Morgunblaðið - 07.08.1987, Síða 51

Morgunblaðið - 07.08.1987, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1987 51 HANDBOLTI/LANDSLIÐIÐ í SEOUL íslendingar unnu Japana Suður-Kórea burstaði Svíþióð ISLENDINGAR sigruðu Japana, 22:21, í fyrsta leik sínum á fjög- urra þjóða mótinu í Seoul í Suður-Kóreu í gœr. Suður- Kóreumenn unnu Svfa með 10 marka mun, 36:26. Leikur íslands og Japan fór fremur rólega af stað. Fyrsta markið kom ekki fyrr en eftir 15 mínútur og skoniðu íslendingar það úr vítakasti. íslenska liðið hafði síðan frumkvæðið f leiknum fram í leikhlé og leiddi með 11 mörkum gegn 7. Japanar komu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik. Þeir söxuðu jafnt og þétt á forskotið og tókst að jafna í fýrsta sinn í leiknum 18:18 þegar 6 mínútur voru til leiksloka og komust síðan yfír 20:21 þegar 2 mínútur voru eftir. íslendingar skoruðu síðan tvö síðustu mörkin og mörðu sigur. Mörk íslands gerðu: Kristján Ara- son 8, Alfreð Gíslason 6, Þorgils Óttar 4, Atli Hilmarsson, Guðmund- ur Guðmundsson, Karl Þráinsson og Þorbergur Aðalsteinsson eitt mark hver. Einar Þorvarðarson stóð í markinu í fyrri hálfleik en Brynjar Kvaran, sem lék sinn 100. lands- leik, í þeim seinni. Að sögn Steinars J. Lúðvíkssonar, fararstjóra íslenska liðsins, var leik- urinn frekar slakur að hálfu íslenska liðsins. „Strákamir voru þreyttir eftir erfítt 30 klukkutíma ferðalag og svo er mikill tímamis- munur, þannig að þeir hafa varla náð að aðlaga sig breyttum aðstæð- um. Hér er 30 stiga hiti og loftið mjög rakt,“ sagði Steinar. Suður-Kóreumenn komu mjög á óvart með því að vinna Svía í gær 36:26 eftir að staðan í hálfleik hafði verið jöfn, 16:16. íslendingar fá frí í dag en leika gegn heimamönnum á morgun, laugardag, og gegn Svíum á sunnudag. Þess má geta að tímamunur á ís- landi og Suður-Kóreu er 10 klukku- tímar (á undan í Koreu). Leikur íslands og Japan fór fram kl. 08.00 að íslenskum tíma í gærmorgun sem verður að teljast heldur óvenju- legur leiktími. Morgunblaðid/KGA Trausti Ómarsson Vfkingi og Tómas Kárason KS kljást um boltann. Myndin er dæmigerð fyrir baráttu þeirra í leiknum. Fyrsti sigur Víkings í rúmar fimm vikur Haldið til Seoul íslenska handknattleikslandsliðið sem hélt til Seoul í Suður-Kóreu raðaði sér upp fyrir framan Amarflugsþotuna sem flutti þá fyrsta áfangann. Kristján Árason og Bjami Guðmundsson bættust f hópinn í Amsterdam. íslendingar sigruðu Japana í fyrsta leik sínum í gær. GOLF/STRANDAMOTIÐ Jóhann og Guðrún sigruðu „VIÐ ræddum um þaö fyrir leik- inn að nú væri aö duga eða drepast og mér fannst liðið mun heilsteyptara nú heldur en í síðustu leikjum. Þessi sig- ur losar okkur undan mikilli pressu og óg hef trú á að nú fari hlutirnir að ganga okkur í hag“, sagði Jón Otti Jónsson markvörður Víkings eftir að lið- ið hafði sigrað KS 2:0 í fjörug- um leik á Valbjarnarvelli. Sigur Víkings var sá fyrsti frá því 29. júní eða í rúmar fímm vikur. Þrátt fyrir þennan langan kafla hafa Víkingar endurheimt toppsæti 2. deildar