Morgunblaðið - 07.08.1987, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1987
21
við og í hugum þeirra sem hér búa.
Við höfum oft orðið varir við að
þær samþykktir og ályktanir sem
við höfum gert um hin ýmsu mál
hafa ekki vegið eins þungt og sam-
svarandi aðgerðir bæjarstjóma á
landinu og þannig mætti lengi
telja", sagði Páll.
Hann kvaðst vera bjartsýnn á
framtíð Mosfellsbæjar. Hvað at-
vinnutækifæri varðaði stæðu vonir
til að halda mætti því hlutfalli sem
verið hefði að undanfömu, en sam-
kvæmt könnun frá 1981 hefðu
stöðugildi innan bæjarmarkanna
svarað til 75% af þeim flölda íbúa
sem var á vinnumarkaði. Stærsti
vinnuveitandinn í byggðarlaginu er
Álafoss, en þar starfa að jafnaði
350 manns. Annað sem Páll nefndi
í þessu sambandi vom hinar ýmsu
stofnanir á heilbrigðissviðinu, sem
hafa sett sig niður í Mosfellssveit,
svo sem Reykjalundur, með um það
bil 200 manns í vinnu og svo Skálat-
ún, Tjaldanes og Hlaðgerðarkot.
Þá nefndi hann einnig framleiðslu
landbúnaðarafurða, einkum fugia-
kjöts. Páll kvaðst ekki vera f vafa
um að fjölbreytni atvinnulífs í Mos-
fellsbæ myndi aukast í nánustu
framtfð enda væm möguleikamir
miklir og landrými nóg.
Hátíðíbæ
Samþykktin um breytingu Mos-
fellshrepps f Mosfellsbæ tekur
formlega gildi næstkomandi sunnu-
dag. Verður þeirra tfmamóta
minnst með hátfðardagskrá sem
standa mun allan daginn og fram
á kvöld. Klukkan 9.00 um morgun-
inn verður merki Mosfellsbæjar
afhjúpað á mörkum bæjarfélagsins
og Reykjavíkurborgar. Því næst
verður boðsmót Golfklúbbsins Kjal-
ar sett á Hlíðarvelli við Leiruvog,
en þar keppa félagar klúbbsins og
boðsgestir í 18 holu golfkeppni.
Klukkan 11.00 verður hátíðarguðs-
þjónusta í Lágafellskirkju. Verðandi
bæjarfulltrúar munu taka þátt f
messuhaldi.
Eftir hádegi hefst hátfðardag-
skrá f íþróttahúsinu. Klukkan 14.00
verður lokafundur hreppsnefndar
Mosfellshrepps og fyrsti fundur
bæjarstjómar Mosfellsbæjar. Jó-
hanna Sigurðardóttir félagsmála-
ráðherra flytur ávarp auk ávarpa
annarra gesta. Þá verða veittar við-
urkenningar umhverfísmálaráðs
fyrir fagra og snyrtilega garða og
lóðir. Milli atriða mun hljómskála-
kvintettinn leika og skemmtiatriði
verða flutt. f Hesthúsahverfí og á
skeiðvellinum verður Hestamanna-
félagið Hörður með góðhestasýn-
ingu þar sem póstlest að gömlum
sið mun meðal annars fara um
svæðið.
Um kvöldið býður bæjarstjóm
íbúum til grillveislu við Hlégarð sem
hefst klukkan 19.30. Grillaðir verða
heilir lambaskrokkar, en að auki
verða grillin til afnota fyrir þá sem
matreiða vilja sína sérrétti. Ýmsar
uppákomur verða á staðnum, leikir
söngur og grín í umsjón JC Mos-
fellssveit og Lionsklúbbs Kjalar-
nessþings. Veislunni lýkur síðan
með varðeldi og flugeldasýningu.
