Morgunblaðið - 07.08.1987, Síða 16

Morgunblaðið - 07.08.1987, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1987 Flogið kringnm hnött- inn á hundrað mínútum Ofurhraðaflugvélin í augsýn ÁRIÐ er 2015, staðurínn Parísar- borg. 150 flugrfarþegar ganga fram hjá nýtiskulegum Airbus- Boeing- og Concorde-þotum og stíga um borð í glampandi flug- vél með tijónunef og þríhyrnda vængi, sem er tilbúin fyrir þriggja stunda flug til Tókýó. Skömmu eftir flugtak er farþegun- um, sem eru reyrðir niður í sæti sín, skýrt frá því að fyrsta ofur- hraðaflugvél sögunnar, það er sem getur flogið á meira en fimmföldum hljóðhraða, sé nú í þijátíu kflómetra hæð og í raun komin á braut um Jörðu. Hraðinn er hvorki meira né minna en sjöfaldur hraði hljóðsins. Tæpum þrem klukkustundum síðar stíga farþegamir út í Tókýó, dálítið óstöðugir á fótunum, og varast að snerta flugvélarbolinn, sem enn er fímm hundruð stiga heitur eftir flugferðina. Sumir segjast hlakka til flugsins heim til Parísar aftur síðar um daginn. Framtíðarsýn á borð við þessa, sem hingað til hefur aðeins átt heima á teikniborðum og í hugar- heimi manna, virðist nú geta orðið að raunveruleika. í Bandaríkjunum, Bretlandi, Vestur-Þýskalandi, Frakklandi og Sovétríkjunum starfa hópar verkfræðinga og tæknifræð- inga að því að þróa þá tækni sem þarf til að smíða farþegaflugvélar, sem geta flogið á ofurhraða, þar á meðal nýja hreyfla, eldsneyti, bygg- ingarefni og Qarskiptatækni. Full- trúar vestrænna ríkisstjóma og helstu fyrirtækja í flugvélaiðnaði velta nú einnig fyrir sér samstarfí aðila beggja vegna Atlantshafs, sem gætu ijármagnað slíkt verk- efíii. Því er hins vegar enn ósvarað, hvort slíkt stórvirki svari kostnaði. Ofurhraðaflugvélin var helsta Likan af ofurhraðaflugvél prófað í vindgöngum. umræðuefnið meðal fulltrúa stærstu flugvélaverksmiðja í Evr- ópu og Bandaríkjunum á flugsýn- ingunni í París í síðastliðnum júnímánuði. Þar gaf einnig að líta lýsingar á meginatriðum hugmynda þeirra um hina nýju flugvélargerð. Kostnaðurinn ógnvekjandi Kostnaðurinn einn er nánast ógn- vekjandi. Sérfræðingar flugfélaga áætla til dæmis að flugmiði báðar leiðir milli Parísar og New York muni verða meira en helmingi dýr- ari en farið með Concorde-þotunum, sem nú fljúga á milli borganna. Á núgildandi verðiagi mjmdi því farið með ofurhraðaflugvélinni kosta um 180.000 krónur! Bandarískar flugvélaverksmiðjur segja að það gæti kostað um 800 milljarða króna að hanna flugvél, sem getur flogið á fímmföldum hljóðhraða; 5.800 kflómetra á klukkustund. Eina leiðin til að þessi kostnaður verði viðráðanlegur er samvinna margra aðila. Á flugsýn- ingunni í París kom fram greinileg- ur vilji vestur-evrópubúa til slíks samstarfs, en Bandaríkjamenn hafa enn ekki ákveðið hvort þeir verða með í slíku. „Það er markaður [fyrir ofur- hraðaflugvélina], ef til vill takmark- aður, en hann er þó fyrir hendi," segir Alan R. Hughes, varamark- aðsstjóri British Aerospace. „Nú til dags er sama hvaða hátt ég hef á flugi til Sydney frá New York eða Washington, förin tekur alltaf um sólarhring. Ef ég kemst þangað með ofurhraða á tveim klukku- stundum í mikilvægum viðskiptaer- indum, þá er sannarlega vit í því, því að tíminn skiptir rnáli." Tæknin er ekki tilbúin En það eru mörg tæknileg vanda- mál, sem þarf að leysa áður en ofurhraðaflugvélin kemst á loft. Eitt þeirra er að smíða nógu öfluga hreyfla. Hraðfleygustu flugvéiar nútímans, Concorde, Tomado og Lockheed Blackbird, ná ekki meira en þreföidum hljóðhraða. Vélsmiðir Hiroshima minnst HÓPUR fólks minntist þess að kvöldi miðvikudags, við Reykjavíkurtjörn, að 42 ár eru liðin síðan kjarnorkusprengju var varpað á japönsku borgina Hiroshima. Fleytti fólkið logandi kertum á tjöminni. Talið er að um 200.000 manna hafi látist þegar sprengjuflugvélin Enola Gay varpaði sprengjunni á hina japönsku borg að morgni 6. ágúst eða um kl. 23,5. ágústað íslenskum tíma. Japanir hafa minnst sprengingarinnar með þessum táknræna hætti, en margir borgarbúa reyndu að flýja tortíminguna með þvi að fleygja sér í logandi fljót. Siður þessi hefur breiðst út viða um heim, þar á meðal íslands. Norrænir skjala verð- ir þinga XV. NORRÆNA skjalavarða- þingið hófst á Laugarvatni 6. ágúst, en þing norrænna skjala- varða eru haidin reglulega á þriggja ára fresti. Er þetta í fyrsta sinn sem þingið er haldið á íslandi og er undirbúningur þess í höndum Þjóðskjalasafns Islands. Þátttakendur eru frá öllum Norðurlöndunum og eiga Græn- lendingar og Færeyingar þar sína fulltrúa. Síðasta þing var háð í Danmörku árið 1984. Skráðir þingfulltrúar eru um 160 talsins. A þinginu á Laugarvatni verða til umflöllunar þijú meginviðfangs- efni: Endurgerð horfinna skjalasafna, þar sem fjallað verður um það hvemig endurskapa megi skjala- söfn sem nú eru að mestu glötuð. Slg'alasöfn sveitarstjóma, hvemig nota megi þau við rann- sóknir og almennt um stjómun þeirra. Skjalasöfn sem taka til mikils magns upplýsinga, t.a.m. persónu- upplýsingar og helstu visindaleg not sem hafa má af slíkum söfn- um. Ennfremur er fjallað um vandamál sem snerta varðveislu slíkra skjalasafna. Ráðstefnugestir verða á Þing- völlum á laugardag í boði mennta- málaráðherra og að ráðstefnu lokinni munu þeir þiggja veitingar í boði forseta íslands. Þjóðskjala- verðir Norðurlanda munu eiga árlegan fund sinn á Laugarvatni ráðstefnudagana. Undirbúningsnefnd ráðstefn- unnar skipa dr. Aðalgeir Kristjáns- son, Jón E. Böðvarsson og Vigdís Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.