Morgunblaðið - 07.08.1987, Qupperneq 38
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1987
+ Elskulegur sonur minn, faðir okkar, vinur minn og bróðir, ÚLFAR GARÐARRAFNSSON, framrelðslumaður, Máshólum 6, lést sunnudaginn 2. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Svanfrfður K. Benediktsdóttir, Svanfrfður K. Úlfarsdóttir, Heba Úlfarsdóttir, Helga Guðmundsdóttir og systkini hins lótna.
t Faöir okkar og tengdafaðir, ÞÓRÐUR M. HJARTARSON, húsvörður, Blönduhlfð 4, Reykjavfk, lést á heimili sínu 4. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Díana Þórðardóttir, Gunnar Guðjónsson, Gyða Þóröardóttir, Gissur Jóhannsson, Guðmundur Þórðarson, Þurfður Þorsteinsdóttir, börn og barnabörn.
+ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSLAUG SIGRÍÐUR SÆMUNDSDÓTTIR, Suðurgötu 85, Akranesi, lést á heimili sínu þann 27. júlí 1987. Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúö og vinarhug við andlát og útför hinnar látnu. Jaröarförin hefur farið fram í kyrrþey, að ósk hinnar látnu. Áslaug Einarsdóttir, Magnús Karlsson, Guðlaug Helgadóttir, Steinþór Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabarn.
+ Útför eiginkonu minnar, OKTAVÍU M. GÍSLASÓTTUR, sem lést þann 31. júlí, verður frá Hnífsdalskapellu laugardaginn 8. ágúst kl. 11.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Jón Á. Jóhannsson.
+ Eiginmaður minn, HERMANN ÖSTERBY, Hrfsholtl 17, Selfossi, andaöist í Borgarspítalanum aðfaranótt 1. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 8. ágúst kl. 13.30. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna, Óiöf Österby.
+ Þökkum samúð og vináttu við andlát og útför systur okkar, SVÖVU TRYGGVADÓTTUR, Furugerði 9, áður Lokastfg 6. Guö blessi ykkur öll. Fyrir hönd systkina, Gunnar Tryggvason.
+ Þökkum innilega auösýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar og sonar, GUÐMUNDAR ÓLA ÓLASONAR, prentara. Sigrfður Snorradóttir, Brynja Guðmundsdóttir, Dröfn Guðmundsdóttir, Málfrfður Guðmundsdóttir.
+ Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför ÞORSTEINS ÞORBJÖRNSSONAR, Söriaskjóll 18, Reykjavfk. Guðný Jóhannsdóttir, Þórunn Baldvinsdóttir, Jón Högnason, Guðný Steinunn Jónsdóttir, Högni Baldvin Jónsson, BJörgvin Þorbjörnsson og fjölskylda, Sigurbjörn Þorbjörnsson og fjölskyida.
Minning:
Sr. Gísli Friðriks-
son íBarseback
Fæddur 25. maí 1938
Dáiiw23.júlí 1987
„Hann læknar þá er hafa sund-
urkramið hjarta og bindur um
benjar þeirra."
Megi þessi orð úr 147:a sálmi
Davíðs vera ljós okkar, sem syrgjum
séra Gísla Friðriksson, sóknarprest
í Barseback í Svíþjóð.
Kynni okkar Gísla hófust ekki
fyrr en hann flutti til Lundar í
Svíþjóð árið 1978. Þangað var hann
drifínn af lönguninni að lesa guð-
fræði og í framhaidi af því að gerast
boðberi Guðsríkis hér á jörð.
Fljótlega eftir komu Gísla fregn-
aði ég að við guðfræðideildina þar
væri innritaður annar íslendingur,
en ég hafði þá verið þar í tvö ár.
Fyrst í stað fjölluðu samskipti okk-
ar um bækur og nám, ráðgjöf þess
reynda til byijandans, en smám
saman urðu kynnin nánari og
tengslin meiri, og svo fór í upphafí
prestsskapar míns að ég leitaði til
séra Gísla sem hins reynda safnað-
arprests með byijunarörðugleikana
í fersku minni.
Ekki þekki ég að rekja ættir Gísla
og vart kannast ég við ættingja
hans aðra en móður hans, Jónínu
Gísladóttur, og æviskeiðið fram að
kynnum okkar eru mér brotabrot
sem fram hafa komið í samtölum
og frásögnum. Þó veit ég að hanri
leit ávallt á Akranes sem „heima"
og þaðan hleypti Gísli heimdragan-
um á átjánda ári og fór í siglingar
á norskum skipum og heimsflakk
oft fjarri sjó og sævarströndum.
