Morgunblaðið - 07.08.1987, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.08.1987, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1987 Flotastefnufabúla og* íslensk öryggismál eftir dr. Hannes Jónsson Morgunblaðið birti þriðjudaginn 28. júlí grein eftir Benedikt Grön- dal, sendiherra, þar sem hann ræðir ýmsa þætti íslenskra öryggismála með hliðsjón af nýrri flotastefnu Bandaríkjanna á 'Norður-Atlants- hafssvæðinu. Kvartar hann undan því, að íslendingar hafi hvorki fylgst með né rætt þessi mál „af faglegri alvöru sín á milli eða við aðra, eins og þörf væri“. Þetta er að því leyti rétt að flota- stefnuhugmyndir þessar hafa ekki verið ræddar opinberlega hér á landi. íslenskum utanríkis- og ör- yggismálum hefur þó verið gerð veruleg skil í nokkrum útvarps- erindum á þessu og síðasta ári, í tímaritsgrein í síðasta hefti And- vara og í vel byggðri sjónvarps- mynd, sem ríkissjónvarpið sýndi nýlega. Útbreiddari dagblöðin hafa hins vegar ekki séð ástæðu til þess að nota tilefnin til frekari umflöllun- ar um þessi mál. Ábending Bene- dikts á því við um tómlæti þeirra. Hitt er svo annað mál, að ekki er sjálfgefið, að íslendingar þurfí að uppveðrast og efna til málþinga þótt flotaforingjar og hemaðarsér- fræðingar í Navy War College í Newport og John Lehman, fyrrver- andi flotamálaráðherra Banda- ríkjanna, fari að túlka hugmyndir um nýja flotastefnu fyrir Norður- Atlantshafssvæðið, sem að sögn Benedikts „er ekki óumdeild í Bandaríkjunum hvað þá öðrum NATO-ríkjum“ og hefur auk þess „ekki... verið formlega lögð fyrir NATO.“ Umræða og vakandi árvekni ís- lendinga um öryggismál sín og Norður-Atlantshafssvæðisins er þó af hinu góða, einkum ef hún bygg- ist á rökrænni greiningu viðfangs- efnisins. Að endursegja efnisatriði hinnar nýju flotastefnu eins og framkvæmd og fylgni við hana sé sjálfsagt mál hefur takmarkað gildi. Við vitum ekki hvort Bandaríkja- þing eða ráðherraráð NATO muni fallast á hana. Og umfram allt höf- um við íslendingar sem aðilar að NATO ekki tekið afstöðu til henn- ar, hvorki utanríkismálanefnd, Alþingi, ríkisstjómin né íslenskir lqósendur. Lærdómar af Keflavík- ursamningnum 1946 Það hefur gerst áður að banda- rískir aðilar, þ. á m. bandaríska yfírherráðið í Washington, hafi gert hemaðaráætlanir varðandi ísland að íslendingum forspurðum og ekki haft erindi sem erfiði. Þetta gerðist 1941, 1943 og 1946 svo sem m.a. má lesa um í ágætri grein Þórs Whitehead, prófessors, í Skími 1976. Á árinu 1943 hafði banda- ríska yfírherráðið samið áætlun um framtíðarherstöðvar Bandaríkjanna erlendis. Þar var gert ráð fyrir, að ísland væri á ytra vamarsvæði vest- urálfu og að Bandaríkin ættu að hafa þar herstöðvar í félagi við aðra bandamenn þeirra, sennilega fyrst og fremst Breta. „í árslok 1943 höfðu Roosevelt, yfírherráðið og vaidamiklir þingmenn ákveðið, að Bandaríkin þyrftu að hafa her- stöðvar á íslandi eftir stríð," segir prófessor Þór Whitehead í Skímis- grein sinni 1976. Hann segir ennfremur: „í bandaríska utanríkis- ráðuneytinu var talið æskilegast, aö Bandaríkin tælq'u að sér vamir íslands „að eilífu" ...“ Ekki minnkaði áhugi Banda- ríkjanna á varanlegri herstóð á íslandi með tilkomu kjamorku- sprengjunnar f ágúst 1945. Keflavíkurflugvöllur varð þá enn mikilvægari fyrir herfræðilegan sóknar- og vamarmátt Banda- ríkjanna. Prófessor Þór Whitehead lýsir kjama málsins með þessum orðum: „Herstöðvaáætlunin frá _ 1945 sýnir, að yfírherráðið leit á ísland, Grænland og Asoreyjar sem hvílu- punkta, er hemaðarlegri vogar- stöng Bandaríkjanna var ætlað að styðjast við til vamar Vestur- Evrópu. Samkvæmt áætluninni átti ísland að verða fremsta útvirki Bandaríkjanna gagnvart Sovétríkj- unum og hermálaráðuneytið lagði drög að því, að Keflavík yrði stökk- pallur sprengjuflugvéla til árása á „skotmörk hvar sem er í Evrópu og Vestur-Asíu“. Eins og yfírher- ráðið staðfesti hefði ísland, ásamt áðumefndum eyjum, úrslitaþýðingu fyrir herstöðvaáætlunina og þar með heildarstefnu Tramans í her- málum." Hér er m.a. að fínna skýringuna á tregðu Bandaríkjamanna við að standa við hervemdarsamninginn frá 1941 og fara frá íslandi strax að stríðinu ioknu. Bandaríkjamenn töldu varanlegu hersetu á íslandi til mikilvægra öryggishagsmuna sinna. Þess vegna vildu þeir gera nýjan herstöðvasamning við íslend- inga til langs tíma. 1. október 1945 óskaði Bandaríkjastjóm eftir við- Olafur Thors „Eftir Reykjavíkurfund Gorbachevs og Reag- ans 10.