Morgunblaðið - 08.07.1987, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1987
43
Grísk heimspeki
og* bókmenntir
Erlendar baekur
Siglaugur Brynleifsson
The Cambridge History of
Classical Literature I. Greek Lit-
erature.
Edited by P.E. Easterling and B.M.
Knox. Cambridge University Press
1986.
W.K.C. Guthrie: A History of
Greek Philosophy.
Vol. IV: Plato the Man and his
Dialouges. Earlier Period.
Vol. V: The later Plato and the
Academy. Cambridge University
Press 1986.
Elstu brot úr fomgrískum bókum
eru frá því seint á 4. öld f. Kr.
Fyrir þann tíma var ort, sungið og
leikið og Hómerskviður eru taldar
elstar. Saga grískra bókmennta
spannar því meira en þúsund ár,
því að höfundamir binda sig við
þriðju öld e.Kr., sem lok hinnar eig-
inlegu grísk-rómversku bókmennta
og siðmenningar. Pjallað er um
rómverskar bókmenntir í II. bindi
þessa ritverks, en það kom út 1982
undir sama höfuðtitli.
Höfundamir miða við 3ju öld og
gera því enga tilraun til þess að
fjalla um kristnar bókmenntir, né
upphaf bysankra bókmennta, tíma-
markanir eru tengdar heiðnum sið.
Það em gömul sannindi að
grískar bókmenntir gegna lykil-
hlutverki í sögu vestrænnar
menningar og em meira en snar
þáttur sömu menningar. Grískar
bókmenntir em sérstætt og furðu-
legt fyrirbæri mannheima. Þótt
mikið hafi glatast er magnið furðu-
lega mikið og við það hefur bæst
síðastliðin hundrað ár, því talsvert
hefur fundist af brotum úr fomum
ritum.
Bækur og lesendur í gríska heim-
inum er inngangskafli þessa rits,
Platon
allt frá upphafi og til Alexandríu,
en í þeirri borg var gengið að lokum
frá niörgum grískum textum í því
formi sem við þekkjum. Síðan hefst
eiginleg saga grískra bókmennta
með Hómer. Hann orti fyrir daga
skriftar, kvæðin vom lærð utan að
og vom þáttur uppfræðslu þeirra,
sem hennar nutu. ■ Strax og ritöld
hófst með hellenum vom bálkamir
skráðir. Fyrst í stað var röðun og
niðurskipan nokkuð á reiki, en frá
því á fimmtu og fram á aðra öld
f.Kr. var unnið að Hómerskviðum
af fræðimönnum og bókfræðingum
í Aþenu, Alexandríu og Pergamon.
Höfundamir lýsa flutningi kvæð-
anna fyrir ritöld og stfl og allri
gerð báíkanna og þeim margvíslegu
skoðunum sem settar hafa verið
fram um skáldið og skáldin og til-
urð kvæðanna. Síðan relg'a þeir
sögu grískra bókmennta eftir tíma-
röð fram á 3ju öld e.Kr. Þeir leggja
höfuðáherslur á þau verk, sem
mótað hafa menningu Vesturlanda,
bókmenntaverk, heimspeki, sagn-
fræði og í síðari hluta ritsins er
fjallað um gríska bókmennta- og
heimspekisögu eftir að gríska
menningarsvæðið var hluti Róma-
veldis. I bókarlok eru upplýsingar
um höfundana og bókfræðilegar
upplýsingar um verk þeirra og loks
skrá um helstu heimildarrit. Ritið
er um 950 blaðsíður í stóru broti
og ætti að koma öllum þeim að
gagni, sem áhuga hafa á fomgrísk-
um bókmenntum og menningu, vel
skipuagt fræðirit og lipurlega skrif-
að og öllum aðgengilegt.
Cambridge-saga grískrar heim-
speki tók að koma út 1962. Ritin
hafa einnig komið út óbundin og
eru alls komin út fímm bindi, þessi
tvö þau síðustu á fyrra ári. Cam-
bridge-útgáfan hefur gefíð út mörg
viðamikil fræðirit og þá oft unnin
af nokkrum hóp fræðimanna. Þessi
heimspekisaga er skrifuð af einum
manni, sem telst til færustu fræði-
manna í grískri menningarsögu og
heimspeki.
í formála fyrsta bindis skrifar
Guthrie: „Hingað til hefur eina fá-
anlega verkið um þessi efni verið
„Greek Thinkers" eftir Theodor
Gompertz, þýtt úr þýsku á ensku,
en lokabindinu var lokið 1909. Þetta
var gagnlegt verk á sínum tíma og
er enn, en á síðustu hálfri öld hefur
margt nýtt komið í ljós, sem hefur
meira og minna snert þessi fræði
og valdið róttækum breytingum á
vissum þáttum heimspekisögunnar,
svo að full þörf er á nýju verki.
