Morgunblaðið - 07.08.1987, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1987
Jafnaðarmannaflokkurinn í Bretlandi:
Sameínast fijálslynd-
um eftir liarðar deilur
St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frlmannssvni, fréttaritara Morgunblaðsins.
FLokksmenn Jafnaðarmanna-
flokksins samþykktu í gœr í
atkvæðagreiðsu að sameinast
Fijálslynda flokknum i nýjum
flokki. David Oven, leiðtogi Jafn-
aðarmannaflokksins, lýsti þá yfir
að hann hygðist segja af sér.
Mikil átök höfðu verið um þetta
mál innan flokksins, og er ekki
séð fyrir endann á þeim. Um
helgina birtist kafli úr væntan-
legri viðtalsbók David Owen,
leiðtoga flokksins, sem talið er
að kunni að reynast olia á eldinn.
Mikil átök höfðu verið innan
flokksins vegna þessarar atkvæða-
greiðslu. Roy Jenkins, Shirley
Williams og William Rodgers, þrír
úr „fjórmenningaklíkunni", sem
yfirgaf Verkamannaflokkinn árið
1981, studdu sameininguna við
Frjálsljmda flokkinn, en David
Owen, , sem einn fjórmenninganna
situr á þingi, beitti sér harkalega
gegn henni. Hann lýsti því yfír, að
sameinaður flokkur væri ekki fyrir
sinn hatt og yrði sameiningin sam-
þykkt, yrðu aðrir en hann að semja
við Fijálslynda flokkinn.
Bæði talsmenn og andmælendur
sameiningarinnar voru vongóðir um
sigur. Máli sínu til stuðnings gátu
talsmennimir bent á skoðanakann-
anir, sem gáfu til kynna, að mikill
meirihlutastuðningur væri við sam-
eininguna. Andmælendumir töldu
hins vegar að flokksmenn styddu
leiðtoga sinn afdráttarlaust og
tryggð við hann myndi koma í veg
fyrir, að sameiningin yrði sam-
þykkt.
Sameiningin var samþykkt með
57 prósentum atkvæða gegn 43.
Verstu úrslitin fyrir flokkinn voru
talin þau að mjótt yrði á mununum
í atkvæðagreiðslunni og hvorugur
armurinn gæti talist sigurvegari.
Talsmenn sameiningar sögðust
stefna að því að fá 60% atkvæða,
sem teldist vemlegur sigur. Ef
Owen ákveður að kljúfa sig frá
Jafnaðarmannaflokknum, er talið
líklegt, að þrír af fímm þingmönn-
um flokksins muni fylgja honum
fremur en sameiningarmönnunum.
Um síðastliðna helgi birtist í The
Observer kafli úr viðtalsbók David
Owen, sem væntanleg er á markað
í byijun næsta mánaðar. Þar segir
hann frá aðdraganda þess, að þeir
flórmenningamir sögðu sig úr
Verkamannaflokknum fyrir sex
árum og stofnuðu Jafnaðarmanna-
flokkinn. Það, sem knúði þá úr
Baskaland:
Tveir lög-
regluþjón-
armyrtir
Vitoria, Spáni, Reuter.
TVEIR lögreglumenn létust í
sprengjutilræði nærri bænum
Vitoria í Baskalandi á Spáni í
gær. Mennirnir, sem óku bif-
reið, biðu bana er sprengja
sprakk við vegarkantinn.
Enn er ekki vitað hverjir báru
ábyrgð á ódæðisverkinu, en grunur-
inn beinist að aðskilnaðarhreyfíngu
baska, ETA, sem berst fyrir stofnun
sjálfstæðs ríkis þeirra. Ifyrir þremur
vikum biðu tveir herlögreglumenn
bana í bænum Onate f Baskalandi
og lýstu samtök baska ábyrgðinni
á hendur sér.
Þann 19 júní komu flugumenn
samtakanna fyrir sprengju í stór-
verslun í miðborg Barcelona og
beið 21 þá bana. Var það hrottaleg-
asta óhæfuverk hreyfíngarinnar til
þessa.
flokknum, var andstaða innan hans
við NATO og Evrópubandalagið,
sem gaus upp af fullum krafti eftir
að Thatcher sigraði í kosningunum
árið 1979. Úrslitum réðu átök um
aðferð við leiðtogakjör. Owen lýsir
því, hvemig tryggð við flokkinn
togaðist á við óánægju, hvemig
efasemdir sóttu að þeim og hann
vantreysti Roy Jenkins og studdi
Shiriey Williams við kjör fyrsta
flokksleiðtogans.
Andstæðingar Owens segja hann
einungis vera að kasta rýrð á and-
stæðinga sína í sameiningarmálinu
með því að birta þessar endurminn-
ingar nú og gera hlut sinn sem
bestan.
