Morgunblaðið - 08.07.1987, Síða 41

Morgunblaðið - 08.07.1987, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1987 41 St)örnu- Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson í gær fjallaði ég um kvik- mynd, Lögregluna í Beverly Hills með Eddie Murphy í aðalhlutverki, og sagði hana táknræna fyrir Júpíter, Sat- úmus, Úranus og Plútó. Þar sem fólk er almennt vant því að hugsa um merkin en ekki plánetur; að ákveðinn maður sé Vantsberi eða Fiskur, ætla ég í dag að útskýra hvemig einnig er hægt að segja að ákveðinn maður, t.d. Eddie, sé dæmigerður Júpíter. Plánetur í stjömuspeki er sagt að ákveðnar plánetur stjómi ákveðnum merkjum. Júpíter stjómar Bogmanni, Satúmus Steingeit og Venus Vog svo dæmi séu nefnd. Þegar talað er um að pláneta stjómi merki er í raun átt við að eðli henn- ar sé líkt eðli merkisins. Júpíter er táknrænn fyrir þekkingarleit, þenslu, ferða- lög, léttleika og jákvæð viðhorf. Bogmaður er síðan leitandi merki, er sífellt að stækka reynslusvið sitt, elsk- ar ferðalög og er léttur og hress f lund. I stað þess að segja að Eddie sé dæmigerður Bogmaður, má segja að hann sé dæmigerður Júpfter. SjálfstœÖur Þar sem plánetumar em sjálf- stæðar einingar lfkt og merkin geta þær verið sterkar einar sér, óháðar merkjunum. Ef Júpíter er í sterkri stöðu á fæðingarstund getum við auð- veldlega sagt að maður sem fæðist á þeim tíma sé dæmi- gerður Júpíter, burtséð frá því í hvaða merki viðkomandi er fæddur. Við þurfum einungis að vita hvenær plánetur eru sterkar og hvenær ekki. Sterkar Þegar plánetur eru að rísa yfir sjóndeildarhringinn á fæðingarstund er sagt að þær séu sterkar. Ef þú ert rísandi Júpíter verður orka hans um leið sterk. Það sama á við þegar pláneta er í hágöngu eða á Miðhimni. Plánetur sem em að setjast geta einnig ver- ið sterkar og sömuleiðis plánetur sem em á undir- himni, eða lægstar á lofti. Þetta eitt nægir þó sennilega ekki til þess að hægt sé að segja að viðkomandi sé dæmi- gerður fyrir plánetuna. Það er heildarmat kortsins, inn- byrðis afstaða merkja og pláneta, sem segir til um það hvort viðkomandi sé dæmi- gerður fyrir eina plánetur, eitt merki eða fleiri en einn þátt. AftöÖur Eitt enn skiptir máli f sam- bandi við það hvort pláneta sé sterk eða ekki. Það er hvort hún er í afstöðu við margar persónulegar plánetur eða ekki, þ.e. Sól, Tungl, Merkúr, Venus og Mars. Við getum tekið Júpíter sem dæmi. Hann verður sterkur ef hann er í spennuafstöðu við Sól. Ef hann er einnig f afstöðu við Tungl og kannski Mars verður hann enn sterkari. DœmigerÖur Við getum sagt að ef Júpíter sé rfsandi fyrir sjóndeildar- hring og um leið í afstöðu við Sól og Tungl, þá sé ömggt að hann verði sterkur og um leið að viðkomandi verði dæmigerður fyrir Júpfter. Það er að segja: Pláneta verður sterkari eftir því sem fleiri af þeim þáttum sem gera hana sterka leggjast saman. í sam- antekt má segja að þeir þættir séu afstöður við ásana, þ.e. Rfsanda, Miðhiminn, Hnfganda og Undirhiminn og við Sól, Tungl, Merkúr, Venus og Mars. P.S. Afstaða er ákveðin fjar- lægö milli tveggja þátta í kortinu, mæld í gráðum. GARPUR ukciim DÝRAGLENS FERDINAND !!!!;!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!T!?!!!i!!!!!!!l!!’n?rT!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!l!l!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! ::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::: SMÁFÓLK I M G0IN6 OVER T0 THE BAKERV !N A FEW MINUTE5... Ég ætla út { bakarí eftir smástund Láttu mig vita ef þig lang- ar í eitthvað Ég á lausan tíma seinni- partinn Hvemig væri að fá eins og klukkutima virði af kleinuhringjum? Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Með skemmtilegum millileik tókst sagnhafa að koma heim hörðum þremur gröndum í þessu spili: Suður gefur; allir á hættu. Austur ♦ K84 VÁ9853 ♦ Á107 ♦ 86 Suður vakti á einu grandi og norður iyfti í þijú. Útspil vesturs var óheppilegt fyrir vömina, lítið lauf. Sagnhafi stakk upp gosa blinda og spilaði tfgli á kónginn. Aftur tígull og austur átti slag- inn á tfuna. Og fann nú bestu vömina: skipti yfir í smátt hjarta. Gosi suðurs átti slaginn, og nú kom millileikurinn: laufás tekinn, áður en tígull var fríað- ur. Austur var nú illa settur inni á tígulás, mátti velja milli tveggja slæmra kosta, að spilin frá spaðakóngnum, eða hjarta og gefa sagnhafa þar með inn- komu á tígulinn. Ef laufslagurinn er ekki tek- inn getur austur lagt niður hjartaásinn og losað sig út á laufí. Og þá er spilið steindautt. ♦ D9 ¥ KD6 ♦ G9754 ♦ G4 Vestur ♦ G1072 ¥1042 ♦ D ♦ D9532 Suður ♦ Á65 ¥ G7 ♦ K86 ♦ ÁK10' Umsjón Margeir Pétursson Á sovézka meistaramótinu f ár kom þetta endatafi upp í við- ureign alþjóðlega meistarans Halifman og stórmeistarans Dolmatov, sem hafði svart og átti leik. 34. — H2c5! og hvítur gafsj^ upp, því eftir 35. dxc5 — Hxc6 á hann enga vöm við hótuninni 36. — Bd7 mát. Alexander Beljavsky varð skákmeistari Sovétríkjanna eftir að hafa unn- ið Valery Salov 3—1 I einvígi. Þeir Ehlvest og Eingom urðu í 3—4. sæti á mótinu og fengu einnig sæti á millisvæðamóti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.