Morgunblaðið - 07.08.1987, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1987
Síðasta
skammagreínin
eftirÁsgeir
Jakobsson
Þetta getur orðið síðasta skam-
magrein min um sérfræðinga; ég
er nefnilega allmjög upp á slíka
fugla kominn nú þegar ég skrifa
greinina. Manni verður að vera illa
við eitthvað og ég hef valið mér
sérfræðinga. Það hrín ekki á þeim.
Ég er kominn í hóp þeirra fjöl-
mörgu íslendinga, sem ekki geta
tekið hvom fótinn fram fyrir ann-
an, nema bera það undir svonefndar
kransæðar. Ég kann ekki við þenn-
an húsbónda. Ef sérfræðingar
bjarga mér undan honum með öðr-
um hætti, en senda mig í annan
heim kransæðalausan, þá verð ég
að leggja af þessa iðju mína að
agnúast við sérfræðinga. Ég kem
þá til með að sakna Hafrannsókn-
ar. í lokin ræði ég lítillega um
kransæðamál vegna þess að sér-
fræðingar eru kransæðasjúkdómur
þjóðfélagsins og ekki sízt em físki-
fræðingar stífluvaldar.
Engum heilvita manni dettur í
hug að hægt sé að stjóma nútíma-
þjóðfélagi án sérfræðiþjónustu, en
engum heilvita manni ætti heldur
að detta í hug að láta sérfræðinga
stjóma því.
Margur varð gáttaður á gangi
mála í stjómarmyndunarviðræðun-
um. Þá játuðu landsfeðumir,
formenn allra stjómmálaflokkanna,
að þeir gætu enga grein gert sér
um ástand efnahagsmála, ríkis eða
þjóðar, og gætu ekki myndað sér
skoðun hvorki á ástandi né hugsan-
legri framvindu fyrr en fyrir lægi
sérstök úttekt sérfræðinga. Þeir
settu á laggimar sér til halds og
trausts og upplýsingar um ástandið
sérstaka sérfræðinganefnd í þessu
skyni. Á hveijum degi í stjómar-
myndunarviðræðunum tilk}mntu
þeir frest af því að stjómarmyndun-
arsérfræðingamir höfðu ekki enn
talað. Allir höfðu þó þessir menn
lifað og hrærst í efnahagsmálum
alit kjörtímabilið, umkringdir sér-
fræðingum ráðuneytanna, Seðla-
bankans, Þjóðhagsstofnunar,
Verzlunarráðs, Vinnuveitendasam-
bandsins, Alþýðusambandsins og
ríkisstarfsmanna. Fyrsta verk ríkis-
stjómarinnar var svo að stofna
sérfræðinganefndir til ráðuneytis
sérfræðingum ráðuneytanna.
Ég hef fyrir satt að hvergi muni
stjómmálamenn vitna jafn ákaft og
opinskátt til sérfræðinga og hér
gerist og hvergi séu stjómmála-
menn meir undir sérfræðingum.
Það er tiltölulega stutt síðan hér
varð kostur sérfræðinga f öllum
efnum og okkar stjómmálamönnum
nýmæli að þessu nýja stjómtæki —
einskonar sjálfstýringu. Þeir ættu
að kynna sér, hversu mörg þau eru
orðin skipin, sem sjálfstýringin er
búin að stranda vegna oftrausts
skipstjómarmanna á sjálfstýring-
unni. En fleira kemur til. Sumir
íslenzkir stjómmálamenn fela sig á
bak við sérfræðinga. Þeir byija
flestar ræður sínan Sérfræðingam-
ir spáðu þessu, eða sérfræðingamir
segja . . .
Marga greinina er ég búinn að
skrifa um sérfræðingapláguna og
aldrei dottið í hug að það bæri
árangur, fremur en rífast útí tíðar-
farið. Orsök þess, að ég, þessi
meinleysismaður, er sífellt að
skammast útí sérfræðinga á sér
langan aðdraganda.
Fyrir löngu var ég á báti með
Tuxham-vél, glóðarhausvél, og
gætti hennar vélstjóri með eitthvert
námskeiðsvottorð um lærdóm sinii.
Eitt sinn þurfti þessi vélstjóri að
vera í landi eina sjóferð. Ekki var
tiltækur annar maður til að hlaupa
í skarðið en hálærður vélaverk-
fræðingur, sem var staddur í
plássinu og sagðist hafa gaman af
að bregða sér í róður. Nú gerist
það í sjóferðinni að vélin fer að
hiksta og stoppar síðan. Vélaverk-
fræðingurinn réðst á olíuverkið og
reif það allt í sundur, hreinsaði það
og setti saman, og var að þessu
marga klukkutíma. En ekki fór
vélin í gang. Hann fór þá að athuga
legur og þess háttar — og meðan
á því stóð var báturinn dreginn að
landi. Gamli vélstjórinn hafði séð
bátinn koma aftan í öðrum og vildi
vita hvað að væri. Það vissi enginn.
