Morgunblaðið - 08.07.1987, Síða 24
I
24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1987
Chernobyl:
Morgunblaðið/PPJ.
Flugvélin sem fórst. Hún var af gerðinni Partenavia P-68 Victor
og var notuð við hvalatalningu hér við land fyrir nokkrum árum á
vegum alþjóða hvalveiðiráðsins.
Flugslysið í Færeyjum:
Rakst á Högafjall
1 miklu þokuþykkni
Var að koma inn til lendingar í V ogey
i Þórshöfn, Færeyjum. Frá Snorra Halldórssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
Helmingur hæðarstýrisins, sem
fannst uppi á kletti í nágrenni
flugvallarins, nægði til að sann-
færa leitarmennina um, að
flugvélin, sem var með þrjá menn
innanborðs, hefði rekist á bjargið
og fallið síðan í sjóinn.
Síðla dags á mánudag átti að
heQa grindartalningu við Færeyjar.
Var flugvélin fengin á leigu í þessu
skyni og kom hún frá Kirkwall á
Orkneyjum. Flugvélin var í aðflugi
að flugvellinum á Vogey um klukk-
an hálfeitt á mánudag og átti
skammt eftir ófarið, þegar flug-
tuminn missti sambandið við hana.
Umfangsmikil leit var þegar hafin
og stóð alla nóttina.
í gærmorgun (þriðjudag) sá
áhöfnin á færeyska landhelgisskip-
inu Olavur helgi annan helming
hæðarstýris vélarinnar uppi í Höga-
ijalli, sem er 515 m hátt og stendur
við Sörvogsfjörð. Annars voru menn
í fyrstu ekki vissir um, hvort flug-
vélin hefði fallið í sjóinn eða hvað
hefði gerst, en um nóttina fannst
brak úr henni í sjónum.
Flugvélin var komin í aðflugs-
stefnu, þegar hún rakst á fjallið í
lágfluginu. Tekið skal fram, að
hvorki áætlunarflug frá íslandi né
Danmörku var til Færeyja á mánu-
dag vegna slæms skyggnis af
völdum þokuþykknis.
Leit var haldið áfram fram eftir
gærdeginum, en lítil von þótti til,
að mennimir þrír fyndust á lífi. I
vélinni voru tveir Bretar og einn
Bandaríkjamaður. í Vogey stóð til,
að Færeyingur bættist í hópinn til
að taka þátt í hvalatalningunni í
kringum Færeyjar.
Ekki er vitað um ástæður þess,
að flugvélin rakst á fjallið, en rann-
sókn er þegar hafín.
Frakkland:
Verður stjórnmála-
samsambandinu-
við fran slitið?
París, Reuter.
Forsætisráðherra Frakka,
Jacques Chirac, sagði í gær að
tíl greina kæmi að Frakkar slitu
stjónunálasambandi sinu við ír-
an, ef starfsmaður sendiráðs
landsins neitaði að bera vitni við
rannsókn hryðjuverkamáls. í við-
tali við dagblaðið Le Monde sagði
Chirac m.a.: „Það er augljóst að
við getum ekki beðið til eilífðar-
nóns og verðum að neita allra
bragða til þess að tryggt sé að
réttlætinu verði fullnægt. Til
þess eru ýmsar leiðir, þar með
talin stjóramálasambandsslit.
Ný sovézk
kjarnorku-
tilraun
Moftkvu, Reuter.
SOVÉTMENN sprengdu í gær
tilraunakjaraorkusprengju á til-
raunasvæði sínu í Yakutskaya i
Síberíu.
Að sögn talsmanns hins opinbera
var sprengjan 20 kílótonn, sem jafn-
gpldir að í henni hafí verið 20.000
tonn af dínamiti. Hann sagði einnig
að hún hefði verið sprenngd í „þágu
kjameðlisfræðinnar". Sovétmenn
hafa sprengt sjö kjamorkusprengj-
ur í tilraunaskyni frá þvi í febrúar
sl.
Allt veltur á afstöðu írana.“
Maðurinn, sem hryðjuverkadóm-
stóll Frakklands vill ná tali af heitir
Vahid Gordij og er skráður sem
sendiráðstúlkur og nýtur því ekki
friðhelgi stjómarerindreka. Lög-
reglan telur að þrátt fyrir að Gordij
sé lágt settur að nafninu til, sé
hann næstráðandi í sendiráðinu og
í raun háttsettur leyniþjónustumað-
ur. Hún hefur því umkringt sendi-
ráðið til þess að geta komið yfír
Gordij höndum reyni hann að yfir-
gefa það. Hryðjuverkadómstóllinn
telur að hann sé á einhvem hátt
tengdur sprengjufaraldrinum í
París í fyrra, en þá létust 13 manns
og meira en 250 særðust.
Chirac útilokaði alfarið að lög-
reglan kynni að freista þess að
hafa hendur í hári Gordijs innan
sendiráðsins. „Það em alþjóðaregl-
ur [um sendiráð] og Frakkland
hlítir þeim.“
Forsætisráðherrann sagði að það
væri alfarið á hendi írana að leysa
málið og bætti við að hann myndi
ekki grípa fram fyrir hendumar á
dómskerfínu með því að veita Gordij
friðhelgi á einn eða annan hátt.
