Morgunblaðið - 07.08.1987, Side 7
ð
STÖÐ2
EÐALEFNI
í KVÖLD
22:05
KÖNNUÐIRNIR
(Explorers). Bandarisk kvik-
myndmeð Ethan Hawke, River
Phoenix og Amanda Peterson.
Myndin fjaiiar um þrjá unga
drengi sem eiga sér sameigin-
legan draum.
ánæstunn:
(The scar). Afbrotamaður er lát-
inn laus úr fangelsi. Hann þykist
heppinn erhann rekstá tvifara
sinn sem er virtur sálfræðingur
og ákveður að notfæra sér
þessa tilviljun ■
Sunnudagur
FLORENCE
NIQHTINQALE
nm
21:15
(The Nightingale saga).
Bandarisk kvikmynd byggð á ævi
Florence Nightingale. Florence
vann brautryðjendastarf i hjúkrun,
fann nýjar leiðir til að berjast gegn
kóleru og stóð fyrir bættum að-
búnaði á sjúkrahúsum.
Auglýsingasími
Stöðvar 2 er 67 30 30
Lykillnn færð
þúhjá
Heimilistsðkjum
<8>
Heimilistæki hf
S:62 12 15 I
MORGUNBLAÐH), FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1987 7
Morgunblaðið/Ámi Sœberg
Mara Helen Woods, sem haft hefur veg og vanda af uppsetningu
sýning-arinnar ásamt einu verka Widerbergs.
Sýning á verkum
Frans Widerbergs
Hringormurinn
ekki hættulegur
SÝNING á verkum norska iista-
mannsins Frans Widerberg
verður opnuð í Norræna húsinu
laugardaginn 8. ágúst kl. 15.00.
Sýningin stendur til 30. ágúst,
og er opin kl. 14-19 daglega.
Sýning þessi kemur til íslands
frá Bretlandi, þar sem hún hefur
verið sett upp í fjórum borgum, og
mun hún fara aftur til Bretlands
eftir að henni lýkur hér. Á sýning-
unni eru olíumálverk, grafík og
teikningar unnar sl. þijá áratugi.
Frans Widerberg er fæddur 1934.
Hann er einn þekktasti myndlista-
maður í Noregi í dag og hefur hann
af sumum verið nefndur arftaki
Edvards Munchs.
Breski listsagnfræðingurinn Mic-
hael Tucker mun halda fyrirlestur
um list Widerbergs í Norræna hús-
inu kl. 17 á laugardag 8. ágúst.
LÍTIL sem engin hætta mim
vera á að hringormur í íslensk-
um fiski geti valdið veikindum
í fólki. Að sögn Jakobs Jakobs-
sonar fiskifræðings, mun ormur
sá er fundist hefur í sOd í Norð-
ursjó, og ollið hefur almennri
hræðslu við fiskneyslu í Þýska-
landi, ekki vera sama tegund
og hringormurinn sem finnst í
þorski og fleiri fisktegundum
við ísland.
Eins og kunnugt er hefur sjón-
varpsþáttur sem sýndur var í
Þýskalandi, þar sem sagt var frá
að ormar í fiski úr Norðursjó gætu
valdið alvarlegum veikindum, vald-
ið miklu verðfalli á fískmörkuðum
þar í landi. Ormasýking í sfld úr
Norðursjó hefur lengi verið vanda-
mál, að sögn Jakobs, og hafa menn
þar brugðið á það ráð að djúp-
frysta saltsfld í þijá daga til að
drepa orminn.
Ekki er vitað til þess að nokkur
islendingur hafi veikst af sökum
hringorms, að sögn Erlings Hauks-
sonar, sjávarlíffræðings, enda
drepst ormurinn við söltun, suðu
eða frystingu. Erlingur sagðist
ekki geta tjáð sig um orsakir þess
að menn hefðu veikst í Þýska-
landi, enda hefði hann ekki séð
umræddan sjónvarpsþátt. Hugsan-
lega væri verkun físksins um að
kenna, því að hringormur, sem er
samheiti yfír ýmsar sníkjandi þráð-
ormstegundir, gæti lifað af kal-
dreykingu og marineringu. Til að
koma í veg fyrir slíkt væru í gildi
lög í Hollandi og Þýskalandi sem
kvæðu á um að fískur sem þannig
væri verkaður skyldi vera frystur
við -20 gráður C í sólarhring. Sýk-
ing af völdum orma hefur verið
vandamál í Japan, þar sem neysla
á hráum físki er mikil.