—12. október 1986 og samþykkt Al- þingis í afvopnunar- málum frá 23. maí 1985 virðist rökrétt hlutverk Islendinga innan Atl- antshaf sbandalagsins að reyna að draga úr áhrifum þeirrar óvin- arí myndar, sem svo margir í austri og vestri eru haldnir og mögnuð er upp í grein Bene- dikts. Með þvi að eyða óvinarímyndinni myndi opnast möguleiki til þess að draga úr spennu, eyða tor- tryggni, efna til vin- samlegra viðskipta, samskipta og samvinnu ríkja austurs og vest- urs.“ Bjarni Benediktsson eins árs uppsagnarfresti að undan- gengnum 6 mánaða samningavið- ræðum. í stað varanlegrar hersetu rann upp tímabil vamarstöðvar með borgaralegum flugvallarrekstri en án erlendrar hersetu. Það ástand var talið fullnægjandi við inngöngu okkar í Atlantshafs- bandalagið 1949 enda vel haldið á okkar málum við undirbúninginn að aðildinni af þeim Bjama Bene- diktssyni, utanríkisráðherra, Emil Jónssjmi, samgönguráðherra og Eysteini Jónssyni, menntamálaráð- herra. Skammtímasamningur verður lang- tímasamningur í þessu sambandi er vert að rifja það upp, að markmið Bandaríkja- manna varðandi herstöðvar á íslandi virðast ekkert hafa breyst frá árinu 1943, þótt á ýmsu hafí gengið eftir árvekni íslenskra for- ystumanna á ýmsum tímum. Þegar vamarsamningurinn var gerður 1951 vildu Bandaríkjamenn t.d. gera langtímasamning með sama gildistíma og aðildarsamninginn að Atlantshafsbandalaginu. Bjami Benediktsson, utanríkisráðherra, var þá í forsvari fyrir íslendinga og stóð fast á því að aðeins skammtímasamningur með einhliða Emil Jónsson sendiherra, skotið fram þeirri hug- mynd um uppsögn samningsins, sem skráð er í 7. grein hans, þ.e. að 6 mánaða athugun á þörf fyrir vamaraðstöðuna á Islandi geti farið fram í samráði við NATO-ráðið að ósk hvors aðila sem er og hvenær sem er, en ef ekkert samkomulag verði að slíkri athugun lokinni, geti hvor aðili um sig sagt samningnum upp með 12 mánaða fyrirvara. Þetta er nánast sama uppsagnará- kvæðið og gilti' skv. 12. grein Keflavíkursamningsins frá 1946. Fordæmið er því ekki langt sótt. En þessi samningur, sem svo mikil áhersla var lögð á að væri skammtímasamningur, hefur í rejmd orðið langtímasamningur. Vamarliðið, sem kom hingað 1951 er nú búið að sitja hér í 35 ár. Hvað veldur? Ástæðumar era vafalaust marg- ar og skal ég ekki fara út í langt sóttar skýringar. Hins vegar vil ég lauslega drepa á eitt atriði, sem einnig svarar að nokkra fálæti ís- lendinga um bandarísku hugmynd- imar um nýju flotastefnuna. Aulastefna Alþýðubanda- lagBÍns í öryggismálum Um það verður ekki deilt á skyn- samlegum grandvelli, að við íslend- ingar verðum að koma því Eysteinn Jónsson Við samningagerð um varnarmál 1945, 1946, 1949 og 1951 voru grundvallarviðhorf forystumanna lýðræðisflokkanna þau, að tryggja öryggi landsins og standa vörð um fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar. ræðum við íslensku ríkisstjómina um málið. Þeir vildu gera samning milli ríkjanna um langtíma leigu (talað var um 99 ár), á landi undir vamarstöðvar í Hvalfirði, Skerja- fírði (Fossvogi) og Keflavík. Ólafur Thors, forsætis- og utan- ríkisráðherra, bað alla flóra þing- flokkana að tilnefna hvem um sig 3 menn í nefnd til skrafs og ráða- gerða um málið. Alger samstaða ríkti í 12-manna nefndinni og ríkis- stjóminni. Tilmælunum skyldi hafnað. Var það gert með orðsend- ingu 6. nóvember. Upp úr þessu hófst samningsþóf, sem að lokum leiddi