Er til íslands kom aftur stundaði
Gísli sjó, mest á togurum. Hann fór
í loftskeytaskólann og lauk þaðan
prófi og þegar hann kvaddi Island
öðru sinni og fór á vit hins óráðna
þá var hann starfandi loftskeyta-
maður við Veðurstofu íslands.
Allt er fertugum fært segir mál-
tækið og víst er það átti við um
Gísla Friðriksson. Hann var kominn
að fertugu þegar hann og fjölskylda
hans tók sig upp og flutti til Svíþjóð-
ar. Ekki verður séra Gísla getið án'
þess að fjölskyldu hans verði gerð
skil. Gísli var kvæntur Sigríði
Bemódusdóttur, ættaðri úr Bolung-
arvík. Til Svíþjóðar fluttu þau með
tvö böm sín ung, Jónínu og Orra.
Á síðasta námasári Gfsla bættist
Ragnheiður í hópinn. Af fyrra
hjónabandi átti Gísli son, Friðrik,
sem nú er fulltíða.
En hvers vegna Svíþjóð? Hví
ekki að nema fræði sín við Háskóla
íslands? Ástæðan trúi ég sé fyrst
og fremst mismunandi sýn yfírvalda
á kunnáttu og lífsreynslu. Sennilega
gmndvallast þessi munur á því hver
tilgangur námsins er og hveiju það
þjónar.
Frændur okkar, Svíar, leyfa sér
þá ósvinnu að meta lífs- og starfs-
reynslu til inntöku í háskóla og líta
svo á að sé ákveðnum skilyrðum
fullnægt, þá skipti ekki öllu hvort
það sé með námi á skólabekk eða
í lífsins skóla. Þetta viðhorf lýsir
sér vel í svari Gísla þegar ég eitt
sinn á fyrstu árum hans í Lundi
spurði hvers vegna hann hefði ekki
farið í Háskóla Islands. „Ég, lands-
prófslaus maðurinn." Kunnátta
hans í „einu Norðurlandamálanna"
svo samsvaraði mörgum stúdents-
prófum var fengin á „frökturum“
en var haldbetri og nytsamari en
framburðarbjöguð danska mennta-
skólanna. Ensku lærði hann sem
lifandi talmál mannlegra sam-
skipta, landafræði af eigin raun en
ekki kortum o.s.frv. Því var það að
þegar leiðin var vörðuð lá hún um
ganga erlends fræðaseturs en ekki
íslenskrar embættismanna-
fabrikku.
Gísli Friðriksson var við nám við
Kveðja:
Gunnar Friðleifsson
fv. lögregluþjónn
„Lífíð fátt mér ljær í hag,
lúinn þótt ég glími,
koma máttu um miðjan dag,
mikli háttatími."
(Gísli Ólafsson frá Eiríksstöðum)
Vinur minn, Gunnar Friðleifsson,
er dáinn. Ég vil aðeins með þessum
fáu línum þakka Gunnari fyrir sam-
fylgdina, frá þeim árum er við
snerum oft á dauðann og lifðum
eftir mottóinu að alltaf væri eitt-
hvað framundan þrátt fyrir allt og
það gekk upp, stundum. Nú förum
við ekki lengur með ljóð og hann
yrkir ekki lengur eins og eftirfar-
andi:
„Mðrg er vist og viða gist,
varir þyrstar, ys og læti.
Ein er kysst, en óðar misst,
önnur flyst í hennar sæti.
Ég mun sakna Gunnars, en vona
að á þeim slóðum er hann ferðast
núna sé ekki eins erfítt að ná sér
í blöndu eins og hér, á okkar ann-
ars ágætu jörð.
Fari kær vinur í friði.
Lilli Berndsen
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinsemd við andlát eigin-
manns míns, föður, tengdaföður og afa,
KARLS PÁLSSONAR
frá Flatey á Skjálfanda.
Helga Guðmundsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Innilegar þakkir færum við fjölskyldu okkar og öllum þeim fjölda
vina sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall sonar og föður,
RAFNS RAGNARSSONAR,
flugvlrkja,
með blómum, skeytum, bréfum, minningakortum, hringdu eða
komu.
