Morgunblaðið - 08.07.1987, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 08.07.1987, Blaðsíða 54
j3>4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1987 Bryndís Hólm stóð sig best íMadríd BRYNDÍS Hólm ÍR stóó sig best fslensku sjöþrautarkvennanna, sem kepptu fyrir íslands hönd f Evrópubikarkeppninni f fjölþraut- um f Madrfd um helgina. Hún varö f 9. sœti af 21 keppanda. íslenska kvennaliðið varð í fimmta sæti í keppninni, var vel á undan því írska og rótt á eftir því gríska. Bryndís hlaut 4.998 stig í sjöþrautinni, Birgitta Guðjónsdótt- ir HSK varð 13. með 4.896 stig og Ingibjörg ívarsdóttir 16. með 4.502 stig. Samtals hlutu stúlkurn- ar 14.396 stig. Sveit Noregs sigraði með 15.419 stigum, spánska sveitin varð önnur með 15.360 stig, sú danska þriðja með 15.157 og sú gríska hlaut 14.628 stig. Um einstakar greinar sjöþraut- arinnar er það að segja að Bryndís Knattspyrna: Menotti " til Atletico Madrid CESAR Luis Menotti, sem stjórn- aði Argentínu til sigurs á HM 1978, skrifaði f gær undir eins árs samning við spænska 1. deildarliðið Atletico Madrid. Menotti tók við Boca Juniors í Argentínu í desember, en hætti hjá félaginu í síðustu viku og var ■"•tilboð frá Atletico talin ástæða þess. Menotti gerði 18 mánaða samning við Boca Juniors, byrjaði með lið, sem var neðarlega í deild- inni, en í vor var félagið í baráttu um argentíska meistaratitilinn. Menotti þjálfaði Barcelona 1983-84, en hann sagði í gær að hann vildi vinna að því að Atletico ætti jafna möguleika og Real Madrid og Barcelona. Því til stað- festingar tilkynnti stjórn félagsins að Andoni Goikoetxea, spænski landsliðsmaðurinn, hefði verið keyptur frá Bilbao. Ekki var greint frá launum þjálf- arans, en það tók hann aðeins fimmtán mínútur að samþykkja til- boðið og í spænskum dagblöðum í gær er sagt aö Menotti hafi feng- ið 315 þúsund dollara við undir- skrift og fái síðan 7.800 dollara á mánuði, sem samsvarar um 300 þúsund íslenskum krónum. náði næstbezta árangri íslendings í hástökki, stökk 1,66 metra. Árangur hennar í langstökki (5,90), 200 metrum (26,37) og 100 grind (15,85) var löglegur. Hið sama gild- ir fyrir Birgittu og Ingibjörgu. I sjöþrautinni er keppt í 100 metra grindahlaupi, hástökki, kúlu- varpi, 200 metrum, langstökki, spjótkasti og 800 metra hlaupi. Var árangur stúlknanna í þeim sem hér segir; Bryndís 15,85-1,66-9, 62-26,37-5,90-37,76 og 2:25,81, Birgitta 15,88-1,48-10,47-27,00- 5,52-44,80-2:19,49 og Ingibjörg 15,69-1,60-8,97-26,70-5,27-21, 26-2:16,64. Norska stúlkan Anne Britt Skja- veland sigraði í fjölþrautinni og hlaut 5.525 stig, sem er norskt met. Önnur varð danska stúlkan Lisbeth Larsen með 5.261 stig. • Sigurjón Sveinsson Sigurjón skoraði 10O. mark 1. deildar í sumar SIGURJÓN Sveinsson, ÍBK, skoraði sitt fyrsta mark í 1. deild f sumar, þegar hann jafn- aði 1:1 f leik FH og ÍBK á laugardaginn. Þetta var jafn- framt 100. mark deildarinnar f ár, en nú eru mörkin orðin 103. Mark Sigurjóns var mjög glæsilegt. BOltanum var rennt til hans úr aukaspyrnu rétt utan vítateigs og hann skoraði með viðstöðulausu skoti í hornið fjær. Það var samt skammgóð- ur vermir, því Keflvíkingar töpuðu leiknum 2:1. Brynjúlfur að koma til Brynjúlfur Hilmarsson, UÍA, sigr- aði f 1500 metra hlaupi á alþjóð- legu móti f Nyköping í Svfþjóð f sfðustu viku á 3:53,25 mfnútum. Brynjúlfur gekkst undir upp- skurð í vetur en er allur að koma til, eins og hlaupið í Nyköping sýn- ir. Á mótinu átti Sergei Bubka, Sovétríkjunum, góða tilraun við nýtt heimsmet i stangarstökki, 6,04. Hann komst þó ekki yfir þá hæð og varð að gera sér 5,80 að góðu. fe n '!!!!!'• MorgunblaðiÖ/Skapti Hallgrímsson • Baldvin Guðmundsson, markvörður Þórs, og Tryggvi Gunnarsson, markakóngur úr KA, mætast að nýju í kvöld á Akureyri — nú í bikarkeppninni. Baldvin og félagar fögnuðu sigri eftir deildarleikinn á föstudaginn; spurning er nú sú hverjir fagna f kvöld. 