Morgunblaðið - 07.08.1987, Page 34

Morgunblaðið - 07.08.1987, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1987 Skipavík hf.: 45% atikning veltu milli ára Stykkúhólmi. ' ' AÐALFUNDUR Skipasmíða- stödvarinnar Skipavíkur hf. Stykkishólmi, var haldinn 23. júli sl. Formaður, Sigurður Kristjáns- son, flutti skýrelu stjómar, fram- kvæmdastóri, Ólafur Kristjánsson, las og skýrði reikninga. Velta fé- lagsins var árið 1986 kr. 71.796. 352 og er það 45% aukning milli ára. Niðuretöður efnahagsreiknings voru kr. 51.653.261 og eigið fé hefír aukist um 31% og er nú rúm- ar 38 milljónir. Skuldir hafa minnkað mikið og em nú varla telj- «ndi. Fyrirtækinu tókst að selja vélar fyrir 16 milljónir króna sem er 22% af veltu. Verkefnin hafa aðallega verið á sviði vilhalds og stærri breytinga á skipum og einn- ig varð verulegur vaxtarbroddur á smíði fískvinnsluvéla aðallega til útflutnings. Þá var tilkynnt að Skipavík mun taka þátt í Sjávarút- vegssýningu nú í haust. Þátttaka í þessari sýningu fyrr átti verulegan átt í sölu er átti sér stað á sl. ári. desember nk. minnist félagið þess að 20 ár em liðin frá því að starf- semin hófst. Hjá fyrirtækinu störfuðu á árinu 35 manns og vom vinnulaun 22 milljónir. Þá var kynnt á fundinum kandidatsritgerð Sigrúnar Rögnu Ólafsdóttur er hún samdi yfir rekst- ur félagsins fyrir sl. 5 ár eða 1982-1986 að báðum ámm með- töldum. í stjóm vom kosnin Guðmundur Kristíánsson, Rögn- valdur Lámsson, Ölafur Kristjáns- son, Ellert Kristinsson og Sigurður Kristjánsson. Ákveðið var að greiða hluthöfum 10% i arð. Um ffamtíðarverkefni og eins um framtíðaretarf félagsins voru tals- verðar umræður og séretaklega hve erfitt er að fá lærða starfsmenn til vinnu og er þetta fyrirtæki sinnar tegundar ekki eitt um það. Afmæliskveðja: Vilborg þorsteins dóttir Hafberg í dag er Vilborg Þorvaldsdóttir Hafberg 90 ára. Hún er fædd í Önundarfírði þ. 7. ágúst 1897. Hún giftist Friðrik Hafberg kafara og eignuðust þau fjögur böm, þrjú þeirra em á lífi. Starf Friðriks við köfun gat verið oft á tíðum lífshættulegt og uggur í bijósti ungrar eiginkonu með bömin sín heima. Öryggi í þessu starfí er sem betur fer ólfkt meira í dag. Friðrik var einnig formaður verkalýðsfé- lagsins „Skjaldar" í flöldamörg ár. Á Flateyri stóð heimili þeirra hjóna opið fyrir gestum og gangandi. Er ég fluttist vestur á Flateyri með fósturforeldmm mínum, 6 ára göm- "líi, kynntist ég fljótt Villu, en svo er hún nefnd af flestum. Fóstur- móðir mfn og Villa vom æskuvin- konur úr Önundarfírði og var vinátta þeirra mikil, eins og bestu systra. Á heimili Villu varð ég heimagangurj dætur hennar, Ingi- björg og Agústa, urðu mfnar vinkonur og em margar minningar sem ég á frá þessu heimili. Við feng- um að leika okkur og æralast, eitthvað hlýtur að hafa heyret í okkur og mikið gengið á, þegar flögur systkini fengu að hafa vini sína í stofunni eða vera í feluleik um allt húsið. En Villa var ekki með neinar skammir eða hávaða, bað okkur bara hægt og hljótt að lækka í okkur. Á heimilinu dvöldu einnig sfðustu æviár sín foreldrar Villu, Kristín Halldóredóttir og Þorvaldur Þor- valdsson, góðar manneslqur, ekkert kynslóðabil þekktist þá. Einu sinni á ári var haldið mikið og fínt hjóna- ball á Flateyri sem kallað var „Stútungur", þá var tilhlökkun mik- il hjá mér, því að þá mátti ég gista hjá vinkonunum. Eftir að Friðrik lést bjó Villa áfram nokkur ár í húsinu sínu, en fluttist 1973 f Kópa- vog til Ágústu dóttur sinnar og manns hennar Ólafs Guðmundsson- ar. Þau hafa búið þar vel að henni og böm þeirra tvö notið ömmu sinnar. Villa hefur um dagana haft góða heilsu og munar ekkert um að skreppa í sund daglega eða í leikfími hjá öldruðum í Kópavogi. í þeim félagsskap hefur hún verið af lífí og sál. Hún hefur unnið ótal marga hluti í höndunum og eru máluðu dúkamir hennar vitni þar um. Aldraðir í Kópavogi hafa farið oft í ferðalög, og auðnaðist henni að komast vestur fyrir tveimur ámm í „fjörðinn" sinn. Með þessum Ifnum langar mig að þakka Villu minni allt sem hún hefír verið mér, og óska henni alls hins besta. Megi hún eiga fagurt ævikvöld. Til