Frosti en KS er sem fyrr í Eiðsson mikilli fallhættu. skrifar Það var Atli Einars- son sem náði forys- tunni fyrir Víkinga á síðustu mínútu fyrri hálfleiks eftir undirbúning Stefáns Aðalsteinssonar og Trausta. Víkingar léku mjög vel í síðari hálf- leik og voru nær einráðir á vellinum mestan hluta hans. Boltinn gekk mjög vel á milli manna en þrátt fyrir mörg upplögð færi skoruðu þeir aðeins eitt mark; úr vítaspymu eftir að boltinn hafði farið í hendi vamarmanns KS. Trausti Ómars- son skoraði úr spymunni og sigur Víkinga var ekki í hættu eftir það. Þrír Víkingar fengu að sjá gula spjaldið í leiknum, Trausti Ómars- son, Jóhann Þorvarðarson og Hörður Theodórsson. Þeir tveir fyrmefndu eiga af þeim sökum yfír höfði sér leikbann. Tómas Kárason var eini leikmaður KS sem fékk bókun. Jóhann Benediktsson Golfklúbbi I Suðumesja og Guðrún Eiriks- | dóttir Golfklúbbi Reykjavíkur sigruðu í karla- og kvennaflokkum á Strandarmótinu svokallaða, sem er öldungamót. Fór það fram á Strandarvelli á Rangárvöllum á fridegi verzlunarmanna. Alls tóku 99 golfleikarar þátt í Strandarmótinu. Jóhann og Guðrún sigruðu í keppni án forgjafar og sigraði Guðrún einnig í keppni með forgjöf i kvennaflokki. í karlaflokki sigraði Jón Ámason Nesklúbbnum í keppni með forgjöf. Hann varð þriðji í keppni án forgjafar eftir bráðabana við Hörð Guðmundsson Golfklúbbi Suðumesja. Úrslitin urðu annars: Karlar, án forgjafar: Jóhann Benediktsson, GS.............78 Gfsll Slgurðsson, GK................78 Jón Áraason, NK.....................79 Karlar, með forgjöf: Jón Áraason, NK.....................87 Jóhann Benedlktsson, GS.............68 HörðurGuðmundsson, GS...............88 Konur, með forgjöf: Guðrún Elrfksdóttir, GR.............91 Slgurbjörg Guðnadóttir, GV..........96 Hanna Aðalstelnsdóttur, GR..........98 Karlar, með forgjöf: Guðrún Eirfksdóttir, GR.............71 Kristine Elde, NK...................78 Gyða Jóhannsdóttlr, GR..............78 Maður leiksins: Jóhannes Sævarsson Vfkingi. HEIMALEIKIR UTILEIKIR SAMTALS Lelklr u j T Mörk U J T Mörk Mörk Stlg VÍKINGUR 13 5 1 1 14 : 8 2 0 4 7 : 10 21 18 22 LEIFTUR 11 5 1 0 12 : 2 1 1 3 4: 6 16 8 20 ÍR 12 3 2 1 12 : 6 3 0 3 11 11 23: 17 20 ÞRÓTTUR 12 3 0 3 13 : 12 3 1 2 11 9 24: 21 19 SELFOSS 12 5 0 1 13 : 6 0 4 2 10 15 23 21 19 EINHERJI 12 5 1 0 9 : 4 0 2 4 6 14 15 18 18 ÍBV 11 3 2 0 12 : 7 1 2 3 7 12 19- 19 16 UBK 12 2 1 3 8: 9 3 0 3 6 7 14 16 16 KS 13 3 2 1 11 8 1 0 6 8 16 19 24 14 ÍBÍ 12 2 0 4 10 14 0 0 6 6 14 16 28 6 8. umferð 13. umferð 1. deildar hefst á morgun, en leikur Fram og Völsungs á miðvikudagskvöld- ið var sá síðasti í áttundu umferð. Hinirvoru Valur-KR (1:1), FH-ÍBK (2:1), KA-Þór (1:2) og Víðir-ÍA (0:0). Röð liða er nú sú sama og húnvarfyrirmánuði nema Þórog ÍAhafa skipt um sæti. 11 leik- / menn fengu fjóra í # einkunn íáttundu umferð og eru þeir íliðinu. 1 / Halldór - «i “ Áskelsson W\ ^ - Þór (6) / MorgunblaðiA/ GÚI Guðmundur - Steinsson Fram (1) ........

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.