Morgunblaðið - 08.07.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.07.1987, Blaðsíða 37
Metsölublaðið Mannlíf komið út Mannlíf er tímarít í takt við mannlífið heima og heiman 6. TBL. JÚli 1987 4. ÁRG. VERÐ kr. 319 Velferðarsjúkdómarnir, sem herja á íslendinga, eru margir, en ekki eru allir á einu máli um hvernig beri að lækna þá. Ólafur Sveinsson, hómópati, beitir til þess aðferðum smáskammta- lækninganna, punkta- og svæðanuddi og handayfirlagn- ingu. Um aðferðir hans og hugmyndir um heilsufar íslend- inga fjallar fróðleg grein. Fyrir tiltölulega fáum árum var í tísku, einkum meðal æskufólks, að vera róttækur og vinstrisinn- aður. En það er liðin tíð og gömul tíska. Nú er það nánast púkó. Hvað gerðist og hvers vegna? Slíkar spurningar reifar Gestur Guðmundsson, þjóðfélagsfræð- ingur og gamall róttæklingur, í skemmtilegri og forvitnilegri grein. Islensk stjórnvöld hafa fram til þessa ekki verið sérlega ginn- keypt fyrir því að virkja þá auðlind sem hugvit er. Þannig varð Jó- hannes Pálsson, uppfinninga- maður, að flytja til Danmerkur, tæplega sextugur að aldri, til að koma hugmyndum sínum í fram- kvæmd. Og nú telja Danir hann meðal þriggja fremstu hugvits- manna sinna. Margumtalaður undirstöðuat- vinnuvegur þjóðarinnar, útgerð- in, hefur mátt þola öldugang gegnum tíðina. En nú er talað um góðæri í sjávarútvegi og fyrir- tækin biómstra, a.m.k. velflest. Er það hagstæðum ytri skilyrðum að þakka eða hefur rekstur út- gerðarinnar breyst til batnaðar með því nýja fólki sem tekið hef- ur við honum? Mannlíf ræðir við nokkra fulltrúa hins nýja „út- gerðaraðals", — Harald Stur- iaugsson, sem ásamt bræðrum sínum stjórnar ættarveldinu Har- aldur Böðvarsson & Co. á Akranesi, Brynjólf Bjarnason, rekstrarhagfræðing, sem fór úr bókaútgáfu yfir í stjórn stærsta útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæk- is landsins, Granda hf., og tvær konur sem skipað hafa sér í rað- ir útgerðarmanna, — Guðrúnu Lárusdóttur í Hafnarfiröi og Svanborgu Siggeirsdóttur í Stykkishólmi. Á árunum 1966-1970 fluttust yfir 300 íslendingar burt frá atvinnu- leysi og óáran hér heima og freistuðu gæfunnar hinum megin á hnettinum, í Ástralíu. Mannlíf hefur grennslast fyrir um hvernig þeim vegnaði í fyrirheitna landinu og heimsótt nokkra fulltrúa þeirra, sem festu rætur og hinna sem sneru aftur heim. íslendingar hafa nú eignast full- trúa í bandaríska geimferðaævin- týrinu. Hann heitir Bjarni Tryggvason og er fæddur og uppalinn á Islandi til átta ára ald- urs, en er nú í hópi fremstu vísindamanna Kanada á sviði loftaflsfræði. Mannlíf ræðir við Bjarna um heima og geima. Meðal hráefnis í merkilega heim- ildamynd Ingu Dóru Björnsdótt- ur og Önnu Björnsdóttur um konurnar, sem giftust til Ameríku uppúr stríðsárunum, eru lit- myndir af Reykjavík þess tíma, sem teknar voru af herljósmynd- ara bandaríska setuliösins, Samuel Kadorian. Mannlíf birtir sýnishorn þessara stórmerku mynda, sem trúlega eru ein- hverjar fyrstu litmyndir sem hér voru teknar, og ræðir við mann- inn sem þær tók. Geir Viðar Vilhjálmsson, sál- fræðingur, var um árabil áber- andi þátttakandi í félagslegri umræðu á islandi, kallaður „hippa-gúrú" með meiru, gekkst fyrir umdeildu námskeiðahaldi og setti fram ögrandi hugmyndir. En svo hvarf Geir Viðar af sjónar- sviðinu. Hann missti tökin á eigin lifi. Nú hyggst hann snúa aftur og gerir upp fortíðina með hrein- skilnum hætti. Meöal fjölmargs efnis: Siguröur Pálsson, skáld, skrifar grein sem nefnist „Þrír dagar hjá Jacqueline" þar sem hann segir frá heimsókn til Jacaueline Picasso, skömmu áður en hún lést. . ., . _ , « Þá errætt við Gunnlaug Helgason, hina vinsælu útvarpsStjþrnu, Gunnar Kristjánsson sem styra mun fyrsta Hard Rock Cafe-ve.t- ingastað á íslandi, og marga fleiri... — Frjáktframtak Ármúla 18, simi 82300.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.