Morgunblaðið - 07.08.1987, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B
tfgmiMflfetfe
STOFNAÐ 1913
174. tbl. 75. árg.
FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1987
Prentsmiðja Morgiinblaðsins
Persaflói:
Verðum ekki
dregnirístríð
- segja Bandaríkjamenn
Washington. Reuter.
GEORGE Shultz, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, sagði við
blaðamenn í Washington i gær
að útilokað væri að Bandaríkja-
menn létu draga sig út í styrjöld
við írana.
Shultz sagði að enn kæmi til
greina að bandamenn aðstoðuðu við
Laumufar-
þegar fóru
landavillt
Antwerpen, Reuter.
FIMM kúbanskir laumufarþegar
stukku útbyrðis af skipi, sem
þeir höfðu falið sig á, og drukkn-
uðu tveir þeirra í Antwerpen-
höfn í gær, að sögn hafnaryfir-
valda. Mennimir ákváðu að flýja
skipið, þar sem þeir héldu sig
vera austan járatjalds.
Þrír björguðust og kváðust þeir
hafa ætlað til Bandaríkjanna, en
er þeir komu úr felum, var þeim
sagt á ensku að þeir væru í Belgíu,
sem væri lýðræðisríki. Kúbanimir
héldu þá að þeir væru staddir í ríki
á borð við Þýska alþýðulýðveldið,
en á ensku útieggst nafn þess
„Þýska lýðræðislega lýðveldið".
Það var ekki nóg með að laumu-
farþegamir rugluðu Belgíu saman
við kommúnistaríki, heldur voru
þeir alls ekki um borð í bandarísku
skipi, eins og þeir höfðu haldið.
Þegar þeir læddust um borð í skip-
ið í Costa Rica villtust þeir á
bandaríska fánanum og þeim
líberíska og földu sig í líberíska
skipinu Hom Gulf.
tundurduflaslæðingu á Persaflóa,
þar sam olíuskipið Bridgeton sigldi
á tundurdufl í síðustu viku.
Haft var eftir stjómarerindrek-
um í Haag í Hollandi að Bretar,
Frakkar, Vestur-Þjóðveijar, ítalar
og Hollendingar ræddu sín á milli
hvort standa ætti saman að tundur-
duflaslæðingu á flóanum.
Aftur á móti sagði Giulio Andre-
otti, utanríkisráðherra ítalfu, að ríki
Vestur-Evrópu vildu fremur að
ályktun öryggisráðs Sameinuðu
þjóðanna um tafarlaust vopnahlé á
Persaflóa yrði fýlgt eftir. Embættis-
maður í breska utanríkisráðuneyt-
inu sagði að Bretar hygðust ekki
taka þátt í tundurduflaslæðingu.
Bandaríkjamenn eiga aðeins þrjá
tundurduflaslæðara, sem sigla má
yfir úthöf.
Iranar ákváðu í gær að halda
heræfíngum sínum á Persaflóa
áfram í dag. Útvarpið í Teheran
sagði að byltingarverðir æfðu sér-
sveitir, sem í eru bæði kafarar og
fallhlífahermenn, til að hertaka eyj-
ur og ráðast til uppgöngu í skip.
Morgunblaðið/RAX
Ursveitíbæ
Mikill bæjarbragur er nú kominn á byggðina í
hinni gamalgrónu sveit, Mosfellssveit, enda mun
hún bætast f hóp bæjarfélaga á landinu næstkom-
andi sunnudag. Hið nýja bæjarfélag ber heitið
Mosfellsbær og verður hann tfundi fjölmennasti
bær fandsins með um 3.800 fbúa. Meðfylgjandi
loftmynd tók ljósmyndari Morgunbfaðsins, Ragn-
ar Axelsson, yfir verðandi Mosfellsbæ í góða
veðrinu í gær.
Sjá nánar grein á bls. 20 og 21.
Shultz hafnar tillögu sand-
inista um tvíhliða viðræður
Washington, Guatemala, Reuter.
DANIEL Ortega, forseti Nic-
aragua, kvaðst f gær ekki ætla
að verða við áskorun Ronalds
Reagans Bandaríkjaforseta um
að koma á endurbótum heima
fyrir. Þessi áskorun Reagans er
mikilvægt atriði f nýrri friðartil-
lögu Bandarikjastjóraar. George
Shultz, utanrfkisráðherra
Bandaríkjanna, hafnaði f gær til-
lögu stjórnar Nicaragua frá því
á miðvikudag um að ganga til
Breskir jafnaðarmenn vilja sameinast frjálsiyndum:
Owen segir af sér
London, Reuter.
DAVID Ow-
en, leiðtogi
breska Jafn-
aðarmanna-
flokksins,
lýsti yfir því í
gær að hann
hygðist láta
af for- David Owen
mennsku eftir að samþykkt var
í atkvæðagreiðslu að ganga til
sameiningar við flokk fijáls-
lyndra. Þessir flokkar tveir
gerðu með sér bandalag fyrir
kosningaraar 11. júní.
58 þúsund félagar eru í Jafnaðar-
mannaflokknum og greiddu 57 af
hundraði atkvæði með sameiningu,
en 43 af hundraði voru henni
andvígir. 78 prósent flokksmanna
tóku þátt í atkvæðagreiðslunni, sem
tók einn mánuð og hefur valdið
klofningi innan flokksins.
