Morgunblaðið - 08.07.1987, Síða 22

Morgunblaðið - 08.07.1987, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1987 Ráðherralisti Sjálfstæðisflokksins: AF INNLENDUM VETTVANGI eftir AGNESIBRAGADÓTTUR Matthías boðaði átök yrði hann ekki ráðherra Ráðherrar Sjálf stæðisflokksins Nýkosin ráðherraefni Sjálf- stæðisflokksins að þingflokks- fundi í gær loknum. Frá vinstri: Birgir ísleifur Gunnarsson, sem verður menntamálaráð- herra, Friðrik Sophusson, verður iðnaðarráðherra, Matt- hías A. Mathiesen, verður samgönguráðherra, og Þor- steinn Pálsson, verður forsætis- ráðherra. PÓLITÍSK framtíð Þorsteins Pálssonar, formanns Sjálfstæðis- flokksins, sem tekur við embætti forsætisráðherra í dag, virðist óráðnari en nokkru sinni fyrr, eftir að Matthías A. Mathiesen, fráfarandi utanríkisráðherra, taldi Þorstein á að gera tillögu um hann í ráðherrastól, gagnstætt þvi sem formaðurinn hafði í huga. Matthias verður samgönguráðherra í þeirri rikisstjórn sem tekur við völdum í dag. Er það af mörgum talin visbending um veika stöðu formannsins innan Sjálfstæðisflokksins, að hann skuli ekki hafa haft bolmagn til þess að skipta út öllum eldri ráðherrum flokksins, eins og hann hafði látið í veðri vaka að hann hygðist gera. Jafnframt gerir þessi ráðstöfun Þorsteini erfiðara um vik hvað varðar samskipti við aðra fráfarandi ráðherra, þvi fram til þessa hafa menn talið að ráðherrarnir, þau Ragnhildur Helgadótt- ir, Sverrir Hermannsson og Matthías Bjarnason, myndu una þvi sæmilega að hverfa úr ráðherrastól, að þvi tilskyldu að fráfar- andi ráðherrar hættu allir utan flokksformaðurinn sjálfur. Ráðherrar Sjálfstæðisflokks- ins í þeirri ríkisstjórn sem tekur við völdum í dag eru: Þorsteinn Pálsson, forsætisráðherra, Frið- rik Sophusson, iðnaðarráðherra, Birgir ísleifur Gunnarsson, menntamálaráðherra, og Matt- hías Á. Mathiesen, samgönguráð- herra. Fróðlegt er að rifja upp nú með hvaða hætti val ráðherranna fór fram í þingflokki Sjálfstæðisflokks- ins 1974 og 1983. í bæði skiptin fór fram skrifleg kosning f þing- flokknum. Árið 1974, þegar þingmenn flokksins voru 25, hlutu þeir Geir Hallgrímsson og Matthías Bjamason 22 atkvæði hvor, Matt- hías Á. Mathiesen fékk 17 atkvæði og Gunnar Thoroddsen 16 atkvæði. 1983 hlutu 15 þingmenn flokksins atkvæði í ráðherrakosningunni. Geir Hallgrímsson hlaut þá flest atkvæði, 19. Albert Guðmundsson fékk 14 atkvæði, Matthfas Á. Math- iesen hlaut 13 atkvæði, Matthías Bjamason 12 atkvæði, Sverrir Her- mannsson 12 atkvæði og Ragn- hildur Helgadóttir 11 atkvæði. Aðrir þingmenn sem hlutu atkvæði í þessari kosningu voru Eyjólfur Konráð Jónsson, Pétur Sigurðsson, Lárus Jónsson, Birgir ísleifur Gunnarsson, Þorsteinn Pálsson, Friðrik Sophusson, Friðjón Þórðar- son, Ellert Schram og Þorvaldur Garðar Kristjánsson. Atkvæðin vom frá þremur og upp í 9 at- kvæði á þingmann. Tillaga f ormanns sam- þykkt með 15 atkvæð- um, tveir sátu hjá Á þingflokksfundi Sjálfstæðis- flokksins í gær, sem hófst kl. 15 og stóð í þrjú korter, var ráðherra- kjörið á hinn bógnn með þeim hætti að Þorsteinn Pálsson, formað- ur Sjálfstæðisflokksins, lagði fram tillögu þess efnis að samráðherrar hans í ríkisstjóminni yrðu Friðrik Sophusson, iðnaðarráðherra, Birgir ísleifur Gunnarsson, menntamála- ráðherra, og Matthías Á. Mathies- en, samgönguráðherra. Að loknum allnokkrum umræðum var tillagan borin undir atkvæði með handaupp- réttingum. Tillaga formannsins var samþykkt með 15 atkvæðum, en tveir sátu hjá og Þorvaldur Garðar Kristjánsson var fjarverandi sökum lasleika. Konumar í þingflokki Sjálfstæðisflokksins lýstu yfir óánægju sinni með það