Vélaverkfræðingurinn útlistaði fyr-
ir gamla vélstjóranum allt, sem
hann væri búinn að gera án þess
að fínna bilunina. „Hvaða helvítis
uppátæki er þetta í henni," sagði
karlinn og tók skiptilykil og skrúf-
aði spíssinn frá og blés í hann.
Fyrir þá, sem ófróðir eru um glóðar-
hausvélar, er spíssinn lítil og þröng
pípa, sem olían spýtist í gegnum
inná glóðarhausinn, — og það var
spíssinn sem var stíflaður. Þá sagði
karlinn: „Mig grunaði að þú værir
of lærður til að athuga spíssinn."
Einföldustu lausnir týnast oft í lær-
dómi sérfræðinganna.
Nú hafa fískifræðingamir rétt
einu sinni hleypt af stað keðjuverk-
an í sérfræðingakerfí þjóðarinnnar
með því að reikna niður afla næsta
ár og þar næsta, sextíu þúsund
tonn á að skilja eftir hvort árið, sem
fymingar til ársins 1990. Þetta
svarar á núvirði til 4 milljarða króna
og þetta ætla Hafrannsókn og
formaður LÍÚ að endurgreiða þjóð-
inni með vöxtum og vaxtavöxtum
1990 og getur þó verið að þeir
hugsi sér að skipta endurgreiðslum
á nokkur ár.
Ekki höfðu fískifræðingar fyrr
reiknað niður aflann næstu tvö ár,
en þjóðhagsspekingar og ríkis-
stjómarmenn töluðu í einu: „Fyrir-
sjáanlegur samdráttur í þjóðartekj-
um.“ Allir vita meininguna, hún er
sú að búa til kreppu til að hamla
verðbólgu. Tilgangurinn er góður,
en er ekki aðferðin of dýr? Og læt-
ur þjóðin reikna á sig kreppu í
nægum afla og mörkuðum? Hefði
ekki verið eðlilegra að stjómmála-
mennimir hefðu spurt, eftir að hafa
skoðað útreikninga sérfræðing-
anna, hvað fiskspamaður kostaði
og þá sagt: „Þetta getum við ekki,
þjóðin er stórskuldug, 20% af út-
flutningstekjum fara í vexti og
afborganir af erlendum skuldum og
við leyfum okkur ekki 4 milljarða
samdrátt í gjaldeyrisatvinnuvegin-
um í nægum afla og mörkuðum."
Og þeir hefðu talað áfram: „Það
hefur verið góðæri í sjónum undan-
farin ár, við getum farið að búast
við siæmu ári og tregum afla. Ef
við fáum nú aflaleysisár 1990 eða
1991, þá verður stjóm okkar að
fresta kosningum sökum hallæris.
Ef þetta hinsvegar lukkast og það
verður mokafli 1990, höfum við þá
ekki misst markaði eða höfum við
þá nógu góða fyrir hinn skyndilega
mikla afla? Og höfum við þá orðið
fólk í vinnsluna eftir tveggja ára
samdrátt? Þetta getum við ekki
gert, þrátt fyrir trú okkar á sér-
fræðinga."
Þá er það fiskifræðin. Áður en
fískifræðingar uppgötvuðu, að þeir
gætu stjómað aflabrögðum og sagt
fyrir um þau, sögðu þeir að afla-
brögð fæm mest eftir náttúmfari
í sjónum. Fiskifræðingar geta engu
spáð um aflabrögð fram í tímann.
Stór stofn undan góðæri getur vald-
ið ördeyðu í harðæri eða gert
harðærið afdrifaríkara en ella hefði
orðið, ef menn hefðu haldið stofn-
stærðinni í skefjum í góðærinu.
Fiskveiðisaga okkar sýnir að það
gerist nákvæmlega það sama í sjón-
um umhverfis landið og gerðist til
fjalla með sauðfé fyrr á öldum. í
góðæmm íjölguðu menn fé sfnu
gegndarlaust og vom þá komnir
með alltof stóran stofn, jafnvel fyr-
ir meðalárferði, og í harðæmm
gerféll hann. Fiskveiðisagan sýnir
ördeyðuár eftir nokkur aflaár í röð
meðan engin var grisjunin. Öll nátt-
úra íslands, grös á landi og áta í
sjó, er viðkvæm fyrir breytingum á
náttúmfari, því að lífskilyrði hér
em á mörkunum að vera lífvænleg.