Þyrla varnar-
liðsins:
Sækir sjúk-
an sovéskan
sjómann
ÞYRLA frá vamarliðinu sótti á
miðvikudagsnótt sjúkan sjómann
í sovéskan verksmiðjutogara, sem
staddur var um 250 mflur vestur
af landinu.
Það var um kl. eitt á miðvikudag-
snótt, sem beiðni barst um aðstoð
frá sovéska verksmiðjutogaranum
Luga, en einn skipveijanna hafði
fengið botnlangakast. Skipið var
statt á 62,30 0 norður og 32,30 0
vestur. Þyrla vamarliðsins fór á stað-
inn og um kl. sjö í gærmorgun var
komið með hinn sjúka mann á Borg-
arspítalann, þar sem hann fékk
aðhlynningu.
Minnisvarði
um Arnar-
bæliskirkju
afhjúpaður
AFHJÚPAÐUR verður minnis-
varði um Amarbæliskirkju og
kirkjugarð sunnudaginn 9. ágúst
nk. kl. 13.30.
Það er kirkjugarðsnefnd Hvera-
gerðis og Kotstrandar sem stendur
að þessu og eru gamlir Ölfusingar
sérstaklega velkomnir.
(Úr fréttatilkynningu)
Evrópumótið í brids:
Stórsigur á Lúxemborg
fleytti íslandi í 5. sæti
Frá Guðmundi Hermannssyni, blaðamanni
ÍSLENSKA karlaliðið skaust
upp í 5. sætið á Evrópumótinu
í brids eftir stórsigur á Lúxem-
borg i 9. umferð. Kvennaliðið
tapaði fyrir Ungveijalandi og
var í 7. sæti eftir 3 umferðir
en spilaði við Grikki í 4. umferð
í gærkvöldi meðan karlaliðið
átti frí.
Jón, Sigurður, Aðalsteinn og
Ásgeir spiluðu allan leikinn við
Lúxemborg. Spilaramir frá Lúx-
emborg sáu aldrei til sólar og
staðan eftir fyrri hálfleik var
87-25. í seinni hálfleik bættu ís-
lendingar síðan um betur og unnu
Morgunblaðsins í Brighton, Englandi.
hann 110-2. Lokastaðan var því
197-27 sem er mesti munur sem
sést hefur enn á Evrópumótinu
og ósennilegt að þetta met verði
slegið. ísland fékk 25 stig en
Lúxemborg ekkert.
Esther og Valgerður spiluðu
allan leikinn gegn Ungveijalandi,
en hin pörin skiptu hálfleikunum.
Staðan í hálfleik var 28-13, en
Ungveijamir bættu við inneignina
í seinni hálfleik og unnu 53-16
og leikinn 23-7.
Svíar náðu forystunni í karla-
flokki með því að vinna Tyrki
24-6, en Norðmenn hjálpuðu þeim
með því að vinna Pólveija, 16-13.
Svíar era nú með 166,5 stig, Pól-
veijar 166, ísraelsmenn 157,5,
Danir 154,5, íslendingar 154,
Bretar 153 og Frakkar 152.
Evrópumeistarar Frakka vora
í efsta sæti í kvennaflokki eftir 3
umferðir með 60 stig, Hollending-
ar með 56 stig og Austurríkis-
menn með 54. ísland var í 7.
sæti með 48 stig. Það vekur at-
hygli að heimsmeistarar Breta
hafa átt erfitt uppdráttar og tapað
þremur fyrstu leikjum sínum._
í dag keppir karlaliðið við ítali
og Svía, en kvennaliðið við Búlg-
ara og Hollendinga.
j®Abu
Garcia
Með Cardinal 900 línunni hefur Abu
Garcia tekist að sameina húgœða framleiðslu-
aÖferðir nútímans og áratuga þróun veiði-
hjóla. Cardinal 900 veiðihjólin eru smíðuð
úr bestu fáanlegum efnum eins oggrafiti sem
er sérlega sterkt og létt. Tœknileg hönnun
Abu Garcia veiðihjólanna eykur þœgindi og
ðryggi við veiðarnar. Hjá okkur fást Abu
Garcia veiðihjól við allra hœfi.
Cardinal 900
HAFNARSTRÆTI 5 SÍMAR 16760 og 14800