að engin kona yrði ráðherra. Ragnhildur Helgadóttir reifaði þetta sjónarmið og undir það tóku þær Salóme Þor- kelsdóttir og Þórunn Gestsdóttir, formaður Landssambands sjálf- stæðiskvenna. Ég hef heimildir fyrir því að Matthías Bjamason og Egill Jónsson hafi setið hjá við atkvæða- greiðsluna. Egill Jónsson mun hafa verið ómyrkur í máli er hann heyrði ráðherralistann og sagt að þeir menn sem kæmu til með að setjast í þau ráðuneyti sem Sverrir Her- mannsson hefur stýrt, þ.e. mennta- mála- og iðnaðarráðuneyti, stæðu honum langt að baki. Tók hann svo djúpt í árinni að segja að þetta ráð- herraval væri einhver versti heimanmundur sem hægt væri að leggja upp með í ríkisstjóm. Lands- byggðarþingmenn eins og Pálmi Jónsson, Friðjón Þórðarson og Egg- ert Haukdal tóku undir það sjónar- mið að hlutur landsbyggðarinnar væri óviðunandi. Matthías Bjama- son sagði einungis að hann væri ekki búinn að jafna sig á þessari tillögu og sat síðan hjá við atkvæða- greiðsluna. „Okkur var vandi á höndum“ Þorsteinn Pálsson sagði við fréttamenn að afloknum þing- flokksfundinum í gær er hann og Ólafur G. Einarsson kynntu niður- stöðu fundarins að miklar umræður hefðu verið á fundinum um val á ráðherrum. „Okkur var vandi á höndum. Við þurfum að gæta margra sjónarmiða og þegar kostur er á að velja úr hópi margra hæfi- ieikamanna, en aðeins 4 sæti eru til reiðu, þá getur maður auðvitað ekki gert tillögu, eins og maður hefði helst kosið," sagði Þorsteinn, en vildi ekki tjá sig frekar um það hvemig hann hefði helst kosið að gera tillögu. Kvaðst hann vonast til þess að þessi hópur myndi starfa vel saman og reynast samhentur. Þorsteinn var spurður hvort ekki hefði mátt skilja orð hans sl. vetur á þann veg, að hann hygðist skipta út öllum gömlu ráðherrum Sjálfstæðisflokksins. Nú hefði hann gert tillögu um Matthías Á. Mathiesen. Hvað hefði breyst: „Ég minntist á það í blaðaviðtali að ég myndi koma fram með full- trúa nýrrar kynslóðar í ríkisstjóm sem við kynnum að eiga aðild að og það hefiir gerst hér í dag,“ sagði Þorsteinn. Hann var þá spurður hvort Mátthías væri að hans mati fulltrúi nýrrar kynslóðar: „Hann er einn af fjórum ráðherrum Sjálf- stæðisflokksins," var svar Þor- steins. Matthías ákveðinn í að verða ekki af ráðherrastól Matthías mun hafa brugðist ókvæða við er hann fékk af því pata að Þorsteinn hygðist ekki gera hann að ráðherra. Hann hefur sagt að það yrði ekki gengið framhjá fyrsta þingmanni næststærsta kjör- dæmisins, Reykjaneskjördæmis. Það væri nánast óhugsandi fyrir Sjálfstæðisflokkinn að gerast aðili að ríkisstjóm, án þess að flokkurinn ætti ráðherra úr Reykjaneskjör- dæmi, og hann sem fyrsti þingmað- ur kjördæmisins og helsti foringi fiokksins í kjördæminu, með átta ára ráðherrareynslu, væri nánast sjálfkjörinn í ráðherraembætti. Eins og gefur að skilja hafa margr þingmenn Sjálfstæðis- flokksins rennt hýru auga til ráðherrastóla í þeirri ríkisstjóm sem tekur við völdum í dag. Auk Þor- steins hafa verið tilnefndir þing- mennimir Friðrik Sophusson, Birgr ísleifur Gunnarsson, Ólafur G. Ein- arsson, Halldór Blöndal, Eyjólfur Konráð Jónsson, Pálmi Jónsson og svo gömlu ráðherramir, þau Matt- hías Á. Mathiesen, Sverrir Her- mannsson og Ragnhildur Helgadóttir. Það hefur legið fyrir að Matthías Bjamason sækist ekki eftir ráðherrastól á nýjan leik. Þeg- ar hugað er að skiptingu ráðherra- embættanna eru að sögn höfð til hliðsjónar ákveðin sjónarmið, svo sem það að Reykjavík eigi sinn ráð- herra, eða sína ráðherra, og að Reykjanes fái sinn ráðherra. Þá er iðulega leitast við að einn ráðherra flokksins sé úr kjördæmi utan