Morgunblaðið - 07.08.1987, Síða 12
12____________MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1987_
Alþingi, sljómarráðið
og fjöldi ráðherra
eftirBolla Héðinsson
Á miðju sumri, þegar stjómar-
myndunarviðræðumar stóðu sem
hæst, gaf að lesa í Morgunblaðinu
gagnmerkt Reykjavíkurbréf þar
sem vikið var að því ofurmati á
ráðherrastörfum, sem viðgegnst í
þjóðfélaginu, samanborið við önnur
störf og einnig því að svo sé komið
fyrir Alþingi, samkomu löggjafar-
valdsins, að það er nánast eingöngu
orðið handbendi framkvæmdavalds-
ins. Hvemig má verða að virðing,
staða og mögulekar Alþingis til
sjálfstæðrar ákvarðanatöku og
stefnumörkunar sé svo lítilfjörleg
sem raun ber vitni?
Höfundur Reykjavíkurbréfsins
stillir upp virðingu og áliti því sem
ráðherrar fá notið annarsvegar og
sem forsetar Alþingis fá notið hins-
vegar, en þeir fá hvorki notið
virðingar, álits eða þeirra kjara sem
ráðherrar búa við og höfundurinn
spyr síðan sjálfan sig hvort ekki
ætti að vera samræmi þama á
milli. Þessu viðtekna skipulagi verð-
ur hinsvegar erfítt að breyta á
meðan Alþingi er fyrst og fremst
biðsalur ráðherrastarfs, með 63
ráðherraefnum sem kallaðir hafa
verið til ráðherradóms, en af þeim
eru aðeins 11 útvaldir til starfans.
í stað þess ættu löggjafarsamko-
man að vera atkvæðamikil stómar-
stofnun lýðræðisríkisins með
frumkvæði að lagasetningu og virkt
eftirlit með framkvæmdavaldinu.
Aukin virðing Alþingis
Höfundur Reykjavíkurbréfsins
getur um nokkur atriði sem mættu
verða til þess að Alþingi fengi no-
tið eðlilegrar virðingar og því
skipaður sá sess sem því bæri í
stjómkerfínu og þar yrði unnið
metnaðarfyllra starf að löggjöf og
eftirliti með ráðherram en nú er
gert. Þannig mætti hefja störf á
Alþingi til vegs og aukningar virð-
ingar, t.a.m. störf forseta Alþingis
svo og formanna þingflokka og
helstu neftida. Yrði það einna helst
gert með því að þeir nytu hinna
sömu skjar og fríðinda sem ráð-
herrar njóta í dag. Auk þess þyrfti
Alþingi sérfræðiþjónustu á eigin
vegum, þar sem lagafrumvörp
framkvæmdavaldsins væra tekin til
ítarlegrar skoðunnar þegar að hinni
þinglegu meðferð framvarpanna
kæmi. Sérfræðiþjónusta af þessu
tagi gæfí Alþingi og einstökum
þingmönnum betra tækifæri til
samnings og undirbúnings laga-
frumvarpa heldur en nú er, þegar
frumkvaeði nær allrar lagasetningar
kemur frá ráðuneytunum.
Við val á ráðherram þá velja
stjómmalaflokkamir þingmenn
sína til að gegna störfum ráðherra,
næstum án undantekninga. Því
undarlegra má þetta tejast að ef
málum væri háttað líkt og stjóm-
skipun landins gerir ráð fyrir, þá
væri þingið eingöngu að ráða menn
itl að gegna framkvæmdastórastöð-
um, þ.e. embættismann til að vinna
að framkvæmd þeirrar stefnu sem
Alþingi mótar í einu og öllu án
þess að viðkomandi ráðherra þurfí
að koma nálægt nokkurri stefnu-
„Ljóst virðist vera að á
meðan ráðherrar sitja í
tilteknum ráðherra-
embættum verður
aldrei hróflað við ráðu-
neytaskipan þeirri sem
nú er við lýði. Eini
tíminn sem gæti verið
til slíks er sá tími þegar
stórn landsins er í
höndum starfsstjórnar
sem bíður þess eins að
verða leyst af hólmi af
annarri stjórn.“
mótun af hálfu Alþingis fyrr en hún
væri fullbúin. í nágrannalöndum
okkar er það mjög algengt að menn
sem ekki eiga sæti á þingum þjóð-
anna gegni þar ráðherrastörfum.
Gefur auga leið að í miklu mann-
vali stjómmálaflokkanna þá hljóta
fleiri en þeir sem gegna þing-
mennsku fyrir flokkana að koma
til greina sem ráðherraefni þeirra.
Er nú jafnvel svo komið, að þegar
þingmenn hafa setið nægjanlega
lengi á þingi, þá telja þeir sig hin
sjálfkjömu ráðherraefni flokksins.
En hér kemur aftur að því að ásókn-
in í þau embætti er meiri en góðu
hófi gegnir m.a. vegna þess að önn-
ur sambærilegri störf innan þings-
ins bjóðast ekki.