Það má ekki verða breyting um
hálft hitastig svo að ekki sjáist þess
merki á jörð í kali eða lélegri sprettu
og heyfengur minnkar og fé gengur
illa fram, og fellur ef hart er á
dalnum. Allt er þetta með sama
hætti í íslenzka sjónum og þó til
viðbótar, að fískur getur forðað
sér, ger.gið hjá ef hann fínnur ekki
nóg æti á slóðinni, eða ekki komið
(Grænlandsganga), en átan og
smælkið fellur strax.
Enn er haldbetra að byggja á
sögulegri reynslu en fískifræðinni.
Það era nú um 15 ár síðan ég fór
að tuða á því, að við ættum strax
og við réðum yfír miðunum að taka
mið af jafnaðar-ársafla áranna
1950—71, en hann var af þorski
410 þús. tonn á íslandsmiðum, fór
eitt ár niður í 380 þús. tonn, en
annað ár upp í 550 þús. tonn, en
var annars oftast um og yfír 400
þús. tonn.
Sóknin var meiri öll þessi ár en
nú er. Og smáfiskadrápið miklu
meira, bara tekið í fleiri hölum. Þá
vom hér ævinlega á annað hundrað
600—1000 tonna togarar árlega og
dæmi um að þeir væra á þriðja
hundrað, sum árin. Það hefur ein-
hvem veginn komist rótfast inní
kollinn hjá alþýðu manna að skut-
togaramir okkar, flestir litlir, væm
miklu meiri aflaskip en þessir stóm
síðutogarar. Rétt er það, að skut-
togið er nokkuð afkastameira en
síðutog, en sókninni er allt öðm
vísi hagað nú, þetta em nánast
iandróðrabtar, og enginn skuttogari
okkar hefur slegið aflamet stóm
síðutogaranna. Þeir vora margir
með 7—8 þús. tonna ársafla.
Ég tel það engum vafa undirorp-
ið að við eigum að halda uppi
mikilli grisjun, og henni mestri í
góðæmm, og umfram allt halda
þeirri rótgrónu venju að taka fisk
þegar hann gefst. Ég veit, að við
eigum ágæta fiskifræðinga miðað
við ástand þessarar vísindagreinar
og Jakob Jakobsson klárastan
manna, en hann getur ekkert full-
yrt um aflabrögð fram í tíðina
meðan ekkert er hægt að sjá fyrir
um lífsskilyrðin í sjónum og fisk-
vemdun geti því verið öllu hættu-
legi-i en fískgrisjun. Ekki geta
landbúnaðarsérfræðingar spáð fyrir
um heyfeng og hafa þó fast land
undir fótum, og ekki geta þeir spáð
um, hvemig fé gengur fram á fjalli
ár fram í tímann.
Jakob hafrannsóknastjóri er
staðfesting á þeirri staðreynd, að
ef skynsamur maður reiknar
skakkt, reiknar hann skakkar en
asninn, þar sem asninn getur ekki
lagt saman nema rétt tvo og tvo
og fengið út þijá, en hinn getur
reiknað skakkt á milljarða vísu, til
dæmis íjóra.
Mikið asskoti tók Jakob líffræð-
inga snyrtilega í gegn í sjónvarps-
þætti um hvalamálið. Það kom á
daginn að líffræðingamir 16
byggðu mótmæli sín á lögfræði
(skilningi sínum á samþykktum
Alþjóðahvalveiðiráðsins). Þetta
hafa sérfræðingar komist lengst,
að vita ekki einu sinni í hveiju þeir
em sérfræðingar.
Ásgeir Jakobsson
„Þó að menn séu tregir
til að marka fiskifræði
mína er óhætt að taka
mark á kransæðafræð-
um mínum, ég hef ekki
lagzt á spítala, reyndar
ekki legið veikur í
sextíu ár, og það er
óhætt að taka mark á
slíkum manni, þegar
hann verður veikur,
hann verður svo hrædd
ur.“
Ég boðaði í byijun, að ég myndi
víkja að kransæðunum í lokin og
þá auðvitað í sambandi við sérfræð-
inga. Kransæðamar em ein af
uppfínningum sérfræðinga — eða
svo sem vant er, að fyrst er sérfræð-
ingur og svo vandamálið.
Ekki vil ég sveija fyrir, að þessar
pípur hafí verið til fyrir daga krans-
æðasérfræðinga, en þær nutu
engrar virðingar, áttu ekkert
íslenzkt nafn svo ég muni. Það vom
bara þessar tvær stóm slagæðar í
fólki, og ef þær stífluðust fór mað-
urinn á Sankti Péturs hospital.
Menn vilja kannski þakka það
kreppunni, að í Bolungavík, þegar
ég var að alazt upp, vom engar
kransæðar nema Brimbijóturinn —
og honum höfðu sérfræðingar valið
stað og stjómað byggingunni. Hann
var 50 ár í smíðum, hmndi á haust-
um í fyrsta brimi, það sem byggt
var á summm. Það er hald manna,
að ef sérfræðingar í hafnargerð
hefðu ekki komið nálægt verkinu
hefði Bijóturinn verið fullbyggður
á fímm áram.
