Morgunblaðið - 19.08.1987, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1987
7
Framleiðnikönnun:
MEÐALEFNIS
í KVÖLD
ELTONIOHN
Þáttur um Elton John þar sem
hann segir frá baráttu sinni við
fjölmiðla og sýnd verða bæði
gömul og ný myndbönd.
A NÆSTUNNI
IfT
Flmmtudagur
119:001 ÆVINTÝRIH.C.
ANDERSEN
(Næturgaiinn). Teiknimynd með
íslensku tali.
22:05
Föstudagur
SKILNAÐUR
(Breaking up). Áströlsk sjón-
varpsmynd frá 1985. Mynd
þessi fjallarum tvo unga bræður
og þau áhrifsem skilnaður for-
eldra þeirra hefurá lifþeirra.
STÖÐ2
ll
L
fb^
K
ýÖ
Auglýsingasími
Stöövar 2 er 67 30 30
Lykllinn fnrð
þú hjá
Heimilistsokjum
Heimilistæki hf
S:62 12 15
Verðmætasköpun á sérhvern
vinnandi mann með minna móti
BIRTAR hafa verið niðurstöður könnunar á framleiðni vinnuafls á
íslandi. Þar kemur fram að samanborið við þau lönd sem einkum
er miðað við sé framleiðni vinnuafls einna minnst hér á landi. Einn-
ig segir að svo virðist sem ástandið sé einna verst í aðalatvinnugrein-
um okkar, landbúnaði,fiskveiðum, matvælaiðnaði og í sumum
greinum iðnaðar. Verðmætasköpun á sérhvern vinnandi mann er
þvi með minna móti hér á landi miðað við það sem þekkist í öðrum
löndum og hefur jafnframt vaxið hvað minnst á því tímabili sem
rannsíknin nær yfir.
Það er Iðntæknistofnun íslands
sem hleypti af stokkunum svoköll-
uðu „framleiðniátaki" árið 1985, í
samvinnu við Iðnaðarráðuneytið,
Alþýðusamband íslands, Félag
íslenskra iðnrekenda, Landsam-
band iðnaðarmanna og Landsam-
band iðnverkafólks. í formála
nýútkominnar skýrslu segir að
markmið átaksins sé að gera al-
menning og forráðamenn fýrir-
tækja betur meðvitaða um
mikilvægi þess að auka framleiðni
í íslensku atvinnulífi. Útgáfa
skýrslu um framleiðnimælingar sé
eitt verkefna í anda þess markmiðs
og sé þar um að ræða umfangs-
mestu athuganir sem gerðar hafa
verið á þróun framleiðni í íslensku
atvinnulífi.
í könnuninni er sýnt fram á hver
þróunin hafi orðið á framleiðni
vinnuafls í íslenskum atvinnugrein-
um og er við mælingamar höfð
hliðsjón af svipuðum mælingum
erlendis. Mælingarnar ná yfir tíu
ára tímabil, frá árinu 1973 og til
ársins 1983.
Það vekur athygli að helstu nið-
urstöður mælinganna eru þær að
framleiðni vinnuafls sé einna
minnst á íslandi í samanburði við
þau lönd sem einkum er miðað við.
Landsframleiðsla á hvem vinnandi
mann hefur hvergi aukist eins lítið
og hér á landi á tímabilinu og árið
1983 var framleiðnin einna minnst
hér miðað við þau lönd sem höfð
vom til samanburðar. Hins vegar
leiða niðurstöðumar í ljós að lands-
framleiðsla á hvem íbúa hefur
aukist hér að jafnaði og að staða
hennar og vöxtur er í meðallagi
miðað við önnur lönd.
Ástæða þess að landsframleiðsla
á hvem íbúa eykst mun meira en
landsframleiðslan á hvem vinnandi
mann er, að því er segir í skýrsl-
unni, aðallega aukin atvinnuþáttt
aka, en hún jókst helmingi meira
hér en í öðmm löndum. Munar þar
miklu um aukna þátttöku kvenna í
atvinnulífinu á fyrri hluta umrædds
tímabils. Því virðist sem sá hag-
vöxtur og sú aukna verðmætasköp-
un á hvem íbúa sem kemur fram
á íslandi á tímabilinu eiga að vem-
legu leyti rætur að rekja til aukinn-
ar atvinnuþátttöku, en ekki eins og
víðast hvar erlendis, til aukinnar
landsframleiðslu á hvern vinnandi
mann.
Þegar litið er á niðurstöður mæl-
inganna í einstaka atvinnugreinum
vekur athygli að framleiðni vinnu-
afls í landbúnaði jóks á tímabilinu
mikið á öllum Norðurlöndunum
nema á íslandi. Framleiðni vinnu-
afls í fiskveiðum virðist í meðallagi
hér á landi, en með minnsta móti
í framleiðsluiðnaði í heild sinni mið-
að við þau lönd sem höfð vom til
samanburðar, en það em Norðurl-
öndin, Bandaríkin, Japan og
Þýskaland.
VORIJSYNINGAR
&
HAMARKS
ARANGUR
AF ÞÁTTTÖKU f
VÖRUSÝNINGUM,
ERLENDIS SEM HÉR ÁIANDI
Námskeið ætlað þeim starfsmönnum sem hafa umsjón með
kynningu á framleiðsluvörum og markaðssetningu þeirra.
Fjallað er um hvenær rétt sé að taka þátt f vörusýningum og hvernig
megi stefna á hámarksárangur af þátttökunni.
EFNISATRIDI
Helstu þættir vörukynningar
Val einstakra þátta.
Undirbúningur þátttöku á vörusýningu.
Undirbúningur kynningarherferða.
Störf á sýningarsvæði.
Úrvinnsla gagna að sýningu lokinni.
LEIDBEINANDI
Sigurður Ágúst Jensson
frá Útflutningsráði íslands.
25. ágúst 1987 kl. 8:30 til 17:30
að Ánanaustum 15.
UTFLUTNINGS
OG MARKAÐSSKÓLIÍSLANDS
THE ICELANDIC INSTITUTE OF MARKETING AND EXPORT
Ánanaustum 15-101 Revkjavík- Simi 91 -62-10-66