16-liða bikarkeppni KSÍ: Sex leikir í kvöld og tveir á morgun 16-LIÐA úrslit bikarkeppni KSÍ byrja f kvöld með sex leikjum, en tveir verða á morgun. Þrjú lið úr 1. deild falla úr keppni í kvöld, þar sem leikið er til þrautar. Bikarmeistarar ÍA fá Kefivíkinga í heimsókn. Liðin léku saman í 4. umferð 1. deildar á Skaganum og þá unnu heima- menn 4:2 eftir að hafa komist í 4:0. Á Akureyri berjast heimaliðin, Þór og KA, en þau léku í deild- inni um helgina og Þór sigraði 2:1. í Hafnarfirði leika FH og Völs- ungur. FH-ingar sigruðu ÍBK um helgina og var það fyrsti sigur Hafnfirðinga í 1. deild í ár, en Völsungur er með tvo sigra að baki og vann FH 4:1 á Húsavík fyrir skömmu. Þá leika ÍR og Fram á Laugar- dalsvelli, Þróttur og Víðir á Neskaupsstað og Reynir og Leiftur í Sandgerði. Á morgun leika UMFG og Val- ur í Grindavík og fBV og KR í Eyjum, en allir leikirnir hefjast klukkan 20. Morgunbladsmótið í tennis um helgina OPNA Morgunblaðsmótið f tenn- is verður haldið á Vfkingsvöllun- um f Fossvogi um næstu helgi. MÓtið hefst á föstudaginn en lýk- ur á sunnudag, 13. júlf. Keppt verður í einlðaleik karla, A- B og C-flokki eftir fjölda þátttak- enda, einliðaleik kvenna, tvíliðaleik karla og kvenna, tvenndarleik og einliða- og tvíliðaleik unglinga. Mótsgjald er 600 krónur í einliða- leiknum, 300 í tvíliða- og tvenndar- leik og einliðaleik unglinga og 150 krónur í tvíliðaleik unglinga. Skráning í mótið fer fram í dag, miðvikudag 8. júlí, og á morgun, fimmtudag kl. 19.00 til 21.00 við Víkingsvellina og skal greiða móts- gjald við skráningu hjá mótsstjórn. Fyrirkomulag mótsins verður með þeim hætti að sigra verður í tveimur settum til að leggja mót- herja að velli — og tie-break verður notað ef þarf. Mæting er 30 mínút- um fyrir leik og fimm mínútur verða gefnar í upphitun á vellinum. Viðaukaflokkur verður notaður eins og hægt er, annars verður aukaflokkur. Allir flokkar gefa stig til styrkleikalista. Happdrætti fer fram eftir að öll- um úrslitaleikjum er lokið á sunnudaginn. Númer kvittana gilda sem happdrættisnúmer. Sér happdrætti verður fyrir unglinga og annað fyrir fullorðna. Erlingur í leikbann Morgunblaöiö/Skapti • Erlingur Kristjánsson missir af leiknum gegn IA. ERLINGUR Kristjánsson, KA, var f gær dæmdur f eins leiks bann af aganefnd KSÍ. Erlingi var vikiö af velli í leik KA og Þórs um helgina og þar sem bannið tekur gildi á hádegi á föstu- dag, getur Erlingur ekki leikið gegn ÍA á Skaganum á sunnudaginn, en hann má leika gegn Þór í kvöld í bikarkeppninni. Það er mikil blóðtaka fyrir KA að missa úr jafn erfiöleikum leik og útileikur gegn Skagamönnum óneitanlega verður. Hann er sterk- ur leikmaöur — hefur bundið vörn liðsins saman í sumar, en KA- menn hafa aðeins fengið á sig sjö mörk í leikjunum átta. Þess má geta að Ingi Jónsson, formaöur Knattspyrnudómara- félags íslands, hafði samband við Morgunblaðið í gær vegna umfjöll- unar um brot Erlings í blaðinu í gær. Ingi sagði það hárrétta ákvörðun hjá Gísla Guðmundssyni dómara að reka Erling af velli. „Hann stöðvar knöttinn með þeim eina ásetningi að ræna andstæð- ing marktækifæri. Refsing fyrir þetta brot er því rautt spjald," sagði Ingi. Hann bætti því við að „hann er stríðir gegn anda íþrótt- arinnar og þetta er ekki drengilega leikin knattspyrna. Samkvæmt lög- um okkar á að beita hörðust mögulegri refsingu gegn slíku, en það er einmitt brottrekstur," sagði Ingi. Ingi sagði það ekki rétt sem haft var eftir dómara í blaðinu í gær að reglum hvað þetta varðar hefði verið breytt í vor. Ákvörðun Gísla hefði verið rétt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.