21 hestur með flug-
vél tíl Bandaríkj anna
Kaupendur hestanna hafa flestir valið þá sjálfir hér á landi
Morgunblaðið/SAS
Reynir Hjartarson tíl vinstrí ásamt Bandaríkjamönnum sem komu
hingað til lands í fyrra til að skoða íslenska hesta. Ann Passann-
ante, helstí hvatamaður að stofnun íslenska hestafélagsina I
Bandaríkjunum, er þríðja frá hægri en lengst til hægri er Láfjs
EFTIRSPURN eftir íslenskum
hestum erlendis virðist vera tölu-
verð og hefur færst í í vöxt að
flytja hross til útlanda með flug-
vélum. Á miðvikudaginn var til
dæmis tuttugu og einn hestur
fluttur út til Bandarikjanna með
flugvél & vegum Reynis Hjartar-
sonar bónda á Brávöllum í
Eyjafirði. Daginn áður fóru hest-
arnir sem keppa á Heimsmeist-
aramótinu í Austurríki fljúgandi
með Flugleiðum. Tiu hross fóru
með flugvél til Svíþjóðar fyrir
skömmu og fjórír hestafarmar
hafa faríð til Danmerkur í sum-
ar. Hestar hafa einnig veríð
fluttir út með skipum og voru tiu
hross flutt með Norrænu til Fær-
eyja á dögunum. Fyrr á þessu
ári voru um 300 hross, þar af
um 80 sláturhross, flutt til Evr-
ópu með sérstöku hestaflutn-
ingaskipi á vegum Félags
Hrossabænda og Sambands
islenskra samvinnufélaga.
Reynir Hjartarson sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að fíutningur
hrossanna væri skipulagður í sam-
vinnu við íslenska hestafélagið
hesta f New York og væru flest
hrossin þegar seld. Undirbúningur
hefur staðið jrfír í tvö ár, en í fyrra
voru sendir út nokkrir hestar og
fóru tveir íslendingar með þeim til
Bandaríkjanna til þess að kenna
nýju eigendunum að sitja hestana
og einnig var þeim kennd meðferð
og umgengni við þá. Nú hefur einn
maður dvalið í Bandaríkjunum í
Qórar vikur til að undirbúa komu
hestanna og annar fylgdi þeim út.
Reynir sagði að oft hefði viljað
brenna við hjá íslendingum að þeir
seldu hesta út og þar með væri
málið afgreitt af þeirra hálfu.
Hann sagði að alls konar rang-
hugmyndir væru um íslenska
hestinn erlendis og þess vegna
væri nauðsynlegt að fylgja kaupun-
um eftir með fræðslu. Bandaríkja-
menn stæðu til dæmis í þeirri
meiningu eftir að íslenskir hestar
tóku þátt í Ameríkureiðinni miklu
fyrir rúmum áratug að íslenskir
hestar væru svo harðgerðir að það
þyrfti ekki að jáma þá. Á íslandi
væru engar skeifur notaðar. Einnig
héldu margir að íslenskir hestar
þyldu að ganga úti allan veturinn
og hægt væri að sleppa þeim sveitt-
um út á vetuma. Reynir sagði að
þetta gengi alls ekki upp og þess
vegna legði hann áherslu á að kenna
dóttír Reynis.
kaupendunum hvemig bæri að
umgangast hestana. íslenski hest-
urinn væri það sérstakur að ekki
væri nóg að selja hann og láta þar
við sitja.
„Í fyrra sendum við út venjulega
fjölskylduhesta sem allir geta riðið
og þeir hafa vakið verðskuldaða
athygli þama úti,“ sagði Reynir.
„í sumar hafa svo komið hópar
Bandaríkjamanna og riðið út hjá
okkur. Nokkrir hafa keypt sér hesta
í leiðinni til þess að taka með sér
heim og þannig ætlum við að byggja
þetta upp. Þetta er rétt að fara í
gang en virðist ætla að ganga vel,
enda er áhuginn feyknalega mikill.
Við höfum reynt að fara hægt í
sakimar vegna þess að Bandaríkin
em mjög viðkvæmur markaður.
Ekki þarf nema smávægileg mistök
til þess að þeir vilji ekkert meira
við okkur tala. Við þurfum að vera
í sambandi við fólk og reyna að
fínna út hvað það vill“.
Reynir sagði að þessi viðskipti
stæðu varla undir sér ennþá, en
Félag íslandshestaeigenda i New
York hefði fjármagnað þau að
hluta, til dæmis flutninga og ferðir
á sýningar. „Við erum búin að taka
þátt í fjölda sýninga og þegar hest-
amir koma út fara nokkrir þeirra
beint á sýningu í Chicago þar sem
búast má við nokkur hundruð þús-
und áhorfendum. Eftir mánuð fer
ég út til Kanada og ráðgert er að
við tökum þátt í sex til átta sýning-
um fram í október,“ sagði Reynir.
Mest hefur farið af hestum til
New York og New Jersey, en einn-
ig eru dæmi um að hestar hafí farié
til Flórída, Vestur-Virginíu, Fflad-
elfíu og víðar.