suð- vesturhomsins. Að vísu átti Sjálf- stæðisflokkurinn á Reykjanesi engan ráðherra frá 1965 til 1971 og enginn ráðherra flokksins var utan suðvesturhomsins á árunum 1959 til 1965, þannig að skipan ráðherranna hefur í gegnum tíðina verið með ýmsum hætti. Flestir bjuggust við að öllum gömlu ráðherr- unum yrði skipt út Flestir lögðu þann skilning í orð Þorsteins Pálssonar í vetur, þegar hann sagðist sjálfur mundu velja sín ráðherraefni og boðaði kyn- slóðaskipti, að hann hefði í hyggju að skipta út öllum gömlu ráðheirun- um. Síðan hafa menn velt vöngum yfir því hveijir yrðu ráðherrar ríkis- stjómar Þorsteins Pálssonar. Þorsteinn mun hafa kynnt sér með einkasamtölum við þingmenn- ina hvemig landið lægi og hveijir ættu mestan stuðning vísan í ráð- herrastól. Hann mun hafa fengið nokkra vissu fyrir því í fyrradag að Ragnhildur og Sverrir myndu ekki bregðast mjög hart við, þótt hann gerði ekki tillögu um þau sem ráðherra. Það kom reyndar á dag- inn á þingflokksfundinum í gær, hvað Sverrir varðar, og höfðu þing- menn Sjálfstæðisflokksins á orði að Sverrir Hermannsson hefði kom- ið stórmannlega fram á þessum fundi. Ragnhildur var hins vegar mun harðari í afstöðu sinni á þing- flokksfundinum í gær. Þorsteinn mun einnig hafa haft hug á því að kanna hvem stuðning Halldór Blöndal hefði í þingflokkn- um, til ráðherradóms. Formaðurinn kannaði því hljóðið í þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, en komst þá að þeirri niðurstöðu að þótt Halldór nyti ákveðins stuðnings, þá voru önnur sjónarmið sem þingmenn töldu mikilvægari, þ.e.a.s. að Reykjanes fengi einn ráðherra. Þá stóð hann frammi fyrir þvi að að gera upp hug sinn um þingmenn Reykjaneskjördæmis, og tii þess ná endumýjunarmarkmiðinu, vildi Þorsteinn gera tillögu um Ólaf G. Einarsson, formann þingflokksins, sem ráðherra. Það er á þessu stigi sem Matthí- Morgunblaðið/Einar Falur as Á. Mathiesen fer í gang fyrir alvöru og lýsir þeirri skoðun sinni, að ekki komi til greina að hann sætti sig við að framhjá honum verði gengið. Mun hann hafa greint Þorsteini frá því að ef hann gerði tillögu um annan en sig, þá væri hann beinlínis að segja Sjálfstæðis- flokknum í Reykjanesi stríð á hendur. Stuðningsmenn ólafs G. Einars- sonar segjast telja það furðulegt hversu stíft menn sækjast eftir ráð- herradómi, hafi þeir á annað borð einu sinni komist í ráðherrastól. Em þeir þeirrar skoðunar að framkoma Matthíasar í garð Ólafs hafi ekki verið stórmannleg og telja það beinlínis óskiljanlega afstöðu að ekki komi til greina að neinn af þingmönnum flokksins verði ráð- herra, nema fyrsti þingmaðurinn. Þá segja þeir það furðulegt að Matthías, sem hefur starfað með Ólafi í 16 ár, og verið ráðherra þar af í 8 ár, skuli ekki geta unnt Ólafí þess að setjast í ráðherrastól eitt kjörtímabil. Ólafur vildi ekki ráðherradóm í and- stöðu við Matthías Ólafsmenn segjast þó telja að Þorsteinn hafi ekki getað annað en gert tillögu um Matthías, fyrst hann sótti það jafnstíft og raun ber vitni. Þeir benda á að ef það hefði ekki verið gert, þá hefði sú hætta vissu- lega verið fyrir hendi að Matthías yrði leiðtogi fyrir stórum óánægju- hópi, og við slíkum innri átökum megi Sjálfstæðisflokkurinn ekki nú, í þeim sárum sem hann sé. Auk þess sé einingin í Sjálfstæðisflokkn- um á Reykjanesi það þýðingarmikil, að henni sé ekki fómandi vegna persónulegrar togstreitu tveggja manna. Aðrir í Sjálfstæðisflokknum telja að það sé ekki óeðlilegt að tengja saman í ríkisstjóm fulltrúa nýs tíma og gamals. Yngri mennimir hafí á undanfömum áram oftlega verið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.