Morgunblaðið - 07.08.1987, Síða 46

Morgunblaðið - 07.08.1987, Síða 46
 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1987 46 -rs?ik ©1987 Umversal Pres» Syndlcate . Hann ves&ur 70 mi)ljör\ dvcc ó- morgun- " Nokkur orðtil ökumanna Til Velvakanda. Ég vil beina þessum orðum til ökumanna. Þið sparið stefnuljósin of mikið. Margir ykkar sýna enga tillitssemi. í vetur var Umferðarráð mikið að bidja ökumenn að stoppa fyrir bömum á leið í skólann. Og því ekki að halda því áfram þótt að sé skólafrí? Mér finnst lítil tillitssemi tekin til hjólreiðamanna. Elskið hvort annað í umferðinni. Bína tgsiígpSp** ást er, . . . lykt af ilmvatninu henn- ar. TM Reg. U.S. Pat. Otf.—ati rights reserved © 1986 Los Angeles Times Syndicate Með morgunkaffirtu G1 Ég er ákveðin í því að giftasf fyrsta manninum sem vill mig af þessari stærð ...? Þá er stéttin komin á sinn stað. Nú þarf aðeins að flytja hliðið ... HÖGNI HREKKVÍSI " BÍt,SKÓI?SÚTSALAN HANS eR. ALVBG misheppnuð." Hínn eini sanni Guð Til Velvakanda í 2 Mósebók 20:3 standa þessi orð: „Þú skalt ekki hafa aðra guði en mig“ og Jesús Kristur sonur Guðs segir: „En í því er hið eilífa líf fólgið, að þeir þekki þig, hinn eina sanna Guð, og þann sem þú sendir Jesúm Krist.“ Jóh. 17:3. Nú virðist svo sem margir eigi mjög erfitt með að nefna hinn eina sanna Guð og því síður Jesúm. Þó er það svo að Guð elskar mennina svo heitt „að hann gaf son sinn einget- inn, til þess að hver, sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf“. Jóh. 3:16. Margir afneita Jesú. Hafna honum, sem eingetnum syni Guðs og frelsara okkar mannanna. Orð hans eru þó skýr, að hann er „kominn til að leita að hinu týnda og frelsa það“. Lúk. 19:10 og: „Eg er vegurinn sannleikurinn og lífíð, enginn kemur ,til föðurins nema fyrir mig“. Jóh. 14:6. Jóhannes postuli segir einnig: „Sá sem hefír soninn hefír lífíð, sá sem ekki hefur Guðs son hefír ekki lífíð. Þetta hefí ég skrifað yður, til þess að þér vi- tið, að þér hafíð eilíft líf, yður sem trúið á nafn Guðs sonar". 1. Jóh. 5:12-13. „Menn fara villir vega og stefna hver sína leið“. Jes. 53:6. En „í því birtist kærleikur Guðs til vor, að Guð hefír sent son sinn ein- getinn í heiminn til þess að vér skyldum lifa fyrir hann. f þessu er kærleikurinn: ekki að vér elskuðum Guð, heldur að hann elskaði oss og sendi son sinn til að vera frið- þæging fyrir syndir vorar". 1. Jóh. 4:9-10. Það er talað um „æðri máttar- völd“ og fleira í þeim dúr, en sjaldnast er hinum eina sanna Guði þakkað fyrir þau gæði og margvís- legu hluti, sem hann gerir fyrir einstaklinga og þjóðina alla, og hversu hann svarar bænum, sem beðnar eru til hans í Jesú nafni. Guðsmyndin virðist hafa brengl- ast mikið hjá mörgum. Mér fínnst t.d. alveg yfirgengilegt hve orðið „veðurguðir“ er útbreitt meðal fólks og í fjölmiðlum. í fréttum var sagt fyrir stuttu síðan, að „veðurguðim- ir hefðu bjargað Húsavíkurhátíð- inni“ og í grein um væntanlega Skeljavíkurhátíð stendur að „samið hafí verið við veðurguðina um gott veður“. Má ég nú spyija: Hvað heita þessir guðir og hvað eru þeir marg- ir? Svari þeir sem geta. Þú sem lest þessar línur: Ef þú trúir á Jesúm Krist sem Guðs son og frelsara þinn farðu þá ekki leynt með trú þina. Minnstu orða Jesú, að við eigum að kannast við hann fyrir mönnum. Matt. 10:32-33. Þú sem hefír gert þér einhvem annan Guð. Athugaðu þá þinn gang og gefðu gaum að þeim orðum Heila- grar ritningar, sem vitnað hefír verið til hér að framan. „Drottinn, Guð þinn, átt þú að tilbiðja og þjóna honum einum." Matt. 4:10. „Þessi er minn elskaði sonur, sem ég hefí velþóknun á, hlýðið á hann.