„Þetta byijar með því að fólkic
kemur hingað og fer á hestbak og
byijar að upplifa hestinn hér é
landi. Við viljum að þeir sem ætls
að kaupa hesta komi hingað og
velji þá sjálfír og kaupi beint ai
eigandanum. Þetta skilur þá eftii
eitthvað flármagn í landinu. Ég ei
ekki eins hrifinn af því að selja
hesta í stórum hópum út úr landinu
og þar með fær framleiðandinn
ekkert af raunverulegu verði.
Allir, sem við höfum selt hesta,
eru vanir öðrum hestum. Eldra fólk
sem ekki kemst lengur á bak stóru
hestunum finnur hér lausn á því
vandamáli. Um daginn komu
nokkrar fatlaðar konur og fóru með
mér í tveggja daga ferð upp í fjöll.
Það þurfti að hjálpa þeim á og al
baki. Þær keyptu einn hest.
íslendingar mega passa sig á þv
að kynna ekki bara einhveija topp
gæðinga erlendis. Við eigum ekk:
nógu marga svoleiðis hesta til þess
að flytja út og auk þess reynasl
fjölskylduhestamir best. Bandaríski
markaðurinn er mjög stór. Þai
þurfa ekki nema fáir að fá áhugs
og þá getum við ekki annað eftir-
spum. En það er allt i lagi að fars
hægt og byggja þetta upp í róleg-
heitunum. Best er að alltaf vanti
hross á markaðinn því allt sem er-
fítt er að fá er spennandi aí
eignast," sagði Reynir Hjartarsor
að lokum.
Fyrsta skútan í ára
tugi í Bjarnarfirði
Laugarhóli, Bjarnarfirði.
ÞAÐ ER ekki á hverjum degi að
skúta kemur inn á Bjamarfjörð
og leggst þar við akkeri. En ein-
mitt þetta gerðist nú um verslun-
armannahelgina, er Jón
Steingrímsson, skipstjóri á
ísafirði, sigldi skútu sinni,
Skvettu S 198, hér inn á fjörðinn
og lagði við bólfærí inn af Kaldr-
ananesi. Hafði hann þá siglt frá
ísafirði á tveim dögum. Um nótt-
ina dvaldist hann með fjölskyldu
sinni f Furufirði.
Jón Steingrímsson er skipstjóri
rækjutogarans Hafþórs á ísafírði,
en sá togari er gerður út á djúp-
rækju.
Skútuna Skvettu S 198 keypti
hann fyrir rúmu ári. Er hún tuttugu
og átta fet og fimm brúttólestir,
byggð árið 1983 hjá Polyester í
Hafnarfírði.
Jón keypti skútuna í Vogunum
og sigldi henni heim til ísaflarðar.
Jón sagði þetta vega lengstu sigl-
ingu sína á skútunni sfðan þá. Hins
vegar væru upþi áætlanir um að
sigla á henni til Evrópu. Yrði þá
farið í Eystrasaltið og til Skotlands
og Englands. Em þessar skútur
kallaðar „túrbátar".
Er fréttamaður spurði hann um
verð, sagðist hann hafa keypt hana
á sínum tíma fyrir átta hundruð
þúsund krónur, en síðan bætt Loran
og fleiru við. Mundi verðmæti henn-
ar í dag vera um ein og hálf milljón.
Jón sagið að siglingin í Bjamar-
flörð hefði gengið vel. Þó hefði verið
helst til lítill byr fyrri daginn og
hefðu þau því gist í Furufírði, sem
er norðarlega á Ströndum, rétt
sunnan Hombjargs. Þess má og
geta að Skjaldarbjamarvík og
Bjamarfjörður nyrðri, þar sem
Bjöm sá er nam land á Bjamamesi
kom fyrst að landi, eru rétt sunnan
Furufjarðar.
Föstudaginn 31. júlí var svo hald-
ið í Bjamarflörð syðri og skipinu
lagt þar, rétt innan við Kaldrana-
Morgunblaðið/Sigurður H. Þorsteinsson
Skútan Skvetta siglir inn Bjara-
arfjörðinn.
nes. Er þetta hin glæsilegasta skúta
og fór fréttamaður með Jóni að
skoða hana og taka myndir af sigl-
ingunni um Bjamaifyörð.
Það er því á margan hátt sem
verslunarmannahelginni var eytt
hér um slóðir. Siglingar, útivist og
ættarmót eru ekki síðri leiðir til að
njóta þessarar helgar en stórmót á
útivistarsvæðum. Vegir hafsins em
auk þess mun auðveldari að ferðast
á en þjóðvegimir. Þar eru engir
umferðarhnútar.