Morgunblaðið - 08.07.1987, Side 54
j3>4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1987
Bryndís
Hólm stóð
sig best
íMadríd
BRYNDÍS Hólm ÍR stóó sig best
fslensku sjöþrautarkvennanna,
sem kepptu fyrir íslands hönd f
Evrópubikarkeppninni f fjölþraut-
um f Madrfd um helgina. Hún
varö f 9. sœti af 21 keppanda.
íslenska kvennaliðið varð í
fimmta sæti í keppninni, var vel á
undan því írska og rótt á eftir því
gríska. Bryndís hlaut 4.998 stig í
sjöþrautinni, Birgitta Guðjónsdótt-
ir HSK varð 13. með 4.896 stig
og Ingibjörg ívarsdóttir 16. með
4.502 stig. Samtals hlutu stúlkurn-
ar 14.396 stig. Sveit Noregs
sigraði með 15.419 stigum,
spánska sveitin varð önnur með
15.360 stig, sú danska þriðja með
15.157 og sú gríska hlaut 14.628
stig.
Um einstakar greinar sjöþraut-
arinnar er það að segja að Bryndís
Knattspyrna:
Menotti
" til
Atletico
Madrid
CESAR Luis Menotti, sem stjórn-
aði Argentínu til sigurs á HM
1978, skrifaði f gær undir eins
árs samning við spænska 1.
deildarliðið Atletico Madrid.
Menotti tók við Boca Juniors í
Argentínu í desember, en hætti
hjá félaginu í síðustu viku og var
■"•tilboð frá Atletico talin ástæða
þess. Menotti gerði 18 mánaða
samning við Boca Juniors, byrjaði
með lið, sem var neðarlega í deild-
inni, en í vor var félagið í baráttu
um argentíska meistaratitilinn.
Menotti þjálfaði Barcelona
1983-84, en hann sagði í gær að
hann vildi vinna að því að Atletico
ætti jafna möguleika og Real
Madrid og Barcelona. Því til stað-
festingar tilkynnti stjórn félagsins
að Andoni Goikoetxea, spænski
landsliðsmaðurinn, hefði verið
keyptur frá Bilbao.
Ekki var greint frá launum þjálf-
arans, en það tók hann aðeins
fimmtán mínútur að samþykkja til-
boðið og í spænskum dagblöðum
í gær er sagt aö Menotti hafi feng-
ið 315 þúsund dollara við undir-
skrift og fái síðan 7.800 dollara á
mánuði, sem samsvarar um 300
þúsund íslenskum krónum.
náði næstbezta árangri íslendings
í hástökki, stökk 1,66 metra.
Árangur hennar í langstökki (5,90),
200 metrum (26,37) og 100 grind
(15,85) var löglegur. Hið sama gild-
ir fyrir Birgittu og Ingibjörgu.
I sjöþrautinni er keppt í 100
metra grindahlaupi, hástökki, kúlu-
varpi, 200 metrum, langstökki,
spjótkasti og 800 metra hlaupi.
Var árangur stúlknanna í þeim sem
hér segir; Bryndís 15,85-1,66-9,
62-26,37-5,90-37,76 og 2:25,81,
Birgitta 15,88-1,48-10,47-27,00-
5,52-44,80-2:19,49 og Ingibjörg
15,69-1,60-8,97-26,70-5,27-21,
26-2:16,64.
Norska stúlkan Anne Britt Skja-
veland sigraði í fjölþrautinni og
hlaut 5.525 stig, sem er norskt
met. Önnur varð danska stúlkan
Lisbeth Larsen með 5.261 stig.
• Sigurjón Sveinsson
Sigurjón
skoraði
10O. mark
1. deildar
í sumar
SIGURJÓN Sveinsson, ÍBK,
skoraði sitt fyrsta mark í 1.
deild f sumar, þegar hann jafn-
aði 1:1 f leik FH og ÍBK á
laugardaginn. Þetta var jafn-
framt 100. mark deildarinnar
f ár, en nú eru mörkin orðin
103.
Mark Sigurjóns var mjög
glæsilegt. BOltanum var rennt
til hans úr aukaspyrnu rétt utan
vítateigs og hann skoraði með
viðstöðulausu skoti í hornið
fjær. Það var samt skammgóð-
ur vermir, því Keflvíkingar
töpuðu leiknum 2:1.
Brynjúlfur
að koma til
Brynjúlfur Hilmarsson, UÍA, sigr-
aði f 1500 metra hlaupi á alþjóð-
legu móti f Nyköping í Svfþjóð f
sfðustu viku á 3:53,25 mfnútum.
Brynjúlfur gekkst undir upp-
skurð í vetur en er allur að koma
til, eins og hlaupið í Nyköping sýn-
ir. Á mótinu átti Sergei Bubka,
Sovétríkjunum, góða tilraun við
nýtt heimsmet i stangarstökki,
6,04. Hann komst þó ekki yfir þá
hæð og varð að gera sér 5,80 að
góðu.
fe
n
'!!!!!'•
MorgunblaðiÖ/Skapti Hallgrímsson
• Baldvin Guðmundsson, markvörður Þórs, og Tryggvi Gunnarsson, markakóngur úr KA, mætast
að nýju í kvöld á Akureyri — nú í bikarkeppninni. Baldvin og félagar fögnuðu sigri eftir deildarleikinn
á föstudaginn; spurning er nú sú hverjir fagna f kvöld.
