Morgunblaðið - 08.07.1987, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 08.07.1987, Qupperneq 52
52 MORGUNBLADIÐ. MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1987 Gat ekki gengið ítvo daga eftir ég setti heimsmetið Rætt við Robert Walters, sem átti heimsmetið í því að halda knetti á lofti ENGLENDINGURINN Robert Walters vaktl töluveröa athygll hór á landi þegar hann sýndi hina ótrúlegu knatttœkni sfna 6 ýms- um stö&'m um landlö. Hann er 'fyrrum heimsmeistari f aö halda knetti á lofti og var met hans 13 tfmar, 2 mfnúturog 19 sekúndur. Robert setti þetta met árið 1984 en það var slegiö af Svía nokkrum fyrirtveimur mánuðum. Sem sönn- um keppnismanni sæmir ætiar Robert að reyna að endurheimta heimsmetið í ágúst næstkomandi. Blaðamaður Morgunblaðsins náði tali af Róbertií Vestmannaeyjum þar sem hann var að sýna kepp- endum á Tommamótinu listir sínar. Varð hann fúslega við beiðni um viðtal. Reyndi fyrir sér sem atvinnumaður Við höfðum mælt okkur mót í matsal Gestgjafans eftir að Robert hafði sýnt listir sínar á opnunar- hátíð Tommamótsins. Tíminn leið og ekkert bólaði á Róberti og und- irritaður fór að ókyrrast. Var heimsmeistarinn fyrrverandi e.t.v. einn af þessum hrokafullu mönn- um sem héldu að þeir gætu alltaf látið bíða eftir sér. En eftir rúman klukkutíma kom Róbert móður og másandi og baöst innilega afsök- • Robert var óþreytandi vlö aö gefa eiginhandaróritanir meðan hann var f Vestmannaeyjum. unar á því að vera svona seinn því hann hefði verið á fuliu að gefa eiginhandarárítanir. Það kom á daginn að hann hafði staðið út á velli í rúman klukkutíma og gefið krökkunum eiginhandaáritanir. Eg spurði Róbert hvers vegna í ósköpunum hann hefði haft þolin- mæði í þetta og þetta var ekki í fyrsta skipti á mótinu sem hann ,var upptekinn í lengri tíma að skrifa nafnið sitt a blöð.skó.hatta og jafnvel handleggi. „Þetta eru mínir tryggustu aðdáendur og ég veit hvernig ég var sjálfur á mínum yngri árum en ég átti heima steinsnar frá heimavelli Aston Villa. Það var því oft sem maður reyndi að fá eiginhandaráritun hjá goöum sínum." Þetta svar lýsir e.t.v. öðru fremur persónuleika þessa geðþekka unga Englend- ings. Hroki er ekki til hjá honum og hann er mjög hógvær um afrek sín: „að halda boltanum svona Jengi á lofti er ekki eins erfitt og fólk heldur. Það geta þetta flestir en þeir verða auðvitað að hafa rétt hugarfar til þess. Þetta er vinna og aftur vinna en ekki ein- hverjir náttúruhæfileikar" En til að byrja á byrjuninni þá spurði ég Róbert hvar hann sé fæddur og hvenær hann hafi feng- ið áhuga á svona boltaþrautum. „Eg er fæddur 19. apríl árið 1964 þannig að ég er 23 ára gamall. Eins og hefur komið fram þá er ég fæddur skammt frá heimavelli Aston Villa þannig það leiðir beint af sér að ég byrjaði mjög ungur að leika mér með bolta. Þegar ég var 16 ára fékk bráðabirgðasamn- ing með Birmingham-liðinu en það gekk ekki nógu vel. Þá flutti ég til Wolverhampton og fékk að reyna mig með Wolves í nokkra mánuði en sá brátt að ég myndi ekki ná langt í atvinnuknattspyrnunni" Hugmyndin kviknaði í garðinum „Það var skömmu síðar er ég var kominn heim til Birmingham sem hugmyndin að þessum boltaþraut- um kviknaði. Eg var að leika mér með bolta í garðinum þegar ég ákvað að prófa hve lengi ég gæti haldið boltanum á lofti. Eg hætti eftir rúma fjóra tíma og hafði þá haldið tuðrunni á lofti í tæplega 20 þúsund skipti. Eftir að hafa haft samband við heimsmetabók Morgunblaðið/Andrós • Krakkarnir á Tommamótinu voru dolfallnir yfir boltatæknio Ro- berts. Guinnes