd 8. júlf Hafnarfjörður Kópavogur Reykjavfk Ártúnshöfði Þorlákshöfn Hveragerði Reykjavik ca 95 km. 9. júlf Selfoss Hella Hvolsvöllur Vfk í Mýrdal Félagsh. Heimal. ca150km. 10. júlí Kirkjubæjarkl. Fagurhólsmýri Félagsh. Hof ca 150 km. HöfnfHomaf. Höfn f Hornaf. ca 130km. n.júií 12. júlí Djúpivogur Breiðdalsvík Stöðvarfjörður Djúpivogur ca 105 km. 13. júlí Fáskrúðsfjörður Reyðarfjörður Eskifjörður Reyðarfjörður ca175km. Neskaupstaður Seyðisfjörður Egilsstaðir Egilsstaðir ca 70km. 14. júlf Egilsstaðir Egilsstaðir ca Okm. 15. júlí Reykjahlfð Reykjahlfö ca 170km. 16. júií Húsavik Akureyri Akureyri ca 155 km. 17. júlí 18. júlí Akureyri Dalvík Ólafsfjörður Akureyri ca Okm 19. júlí Siglufjörður Hofsós Sauðárkrókur Hofsós ca155km. Blönduós Hvammstangi Hvammstangi ca. 150 km. 20. júlf 21. júlf Hólmavik Súðavík Hólmavfk ca 50 km. 22. júlf isafjörður Bolungarvfk isafjörður ca 30 km. 23. júlf Flateyri Þingeyri Búðardalur Stykkishólmur Búöardalur ca 50 km. 24. júlf Borgarnes Akranes Borgarnes ca180km. Mosfellssveit Reykjavfk Reykjavfk ca 160 km. Samtals vegalengd ca 1.965km. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Kosningarnar í Ástralíu: Hawke virðist hafa of- metið vinsældir sínar NÚ eru aðeins þrír dagar til þingkosninganna í Ástralíu og ef marka má niðurstöður í skoðanakönnunum gæti svo farið, að Bob Hawke forsætisráðherra biði ósigur og Fijálslyndi flokkur- inn, sem er íhaldsflokkur, undir forystu John Howards og Þjóðarflokkurinn sem Sir Johannes Bjælke-Petersen leiðir, myndi næstu ríkisstjórn. Víst væru þau úrsiit með ólíkindum, þar sem Bob Hawke og flokkur hans hafði mikinn byr í upphafi kosninga- baráttu. Þá var talið að Verkamannaflokkurinn mundi vinna glæsilegan sigur og fá að minnsta kosti fimmtán prósent meira fylgi en stjórnarandstaðan, Fijálslyndi flokkurinn og Þjóðarflokk- urinn. Og Hawke sæti við stjóm þriðja kjörtímabilið í röð. hægur og ábyrgur. Og allt í einu farinn að tala eins og stjóm- málamaður, að sögn ástralskra blaða; gaf innantómar jrfirlýsing- ar í tíma og ótíma um allt og ekki neitt. Hann forðaðist að koma þar fram sem hann þyrfti að halda ræður, en fór þess í stað á mannamót þar sem hann þrýsti hendur í gríð og ergi og kyssti böm á vangann. Hann harðneitaði Með það í huga, að ekkert virtist ógna Verkamanna- flokknum í upphafí kosningabar- áttunnar er staðan nú með ólíkindum; í staðinn fyrir fimmtán prósenta forskot fyrir fáeinum vikum, benda skoðanakannanir til að Verkamannaflokkurinn sé nú aðeins einu prósenti yfír. Það mun svo ráðast á þessum síðustu dög- um, hvort stjómarandstöðunni tekst að hafa sigur, eða hvort Hawke tekst að merja það að ná meirihluta. Stjómmálafréttaritarar segja, að ýmsar ástæður ráði því, að vopnin hafa snúizt í höndunum á Hawke. í fyrsta lagi lagði stjóm- arandstaðan fram mjög ítarlegar tillögur um skattalækkanir, sem kjósendur virðast ekki hafa gefið gaum framan af. í þessum tillög- um er gert ráð fyrir að lækka hæstu skattprósentu á einstakl- ingum úr 49% í 38%, afnumdir verði ýmsir skattar, sem stjóm Verkamannaflokksins hefur lagt á, dregið stórlega úr rfkisútgjöld- um, aðallega með auknum spam- aði og hagræðingu í rekstri, skattprósenta fyrirtaékja skal lækka um allt að sjö prósent. í efnahagstillögum FVjálslynda fiokksins var einnig gert ráð fyrir að hlutabréf í Australian Airlines, sem annast innanlandsflug, verði seld á almennum markaði, svo og allt að 49% í Flugfélaginu Quant- as. Minnzt var á að til greina kæmi að bjóða til sölu hlutabréf í fleiri ríkisfyrirtækjum. Skömmu eftir að Fijálslyndi flokkurinn hafði lagt fram þessar tillögur kom fram í skoðanakönn- unum, að meirihluti kjósenda taldi að skattamál væru aðalmál kosn- inganna. Flestum spurðra hugn- aðist vel þær hugmyndir sem Fijálslyndir settu fram, en sögð- ust þó flestir ætla að kjósa Verkamannaflokkinn. Af