Kransæða-sérfræðingar segja,
að ég hafi reykt í mig stíflu. Ég
hef aldrei haldið því fram að sér-
fræðingar gætu ekki haft rétt fyrir
sér. Annars vil ég allt eins kenna
þetta vestfírzka mörflotinu eins og
tóbakinu. Þá segja sérfræðingamir,
að það sé líka hægt að reykja und-
an sér fætuma. Eg neyðist til að
votta, að það sé að minnsta kosti
hægt að reykja undan sér annan
fótinn.
Þó að menn séu tregir til að
marka fískifræði mína er óhætt að
taka mark á kransæðafræðum
mínum, ég hef ekki lagzt á spítala,
rejmdar ekki legið veikur í sextíu
ár, og það er óhætt að taka mark
á slíkum manni, þegar hann verður
veikur, hann verður svo hræddur.
Þeir ætla fyrst með prik inní
nárann á mér og pota því uppeftir
skrokknum fullum af líffæmm þar
til þeir rekast á stífluna einhvers
staðar uppundir hálsi — í stað þess
að fara niður í gegnum höfuðið þar
sem ekkert er fyrir.
Þetta kalla ég elcta sérfræðinga-
vinnulag.
Eftirsaga
Greinina hér að framan skrifaði
ég og sendi blaðinu áður en ég fór
á spítalann með fyrmefndar krans-
æðar mínar í hnút. Ég skrifa ekki
fleiri skammagreinar um sérfræð-
inga. Þeir eiga það ekki skilið fyrst
þeir reyndust mér vel, þegar mér
lá nokkuð á, að þeir væm skárri
en ég hélt. Það reyndist allt mis-
skilningur þetta með prikið.
Handlaginn sérfræðingur, hvar sem
hann hefur nú fundizt, stakk nál í
nárann á mér án þess ég fyndi fyr-
ir því og sprautaði í mig koníakki
í æð, sem leið uppeftir mér uppí
háls mjög notalega. Það fundust
flórar kransæðar og vom haldnar
ekki fleiri. Ég var mikið glaður, því
að ég hélt ég væri fullur af krans-
æðum, öllum stífluðum. Þær vom
í misjöfnu ástandi þessar fjórar,
sem vonlegt er um svo fáar æðar
undir miklu álagi. Allt var þetta
hin mesta upplifun fyrir mig, sem
aldrei hef farið á spítala, síðan í
bamdómi lítillega. Mest var ég
hissa, hvað það var mikið af falleg-
um konum á hjartadeild Landspítal-
ans; ætli þeir raði þeim þar, þessum
laglegustu, hjartað heyri undir þær
— en það gera nú fleiri líffæri.
Þetta vom elskulegar og ijörlegar
konur. Spítalalíf er mikið komið
undir viðmóti þeirra kvenna, sem
þar em, það er klárt. — Þá upplifði
ég það, að liggja á stofu með
manni, sem talaði vel um ísland og
íslendinga, og meinti það, og hafði
þó verið hér í 10 ár. Þetta var önd-
vegismaður, Svíi, dr. Juris Esbjöm
Rosenblad, og er að skrifa bók um
hólmann og þessar hræður sem á
honum búa. Það held ég verði ágæt
bók og miklu betri en efni standa til.
Höfundur er rithöfundur.
Nýr grasvöllur
í Keflavík
Keflavík.
KEFLVÍKINGAR hafa löngum þótt eiga góða knattspyrnu-
menn og hefur bærinn ekki látið sitt eftir liggja til að
skapa ungum fótboltaköppum aðstöðu. Nú er verið að ljúka
við gerð þriðja grasvallarins í Keflavík og það eru áreiðan-
lega ekki mörg bæjarfélög á íslandi sem geta státað sig
af þrem grasvöllum. Nýi grasvöllurinn er staðsettur í Heið-
arbyggð og heitir Heiðarbólsvöllur.
Vilhjálmur Ketilsson bæjarstjóri
sagði að þama hefði verið byggður
malarvöllur fyrir tveim ámm, en
hann hefði ekki haft það aðdráttar-
afl sem til var ætlast. „Malarvellir
virðast ekki vera í tísku í dag og
við bmgðum því á það ráð að setja
gras á völlinn í von um betri nýt-
ingu,“ sagði Vilhjálmur.
Jón Olsen bæjarverkstjóri sagði
að kostnaður við að tyrfa völlinn
væri um 400 þúsund krónur að
undanskildum vinnulaunum, en
krakkar í unglingavinnunni hefðu
unnið það verk.
Grasvellimir sem fyrir era, er
aðalleikvangurinn við Hringbraut
og æfínga og keppnissvæðið við
Iðavelli.
- BB