Kröfum námamanna
í Suður-Afríku hafnað
Jóhannesarhorg, Reuter.
SAMTÖK námaeigenda í Suður-
Afríku hyggjast ekki bjóða
námamönnum í gull- og kolanám-
um betri kjör en þeir hafa þegar
gert, að þvi er samtökin til-
kynntu á þriðjudag. Svartir
námamenn hefja verkfall um alla
Suður-Afriku á sunnudag hafi
ekki samist fyrir þann tima.
Stéttarfélag suður-afrískra
námamanna, sem í eru 200 þúsund
félagar, boðaði til verkfallsins á
mánudag. KreQast námamenn 30
prósenta launahækkunar og aukins
öryggisviðbúnaðar á vinnustað.
Námaeigendur hafa boðið allt frá
15 til 23,4 prósenta launahækkun.
Formaður stéttarfélags náma-
manna, Cyrill Ramaphosa, sagði að
svo gæti farið að verkfallið yrði það
mesta frá því námavinnsla hófst í
Suður-Afríku. Suður-Afríkubúar
sækja rúman helming útflutnings-
tekna sinna í námumar.
Verð á gulli hefur hækkað vegna
þessa yfírvofandi verkfalls og hafa
námaféiög hlaðið upp mánaðar-
birgðum af gulli til að búa í haginn
fyrir sig.
* »
••••- •• ■ . •••>
Reuter
Hiroshima minnst
Dúfur flögra yfir Friðargarðinum í Hiroshima í Japan í
gær er minnst var kjarnorkuárárásarinnar á borgina fyrir
42 árum. í baksýn er grind hvelfingar sem skemmdist í
árásinni.
Hagkerfi heimsins:
Heldur verðbólgan
innreið sína á ný?
Á FYRSTU sex mánuðum þessa árs hækkaði verð á neyziuvörum
í Bandaríkjunum um 5,5%. Þetta er örari hækkun en nokkru sinni
síðan 1982. Verð á olíu er nú komið yfir 20 dollara tunnan, sem
er meira en helmingi hærra en það var fyrir einu ári. í síðasta
mánuði hækkaði verð á ýmsum málmum yfir 9%. í meira en 10
löndum OECD (Efnahags- og þróunarstofnunarinnar) jókst pen-
ingaframboð um 11% á árinu 1985 og 13% á síðasta ári og
bankaútlán hafa aukizt jafnvel enn hraðar í sumum löndum. Það
er þvi ekki nema von að margir spyiji nú: Er verðbólgan að
hefja innreið sína á ný í iðnvæddum löndum hins fijálsa heims?
Slíkar tölur benda vissulega til
ört vaxandi verðbólgu. Samt eru
ekki nema nokkrir mánuðir síðan
að ríkisstjómir ýmissa landa
kvörtuðu hástöfum yfír minnk-
andi hagvexti og vaxandi atvinnu-
leysi. Nýjustu hagtölur benda hins
vegar til hins gagnstæða. Þjóðar-
framleiðslan í Bandaríkjunum
jókst um 3,5% miðað við árs tíma-
bil á fyrstu 6 mánuðum þessa
árs. Þegar kom fram í marz hafði
Japan náð aftur sínum sess sem
það land innan OECD þar sem
hagvöxtur var mestur. Hann var
þá orðinn 4,5% meiri en einu ári
áður.
Á þremur sfðustu mánuðum
jókst smásala í sjö löndum innan
OECD um 7,5% miðað við heilt
ár. Japanir gengu svo langt í maí
sl. að setja sérstök flárlög hjá sér
sem gera ráð fyrir því að eftir-
spum eftir vörum og þjónustu
vaxi aukalega um sem nemi 2%
af vergri þjóðarframleiðslu.
Sumar af þessum tölum minna
talsvert á ástandið eins og það
var snemma árs 1972. Þá var
atvinnuleysið í aðildarlöndum
OECD ískyggilega mikið en verð-
bólgan sakleysisleg eða aðeins um
4%. Samt leið ekki á Iöngu unz
verðbólgan var komin yfír 10%.
Það var líkast því að sumir stjóm-
málaleiðtogar eins og Richard
Nixon, þáverandi forseti Banda-
ríkjanna, og Edward Heath,
forsætisráðherra Bretlands, hefðu
látið sannfærast um að verðbólg-
an stjómaðist af sjálfrí sér og það
sem gera þyrfti væri að halda
aftur af henni með hömlum og
lagaboði. Þeir og ýmsir aðrir voru
þá önnum kafnir við að auka á
peningaeftirspum jafnt hjá ríkis-
sjóði sem annars staðar.
Gæti það sama gerzt á ný?