Ráðherrar settir af
Á meðan malum hattar eins og
nú er, að ráðherrar veljast eingöngu
úr hópi þingmanna er líka næsta
útilokað að Alþingi setji ráðherra
af, þó svo hann gangi freklega í
móti vilja meirihluta Alþingis. Fræg
era dæmin um misnotkun Qármála-
ráðherra á • aukasjárveitingum,
algjörlega að eigin geðþótta. Þann-
ig munu til dæmi um fjárveitingar
frá liðnum áram sem emirihluti
Alþingis felldi við afgreiðslu fjár-
laga fyrir jól en fjármalaráðherra
veitir svo upp á sitt eindæmi strax
í janúar. Vitanlega bæri Alþingi án
tafar og reflalaust að setja slíkan
mann af án tillits ti hvaða stóm-
málaflokki hann tilheyrir og án
þess að slíkt þýddi vantraust á þá
ríkisstóm er sæti, að öðra leyti. Ef
sá ráðherra sem í hlut á er ekki
jafnframt þingmaður, væri langtum
hægara um vik að fella hann án
þess ða ríkisstjómin teldi það van-
traust.
íslendingar eiga
sjálfir að annast
fisksölur erlendis
Af innreið ferskra hugmynda og ævintýrum í útlöndum
eftir GuðmundH.
Garðarsson
í síðustu viku birtust í Morgun-
blaðinu athyglisverðar fréttir um
meint misferli erlendra aðila, er
tóku að sér sölu físks fyrir íslenzka
fískframleiðendur, án milligöngu
íslenzkra útflutningsfyrirtælqa. í
einu tilviki er um að ræða erlent/
íslenzkt fyrirtæki, sem í skjóli er-
lends flármagns ætlaði að hefja
innreið sína inn í íslenzkan fískiðn-
að og gerast umtalsverður aðili í
útflutningi sjávarafurða frá íslandi.
Tilkoma þessa fyrirtækis, sem hefur
aðsetur á Suðumesjum, varð tilefni
þess, að einn þingmaður Suðumesja
fann hjá sér sérstaka hvöt til að
lýsa ánægju sinni eftir þátttöku
þessara erlendu aðila í íslenzkum
fískiðnaði og útflutningi. Nú myndu
ferskar hugmyndir halda innreið
sína.
Greinarhöfundur og nokkrir aðrir
þingmenn vora ekki jafn ginnkeypt-
ir fyrir aðild erlendra manna að
fisksölumálum íslendinga og um-
ræddur Suðumesjaþingmaður og
lýstu efasemdum áinum um ágæti
þessa. Töldu þeir, að útflutningur
og sala islenzkra sjávarafurða væri
best kominn í höndum íslendinga
sjálfra í skjóli öflugra fyrirtækja,
jem hefðu vald og styrk til að fylgja
viðskiptunum eftir og tryggja já-
kvæða niðurstöðu íslendingum til
handa. Hafa ber í huga að loka-
markmiðið í brauðstriti fólks, hvort
sem það era íslendingar eða aðrar
þjóðir, er að fá sem mestan afrakst-
ur fyrir þá, sem framleiða og selja
vörana. í þessu tilfelli er um að
ræða afraksturinn, tekjumar af
grandvallarauðlind þjóðarinnar,
sjávaraflanum. Það er því mikil-
vægt að vel takist til í þessum
efnum. Ótryggir og vafasamir við-
skiptahættir geta reynst dýrkeyptir.
Stórfelld viðskiptasvik
' Tilefni þessara skrifa er ekki ein-
göngu umrætt dæmi um meint
misferli í tengslum við fyrirtækin
Isskott og Icescot, sem era í eigu
íslendinga, Skota og Svía með
meirihlutaaðild erlendu aðilanna,
heldur sú staðreynd, að hér mun
ekki vera um einangrað tilfelli að
ræða. í fyrri fréttum í Morgun-
blaðinu er skýrt frá stórfelldum
viðskiptasvikum, þar sem erlendur
aðili tekur að sér sölu físks fyrir
íslenzk fyrirtæki og hverfur síðan
sporlaus, án þess að greiða fyrir
vörana. Kunnugir segja, að tjón
þeirra, sem aðild eiga að þessum
útflutningi, nemi tugum milljóna
króna.
Mllljóna tjón
Ungir Akureyringar, fískimenn,
hugðust efna til beinna útflutnings-
viðskipta við danskan aðila. Þeir
senda vöruna út ísaða og fullnægja
öllum framleiðslu- og gæðakröfum.
Hinn danski viðtakandi lætur vöra
íslendinganna greinilega mæta af-
gangi á markaðnum. Niðurstaðan
var milljóna ijón. Einn Akureyring-
anna, Halldór Baldursson, segir
m.a. við fréttaritara Morgunblaðs-
ins (29/7) orðrétt:
„Granur minn er sá, að þetta sé
gert vísvitandi (innskot H.B.: Við
fengum í upphafí rangar upplýsing-
ar um verðið frá Danmörku) og
dæmi era um að fiskurinn er sagð-
ur ónýtur, enda enginn til að
fylgjast með því og sannreyna það.