Stjómendur útgáfunnar töldu hent-
ast að grísku kunnáttu þyrfti ekki
við, af lesendum verksins ...“
Fyrstu þtjú bindin hlutu lof
fræðimanna og menn skildu eftir
útkomu verksins, að full þörf var á
slíku verki, þar sem saga grískrar
heimspeki væri ítarlega umfjölluð,
eins og hér er gert. Þessi tvö bindi,
það fjórða og fímmta, eru helguð
Platon. Hin leikræna heimspekium-
íjöllun Platons í gervi dialoga hafði
þann tilgang „að aðstoða menn við
að gera sér grein fyrir hlutverki
sínu og átta sig á stöðu sinni í heim-
inum ...“ Guthrie segir að það sé
mjög vafasamt að gera „útdrætti"
úr kenningum Platons, hann sé „svo
magnaður persónuleiki og einn af
furðulegustu höfundum, sem uppi
hafa verið og hafí ekki aðeins áhuga
á hugmyndum heldur einnig á ein-
staklingum". Guthrie ræðir því
heimspeki Platons eftir tímaröð dia-
loganna en ekki eftir efnisþáttum.
Hann hvetur alla þá sem lesa þessi
rit, að lesa verk Platos sjálfs til
þess að nálgast frumlegasta og
magnaðasta höfund allra tíma, sem
er jafnframt mótandi heimspeki-
legrar hugsunar allar aldir.
Fjórða bindið er inngangur að
lífí og ritverkum Platons, fyrri og
miðhluta heimspekilegra umþenk-
inga hans, þar með flokkast m.a.
„Ríkið". í fímmta bindinu eru síðari
og siðustu dialogamir ræddir og
ýmis rit, sem hafa varðveist í frá-
sögn annarra, einnig rit lærisveina
hans.
Guthrie er mjög læsilegur og
skrifar ljóst, en það er einkenni
fremstu fræðimanna Englendinga.
AGFA+3
Alltaf Gæðamyndir
VEISLA í HVERRI DÓS
KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ KEA
AKUREYRI SÍMI: 96-21400
Þakkir til
sr. Gunn-
arsog
Ágústu
eftirJónKr. Ólafsson
STATTU GÆÐAVAKT
MED KODAK í SUMAR!
Stattu gæðavakt með Kodak í sumar!
Þér býðst að taka þátt í skemmtilegum sumarleik
um leið og þú nærð í myndirnar úr framköllun hjá næstu
Kodak Express framköllunarþjónustu.
Hér á Bfldudal á síðastliðnum
sjómannadegi var afhjúpaður minn-
isvarði um sjódrukknað fólk.
Til þessarar virðulegu en látlausu
athafnar komu þau listahjónin séra
Gunnar Bjömsson og Ágústa
Ágústsdóttir söngkona og fluttu
tónlist með miklum glæsibrag. Þau
hjónin em ekki að ganga sín fyrstu
spor í þessum efnum, þau hafa stráð
rósum allstaðar sem þau hafa farið,
og mætti að mínum dómi og margra
annarra, láta þess getið víðar en
raun ber vitni. Koma þeirra hingað
til Bfldudals var hrein opinbemn,
þau lyftu öllu í _ hærra veldi með
sinni fögm list. Ég hef að minnsta
kosti ekki heyrt í annan tíma, þá
með virðingu fyrir öllum öðmm,
flutt betur Ave María eftir Bach-
Gounod, sem þau hjón gerðu með
glæsibrag. Ég undirritaður óska
þeim alls góðs og vona að listagyðj-
an verði þeim hliðholl.
Höfundur er söagrarí, búsetturá
Bíldudal.
FJOLMARGAR VIÐURKENNINGAR!
Kodak Express gæðaframköllun er á eftirfarandi stöðum:
Akranesi: Bókaverslunin Andrés Níelsson hf. Akureyri: Pedrómyndir og |
Nýja Filmuhúsið. Hafnarflrði: Radíóröst Myndahúsið, Dalshrauni 13. 5
Kópavogi: Bókaverslunin Veda, Hamraborg. Reykjavík: Verslanir Hans *
Petersen, Bankastræti, Austurveri og Glæsibæ. <
Selfossi: Vöruhús KÁ. ísafjörður: Bókaverslun Jónasar Tómassonar.
Kodak Express \
Gæðaframköllun JL vy
Væntanlegir Kodak Express staðir:
Sauðárkróki: Bókabúð Brynjars. Reykjavík: Verslun
Hans Petersen, Kringlunni.