Morgunblaðið - 08.07.1987, Page 31

Morgunblaðið - 08.07.1987, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1987 31 /O LÍMBÖND TIL MARGRA HLUTA NYTSAMLEG Atríði úr myndinni “Hættuástand“ sem nú er sýnd í Regnboganum. Hættuástandu í Regnboganum KVIKMYNDAHÚSIÐ Regnbog- inn sýnir um þessar mundir bandarísku grínmyndina „Hættuástand" (Critical Conditi- on). í aðalhlutverki er gaman- leikarinn Richard Pryor en með önnur hlutverk fara Rachael Tictin, Ruben Blades, Sylvia Mi- les o.fl. í fréttatilkynningu frá Regn- boganum segir að myndin fjalli um það hættuástand sem skapast þegar rafmagnið fer af stóru sjúkrahúsi og vararafstöðin fer ekki í gang. Undir þessum kringumstæðum not- ar einn sjúklingur af geðdeild, leikinn af Richard Pryor, tækifærið til þess að læðast á brott. Honum tekst þó ekki að flýja en er tekinn í misgripum fyrir frægan lækni sem von var á og látinn taka við stjóm sjúkrahússins. Leikstjóri myndarinnar er Micha- el Apted en hann leikstýrði einnig myndinni „Dóttir kolanámumanns- ins“. Hin þekktu TESA-LÍMBÖND eru til í mörgum gerðum, enda eru þau til margra hluta nytsamleg. Við bjóðum upp á máln- ingarlímbönd, einangrunarlímbönd, teppalímbönd, kjallím- bönd, viðgerðarlímbönd, sjálflímandi þéttilista, límbands- statív og fleira, allt frá TESA. Ennfremur eigum við hin frábæru TESA-innpökkunarlím- bönd fyrirliggjandi, brún og glær í mörgum gerðum. VIÐ PRENTUM Á INNPÖKKUNARLÍMBÖND -þar með er límbandið orðið að góðri og ódýrri auglýsingu. Heildsölubirgðir: J.S. HELGASON HF Draghálsi 4, Reykjavík. Símar: 91-37450 & 91-35395. Selfoss: Fékk f imm laxa á Halta hanann 4-6 laxar á stöng á dag að meðaltali Selfossi. STANGVEIÐIMENN á Selfossi bíða eftir þvi að fá góða göngu í ána. Frá þvi stangveiðin hófst hafa fengist þetta 4 til 6 fiskar á dag að meðaltali. Sigurður Sveinsson lögfræðingur fékk á dögunum 5 laxa fyrsta daginn sem hann var í ánni og alla á Halta hanann sem er ný túba, hönnuð af Helga Finnlaugssyni á Selfossi. Laxamir voru 5, 13, 14, 16 og 17 pund og fékk Sigurður fjóra þeirra í Víkinni og einn á Miðsvæð- inu. Jafnframt því að þetta var fyrsti dagur Sigurðar þá voru þenn- an dag 14 ár síðan hann setti í sinn fyrsta lax og einnig var þennan dag 85 ára afmælisdagur föður hans, Sveins Sveinssonar bflstjóra. Veiðimenn telja að laxinn hafi gengið snemma upp Ölfusá, áður en stangveiðin hófst, og segja það ástæðuna fyrir góðri veiði á efri svæðum Hvítár. Þeir laxar sem fengist hafa á veiðisvæðunum á Selfossi hafa flestir tekið túbu. — Sig. Jóns. Nýr fram- kvæmdastjóri Kópavogshælis Heilbrígðisráðherra hefur ný- veríð skipað Pétur J. Jónasson, sálfræðing, framkvæmdastjóra Kópavogshælis. Pétur gegndi áður starfi starfs- mannastjóra Ríkisspítala. Menningarstofnun Bandaríkjanna: Ein myndanna á sýningunni Sýning á myndverkum Jóns Baldvinssonar Grímuteikning- ar í Hafnarborg HÉR á landi er nú staddur danski myndlistamaðurínn Anders Hjul- er. Á morgun, fimmtudag, opnar hann sýningu á teikningum af grímum i sýningarsalnum Hafn- arborg í Hafnarfirði. Anders Hjuler er fæddur í Holstebro árið 1946 og hefur nú vinnustofu í Kaupmannahöfn. Hann stundaði nám í listasögu við Árósa- háskóla og málaralist og grafík við listaakademfuna f sömu borg 1967 - 68. Einnig hefur hann stundað nám í París og víðar. Hjuler hefur haldið fjölmargar sýningar m.a. í listaakademíunni í Árósum, Listasafninu í Ribe, „Hús- inu“ í Kaupmannahöfn og enn fremur hefur hann haldið sýningar í Grikklandi. Sýning Hjulers f Hafnarborg verður opin frá kl. 14 - 18 frá 9. til 23. júlí. SÝNING á myndverkum Jóns Baldvinssonar verður opnuð i Menningarstofnun Banda- ríkjanna á morgun, fimmtudag- inn 9. júlí. segir þann 9. júlí kl. 18.00 og verð- ur opin alla virka daga nema fimmtudaga frá kl. 8.00 til 17.00, frá 8.00 til 20.00 á fímmtudögum og frá 14.00 til 22.00 um helgar. í fréttatilkynningu frá stofnun- inni segir að Jón hafi undanfarin tvö ár stundað nám við San Fran- cisco Art Institute og hafí þar þróað nýjan persónulegan stfl. Þar segir að honum hafi tekist að blanda saman hinum hefðbundna íslenska stfl sínum og þeim straumum og stefnum sem ríkjandi eru í myndlist í Bandaríkjunum í dag. Með þessum hætti takist honum að fjá tilfínning- ar sínar á áhrifaríkan hátt. Listamaðurinn mun verða á staðnum frá kl.15 virka daga og allar helgar. Sýningunni lýkur 20. júlí 1987. Jón Baldvinsson er fæddur 29. október 1927 og hefur hann lagt stund á málaralistina frá árinu 1957. Hann hóf þó ekki nám fyrr en 1971 í Det Jydste Kunstakademi í Danmörku og í Myndsýn í Reykjavík undir stjóm Einars Há- konarsonar og Ingibergs Magnús- sonar. Jón hefur haldið tólf sýningar á Eitt verka Jóns Baldvinssonar á sýnmgunni í Menningarstofnun Bandaríkjanna. verkum sínum bæði hérlendis og í Danmörku. Sýningin í Menningarstofnun Bandaríkjanna hefst, eins og áður Fatlaðir safna fyrir íþróttahúsi ÍÞRÓTTAFÉLAG fatlaðra stendur nú fyrir fjársöfnun og á að nota það fé sem safn- ast til að reisa iþróttahús að Hátúni 12 í Reykjavík. Um síðustu helgi sigldu nokkrir úr íþróttafélaginu í gúmmíbátum niður Hvítá og var ætlunin að safna peningum meðal almennings með áheitum á siglingamenn. Viðbrögð fólks reyndust held- ur dræm og því hefur ÍÞróttafé- lag fatlaðra opnað gíróreikning númer 3200-5 fyrir þá sem leggja vildu fram fé til söfnunar- innar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.