Morgunblaðið - 07.08.1987, Side 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1987
Eg fæ kraft frá foikinu
Elísabet drottningarmóðir 87 ára
rottningarmóðirin
breska
| J héit upp á 87. afmælisdag
sinn á þriðjudaginn, það er 4.
ágúst. Enn tekur hún þátt í
ýmsum skyldustörfum sem stöðu
konungafólks fylgja.
Mannfjöldi safnaðist saman
fyrir utan Clarence House þar
sem hún býr, eins og alltaf á
afmælisdögum hennar, og beið
eftir færi á að hylla þennan elsta
meðlim bresku
konungsfjölskyldunnar. Það hefur
orðið að hefð á síðustu árum að
börn bíði við hliðin ásamt
foreldrum sínum og kennurum
með blóm og afmæliskort handa
drottningarmömmunni, sem
kemur ávallt út og þakkar þeim í
eigin persónu.
Þrátt fyrir að hún fari sjaldan í
ferðir erlendis núorðið tekur
Elísabet drottningarmóðir þátt í
ýmsum opinberum athöfnum að
meðaltali 150 sinnum á ári. Hún
sagði einu sinni í viðtali um mikið
vinnuálag á sér: „Stundum finn
ég fyrir einhverju streyma frá
mér. Það gerir mig mjög þreytta
um stund. En þá virðist ég fá
einhvern kraft til baka frá fólkinu."
Hún er jafnframt þekkt fyrir
kímnigáfu sína og er til ógrynni
af sögum því til stuðnings. Ein
þeirra segir frá því að eitt
Hún hefur verið ekkja síðan
árið 1952 þegar maður hennar,
George VI, lést. Á síðari árum
hefur hún að sögn orðið æ meiri
áhrifavaldur í lífi yngri meðlima
konungsfjölskyldunnar. Hún er
sögð hafa hjálpað Díönu
prinsessu meir en nokkur annar
að undirbúa sig fyrir
framtíðarhlutverk hennar sem
drottning Bretaveldis.
Reuter
Elísabet drottnlngarmóðir velfar til mannfjöldans
sem safnast hafði saman til að hylla hana á 87
ára afmnlisdegl hennará þriðjudaginn. Börn báru
hennl blóm og heillakort áður en herhljómsveit
þrammaði hjá og spilaði „Hún á afmæli í dag."
stormasamt rigningarkvöld hafi
hún sett upp sjóhatt, farið í stígvél
og haldið með hundana sína út
að ganga. Starfsmaður í þjónustu
hirðarinnar hitti hana á göngunni,
en bar ekki kennsl á hana í
myrkrinu með sjóhattinn. Hann
lét í Ijós samúð með aumingja
konunni að þurfa að fara og viðra
hundana í slíku veðri.
Drottningarmamman benti á hin
konunglegu híbýli og sagöi: „Ég
er viss um að þau myndu ekki
nenna því."
Engir
venjulegir
húsamálarar
Það hefur alltaf þótt kost-
ur að vera uppáfyndinga-
samur. (bænum Mezokovesd
í Ungverjalandi norðanverðu
þjást menn ekki af skorti á
þeim eiginleika. Þegar Ijóst
Reuter
Wallenberg
minnst
ÍWashington-borg í Bandaríkjunum var haldin athöfn
þann 4. ágúst síðastliðinn til að minnast 75 ára af-
mælisdags Raoul Wallenberg.
Wallenberg var ritari í sænska sendiráðinu í Búda-
pest í Ungverjalandi í heimsstyrjöldinni síðari og bjargaði
þúsundum gyðinga fré útrýmingarbúðum nasista með
því að útvega þeim sænsk vegabréf, eins og heims-
þekkt er orðiö. Sovétmenn handtóku Wallenberg eftir
að þeir höfðu lagt undir sig Ungverjaland og héldu hann
vera njósnara. Hvarf hann mönnum eftir það sjónum.
Sovétmenn halda því fram að hann hafi dáið í fangabúð-
um árið 1947, en allt fram á þennan dag hafa borist
fregnir um að Wallenberg hafi sést á lífi í fangabúðum
Stillansar afþakkaðir.
var að mála þurfti turn kirkj-
unnar á staönum, ef ekki áttu
að verða skemmdir á honum,
voru góð ráð einmitt ódýr.
Hefðbundna aðferðin að reisa
Reuter
ffclk í
fréttum
\Wsik'**il
IhM9 J fr 3j
þeirra og eru margir þeirrar trúar enn. Eru starfandi
Wallenberg-nefndir í nokkrum löndum og margsinnis
hafa bæði einkasamtök og þjóðarleiðtogar skorað á
Sovétmenn að lyfta hulunni af dularfullum dauða hans.
Á meðfylgjandi mynd les Ulf Jertonsson frá sænska
sendiráðinu í Washington upp tilkynningu við athöfnina,
en lengst til hægri stendur Rachel Haspel formaður
Wallenberg-nefndarinnar í New York.
mikla stillansa frá jörðu og
upp með öllum turni hefði
kostað mikið fé og alltaf verið
talsvert fyrirtæki. Þá var það
að einhverjum snillingnum
datt í hug að hóa í vana fjall-
göngumenn bæjarins og biðja
þá að mála turninn hangandi
í sigvöðum sínum. Þeir slógu
til og máluðu turninn af mik-
illi fimi nú í byrjun ágúst. Var
það miklu ódýrara en ef
stillansar og stirðari málarar
hefðu verið notaðir. Eins og
myndirnar sýna er það
kannski ekki á færi meðal-
jónsins í málaraiðninni að
leika þetta eftir. Kannski
stéttarfélagið hór heima ætti
að standa fyrir námskeiði í
fjallamennsku.