Svarið er næstum afdráttarlaust
nei, en ekki af neinum þeim orsök-
um, sem ástæða væri til að
gleðjast yfír.
Hvað verður um
raunvextí?
Meginástæðan fyrir því að
verðbólgan náði að búa svo um
sig sem raun varð á, var sú, að
almenningur gerði sér ekki grein
fyrir því hvað var að gerast. Þetta
kemur bezt fram í því hvað varð
um raunvexti sem voru þá sem
nú góð vísbending um það hvað
er framundan. Á árunúm
1950-1970 vom raunvextir í
Bandaríkjunum stöðugir og yfír-
leitt jákvæðir um 2-2,5% á ári.
Það var því engin tilviljun, að
þesssir áratugir einkenndust af
lítilli verðbólgu og nokkuð jöfnum
hagvexti. Á þessu tímabili gátu
Bandaríkjamenn gert bjartsýnar
langtímaáætlanir varðandi lán,
spamað og eyðslu, sökum þess
að þeir voru sannfærðir um, að
lán og sparifé myndu halda sér.
Morgunblaðið/AM
Raunvextir urðu hins vegar
neikvæðir að mestu á árunum
1971- 1980 og þó sér í lagi frá
því um mitt ár 1975 til ársloka
1975 (sjá meðfylgjandi töflu).
Neikvæðir raunvextir eru bragð,
sem lántakendur beita sparifjár-
eigendur. Líkt og um önnur
bellibrögð, þá er ekki unnt að
beita því til frambúðar og þeir,
sem blekktir hafa verið, reyna
síðan að svara fyrir sig.
Það liðu mörg ár, unz banda-
rískir sparifláreigendur áttuðu sig
til fulls á því, að ekki fékkst það
sama í vörum og þjónustu fyrir
peninga þeirra og áður. Þegar að
því kom, tóku þeir hins vegar að
kreflast miklu hærri raunvaxta,
jafnvel „of hárra" í hlutfalli við
verðbólguna. En þeir vildu fá það
bætt, sem þeir höfðu misst á þeim
árum, sem þeir höfðu verið snuð-
aðir. Afleiðingin varð sú m. a.,
að raunvextir á skammtímalánum
snarhækkkuðu upp í allt að 6% á
fyrstu árum þessa áratugar, sem
varð til þess, að efnahagskreppa
hélt innreið sína í Bandarflqunum.
Á árunum 1982-1986 voru
raunvextir í Bandaríkjunum stöð-
ugir að meira eða minna leyti, sem
varð til þess að draga úr verð-
bólgu og innleiða hagvöxt á ný.
Þeir voru samt hærri en á árunum
1950-1970, sem kann' að skýra,
hvers vegna hagvöxtur jókst ekki
eins hratt og þá. En svo lengi sem
raunvextir eru jákvæðir, þá skipt-
ir það minna máli hversu háir
þeir eru, ef þeir bara eru stöðug-
ir. Sérhver skörp breyting er
vísbending um erfiðleika fram-
undan. Lækki þeir skyndilega
þýtur verðbólgan upp og hækki
þeir allt í einu þá vofír kreppan
yfír.
Eins og er þá fara raunvextir
lækkandi í Bandaríkjunum og
mörgum öðrum löndum. Ef svo
heldur áfram má búast við verð-
bólgu svipaðri þeirri sem átti sér
stað 1972-1973 og frá því um
mitt ár 1975 til ársloka 1978. Ef
lækkun raunvaxta er hins vegar
aðeins skammtímafyrirbrigði áður
en þeir snarhækka á nýjan leik
er kreppa framundan.
Af þessum tveimur möguleik-
um þá virðist kreppan líklegri.
Minningin um það, hvemig verð-
bólgan fór með sparifé fólks
síðast, er enn nógu fersk til þess,
að erfítt er að ímynda sér, að al-
menningur bíði bara álengdar á
meðan vaxandi verðbólga heggur
æ dýpra skarð í sparifé þess.
Nafnvextir eru þegar teknir að
hækka vegna óttans um vaxandi
verðbólgu. Fari svo á þessu ári,
að fregnir taki að berast um
óvenju miklar verðhækkanir, þá
eiga vextir eftir að hækka jafíivel
enn meira og kæfa þannig hag-
vöxt á næsta ári og með því allar
vonir um að draga megi úr at-
vinnuleysi í iðnvæddu löndunum.
Það er nauðsynlegt fyrir ríkis-
stjómimar að láta sér það, sem
gerðist á sfðasta áratug, að kenn-
ingu verða þar á meðal það, að
þeir stjómmálaleiðtogar, sem inn-
leiddu yfír 10% verðbólgu, urðu
ekki langlífir í embættum sínum.
Heimild: Economist