til Keflavíkur- samningsins 7. október 1946 og brottfarar hersins. í samningaviðræðunum, sem leiddu til Keflavíkursamningsins kristallaðist sú staðreynd, að okkar eigið öryggi er samofíð öiyggis- hagsmunum lýðræðisþjóðanna báðum megin Atlantshafs. Til þess að tryggja sjálfstæði okkar og full- veldi er okkur nauðsynlegt að eiga nána samvinnu um vamar- og ör- yggismál við önnur lýðræðisríki, sem eiga öryggishagsmuna að gæta á íslandi. Þetta er e.t.v. stærsta lexía okkar af Keflavíkursamninga- viðræðunum. Hitt er ekki síður lærdómsríkt í sambandi við gerð Keflavíkursamn- ingsins frá 1946, hve mikilvægt það er fyrir íslendinga sjálfa að standa fast á fullveldi sínu og sjálfstæði í samskiptum við önnur ríki og líða ekki neinum, hvorki bandamönnum né öðram, að lítilsvirða það með Íiví að gera hemaðaráætlanir um sland að eigin geðþótta og ætlast svo til þess að við samþykkjum þær sjálfkrafa. Þetta gildir að sjálfsögðu einnig um hugmyndimar að hinni nýju flotastefnu Bandaríkjamanna. Mikilvægi árverkni forystu- manna þjóðarinnar í þessum efnum verður aldrei ofmetið. Er viðspyma ólafs Thors við hugmyndinni um langtímahersetu 1945 til fyrir- myndar, enda virkjaði hann forystu- menn allra stjómmálaflokkanna til samstöðu um einróma afstöðu. Þá datt engum í hug sjálfkrafa sam- þykki á bandarískum hugmyndum varðandi íslensk öryggismál. For- ustan var öragg. Fyrir atbeina Ólafs Thors urðu Bandaríkjamenn að sætta sig við að flytja allt sitt herlið frá íslandi samkvæmt Keflavíkursamningnum frá 1946 og fá aðeins 5 ára flugvall- arleigusamning fyrir bandarískt flugfélag, sem segja mátti upp með uppsagnarákvæði Islendinga kæmi til greina. Kemur þetta vel fram í leyniskjölum bandaríska utanríkis- ráðuneytisins fyrir árið 1951, sem birt vora 1986. Þar segir m.a., að Lawson sendiherra Bandaríkjanna í Reykjavík hafí sent skýrslu til Washington um fund sinn með Bjama Benediktssyni í Reykjavík 3. mars. Hefur hann það þá eftir utanríkisráðherra. að hann kunni vel að meta þörf íslands fyrir vam- ir og mikilvægi slíkrar vamarað- stöðu á íslandi fyrir NATO, en tekur ákveðið fram, að samningur án ein- hliða uppsagnarákvæðis komi ekki til greina. Síðan hefur Lawson, sendiherra, orðrétt eftir Bjama Benediktssyni og segir: „Ég vildi heldur taka áhættuna af að hafa ísland óvarið eyland en samþykkja hersetu á íslandi á friðartímum til jafnlengdar gildistima aðildarsamn- ingsins að Atlantshafsbandalag- inu.“ Þetta reyndist erfitt samningsat- riði, því Bandaríkjamenn vildu gera Iangtíma3amning, en íslendingar skammtímasamning. Skutu Banda- ríkjamenn fram hugmyndum um 20 ára, og síðar 10 ára, gildistíma en svo virðist sem Bjami Benedikts- son hafí á fundi með Lawson, skilmerkilega til skila til allra við- komandi, að ekkert ríki, hvorki bandamaður né aðrir, geti gert því skóna, að erlent ríki hafí hér her- stöðvar „að eilífu", eða ákveði að eindæmi að flytja flotastöðvar sínar hingað til lands samkvæmt áætlun um árás á annað ríki. Ólafi Thors tókst mætavel í samningaumleitun- um 1945 og 1946 að fá stórveldið til þess að virða íslenskt fullveldi og sjálfstæði. En sfðustu áratugina virðist allnokkuð sinnuleysi og and- varaleysi um málið hafa fest rætur með þjóðinni. Tíminn og vaninn hafa sljóvgað árveknina. Allir ís- lendingar 36 ára og yngri era aldir upp við erlenda hersetu í landinu. Fyrir þá er þetta ástand „hið vana- lega“ ef ekki „hið eðlilega". Skort hefur stærð í íslenska stjómmála- forystu þessara ára til þess að halda málinu í farvegi fullveldis- og sjálf- stæðismála þjóðarinnar, þar sem leitað er jafnvægis milli öryggis og lágmarksþátttöku útlendinga í her- vömum landsins. Hin einstreng- ingslega aulastefna Alþýðubanda- lagsins „Úr NATO, herinn burt“ hefur sennilega skaðað mest það markmið að draga úr umsvifum útlendinga við hervamir á íslandi. Hún hefur komið í veg fyrir eðlilega

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.