Morgunblaðið - 07.08.1987, Qupperneq 10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1987
1Ö
I
Land o g vinir
Nick Nolte og Alonso í Sérsveitinni.
Kvikmyndlr
Arnaldur Indriðason
Sérsveitin (Extreme Prejudice).
Sýnd í Bíóborginni.
Stjörnugjöf: ★ ★
Bandarísk. Leikstjóri: Walter
Hill. Handrit: Deric Washbum
og Harry Kleiner. Framleið-
endur: Mario Kassar og
Andrew Vaiýa. Tónlist: Jerry
Goidsmith. Helstu hiutverk:
Nick Nolte, Powers Boothe,
Michael Ironside, Maria Alonso
Conquita og Rip Thora.
Lögregluþjónninn Jack Bente-
en (Nick Nolte) er heiðarleikinn
gljáfægður. Réttvísin skín úr
stingandi augnaráðinu, andjitið
er meitlað úr sannleikanum.
Röddin er hijúf og kemur langt
innan frá hans hreinlynda hjarta.
Sál hans er eins hvítþvegin og
Stetson-hatturinn hans, æran
glitrar eins og lögreglumerkið í
barminum. Ef það skyldi fara
framhjá einhveijum þá er hann
hetjan eina og sanna. Hvað er það
sem knýr hann áfram? Hver veit?
Svarið er a.m.k. ekki að fínna í
sjálfri myndinni, sem lætur sig
slík smáatriði engu varða. Nær
væri að leita í kreditlistanum.
Nick Nolte, sem hér er svona
sjoppuhetja á la Louis Masterson,
gefur honum steinandlitið; John
Milius, sem sendi Rauða herinn
inn í Bandaríkin í Rauðri dögun
(Red Dawn) gefur honum söguna
til að lifa í; Mario Kassar og
Andrew Vanja, sem færðu lang-
þreyttum föðurlandsvinum
Rambó til hughreystingar, sjá
honum fyrir skotfærunum (og
öðrum fyrir meiri föðurlandsást);
Walter Hill, sem gerir ofbeldis-
fullar hasarmyndir af sömu natni
og Spielberg semur sínar bama-
gælur, blæs í hann lífí. Guðinn
hans er Sam Peckinpah, dauðinn
er sýndur hægt.
Og hver er útkoman? Sitt lítið
af hveiju og mikið af því sama.
Sérsveitin (Extreme Prejudice),
sem sýnd er í Bíóborginni, er
sífellt að minna á sjálfa sig og
mennina sem standa að baki.
Þama fer Nick Nolte en ekki lög-
reglustjórinn Jack Benteen. Gat
verið að Milius, sem líka stjómaði
vöðvaæfíngum Schwartzenegger
í Conan villimanni, ætti eitthvað
í lcjánalegri sögunni. „Ég trúi á
land mitt og vini," segir einn af
sex hermönnum myndarinnar og
gæti verið að tala við Rambó (eða
Reagan). Og lokabardaginn sýnir
sundurskotna menn falla hægt til
jarðar og þama einhverstaðar er
Hill að skipa mönnum að deyja
eðlilega.
Látið það ekki bleklcja ykkur
þótt Sérsveitin gerist í nútímanum
með hvínandi drossíum og háþró-
aðri tölvutækni. Hún er vestri eins
og þeir gerast vestast. „Segðu
honum að hitta mig kluklcan 12
á hádegi," skipar Nolte, afsakið
Benteen, og er á svipinn eins og
Gary Cooper með byssubeltið við
mjöðmina. „Þetta er eins og í
vestra," segir einhver og fær 10.
Og svo er það einvígið í lokin.
Powers Boothe leikur dóp-
smygil sem er líka æskuvinur
lögreglustjórans og hefur yndi af
að rausa um sjálfan sig og bófatil-
vemna í heimspekilegum anda.
Líklega er þetta í fyrsta sinn sem
hinn viðkunnanlegi Boothe leikur
krimma og það fer honum betur
að vera góði gæinn. Maria Alonso
leikur ástkonu lögreglustjórans
og fyirum ástkonu tiófans, er fyr-
ir þá eins og Afton í Dallas er
fyrir aulann Cliff Bames og leikur
miklu meira en hún þarf. Michael
Ironside er foringi sérdeildar-
hermanna sem lengi framan af
mætti halda að væm ekki í réttri
mynd en tengjast loks þessari með
öllum sínum tölvubúnaði ogdular-
fullu ráðagerðum.
Myndin hefði kannski orðið
betri ef einhver af öllu þessa góða
fólki hefði fengið snert af frum-
legri hugsun við gerð hennar. En
fmrnleg hugsun er hugtak sem
þessir menn fréttu af síðast árið
1700 og súrkál. í staðinn flettir
hver upp í sinni gatslitnu handbók
og reynir að rifja upp hvemig
þeir vom síðast. Og þar áður.