þessu mátti auðvitað draga þá ályktun, að persónulegar vinsældir Haw- kes myndu verða það sem réði úrslitum, þrátt fyrir allt. Því að bersýnilega höfðu kjósendur ekki trú á fæmi Howards, hvorki til að vera í forystu né framkvæma þau áform, sem hann og flokkur hans boðuðu. John Howard sýndi þess engin merki, að þessar niðurstöður drægju úr honum kjarkinn. Hann hefur verið á stöðugum ferðalög- um síðan kosningabaráttan hófst, haldið margar ræður dag hvem bæði til að kynna skattatillögum- ar og hann hefur gagnrýnt mjög harðlega efnahagsstefnu þá, sem hefur leitt til þess, að eriendar skuldir hafa margfaldast, ástr- alski dollarinn hefur snarlækkað og fyrirtæki hafa unnvörpum orð- ið gjaldþrota. Howard hamraði á þvf, að Hawke væri að fara aftan að kjósendum; hann boðaði til Bob Hawke og Hazel eiginkona hans kosninganna 13 mánuðum fyrr en hann þyrfti, af þeirri einföldu ástæðu að ástandið myndi versna enn á næstu mánuðum. Þess vegna sæi Hawke fram á að eini ' möguleikinn á að ná forsætisráð- herraembættinu í þriðja sinn, væri að halda kosningar áður en ástandið versnaði enn.Á þingi nú hefur Verkamannaflokkurinn 82 sæti, Fijálslyndir 45 og Þjóðar- flokkurinn 21. Bob Hawke þótti mjög sérstak- ur pólitíkus í upphafí ferils síns. Hann var nánast uppalinn í verk- lýðshreyfingunni. Gat með nokkmm rétti státað af því að vera í orðsins fyllstu merkingu „maður fólksins." Hann var hreinn og beinn í framkomu, sum- ir sögðu að hann væri beinlínis óheflaður. Málflutningur hans og málfar var umdeilt, sumir lofuðu hann fyrir einlægni og að hann væri laus við skrúðmælgi og gjálf- ur stjómmálamannanna, aðrir sögðu að hann talaði ekki kjam- yrt heldur ruddafengið mál og gróft. Mörgum fannst ósköp sjar- merandi og manneskjulegt, að hann skyldi ekki fara í launkofa með það, að honum þætti gott að fá sér neðan í því - og ætti til að fá sér einum of marga. í kosningabaráttunni nú birtist svo allt í einu allt annar Bob Hawke. Vel greiddur, landsföður- legur og prúðmannlegur í fasi, að tala við blaðamenn, nema um „mjúku“ málin og tókst það þá óhönduglega. Brátt var mörgum nóg boðið. „Hawke hefur viílzt inn í amriska sápuóperu, hann segir ekkert nema rugl og vitleysu. Hann virðist vera búinn að gleyma því að það eru kosningar í undir- búningi,“ sögðu blöðin og lesenda- bréfín streymdu inn þar sem menn lýstu vonbrigðum sínum. Hin nýja ímynd Hawke féll aldeilis ekki í kramið hjá kjósendum. Stjómar- andstaðan færðist í aukana og hafði nú betra tak á Hawke en áður, þar sem kjósendur vom ekki aðeins undrandi, heldur fam- ir að gera stólpagrín að forsætis- ráðherranum. Hawke hélt enn um hríð áfram landsföðurleiknum og lét Paul Keating, fjármálaráð- herra það eftir, að halda bitastæð- ar ræður eða reyna að veija stjómina. En forystu Verka- mannaflokksins var orðið ljóst, að þeim hafði orðið á dæmalaus skyssa og nú var annað hvort að duga eða drepast. Eins og áður sagði hafði forskot Verkamanna- flokksins verið traust , þegar Hawke blés til baráttu í apríliok, en nú örfáum dögum fyrir kosn- ingar nánast að engu orðið. I lok síðustu viku kom forystu- sveit flokksins saman til skyndi- fundar. Þar hefur væntanlega verið rætt um þau herfílegu mis- tök sem stjómin hefur gert, og hversu mjög menn hafa ofmetið Hawke og vinsældir hans. Og væntanlega hefur einnig verið rætt, að Verkamannaflokkurinn hefur stórlega vanmetið hæfíleika John Howards. Altjent var gefín sú tvíræða yfirlýsing að fundinum loknum, að Hawke myndi „bretta upp ermamar" og taka tií hend- inni. Það þýðir væntanlega, að Hawke á að fara úr yfírvegaða og pottþétta landsföðurgervinu og taka upp fyrri háttu. En það er spumingin.hvort þessir sfðustu dagar duga til að stöðva fram- gang stjómarandstöðunnar. Heimíld: Far Eastern Economic Review, Reuter

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.