Morgunblaðið - 08.07.1987, Qupperneq 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1987
„ þetta. er ckCjrzzsbcx. 'ilmvatrvs-
giasiti sem éc) gat -Pund'tá án
/e5g le-ravQnanrvx mínru\. "
ást er...
... að láta bera sig
burtu
TM Rðfl. U.S. Pat Oft—aH rtghts resarvad
C1966 Los AnQttes Times Syndfcate
Þetta er brunaútkall, ekkert
annað ... Þetta er svakalegt.
Með
morgunkaffinu
Þessi málverk eru öll frá þeim
tima sem þakið lak hjá meistar-
anum_____
HÖGNI HREKKVÍSI
" HANN e-R ae> gera 8irge>a-
talningu."
Þekkir einhver þessi börn?
Velvakanda hefur borist í hendur
meðfylgjandi ljósmynd sem líklega
var tekin á bamaheimili á Eiríks-
götu einhvem tímann í kringum
árið 1950. Ef einhver kannast við
þessi böm sem nú ættu að vera um
fertugt getur hann haft samband
við Sigríði Sigurðardóttur í síma
12392 á vinnutíma eða í síma
666990 á kvöldin og fengið eintak
af myndinni ef hann kærir sig um.
HEILRÆÐI
Garðvinna
Garðvinnan á að vera þeim til ánægju og
heilsubótar sem hana stunda. Sláttuvélar
og tijáklippur létta mönnum vinmi en gæta
þarf varúðar í meðferð þessara tækja svo
að ekki hljótist slys af.
Víkverji skrifar
Við eigum ekkert dýrmætara en
móðurmálið. Það knýtir okkur
fastar saman sem þjóð en nokkuð
annað, enda hornsteinn þjóðernis,
menningar og fullveldis okkar.
Flest viljum við varðveita móður-
málið vel og nota það á réttan hátt,
bæði í ræðu og riti. En góð áform
verða sér á stundum til skammar,
því miður, þrátt fyrir vilja og við-
leitni. Þetta á ekki sízt við um
þýðingar úr erlendum málum.
Orðfæri fréttar í „EB-UPPLÝS-
INGUM FYRIR ÍSLAND", sem
Framkvæmdanefnd Evrópubanda-
lagsins gefur út, kemur sjálfsagt
ýmsum spánskt fyrir sjónir. Þar
sagði m.a.:
„Umframframleiðslan á land-
búnaðarafurðum á heimsmæli-
kvarða er ástæðan til að fleiri
viðskiptakreppur milli EB og USA
eru nærliggjandi. Benedicte Fed-
erspiel, sem er deildarstjóri í danska
Neytendaráðinu, og varaforseti í
Sambandi evrópskra Neytendasam-
taka, segir, að sér finnist það vera
lélegt af samgöngumálaráðherrun-
um, að þeir vilji ekki gefa sam-
keppnina um verð á flugferðum
fijálsa, svoleiðis að hægt sé að setja
verðin niður.
Fyrst héldu menn fram, að þjón-
ustuatriði eins og flugferðir, sé ekki
getið í Rómarsáttmálanum. En Evr-
ópu-dómstóllinn neitaði því. Einmitt
núna er eitt af vandamálunum, að
svör til Framkvæmdanefndarinnnar
við slíkum fyrirspurnum taka mjög
langan tíma þegar nefndin vill rann-
saka flug-markaðinn ..."
Með góðum vilja er hægt að ráða
í það, hver meining frásagnarinnar
er, en framsetningin er framandi.
Hugsanlega er höfundur hins
íslenzka texta útlendingur. Það
skýrði orðfærið. En þeir, sem koma
vilja upplýsingum á framfæri á
íslenzku máli, verða að standa betur
að verki en hér er gert, svo hóflega
sé til orða tekið.
XXX
Tungutak, húsblað ríkisútvarps-
ins, sem Ámi Böðvarsson
ritstýrir, fjallar í júníhefti um fram-
burð móðurmálsins. Þar var ádrepa
í tíma töluð. Orðrétt segir:
„Eitt einkenni vandaðs fram-
burðar er að svo til öll atkvæðin í
orðunum heyrast, líka þau sem em
alveg áherslulaus. Áherslulausu at-
kvæðin eiga raunar að vera mjög
fyrirferðarlítil og rýr, en þau mega
ekki hverfa algjörlega . . .“
Blaðið nefnir nokkur dæmi um
framburð, „sem ekki er boðlegur í
Ríkisútvarpinu. Rangur framburður
er sýndur á undan merkinu *** en
vandaður á eftir því. Orðunum er
raðað eftir því hvaða hljóð brengl-
ast helst."
Hér verða tínd til nokkur dæma
úr Tungutaki:
A-greiðsla *** afgreiðsla
A-drín *** afdrifin
Minum *** miðunum
Þjófélagi þjóðfélagi
Oulea *** ógurlega
hambolti *** handbolti
Nyðrí *** nyrðri
Vegsummckki *** vegsummerki.
Höfundur leggur áherzlu á mikil-
vægi vandaðs málfars í hljóðvarpi
og sjónvarpi. „Allt málfar er smit-
andi,“ segir hann, „hvort sem
flytjanda og viðtakanda líkar betur
eða verr. Vegna þess að sjónvarp
er sterkari miðill en útvarp eru
áhrif þess meiri og þeim mun ríkari
sem áhorfandinn er yngri. Illa tal-
andi stjórnandi sjónvarpsefnis fyrir
börn eða unglinga gerir sitt til að
þau verði líka i!la talandi."
Víkveiji tekur undir það með
Árna Böðvarssyni að málfar í út-
varpi og sjónvarpi „er smitandi",
raunar áhrifarík kennslustund í
framburði, góðum eða vondum eftir
atvikum. Víkveiji er og þeirrar
skoðunar að margur flytjandi talaðs
máls í þessum fjölmiðlum mætti
taka sér Pétur Pétursson og fleiri
gamalkunna þuli ríkisútvarpsins til
fyrirmyndar hvað framburð áhrær-
ir. Og skólarnir mættu gjaman
auka talkennslu að mun. Móðurmál-
ið er framburður ekkert síður en
réttritun.