Morgunblaðið - 08.07.1987, Side 37
Metsölublaðið Mannlíf komið út
Mannlíf er tímarít í takt við mannlífið heima og heiman
6. TBL. JÚli 1987 4. ÁRG. VERÐ kr. 319
Velferðarsjúkdómarnir, sem
herja á íslendinga, eru margir,
en ekki eru allir á einu máli um
hvernig beri að lækna þá. Ólafur
Sveinsson, hómópati, beitir til
þess aðferðum smáskammta-
lækninganna, punkta- og
svæðanuddi og handayfirlagn-
ingu. Um aðferðir hans og
hugmyndir um heilsufar íslend-
inga fjallar fróðleg grein.
Fyrir tiltölulega fáum árum var í
tísku, einkum meðal æskufólks,
að vera róttækur og vinstrisinn-
aður. En það er liðin tíð og gömul
tíska. Nú er það nánast púkó.
Hvað gerðist og hvers vegna?
Slíkar spurningar reifar Gestur
Guðmundsson, þjóðfélagsfræð-
ingur og gamall róttæklingur, í
skemmtilegri og forvitnilegri
grein.
Islensk stjórnvöld hafa fram til
þessa ekki verið sérlega ginn-
keypt fyrir því að virkja þá auðlind
sem hugvit er. Þannig varð Jó-
hannes Pálsson, uppfinninga-
maður, að flytja til Danmerkur,
tæplega sextugur að aldri, til að
koma hugmyndum sínum í fram-
kvæmd. Og nú telja Danir hann
meðal þriggja fremstu hugvits-
manna sinna.
Margumtalaður undirstöðuat-
vinnuvegur þjóðarinnar, útgerð-
in, hefur mátt þola öldugang
gegnum tíðina. En nú er talað
um góðæri í sjávarútvegi og fyrir-
tækin biómstra, a.m.k. velflest.
Er það hagstæðum ytri skilyrðum
að þakka eða hefur rekstur út-
gerðarinnar breyst til batnaðar
með því nýja fólki sem tekið hef-
ur við honum? Mannlíf ræðir við
nokkra fulltrúa hins nýja „út-
gerðaraðals", — Harald Stur-
iaugsson, sem ásamt bræðrum
sínum stjórnar ættarveldinu Har-
aldur Böðvarsson & Co. á
Akranesi, Brynjólf Bjarnason,
rekstrarhagfræðing, sem fór úr
bókaútgáfu yfir í stjórn stærsta
útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæk-
is landsins, Granda hf., og tvær
konur sem skipað hafa sér í rað-
ir útgerðarmanna, — Guðrúnu
Lárusdóttur í Hafnarfiröi og
Svanborgu Siggeirsdóttur í
Stykkishólmi.
Á árunum 1966-1970 fluttust yfir
300 íslendingar burt frá atvinnu-
leysi og óáran hér heima og
freistuðu gæfunnar hinum megin
á hnettinum, í Ástralíu. Mannlíf
hefur grennslast fyrir um hvernig
þeim vegnaði í fyrirheitna landinu
og heimsótt nokkra fulltrúa
þeirra, sem festu rætur og hinna
sem sneru aftur heim.
íslendingar hafa nú eignast full-
trúa í bandaríska geimferðaævin-
týrinu. Hann heitir Bjarni
Tryggvason og er fæddur og
uppalinn á Islandi til átta ára ald-
urs, en er nú í hópi fremstu
vísindamanna Kanada á sviði
loftaflsfræði. Mannlíf ræðir við
Bjarna um heima og geima.
Meðal hráefnis í merkilega heim-
ildamynd Ingu Dóru Björnsdótt-
ur og Önnu Björnsdóttur um
konurnar, sem giftust til Ameríku
uppúr stríðsárunum, eru lit-
myndir af Reykjavík þess tíma,
sem teknar voru af herljósmynd-
ara bandaríska setuliösins,
Samuel Kadorian. Mannlíf birtir
sýnishorn þessara stórmerku
mynda, sem trúlega eru ein-
hverjar fyrstu litmyndir sem hér
voru teknar, og ræðir við mann-
inn sem þær tók.
Geir Viðar Vilhjálmsson, sál-
fræðingur, var um árabil áber-
andi þátttakandi í félagslegri
umræðu á islandi, kallaður
„hippa-gúrú" með meiru, gekkst
fyrir umdeildu námskeiðahaldi
og setti fram ögrandi hugmyndir.
En svo hvarf Geir Viðar af sjónar-
sviðinu. Hann missti tökin á eigin
lifi. Nú hyggst hann snúa aftur
og gerir upp fortíðina með hrein-
skilnum hætti.
Meöal fjölmargs efnis: Siguröur Pálsson, skáld, skrifar grein sem nefnist „Þrír dagar hjá Jacqueline" þar sem hann segir frá heimsókn
til Jacaueline Picasso, skömmu áður en hún lést. . ., . _ , «
Þá errætt við Gunnlaug Helgason, hina vinsælu útvarpsStjþrnu, Gunnar Kristjánsson sem styra mun fyrsta Hard Rock Cafe-ve.t-
ingastað á íslandi, og marga fleiri... —
Frjáktframtak
Ármúla 18, simi 82300.