komst ég að því að heims- metið væri rúmir 11 tímar. Eg hugsaði með mér að ef ég gæti fengið eitthvað fyrirtæki til að styðja mig ætti ég góða möguleika á því að slá heimsmetið. Eg fór því á stúfana og fljótlega fann ég fyrirtæki sem heitir Sport Projects og þeir ákváðu að styðja mig." 129 þúsund snerting- ar í hverju felst styrkur sem þessi? „Þetta þýðir að fyrirtækið greiðir fyrir fæði, húsnæði og föt og svo vissa upphæð á viku. Upphæðin fer dálítið eftir því hve mikið er að gera en þeir nota mig til að aug- lýsa vörur þeirra. Eg hætti nýlega hjá þessu fyrirtæki þar sem NIKE bauö mér betri samning og ég auglýsi nú vörur þeirra." Hvað tók þaö þig langan tíma að undirbúa þig undlr aö setja heimsmetið? „Ég æfði í tæp- lega ár. Það fólst í daglegum æfingum að meðaltali 3-4 tíma á dag. Þá er ég venjulega 2-3 tíma með bolta en svo hleyp ég mikið og lyfti lóðum. ( fyrstu tók ég stórstígum framförum en og ég hefði getað 9-10 tíma eftir tvo þrjá mánuði. En ég var orðinn svo stað- ráðinn í því að setja heimsmet að þrjóskan rak mig áfram. Það var síðan árið 1984 að ég setti nýtt heimsmet: 13 tíma, 2 mínútur og 19 sekúndur. Þá var ég búinn að snerta boltann 129 þúsund sinn- um“ Hvernig var tilfinningin aö hafa sett heimsmet? „Fyrsti hálftíminn var alveg frá- bær. Eg hafði ekki við að taka við hamingjuóskum og mér leið alveg frábærlega. Síðan fór líkaminn að segja til sín og lappirnar á mér fóru að stífna upp. Samkvæmt læknisráði fór ég þá i rúmið og ég gat ekki gengið í tvo daga á eftir." Þú hefur ekki getað hvflt þig meðan á heimsmetstilrauhinni stóð? „Nei.það er málið að maður verður að vera á fullu allan tímann. Það er engin 5 mínútna pása á klukkutíma og boltinn verður sífellt að vera á ferð." ísland frábært land Hvernig atvikaölst þaö aö þú komst til íslands? „Upprunalega átti ég að koma hingað til að sýna á góðgerðar- leiknum á 17.júní en vélin var full af íslendingum á leið heim til að halda upp á þjóðhátíðina. Eg komst því ekki í tæka tíð en Hall- dór Einarsson sem sá um ferðina mína hingað útvegaði ýmsar aðrar uppákomur til að sýna á.“ Hvert hefur þú farið? „Eg fór til Akureyrar og átti að fara til Húsavíkur en það var ófært þangað. Síðan sýndi ég í Reykjavík og nú hér íVestmannaeyjum. Einn- ig tók stöð 2 upp þegar ég var að sýna listir mínar. Eg verð að viðurkenna að ég vissi ekki neitt um ísland áður en ég kom hingað og bjóst hálfvegis við jöklum og snjókomu. Landið hefur svo sannarlega komið mér á óvart. Veðrið hefur verið alveg frábært og fólkið verið mjög vinsamlegt og hjálpsamt. Einnig má ekki gleyma kvenfólkinu sem er upp til hópa gullfallegt. Það er öruggt að ef ég fæ tækifæri til þá ætla ég að koma hingað aftur og þá í lengri tíma til að kynnast landi og þjóð betur" Bjó á Ítalíu í 10 mánuði Hefur þú sýnt f öörum löndum? „Eg hef farið til Frakklands, Dan- merkur og Hollands og sýnt þar. Einnig fór ég til Ítalíu á vegum fyrir- tækisins og bjó þar í 10 mánuði. Það var mjög þroskandi tími og skemmtilegur enda kann ég vel við mig í sól. Það sem ég stefni að nú er aö kómast til Bandaríkjanna því ég hef trú á því að þar geti haft mikið upp úr því að sýna knatt- listir." Ef við snúum okkur nú aö þér persónulega, eru foreldrar þfnir fæddir f Englandi? „Nei, þau eru fædd í Jamaica en hafa búið í Englandi í 35 ár. Pabbi minn er leigubílstjóri í Birm- ingham en mamma mín er húsmóöir." Hvaða önnur óhugamál hefur þú fyrir utan boltaþrautir? „Eg hef mjög gaman af því að spila borðtennis og knattborðs-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.