16-liða bikarkeppni KSÍ:
Sex leikir í kvöld
og tveir á morgun
16-LIÐA úrslit bikarkeppni KSÍ
byrja f kvöld með sex leikjum,
en tveir verða á morgun.
Þrjú lið úr 1. deild falla úr
keppni í kvöld, þar sem leikið er
til þrautar. Bikarmeistarar ÍA fá
Kefivíkinga í heimsókn. Liðin léku
saman í 4. umferð 1. deildar á
Skaganum og þá unnu heima-
menn 4:2 eftir að hafa komist í
4:0.
Á Akureyri berjast heimaliðin,
Þór og KA, en þau léku í deild-
inni um helgina og Þór sigraði
2:1.
í Hafnarfirði leika FH og Völs-
ungur. FH-ingar sigruðu ÍBK um
helgina og var það fyrsti sigur
Hafnfirðinga í 1. deild í ár, en
Völsungur er með tvo sigra að
baki og vann FH 4:1 á Húsavík
fyrir skömmu.
Þá leika ÍR og Fram á Laugar-
dalsvelli, Þróttur og Víðir á
Neskaupsstað og Reynir og
Leiftur í Sandgerði.
Á morgun leika UMFG og Val-
ur í Grindavík og fBV og KR í
Eyjum, en allir leikirnir hefjast
klukkan 20.
Morgunbladsmótið
í tennis um helgina
OPNA Morgunblaðsmótið f tenn-
is verður haldið á Vfkingsvöllun-
um f Fossvogi um næstu helgi.
MÓtið hefst á föstudaginn en lýk-
ur á sunnudag, 13. júlf.
Keppt verður í einlðaleik karla,
A- B og C-flokki eftir fjölda þátttak-
enda, einliðaleik kvenna, tvíliðaleik
karla og kvenna, tvenndarleik og
einliða- og tvíliðaleik unglinga.
Mótsgjald er 600 krónur í einliða-
leiknum, 300 í tvíliða- og tvenndar-
leik og einliðaleik unglinga og 150
krónur í tvíliðaleik unglinga.
Skráning í mótið fer fram í dag,
miðvikudag 8. júlí, og á morgun,
fimmtudag kl. 19.00 til 21.00 við
Víkingsvellina og skal greiða móts-
gjald við skráningu hjá mótsstjórn.
Fyrirkomulag mótsins verður
með þeim hætti að sigra verður í
tveimur settum til að leggja mót-
herja að velli — og tie-break verður
notað ef þarf. Mæting er 30 mínút-
um fyrir leik og fimm mínútur verða
gefnar í upphitun á vellinum.
Viðaukaflokkur verður notaður
eins og hægt er, annars verður
aukaflokkur. Allir flokkar gefa stig
til styrkleikalista.
Happdrætti fer fram eftir að öll-
um úrslitaleikjum er lokið á
sunnudaginn. Númer kvittana
gilda sem happdrættisnúmer. Sér
happdrætti verður fyrir unglinga
og annað fyrir fullorðna.
Erlingur í
leikbann
Morgunblaöiö/Skapti
• Erlingur Kristjánsson missir
af leiknum gegn IA.
ERLINGUR Kristjánsson, KA, var
f gær dæmdur f eins leiks bann
af aganefnd KSÍ.
Erlingi var vikiö af velli í leik KA
og Þórs um helgina og þar sem
bannið tekur gildi á hádegi á föstu-
dag, getur Erlingur ekki leikið gegn
ÍA á Skaganum á sunnudaginn, en
hann má leika gegn Þór í kvöld í
bikarkeppninni.
Það er mikil blóðtaka fyrir KA
að missa úr jafn erfiöleikum leik
og útileikur gegn Skagamönnum
óneitanlega verður. Hann er sterk-
ur leikmaöur — hefur bundið vörn
liðsins saman í sumar, en KA-
menn hafa aðeins fengið á sig sjö
mörk í leikjunum átta.
Þess má geta að Ingi Jónsson,
formaöur Knattspyrnudómara-
félags íslands, hafði samband við
Morgunblaðið í gær vegna umfjöll-
unar um brot Erlings í blaðinu í
gær. Ingi sagði það hárrétta
ákvörðun hjá Gísla Guðmundssyni
dómara að reka Erling af velli.
„Hann stöðvar knöttinn með þeim
eina ásetningi að ræna andstæð-
ing marktækifæri. Refsing fyrir
þetta brot er því rautt spjald,"
sagði Ingi. Hann bætti því við að
„hann er stríðir gegn anda íþrótt-
arinnar og þetta er ekki drengilega
leikin knattspyrna. Samkvæmt lög-
um okkar á að beita hörðust
mögulegri refsingu gegn slíku, en
það er einmitt brottrekstur," sagði
Ingi.
Ingi sagði það ekki rétt sem
haft var eftir dómara í blaðinu í
gær að reglum hvað þetta varðar
hefði verið breytt í vor. Ákvörðun
Gísla hefði verið rétt.