Owen hefur margoft lýst yfír því
að hann verði áfram jafnaðarmaður
og ætli ekki að starfa í sameinuðum
flokki fijálslyndra og jafnaðar-
manna. „Flokksmenn hafa neytt
réttar síns og ákveðið að leita sam-
einingar við fijálslynda gegn
mínum ráðum. Ég tel því rangt að
ég gegni áfram formennsku meðan
viðræður [við fijálslynda] fara
fram," sagði Owen.
David Steel, formaður fijáls-
lyndra, lagði til að flokkamir
rugluðu saman reitum sínum þegar
ljóst var að það bandalag, sem þeir
gerðu með sér fyrir síðustu kosning-
ar, skilaði ekki tilætluðum árangri.
Stuðningsmenn sameiningar inn-
an beggja flokka sögðu að sameig-
inleg kosningabarátta undir forystu
tveggja leiðtoga hefði ruglað kjós-
endur í ríminu. Segja þeir að
sameining sé eina lausnin eigi
flokkamir að ná fylgi. Kosninga-
bandalag fijálslyndra og jafnaðar-
manna tapaði fímm þingsætum í
neðri málstofu breska þingsins og
kom aðeins 22 mönnum að í síðustu
kosningum.
David Owen, sem gekk úr Verka-
mannaflokknum árið 1981 og
stofnaði Jafnaðarmannaflokkinn,
segir að fijálsbmdir muni einfald-
lega gleypa floki- sinn í sig.
David Steel sagði í gær að hann
vildi ekki leiða sameinaðan flokk
fijálslyndra og jafnaðarmanna. Það
ætti að koma í hlut einhvers annars.
Paddy Ashford, þingmaður
fijálslyndra, hefur verið orðuð við
forystu sameinaðs flokks og fagn-
aði hún niðurstöðu félaga í flokki
jafnaðarmanna. Aftur á móti er
talið að viðræður flokkanna verði
'erfíðleikum undirorpnar vegna þess
að meirihluti landsnefndar jafnað-
armanna er andvígur sameiningu.
Sjá „Sameinast fijálslynd-
um ...“ á síðu 24.
tvihliða viðræðna, sem yrðu eng-
um skilyrðum háð, um banda-
rísku tillöguna.
„Ég tel rétt að fram komi að
ekki komi til greina að Bandaríkja-
menn og Nicaraguamenn setjist
niður til að ræða hvað Mið-Ameríku
sé fyrir bestu,“ sagði Shultz á
blaðamannafundi í Washington.
Ráðherrann sagði að fulltrúar allra
Mið-Ameríkuríkja yrðu að taka þátt
í slíkum viðræðum.
Ortega sagði á blaðamannafundi
f Guatemala, þar sem í gær hófst
leiðtogafundur Mið-Ameríkuríkja,
að litið yrði á tillögur Reagans for-
seta sem áróðursbragð ef boði
sandinistastjómarinnar um tvíhliða
viðræður yrði hafnað. Var greini-
legt að Ortega vissi ekki af
ummælum Shultz.
Leiðtogafundurinn í Guatemala
er haldinn til að ræða friðaráætlun,
sem Oscar Arias, forseti Costa Rica
lagði fram fyrir Mið-Ameríku og
tillaga Bandaríkjamanna byggist
á. í áætlun Arias er meðal annars
lagt til að ýmis mannréttindi, sem
afnumin voru í Nicaragua árið
1983, verði veitt aftur og boðað
verði til kosninga.
Tillaga Bandaríkjamanna hefur
að sögn embættismanna gert for-
setum Mið-Ameríkuríkja erfítt
fyrir. Þeir séu staðráðnir í að ræða
eigin friðaráætlanir, þótt þeir vilji
taka tillögu Reagans til athugunar.
í Guatemala verður rætt um að
taka fyrir erlendar fjárveitingar til
skæruliða, hætta að hafa herstöðv-
ar á erlendri gmndu, hefja viðræður
við skæruliða, sem leggja niður
vopn, og fækka í heijum og minnka
vopnabúr.
Bandaríkin:
Hækkandi verðbólga?
Washington, Reuter.
VERÐBÓLGA I Bandaríkjunum,
sem var einungis 1,1% á síðasta
ári, mun að líkindum ferfaldast
á árinu og er þá ekki gert ráð
fyrir að olíuverð hækki frekar.
Telja margir hagfræðingar að
verðbólgan, sem miðuð er við
framfærsluvísitölu, kunni að
nema allt að fimm prósentum í
árslok, en slíkt kann að hafa
viðtæk áhrif á hagkerfi heimsins.
Þó svo að olíuverð hafi hækkað
snarlega, eftir að spenna jókst á
Persaflóa í siðustu viku, telja sér-
fræðingar að það hafi hækkað langt
umfram það sem ástæða var til og
þvf kunni það að lækka mjög á ný,
líkt og gerðist fyrir ári. Lágt olíu-
verð þá varð m.a. til þess að
verðbólga í heiminum var hin
lægsta um aldarfjórðungsskeið.
Sjá „Heldur verðbólgan ...“ á
síðu 24.