Við þökkum Ljóðakór og Dómkór fyrir yndislegan söng.
Einleikara á selló, einsöngvara, organista og presti.
Öll færðuð þið okkur huggun og styrk. Einnig þökkum við Flug-
virkjafélagi Islands af alhug. Þetta er geymt en ekki gleymt.
Guð blessi ykkur öll
Svala Nielsen,
Jóhanna Svala Rafnsdóttir.
guðfræðideild Lundarháskóla árin
1978—1982. Síðan tók við eins árs
hagnýtt undirbúningsnám á vegum
sænsku kirkjunnar. 1 byijun sumars
árið 1983 vígðist Gísli til prests í
Dómkirkjunni í Hárnösand af bisk-
upnum þar, Bertil Werkström, sem
nú er erkibiskup sænsku kirkjunn-
ar. Fyrstu árin þjónaði Gísli í
Lángsele-prestakalÚ með aðsetri í
Graninge, langt inni í skóglöndum
Svíþjóðar. Það er ævintýraheimur,
§arri flestu því sem við þekkjum á
okkar landi. Þéttbýlið lítið þorp á
bakka vatns, söfnuðurinn dreifður
í skógarrjóðrum á stóru svæði,
kirkjan áttstrend, kirkjutum með
klukknaporti sem ganga þurfti í
gegnum á leið í kirkjuna. Miðstöð
bamafræðslunnar á prestssetrinu.
Allt gert til að halda uppi reisn
hnignandi byggðar.
Gísla og fjölskyldu hans var vel
tekið þama norður frá. Bæjarblað-
inu þótti það saga til næsta bæjar
að Islendingur væri kominn til
ræktunar trúarlífs á þessum slóð-
um. í Graninge vegnaði fjölskyld-
unni vel sem og annars staðar. Um
það bera vitni brottfarargjafir
þeirra og heillaóskir fjölskyldunni
til handa þegar kom að kveðjustund
á vordögum 1986.
Svíar eiga ekki síður en við ís-
lendingar við vanda að etja vegna
samanþjöppunar þjónustu og afleið-
ingu þess, einangrun dreifbýlis.
Sigríður, sem löngum hefur unn-
ið á umönnunarheimilum, bæði fyrir
aldraða og fyrir þroskahefta, hóf
nám í hjúkrunarfræðum þegar þau
fluttu til Graninge. Þannig var því
námi komið að sækja þurfti það um
langan veg og því flutti fjölskyldan
aftur til Lundar. Séra Gísli réðist
þar til starfa í Löddeköpinge—
prestakalli og þjónaði þar þremur
söfnuðum.
Væntanlega hafa umskiptin verið
mikil. Það er ólfku saman að jafna
kyrrð djúpra skóga og því að hafa
innan saftiaðarmarkanna umdeild-
ustu byggingu og starfsemi á
Norðurlöndum, kjamorkuverið í
Barsebáck.
Þessi umskipti, lífíð á íslandi og
lífíð í Svíþjóð, lifið almennt og til-
veruna ætlaði ég að ræða við Gísla
annað kvöld og nokkur þau næstu,
sitjandi úti á svölum hjá honum í
Lundi, eins og svo oft áður, jafnvel
yfír tafli. Má vera að þar hefði bor-
ið á góma möguleika þess sem ríkur
er af fróðleik að komast gegnum
nálarauga einveldisdrottnunar
íslensks skólakerfis til lifandi boð-
unar, því séra Gísli og fjölskylda
hans ætluðu sér að flytjast til ís-
lands aftur í fyllingu tímans.
Af þessum samtölum verður ekk-
ert og við aðstæður sem nú, verður
starfsbann fslenskrar minnimáttar-
kenndar hégómi.
Á sumarferðalagi fjölskyldunnar
að kvöldi fímmtudagsins 23. ágúst
sl. kenndi Gísli þess meins sem
hafði þennan burðarmikla og
lffsglaða mann undir á einni nóttu.
Að morgni var hann allur.
Séra Gísli Friðriksson er kominn
heim. í dag fer fram jarðarför hans
á Akranesi.
Séra Gísli er kominn heim —
„ ... náðargjöf Guðs er eilíft líf í
Kristni Jesú, Drottni vorum." (Róm.
6:23).
Megi almáttugur Guð vemda
Sigríði, bömin öll og aðra ástvini,
vera þeim styrkur í sorg og huggun
f harmi.
Cecil Haraldsson