“ Matt. 17:5. Ráð til prjónakonu í tilefni af raunasögu pijónakonu vil ég gjaman gefa ráð sem mér hafa dugað vel. Það á að nota lítið af sápuspónum og það á alltaf að skola úr jafn- heitu vatni og þvegið er úr. í skolvatnið set ég blek. Það á að sjást vel í hendina þegar hún er á botni ílátsins sem þvegið er úr. Það á aldrei að þvo til skiptis úr ediki og bleki því að það leysir hvort annað upp. Ég nota alltaf blek ef ég held að litir geti mnnið til. Hvítar peys- ur verða mjög fallegar ef þær em skolaðar upp úr bleki því að þá fer guli blærinn af þeim. B.Þ. Víkverji skrifar að er ánægjulegt, hve skelegg- ur úrskurður dóms- og kirkju- málaráðuneytisins er í nafnleyndar- málum Biskupsstofu, sem tók ákvörðun um að gefa ekki upp nöfn umsækjenda um prestaköll. Niður- staða ráðuneytisins er að það samrýmist ekki anda hinna nýju laga um val persta, að halda nöfn- unum leyndum. Hins vegar má segja, að óski prestur sérstaklega eftir nafnleynd, eigi að verða við því svo sem gert er í tilfelli annarra embættismanna, liggi fyrir gild rök af hálfu umsækjandans. í raun, frá sjónarhóli blaða- manns, er frétt um umsækjendur prestakalla ónýt, ef ekki fylgir með nafnalisti yfír umsælq'endur. Nafn- laus frétt um fjölda umsækjenda hefur lítið gildi. Hún sparar raunar blaðamönnum sporin, því áð nú er upplýst að nöfn umsækjendanna voru tilkynnt á hurð kirkjunnar, þar sem allir gátu séð, sem í kirkjuna komu. Því hefðu blaðamenn í raun getað farið í kirkjuna, skrifað upp nöfnin og birt þau. Er þá spuming, hvers vegna Biskupsstofa sleppti nöfnunum úr tilkynningunni um Qölda umsækjenda. XXX Attaf er leiðinlegt að sjá menn misstíga sig í meðferð móður- málsins. Einhveijum starfsmanni Morgunblaðsins hefur orðið á í fyr- irsögn á blaðsíðu 5 í gær, þar sem stendur: „Ferskur fískur ill óseljan- legur í kjölfar sjónvarpsþáttar um hringorma". „ill óseljanlegur" er tvöföld neitun og hefur hér eflaust átt að standa „ill seljanlegur". Þannig getur mönnum orðið á í hita og þunga dagsins, þar sem keppzt er við að ljúka blaðinu á til- settum tíma. XXX Anægjulegt er að fylgjast með sigurgöngu Jóhanns Hjartar- sonar í ungversku borginni Szirak, þar sem nú er háð millisvæðamót í skák, en sigurvegarar þessa móts tefla svo við sigurvegara annarra millisvæðamóta um áskorandarétt á heimsmeistarann Kasparov um heimsmeistaratitilinn. Jóhann hefur staðið sig frábærlega og nálgast nú þá stöðu, sem fyrsti íslenzki stór- meistarinn, Friðrik Olafsson, komst í hér á árum áður. Frammistaða Jóhanns vekur í senn hrifningu og stolt meðal landa hans. Ahugaverður Kastljósþáttur var pýlega í sjónvarpinu í umsjá Halls Hallssonar fréttamanns. Hann fjall- aði þar um skák og ræddi við ýmsa menn, sem staðið hafa í fylkingar- bijósti skákhreyfíngarinnar. í þessum þætti lýsti Jóhann Þórir Jónsson ritstjóri tímaritsins Skákar því að ef hlúð yrði svolítið betur að skákiðkendum hér á landi, myndu íslendingar innan tíðar slá út Sovétmenn í skákíþróttinni. Jó- hann Þórir sagði að svo mikil skákmannsefni væru meðal íslend- inga, að það þyrfti ekki mikið átak til þess að ná þessu marki. Sé þessi fullyrðing ritstjórans rétt, væri ekki úr vegi fyrir stjórnvöld að huga betur að þessum málum. Þá ber og að geta góðrar frammi- stöðu Margeirs Péturssonar stór- meistara á Norðurlandameistara- mótinu í Færeyjum. Þar sigraði hann glæsilega og vann titilinn skákmeistari Norðurlanda til tveggja ára.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.