Raul Julia í Norrismynd?
Hættuförin (Florida Straits).
Sýnd í Regnboganum.
Stjömugjöf: ★ */2
Bandarisk. Leikstjóri: Mike
Hodges. Handrit: Roderick Ta-
ylor. Framleiðendur: Stuart B.
Renkt og Stephen L. Wald.
Helstu hlutverk: Raul Julia,
Fred Ward og Daniel Jenkins.
Fyrsta spumingin, sem kemur
uppí kollinn þegar Ijóst verður að
Hættuförin (Florida Straigts) sem
sýnd er í Regnboganum er svona
Chuck Norris-mynd án Norris, er
hvað vandaður og virðulegur leik-
ari eins og Raul Julia er að gera
í henni. Hann er eiginlega í hlut-
verki Norris nema hvað slags-
málakunnátta hans er langt undir
meðallagi.
En svo er þetta kannski ekki
dæmigerð Norris-mynd að öllu
leyti eða getið þið ímyndað ykkur
karate-kungfú-ninja sérfræðing-
inn lesa Don Kíkota sér til
dægrastyttingar? Varla. Julia set-
ur nefnilega svolítinn menningar-
svip á rútínuna en hún ætti samt
að vera langt fyrir neðan hans
virðingu.
Harðjaxlinn Fred Ward passar
hér aftur eins og flís í rass og
félagi hans, grænjaxlinn Daniel
Jenkins, gefur myndinni svolítið
kómískan svip. Hún segir frá
þremur mönnum sem fara frá
Florída til Kúbu, tveir (Ward og
Jenkins) em að leita að gulli sem
sá þriðji, Carlos (Julia), veit hvar
er að fínna í landi Kastros. Carlos
hefur gist fangageymslur á Kúbu
í 20 ár fyrir eitthvað sem handrits-
höfundurinn Roderick Taylor
hirðir aldrei um að skýra frá frek-
ar en svo mörgu öðm, en áður
en Carlos fór í fangelsið náði hann
að koma dýrmætum gullfarmi í
felur. Hann er þó ekki á höttunum
eftir því heldur gömlu kæmstunni
sinni. Ást og flársjóðsleit í Kúbu.
En af hveiju Kúba? Það er mjög
óvíst en líklega á nærvera Kastrós
að hrella eitthvað mannskapinn.
Ef maður er ekki að vænta
mikils má með góðum vilja hafa
svolítið gaman af myndinni, sem
annars er illa gerð og gloppótt
undir slakri leikstjóm Mike Hodg-
es. Það er aðallega gaman að
félögunum þremur, sem reyna sitt
besta, en það dugir ekki til.
Raul Julia mundar litla vasahnífinn sinn í myndinni Hættuförin.
OCTAVIO PAZ
Erlendar baskur
Siglaugur Brynleifsson
Octavio Paz: On Poets and Oth-
ers. Translated by Michael
Schmidt. Carcanet 1987.
Octavio Paz: The Labyrinth of
Solitude. Life and Thought in
Mexico. Translated by Lysander
Kemp. Penguin Books 1985.
Octavio Paz er kunnasti höfundur
Mexíkó og meðal fremstu skálda í
Suður-Ameríku og þeirra sem yrkja
á spænsku. Hann er nú rúmlega
sjötugur, fæddur 1914 í Mexíkó
City. Hann hefur dvalið langdvölum
erlendis, m.a. í París, sem sendifull-
trúi Mexíkó. Fyrsta meiriháttar
ljóðasafn hans kom út 1949 og árið
eftir E1 Labertino de la soledad,"
sem er hér í enskri þýðingu, og
hefur verið þýdd á flestallar þjóð-
tungur Vesturlanda. í þessari bók
segist hann leitast við að fínna
„meðvitund þjóðar og inntak sögu,
sem hefur verið ýtt til hliðar, graf-
in lifandi". Hann rekur sögu þjóðar,
sem hefur lifað hálfu lífí ofan jarð-
ar og hálfu neðanjarðar, dregur
fram svipmyndir úr mexíkanskri
sögu, atburði sem eiga að vera
gleymdir og viðbrögð sem mótast
af fálmi „milli tveggja siða“. Paz
fæddist í landi, þar sem bylting var
einn þáttur sögunnar og stöðug
spenna átti sér stað í raun á milli
hagsmuna- og valdahópa. Hugtakið
stéttabarátta í því sambandi er inn-
antómt Ijas, vissir hópar eru oft
notaðir í valdabaráttu fámennra
hópa, en þeir verða venjulega verr
settir eftir byltinguna, en fyrir
hana, að öðru óbreyttu. Paz varð
fyrir svipaðri reynslu í borgarastyij-
öldinni á Spáni og Orwell. Sú
reynsla gerði honum augljósara
markleysi og mýraljós hugmynda-
fræðanna. Síðan hefur Paz farið
aðrar leiðir í gagnrýni sinni en
tíðkast meðal vinstri manna og
sumra rithöfunda í Suður-Ameríku.