Samskipti írana og Frakka hafa
aldrei verið jafnslæm og nú og voru
þau þó ekki upp á marga físka fyr-
ir. Frakkar hafa stutt við bakið á
írökum í stríði þeirra við írani og
er Frakkland annað mesta vopna-
söluland íraka á eftir Sovétríkjun-
um.
Réttarhöld vegna kjarn-
orkuslyssins hefjast
Þrír sakborninga í Chemobyl: Viktor Bryukhanov, fyrrv. forstjóri,
Anatoly Dyatlov, aðstoðarverkfræðingur, og Nikolai Fomin, yfirverk-
fræðingur.
Moftkvu, Reuter.
FYRRVERANDI forstjóri kjara-
orkuversins í Chernobyl og fimm
aðstoðarmenn hans komu fyrir
rétt í dag, en sovéskir saksóknar-
ar freista þess nú að koma lögum
yfir þá sem ábyrgð bera á mesta
kjaraorkuslysi sögunnar. Málið
er rekið i sal Menningarhússins
í Chernobyl, aðeins 18 km frá
kjamorkuverinu. Dómarinn í
málinu, hæstaréttardómarinn
Raimond Brize, sagði að málið
gegn mönnunum sex væri rekið
til þess að komast að þvi í hveiju
„brot þeirra á reglum um tækni-
öryggi" fælust.
Réttarritari las upp skýrslu rann-
sóknamefndar um meint brot
sakbominga á öryggisreglum
kjamorkuvera.
Ákærumar vom reyndar ekki
lesnar upp, en samkvæmt hinni
opinberu fréttastofu TASS verða
þeir kærðir fyrir brot á 220. grein
refsilaga Úkraínu. í greininni er
kveðið á um ábyrgð þeirra sem
bijóta öryggisreglur í sprengihætt-
um verksmiðjum, sem valda alvar-
iegu tjóni á mönnum eða öðmm
alvarlegum afleiðingum.
Talið er að réttarhöldin standi í
a.m.k. þijár vikur — jafnvel lengur.
A þeim tíma verða um 50 manns
leidd fram til vitnis, en talið er
fullvíst að málinu verði áfrýjað til
hæstaréttar.
Að minnsta kosti 31 maður lést
og 135.000 vom flutt burt af svæð-
inu eftir sprengingu og eldsvoða í
kjamorkuverinu hinn 26. apríl í
fýrra. í kjölfar þessa barst geisla-
virkt ryk yfír mikinn hluta Evrópu.
Reuter
Stúdentar mótmæltu hástöfum fyrir utan sjúkrahús Yonsei-háskóla, þar sem Lee lést.
Suður-Kórea:
Sakaruppgjöf sljórnar-
andstæðinga á næsta leyti
Seoul, Reuter.
CHUN DOO HWAN, forseti Suð-
ur-Kóreu, mun að öllum líkindum
náða stjórnarandstæðinginn Kim
Dae Jung innan skamms. Talið
er að það geri hann á fimmtudag
— sama dag og stúdentinn, sem
lést í óeirðum fyrir nokkru, verð-
ur borinn til grafar. Sagði
embættismaður í dómsmálaráðu-
neytinu að auk Kims yrði um
2000 manns gefnar upp pólí-
tískar sakir og borgararéttindi
þeirra tryggð. Er þetta i sam-
ræmi við lýðræðisáætlun þá, sem
forsetinn samþykkti í síðustu
viku. Til þessa hefur Kim Dae
Jung verið meinuð stjómmála-
þátttaka samkvæmt úrskurði
herréttar árið 1980, en þá var
Kim dæmdur fyrir undirróðurs-
starfsemi.
Helstu samtök stjómarandstæð-
inga sögðu í dag að þau hygðust
taka snaran þátt í jarðarför Lee
Han Yol, stúdents sem lést af völd-
um höfuðáverka er hann hlaut
þegar táragaskútur lögreglu skaust
á hann. Lee varð nokkurs konar
tákn baráttu stúdenta gegn stjóm-
völdum. Samtökin ítrekuðu þó að
minning Lees yrði ekki óvirt á neinn
hátt, en seinna yrði lýst yfír sérstök-
um mótmæladegi vegna dauða
hans.
Roh Tae Woo, leiðtogi stjómar-
flokksins og sá sem Chun forseti
vill að taki við af sér, sendi blóm-
sveig til sjúkrahússins þar sem Lee
Bahrain, Reuter.
ÍRAKSKAR herflugvélar réðust
á olíuskip við Kharg-eyju í fyrri-
nótt. Skipið, sem siglir undir
fána Kýpur, varð eldi að bráð,
en ekki er kunnugt um manntjón.
í tilkynningu frá írökum sagði
lést, en stúdentar tröðkuðu sveiginn
niður í svaðið.
í gær baðst yfírmaður lögregl-
unnar, Kwon Bok Kyung, opin-
berrar afsökunar á dauða Lees. „Ég
fínn til í hjarta mínu vegna hins
ótímabæra dauða hans,“ sagði
Kwon, „en hann hefur kennt lög-
reglunni lexíu um hlutverk sitt, sem
er að vemda líf og eignir borgar-
anna, en einnig að tryggja öryggi
ríkisins og halda lög og reglu."
að flugherinn hefði ráðist á tvö
„stór skotmörk" og er þá yfirleitt
átt við stór olíu- eða vöruflutninga-
skip. Engin staðfesting fékkst á að
á annað skip hefði verið ráðist.
Persaflói:
Enn ein árás
, . é