Morgunblaðið - 08.07.1987, Page 25

Morgunblaðið - 08.07.1987, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1987 25 Tveir hryðjuverka- menn Baska gripnir Weizsacker í Sovétríkjunum RICHARD von Weizsficker, for- seti Þýska sambandslýðveldisins, Ijær hér túlki sínum eyra á fundi þeirra Gorbachevs Sovétleiðtoga í gær. Weizsficker er nú í fimm daga opinberri heimsókn í Sov- étrikjunum. Leiðtogamir áttu tveggja stunda fund í gær. Að honum loknum sagði Weizsácker að Gorbachev og Kohl Þýskalandskanslari myndu hittast seint á árinu og áhersla yrði lögð á góð samskipti ríkjanna. Einnig Zambía-Zaire; Rúmlega 300 menn drukkna með ferju Ain morandi af krókódílum Lusaka, Reuter. ÓTTAST er að á fjórða hundrað menn hafi drukknað er ferju hvolfdi á ánni Luapala á landa- mærum Zambiu og Zaire i fyrrinótt. Áin er morandi af krókódilum á þeim slóðum, sem feijunni hvolfdi. Um borð í feijunni voru 470 manns, að því er næst verður komizt. Áttatíu mönnum tókst að synda til lands og 34 lík höfðu fundizt þegar síðast fréttist. Því er talið að á fjórða hundrað manns hafi drukknað. Þeir sem björguð- ust voru flestir ofan þilja á efsta dekki. Feijunni hvolfdi er hún tók niðri á sandrifi skammt frá landi. Var hún þá komin af siglingaleið og alltof nálægt árbakkanum. Slysið varð um miðja nótt og bendir allt til þess að bátsmaður, sem var á vakt í brú, hafi dottað. Talið er að flestir farþeganna hafi verið sofandi þegar feijunni hvolfdi skyndilega. Feijan var á leið frá Pweto til Kasenga er henni hvolfdi. Slysið varð skammt frá hafnarborginni Katabulwe í Zaire. Slysstaðurinn er um 640 km norður af Lusaka, höfuðborg Zambíu. í ^ ERLENT var ákveðið að Shevardnadze, ut- anríkisráðherra Sovétríkjanna, kæmi til Bonn. Madríd, Reuter. TVEIR hættulegustu hryðju- verkamenn Baska voru hand- teknir á hótelherbergi í Saragossa í fyrradag og er hand- takan talin vera meiriháttar sigur fyrir spænsku lögregluna. Jafnframt sagðist lögreglan hafa komið í veg fyrir öldu hryðju- verka á Costa del Sol. Kennsl voru borin á mennina við vegtálma við Barcelona. Var þeim veitt eftirför og fylgst með þeim allt þar til þeir fóru inn á hótel í Saragossa. Umkringdi lögreglan hótelið og voru mennimir tveir síðan teknir í áhlaupi. Hryðjuverkamennimir voru eftir- lýstir og taldir þeir hættulegustu í röðum Baska. Þeir heita Ines del Rio og Jose Luis Hermosa Urra. Sá fyrmefndi er talinn vera foringi hryðjuverkasveitanna í Madríd. Við vegtálmann uppgötvaði lög- reglan að þeir höfðu fölsuð skilríki en leyfðu þeim að halda áfram í von um að geta fylgt þeim eftir og náð félögum þeirra einnig. Var hryðjuverkamönnunum veitt eftir- för um 300 kílómetra leið til Saragossa. Þar sáust þeir skoða bifreið á bílastæði og fundust 35 kíló af sprengiefni í henni. Vegtálmar vom reistir við allar götur sem liggja til Barcelona í kjöl- far sprengjuárásar í verzlunarmið- stÖð í síðasta mánuði. Biðu 18 menn bana í sprengingunni. Þá var Frakki að nafni Jean Philippe Casavonne handtekinn í sólbaðsborginni Torremolinos á Costa del Sol á Spáni í gær. Hann er talinn vera félagi í hryðjuverka- sveitum Baska. Honum er gefið að sök að hafa verið að undirbúa felu- stað á Costa del Sol fyrir Ines del Rio og Jose Hermosa. Hann var einnig sagður undirbúa áætlun að- skilnaðarsamtaka Baska, ETA, um sprengjutilræði í verzlunarmiðstöð- um, ríkisfyrirtækjum og gegn hemaðarlegum skotmörkum. Lög- reglan lýsti yfír því að henni hefði tekizt að koma í veg fyrir sprengju- herferð á Suður-Spáni. Sjö bflar skemmdust þegar sprengja sprakk í gærmorgun í Baskaborginni Durango. Sex bflanna vom eign Frakka. Látið var vita um sprengjuna fyrirfram og sakaði því engann. Talið er að ETA beri ábyrgð á verknaðinum. Þau hafa beint spjótum sinum gegn frönskum fyrirtækjum á Spáni í þeirri von að hindra framsal meintra baskneskra spellvirkja frá Frakk- landi. Frakkar hafa afhent spænsk- um yfírvöldum 69 slíka á þessu ári. Loks særðust fjórir hermenn í eldflaugaárás á yfírmann spænska hersins í borginni San Sebastian á Norður-Spáni. 'AN TOMMUR STGR. BYÐUR EINHVER BETUR? HUOMBÆR | . I e ■ '•'v.' w\! •' v.\_______-'1 HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999 Umboðsmenn: Bokaskemman Akranesi, Kaupfélag Borgfirdinga, Hljómtorg ísafirði, Kaupfélag Skagfirdinga Sauðárkróki, KEA Akureyri, Hadiover Húsavík, Skógar Egilsstöðum, Kaupfélag Héraösbúa Egilsstöðum, Myndbandaleiga Heydarfjardar Reyðarfirði, Ermœ Neskaupsstað, Djúpiö Djúpavogi, Hornabær HomaUröi, Kaupfélag Rangæinga Hvolsvelli, M.M. búdin Selfossi, Has Þorlákshöfn, Fataval Keflavík, Hafeindaþjónusta Ómars Vestmannaeyjum, Hadioröst Hafnarfirði, JL Húsid Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.