Morgunblaðið - 08.07.1987, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 08.07.1987, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1987 53 leikur og svo spila ég innanhús- knattspyrnu með fólögum mínum." Ertu giftur maður? „Nei, ég er ekki giftur en ég hef verið með sömu stúlkunni í sex ár þannig að maður er næstum því farinn að líta á sig sem gif- tann. En þegar maður sér allar þessar fallegu konur hér á íslandi þá fer maður að spyrja sjálfan sig hvort sú hugsun sé rétt!" Nú brosti Robert og greinilegt að þetta var sagt meira í gríni en alvöru. „Nei.í alvöru þá skil ég ósköp vel af hverju íslensk stúlka var valin ungfrú heimur," bætti hann við „en ég held að ég haldi mig við mína ungfrú heim!" Þetta er auðvitað viss geggjun Hvað er það sem fær mann til að halda bolta á lofti í 15 tfma? „Þetta er auðvitað viss geggjun en mannskepnan er nú þannig gerð að vilja reyna getu sína til hins ýtrasta á flestum sviðum. Þetta fær fólk til að fara í tunnu niður Niagarafossana, klífa hæstu tinda heimsins og kafa niður í und- irdjúpin. Hjá mér er það að nýta þessa hæfileika mína til að verða bestur í heimi í þessari vissu list. Eg held að það sé ríkt í hverjum manni að vera betri en sá næsti og Guð gaf mér þessa hæfileika. Því ekki að nota þá?" Hve lengi ætlar þú að halda áfram að sýna boltaþrautir? „Eins lengi og hægt er og með- an heilsan leyfir. Það eru ekki margir í heiminum sem hafa þetta að atvinnu þannig að samkeppnin er ekki mjög mikil. Þegar þessi lind þornar upp þá hef ég vonandi lagt nógu mikið til hliðar til aö eignast mitt eigið fyrirtæki en ég ætti aö eiga að minnsta kosti tíu ár eftir í þessum bransa." Myndirðu mæla með þessari at- vinnugrein fyrir unga og leikna knattspyrnumenn? „Já, af hverju ekki. Þetta er nefnilega ekki eins erfitt og það lítur út fyrir að vera. Hugurinn verður að stefna að þessu og þetta er lýjandi. En að sjá ánægjuna í andlitum þessara ungu knatt- spyrnumanna eins og hér á Tommamótinu er mikil uppörvun fyrir mig. Aðalvandamálið í sam- bandi við að setja til dæmis met er að yfirvinna leiðindin. Maður er kominn það langt að framkvæmdin sjálf. það er að halda boltanum á lofti, er mjög létt og orðinn að rútínu. Það erfiðasta að yfirstíga eru leiðindin. Eftir 6-7 tíma er maður kominn yfir svokallaðan þreytuþröskuld en þá þarf maður að komast yfir leiðindaþröskuldin. Til þess nota ég tónlist og svo er fólk sífellt að tala viö mig á meðan á heimsmetatilrauninni stendur." Stefnir á nýtt heims- met Hvað er framundan hjá þér? „Það er nú fyrst og fremst að endurheimta heimsmetið. Eins og ég sagði áður þá setti ég metið árið 1984 en fyrir tveimur mánuður sló Sví það verulega og er það nú rúmlega 14 tímar. Þegar ég sló metið hafði ég bætt það um 45 mínútur og þá hætti ég því mér fannst það tilgangslaust að halda lengur áfram. Markmiðið mitt þá var að setja heimsmet og það tókst en ég hefði getað haldið áfram í að minnsta kosti 2-3 tíma því mér leið mjög vel og var ekki þreyttur. í ágústmánuði næstkom- andi stefni ég því að bæta met Svíans verulega og fara vel yfir 15 tíma. Þá ætla ég ekki að stoppa þegar ég er kominn yfir metið held- ur halda áfram þangað til ég gefst upp eða aö læknarnir stoppa mig af !