ham- ingju með 90 ára afmælið. Anna Hannesdóttir Scheving Morgunblaðið/Björgvin Haraldsson Mótsg-estir byijuðu hátfð sína í kirkjunni. Afkomendur Reyk- hólahjóna halda mót Miðhúsum, Reykhólasveit. NIÐJAMÓT þeirra Amdísar Bjamadóttur og Hákonar Magn- ússonar húsbænda á Reykhólum frá 1899 til 1920 var haldið laug- ardaginn 1. ágúst. Arndís var fædd 27. október 1862 og lést 6. júlí 1926, Hákon var fæddur 1. september 1864 og lést 6. ágúst 1938. Mótsgestir byijuðu hátíð sfna með því að ganga til kirkju og var prestur þar séra Baldur Vilhelms- son í Vatnsfírði og þar var afhent gjöf frá afkomendum þeirra hjóna, en það voru tveir blómavasar. Formaður sóknamefndar, Stefán Magnússon, þakkaði fyrir hönd kirkjunnar. Arndís hafði verið tvígift og átti hún þijár dætur með fyrri manni sínum. Böm sem á legg komust vom: Kristín Guðmundsdóttir, Bjami Hákonareon, Sólborg Há- konardóttir, Ingibjörg Hákonar- dóttir, Sigríður Hákonardóttir, Kristinn Hans Hákonareon, tvíbur- amir Jón og Magnús Hákonareynir, tvíburamir Jóhanna og Ragnheiður Hákonardætur og Oddfríður Há- konardóttir. Fósturdætur vom þær Filipía Blöndal, Guðrún Guðmunds- dóttir og Ingunn Jónasdóttir og gat hún sótt þetta ættarmót. Þess má geta að þau hjón Amdís og Hákon vom einkar kirkjurækin og hlúðu að kirkjulífí í sókninni og auk þess var búskapur þeirra á Reykhólum landsfrægur á sínum tíma fyrir myndarekap. Eftir guðsþjónustu hófst sjálft niðjamótið í samkomuhúsinu og setti Amdís Magnúsdóttir frá Bæ mótið með ræðu, en mótsstjóri var Magnús Friðgeireson framkvæmda- stjóri Búvömdeildar SÍS. Mótsgestir vom um 300 talsins og elsti mótsgestur var Eyjólfur Magnússon úr Svefneyjum, rúm- lega 91 áre gamall, en hann var tengdasonur þeirra Reykhólahjóna. Yngsti mótsgesturinn var tæplega 2ja mánaða. Afkomendur þeirra Hákonar og Amdísar skipta mörgum hundrað- um. Einn þeirra, Biynhildur Eyj- ólfsdóttir, rakti minningar frá Reykhólum. I ræðu Amdísar Magnúsdóttur kom fram að rætur þessa stóra hóps lægju allar að Reykhólum. Hún bað fyrir þakkir til organ- ista og allra þeirra sem gerðu þetta niðjamót svona ánægjulegt. I kirkjunni var sungið þetta er- indi Til Breiðafjarðar eftir Friðgeir Sveinsson frá Sveinsstöðum: Breiðafjarðar byggðin kær, blessuð vertu stundir aliar. Okkar IjúS bemsku bær, brattar hlíðar, eyjar, sær, engi tún og elfan tær elska drottins til þín kallar. Breiðafjarðar byggðin kær, blessuð vertu stundir allar. Sveinn Blómavasarnir eru gjöf sem afkomendur færðu kirkjunni. raðauglýsingar — radauglýsingar — raöauglýsingar | SÍNE-félagar athugið Sumarráðstefna SÍNE Sumarráðstefna SÍNE verður haldin í félags- stofnun stúdenta við Hringbraut laugardag- inn 8. ágúst kl. 14.00. Félagar, mætum öll. „ . . Stjornm. Nauðungaruppboð Eftlr kröfu skiptaréttar Reykjavíkur o.fl. verða ýmsir munir úr dánar- búum, félagsbúum og þrotabúum seldir á opinberu uppboði, sem haldið verður í uppboðssalnum í Tollhúsinu, Tryggvagötu 19, í Reykjavík, laugardaginn 8. ágúst 1987 og hefst kl. 13.30. Meðal þess sem selt verður eru ýmis konar skrifstofubúnaður, tölva af gerðinni IMB System 34 með 5 útstöðvum, símtæki, skrifborð, hillur, húsgögn alls konar, ýmis listaverk, eftirprentanir listaverka, frímerki, bækur, verulegt magn af myndbandsspólum fyrir BETA- myndbandstæki, bifreiðatjakkar, loftpressa, búðarkassar, ýmsar vörur til Ijósmyndunar og framköllunar, varahlutir i myndavólar og margt fleira. Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki upp- boðshaldara eða gjaldkera. Greiðsla við hamarshögg. Uppboðshaldarinn i Reykjavik. Eggjasaf n óskast keypt Bandarískur safnari óskar eftir að kaupa eggjasafn. Aldur eða fjöldi eggja skiptir ekki máli. Þeir sem hafa áhuga á frekari upplýs- ingum skrifi til: N. Thompson, 2603 South Street, Rolling Meadows, lllinois, 60008 U.S.A. Aðalfundur Fylkis, FUS Aðalfundur Fylkis, FUS, verður haldinn I Hafnarstræti 12, 2. hæð, sunnudaginn 9. ágúst kl. 16.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á SUS-þing. 3. önnur mál. Mætið stundvísiega. Fylkir, FUS. Metsölubladá hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.