Hann hafði hug til þess að hefja
opinskáar árásir á þrælaríki sósíal-
ismans þegar á 5. áratuginum og
jafnframt aðskildist hann þeim hal-
elúja-kór rithöfunda og listamanna
sem jörmuðu um að e.t.v. myndi
Eyjólfur hressast, eftir að tók að
glitta í gulagið.
Greinamar í The Labyrinth of
Solitude skera sig úr flestu sem
skrifað hefur verið um samfélags-
mál og sögu Mexíkó, vegna þess
að Paz er óbundinn af þröngum
marxistakreddum og þeim óheilind-
um sem einkenna sagnfræðiskrif
marxískra sagnfræðinga.
Octavio Paz varð tvímælalaust
talinn mesta skáld Mexíkó og
spænskumælandi þjóða með
kvæðabálknum „Piedra de sol“,
Sólarsteinninn, sem hann orti 1957.
Því hefur verið haldið fram að áhrif
þess ljóðabálks hafí markað ljóða-
gerð spænska málheimsins á álíka
afgerandi hátt og „The Waste
Land“ Eliots á ljóðheim Englend-
inga.
„On Poets and Others" er safn
greina um skáld og höfunda, sem
Paz hefur átt samskipti við eða
hafa haft djúpstæð áhrif á hann.
Meðal þeirra eru Robert Frost, Sar-
tre, Breton, Solzhenitsyn, Ortega y
Gasset ofl.
Alþjóðamál og stjómmál em und-
irtónn í mörgum þessara skrifa,
enda snerta þau málefni afstöðu
Paz framar öðmm. Lýsingin á
Sartre sem vonsviknum manni, sem
hann segir að „hafi í lokin ásakað
sjálfan sig í ofsafenginni iðmnar-
þörf", allar hugsjónir hans reyndust
í lokin mýraljós, heimspeki hans
einhverskonar kommentar við Heid-
eKKer. »en hann var maður til þess
að horfast í augu við sóað líf“.
í greininni um Solzhenitsyn og
Gulagið rekur Paz eigin hugmynda-
sögu og viðhorf. Hann rekur hin
oft átakanlegu viðhorf sósíalista til
uppljóstrana Solzhenitsyns um við-
bjóðinn. Reynt var að gera hann
tortryggilegan, gera hann að aftur-
haldssegg og að lokum hálfbijálað-
an. En allur rógburðurinn varð til
einskis, hann sýndi fram á sanna
innviði þessa „ríkis framtíðarinnar",
svo rækilega að síðan hafa málsvar-
ar verkalýðsbaráttu og sósíalisma
orðið að leita annars staðar að
frambærilegri framkvæmd vísinda-
legs sósíalisma og eins og nú hagar
til, mun Kúba vísa veginn til fram-
tíðarlandsins.
Kaflinn um Ortega y Gasset em
minningar höfundar um einhvem
snjallasta essayista spænska mál-
svæðisins og þann spænska höfund
sem var talinn marktækur
spænskra hugsuða eftir langt hlé.
Viðfangsefni hans vora ákaflega
fjölbreytileg og snilli hans og hug-
kvæmni vom á þann veg að rit
hans em sígild. Hann varð á sínum
tíma kunnastur fyrir „La rebelión
de las masas" 1930. Inntak þeirrar
bókar hefur orðið tímabærara með
hveijum áratugi og glöggskyggni
hans augljósari. Paz skrifar þáttinn
1980 og lýkur honum með þessum
orðum; „ég veit eitt og það er að
án hvatningar hans og leiðsagnar
myndi ég ekki hafa verið fær um
að hugsa, nú og hér“.
Þessir þættir em hver öðmm
áhugaverðari og þeir em uppbyggi-
leg lesning og mjög vel skrifaðir.
Til sölu í Hafnarf irði
2ja herbergja íbúð með bílskúr:
Björt og falleg 2ja herb. íb., um 65 fm á aðalhæð í stein-
húsi við Hverfisgötu. Nýstandsett baðherbergi. Parket
á gólfum. Bílskúr. Einkasala.
4ra herbergja íbúð við Álfaskeið:
Á 2. hæð í fjölbýli. Parket á stofugólfi. Bílskúr.
Hef kaupendur að flestum gerðum íbúða og húsa í
Hafnarfirði og nágrenni.
Árni Gunnlaugsson, hrl.,
Austurgötu 10, sími: 50764.