“ Klukkan var nú farin að nálgast miðnætti og Róbert var á leiö heim til Englands daginn eftir þannig að ég sleppti af honum hendinni, þakkaði honum fyrir viötalið og óskaði honum velfarnaðar í heims- metatilrauninni f ágúst næstkom- andi. • Robert ásamt ungum þátttakanda á Tommamótinu og Tomma- apanum. FORMULA 1 -ÖKUMAÐURINN NIGEL MANSELL SKRIFAR Nóg orka til að spóla í fimmta og sjötta gír ÞAD VAR ekki nóg að lenda í vandræðum í Monte Carlo- kappakstrinum. Detroit f Bandarfkjunum, bflaborgin reyndist már ekki vel, þegar árlegur kappakstur fór þar fram. Ég leiddi háifa keppnina, fór f viðgerðarhlé og fékk ný dekk. Ég bjóst við góðum ár- angri, en allt fór handaskolum. Eg fékk krampa í hægri fótinn, sem hefur aldrei hent mig áður. Hægri fóturinn var nánast stífur og sársaukinn var óbærilegur. Ég veit ekki hvaö olli þessu, kannski klemmd taug, eða áhrif högganna, sem ég fékk frá braut- inni. Hún iá um götur Detroit og var mjög mishæðótt. Ég þurfti að beita sjálfan mig hörku til að halda áfram og þegar ég átti tíu hringi eftir fannst mór heil eilífð eftir. Ég man ekki eftir annari eins keppni og var geysilega feg- inn þegar flaggið féll. Þegar keppninni var lokið gat óg ekki staðiö upp úr bílnum á eigin spýt- ur. Læknir liðsins tók á móti mér og við fórum afsíöis þar sem það tók tuttugu mínútur að fá fótinn í samt lag. Ég var hrikalega svekktur, ég hafði tapað fyrsta sætinu út af þessu, en þó nælt í tvö stig til heimsmeistara fyrir fimmta sætið, sem óg lenti í. Slæm dekkjaskipting hafði líka tafið mig mikiö, en fóturinn gerði útslagið. Fyrir keppni hafði óg unnið fyrir enska sjónvarpsstöð, í ein- hverjum þætti, sem var hjákát- legur. Ég var klæddur í einhverja konunglega múnderingu og dansaöi eins og kjáni um svið. Þetta var allt dálítið broslegt, en mikið var að þekktu fólki þarna. Ég spjallaði heilmikið við John Travolta um golf og flug. Ég skrapp í golf og svo í alameríska íþrótt, hornabolta, í nágrenni Detroit. Þ.e. óg stóð fyrir framan maskínu sem spýtti hornaboltum að mér, sem óg átti að slá. Mér leið eins og „skotmarki" og hitti sjaldan, því hraði boltanna var hrikalegur. Golfið tók við, ég fór í keppni, sem er liður í banda- ríska meistaramótinu. Lék ég á 74 höggum, með þrjá í forgjöf. Þýðir það 71 högg fyrir völlinn, sem er ekki svo slæmt. Mér fannst það góð byrjun á vikunni fyrir keppni. Æfingarnar á kappaksturs- brautinni gengu vel. Brautin var frekar hál, þó þurrt væri. Ég sneri bílnum einu sinni og hann drap á sér. Brautarverðir vildu ýta mér út af brautinni. Ég sagði þeim að bremsurnar væru fastar og þeir þyrftu að ýta mér áfram, bíllinn hrökk í gang og ég gaf í í burtu. Það var mjög heitt í veðri og við höfðum áhyggjur af vélar- hitanum. Hondavélin virkaði vel, þaö var nóg orka til að spóla í fimmta og sjötta gír, ef maður vildi. Það er enginn leikur að keyra svona öflugan bíl, milli veggjanna sem mörkuðu kapp- akstursbrautina á götum Detroit. Það var mjög þægilegt að hótelið var rétt hjá brautinni. Milli æfinga hvíldi ég mig þar og allir fundir voru á hótelinu. Oft er mikill tími sem fer í flakk frá braut á fundar- stað eða á hótelin, sem er lýjandi. Keppnin olli mór náttúrlega vonbrigðum, því ég var kominn í góða stöðu á tímabili. Þetta sýnir manni hvað margir þættir geta spilað inn í sigurmöguleik- ana. Það er nóg af kappaksturs- mótum eftir og óg náði a.m.k. ( nokkur stig. Mér líst vel á næstu keppni í Frakklandi. Ég vann þar í fyrra, kannski gengur vel í ár líka ... Mjólkurbikarkeppnin — 16 liða úrslit — Völsungur í kvöld kl. 20.00 á Kaplakrikavelli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.