Eg er hættur þessum útflutningi
og vona að aðrir megi læra af þess-
ari reynslu minni, svo að þeir verði
ekki féflettir eins og ég“.
En sagan er ekki enn sögð að
fullu. í Morgunblaðinu 1. ágúst sl.
er viðtal við Friðrik Sigurðsson,
framkvæmdastjóra Landssambands
íslenzkra fískeldisstöðva um út-
flutning eldisfísks. í viðtalinu segir
Friðrik Sigurðsson m.a.:
„Þessa dagana eram við að senda
forráðamönnum laxeldisstöðva leið-
beiningar og tilmæli um hvemig
þeir eiga að standa að viðskiptum
við einstaklinga, sem vilja taka að
sér að selja lax á erlendum mörkuð-
um. Við stöndum frammi fyrir sömu
hættum varðandi svik og aðrir físk-
seljendur."
Áreiðanleiki er
grundvallaratriði
Þetta er Ijót lýsing á því, hvað
gerist þegar los kemst á útflutning
sjávarafurða frá íslandi. Staðreynd-
in er sú, að verzlun með sjávaraf-
urðir er afar viðkvæm framkvæmd,
sem gerir miklar kröfur til allra
aðila sem þar koma við sögu. Áreið-
Guðmundur H. Garðarsson
„Tilefni þessara skrifa
er ekki eingöngu um-
rætt dæmi um meint
misferli í tengslum við
fyrirtækin Isskott og
Icescot, sem eru í eigu
Islendinga, Skota og
Svía með meirihlutaað-
ild erlendu aðilanna,
heldur sú staðreynd, að
hér mun ekki vera um
einangrað tilfelli að
ræða.“
anleiki og skilvisi er grandvallarat-
riði í samskiptum aðila, hvort sem
um er eða ræða framleiðendur, selj-
endur að kaupendur. Að víkja út
frá þeirri meginreglu, að heiðarleiki
skuli ríkja í samskiptum manna, er
í þessum viðskiptum sem öðrum,
þess eðlis að íslendingar geta ekki
tekið þá áhættu, sem því er sam-
fara, að gefa allan útflutning
sjávarafurða og eldisfísks ftjálsan.
Viðkvæm verzlun
í þessari framkvæmd verða að
gilda strangar reglur um hæfni,
áreiðanleik og styrkleika til að ann-
ast þessi mál svo fullnægjandi sé.
Svo dæmi sé nefnt. Vanhæfni eins
eða fárra seljenda til að tryggja
góða vöra, getur leitt til óbætanlegs
tjóns fyrir alla heildina, þ.e. aðra
framleiðendur og seljendur. Að
koma óorði á íslenzkan físk vegna
slóðaskapar, kæraleysis eða ann-
arra skyldra atriða, getur leitt til
óbætanlegs tekjutaps, ekki aðeins
hjá viðkomandi aðila, heldur hjá
þjóðinni allri. Vanhæfni eða svik-
semi í afgreiðslu vöra, myndi hafa
svipuð áhrif í för með sér. Dráttur
á greiðslu af hálfu kaupanda, eða
órökstuddar kvartanir um hugsan-
lega gallaða vöra, getur skaðað
framleiðendur ómælanlega. Tilvikin
um hugsanlegar vanefndir og und-
anbrögð við það að standa við gerða
samninga, geta verið óteljandi í
sambandi við fiskverzlun. Ástæðan
er augljós: Fiskur er mjög viðkvæm
vara. Til þess að unnt sé að tryggja
alla þætti þessara viðskipta, verða
aðilar að hafa gott yfírlit og vald
yfír framkvæmd þessara mála, allt
frá veiðum til afhendingar hjá neyt-
endum.
Því aðeins er unnt að hámarka
heildartekjumar af útgerð og fisk-
vinnslu, að gæði vörannar séu
100%. Það gerist ekki, nema að-
gerðir séu samræmdar og að baki
standi öflugir aðilar, fjármagns-
sterk fyrirtæki, sem geta axlað þá
ábyrgð sem fiskútflutningur krefst.
í þessum efnum dugar engin hálf-
velgja. Enn síður innantóm slagorð
eða sýndartillögur um losaralegt
fyrirkomulag, sem hentar ekki fá-
mennri þjóð, sem vill fá sem mestan
afrakstur af bestu auðlind sinni
með sem minnstri þátttöku erlendra
fyrirtækja.
Tryggjmn afraksturinn
Þessi afstaða, þ.e. að tiyggja það
að sem mestur afrakstur komi ör-
ugglega heim til íslands vegna
útflutnings sjávarafurða, réði því á
sínum tíma að fslenzkir útgerðar-
menn og fískframleiðendur stofn-
uðu útflutningsfyrirtæki sín. Þau